Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. AGUST 1992 Norrænt gigtarár 1992; Lýsi og- gigtarsjúkdómar eftir Jón Þorsteinsson Lýsið er langauðugasti D-vítamíngjafinn íslendingar hafa vitað um aldir að lýsi er hollt. Sjómenn fengu sér sopa af því áður en þeir fóru í róð- ur og mæður gáfu bömum sínum lýsi frá blautu barnsbeini. Það er þó ekki ýkja langt síðan menn upp- götvuðu hvað það er í lýsinu sem gerir það svona hollt. Um síðustu aldamót og á fýrstu tveimur áratugum þessarar aldar fundu menn að hægt var að fýrir- byggja og lækna ýmsa hörgulsjúk- dóma með ákveðinni fæðu og í kjöl- farið fundust vítamínin eitt af öðru. Beinkröm var læknuð með lýsi og sólböðum og brátt tókst að sýna fram á D-vítamín í lýsinu og að sólarljósið myndaði D-vítamín í húð- fitunni. Upp frá því hefur reynst auðvelt að fyrirbyggja og lækna bemkröm. í suðrænum löndum reiða menn sig á sólskinið en á norðlægum slóð- um þar sem sólargangur er stuttur verða menn að treysta á lýsið. D-vít- amín finnst auðvitað í annarri dýra- fitu en í fiski, s.s. í smjöri og eggj- um, en lýsið er langauðugasti D-vít- amíngjafinn. Hæfileg lýsisgjöf er því langauðveldasti og öruggasti mátinn að fyrirbyggja beinkröm. Hvernig verkar D-vítamín í líkamanum? En hvernig verkar þá D-vítamín Fjórar kiljur komnar út ÍSLENSKI kiijuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur, Snorra á Húsafelli eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Felix Krull— játningar glæpamanns, eftir Thomas Mann og Alexandriurós- ina, eftir Manuel Vázquez Montal- bán. Þá hefur Mál og menning gefið út skáldsöguna Dreyrahim- in, eftir Herbjörgu Wassmo. Bókin um Snorra á Húsafelli fjall- ar um þjóðsagnapersónuna Snorra Björnsson á Húsafelli. Höfundur, Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræð- ingur, vinnur úr hinum ýmsu heimild- um um Snorra og setur sig í spor 18. aldar manna. Bókin kom fyrst út 1989. Hún er 437 bls. Felix Krull—játningar glæpa- manns er skáldsaga eftir Nóbelsverð- launahafann Thomas Mann. Felix Krull beitir blekkingum og svikum sjálfum sér til framdráttar. Ríkis- sjónvarpið sýndi nýlega þáttaröð, sem var byggð á bókinni. Kristján Árnason þýddi bókina, sem er 322 bls., og ritaði eftirmála. Alexandríurósin er spennusaga eftir spænska rithöfundinn Manuel Vázquez Montalbán og fjallar um einkaspæjarann Carvalho, sem fær það verkefni að rannsaka morð á konu í spænskum smábæ. Jón Hallur Stefánsson þýddi bókina, sem er 228 bls. Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Dreyrahimin eftir Her- björgu Wassmo í kiljubroti. Sagan er sjálfstætt framhald bókanna Hús- ið með blindu glersvölunum og Þögla herbergið, þriðja og síðasta bókin í sagnabálkinum um stúlkuna Þóru, sem færði Herbjörgu Wassmo bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987. Hannes Sigfússon íslensk- aði bókina, sem er 256 bls. Aparici Nýborg; URVAL FLISA ÁBETRA VERÐI í líkamanum? Það auðveldar nýt- ingu á kalki úr fæðunni og kalkið er nauðsynlegt fyrir beinabygging- una. Kalk fáum við aðallega úr mjólk og mjólkurmat og D-vítamín fáum við fyrst og fremst úr lýsi og feitum fiski. Við erum alltaf að byggja upp og endumýja bein og þurfum því að neyta mjólkur- og fiskafurða í nægilegu magni að staðaldri. Flestir íslendingar fá nægilegt kalk og D-vítamín í fæðunni. Þó eru á þessu undantekningar. Sam- kvæmt könnun Manneldisráðs fá margar íslenskar konur of lítið kalk og D-vítamín. Þetta er þeim mun alvarlegra þar sem konum um og eftir tíðahvörf er hættara við bein- þynningu en öðmm og brjóta því oftar beinin sín. Draga má úr þess- ari hættu með því að drekka 3-4 glös af mjólk að staðaldri og taka reglulega eina teskeið af lýsi. Það er sama hvaða mjólk er drukkin, undanrenna, léttmjólk, nýmjólk eða súrmjólk og sama hvort það er þorska- eða ufsalýsi en minna þarf af lúðulýsi. Hafa ber í huga að hæfileg hreyfing og þjálfun er einn- ig nauðsynleg til þess að styrkja beinin. í lýsinu er einnig ríkulegt A-vít- amín sem kemur í veg fyrir nátt- blindu og styrkir slímhúðir líkam- ans. Það eykur hollustu lýsis og styður þau gömlu reynsluvísindi að þeir sem taka lýsi verða síður kirtla- veikir og ekki eins kvefsæknir. Fitan í lýsinu er sérlega holl Á seinni árum hefur komið í ljós að hollusta lýsis er ekki bara bund- in við A- og D-vítamín. Fitan í lýs- inu er sérstaklega holl. Fita sjávar- dýra er fjölómettuð en fíta spen- dýra mettuð, hún ér hörð. Þessi harða fíta er óholl og þeim sem neyta hennar í óhófí er hætt við æðakölkun og fá því frekar hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta, ásamt reykingum og hreyfingarleysi, er talin orsök þess hve Vesturlandabú- um er hætt við að fá þessa sjúk- Jón Þorsteinsson „Niðurstaðan er sú að við eigum að taka lýsi og drekka mjólk alla ævi til þess að minnka líkur á beinþynning’u og bein- brotum. Gigtarsjúkling- ar geta auk þess dregið úr notkun gigtarlyfja með því að taka lýsi.“ dóma. Aftur á móti fá Grænlending- ar og Japanir sístir slíka sjúkdóma því þeir neyta mikillar fitu úr fiski og öðrum sjávardýrum með mjúkri fítu og fjölómettuðun. fitusýrum. Komið hefur í ljós að fitusýrum- ar í lýsinu hafa ýmis önnur holl áhrif. Aðdragandi að þeirri vitn- eskju var sú uppgötvun að aspirin og skyld gigtarlyf hömluðu virkni sérstaks hvata sem breytir svokall- aðri arachidonsýru í prostaglandin. Prostaglandin eru fitusýrur sem myndast sérstaklega mikið í ýmsum bólgusjúkdómum, s.s. liðagigt, og valda sársauka. Gigtarlyfín draga úr sársauka og bólgum með því að hindra myndun prostaglandina en þessi verkun hefur fylgikvilla í för með sér því prostaglandinin vernda magaslímhúðina. Því hættir mörg- um manninum sem fær þessi bólgu- og verkjastillandi lyf til að fá mag- asár og jafnvel magablæðingu og sprunginn maga. Því þarf ætíð að fara með gát og forðast að gefa magasárssjúklingi slík lyf. Það var því merkileg uppgötvun þegar það kom í ljós að fjölómettuð fítusýra EPA, ein aðalfítusýran í lýsinu, brotnar niður í líkamanum í skaðlaus prostaglandin. Og það sem er ennþá merkilegra er að lík- aminn virðist ýta til hliðar þeim skaðlegu prostaglandinum sem valda bólgu og sársauka þegar nægilegt magn er gefíð af EPA. Því er hægt með lýsisgjöf að draga úr bólgu og sársauka og einnig með því að gefa lýsisþykkni í hylkjum sem nær eingöngu innihalda fitu- sýruna EPA. Með slíkri lýsisgjöf er hægt að draga úr þörfínni fyrir gigtarlyf og þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá gigtarsjúklinga sem einnig hafa magasár. Áhrif mataræðis á liðagigtarsjúklinga Það gekk lengi vel illa að sýna fram á nokkur áhrif mataræðis á liðagigtarsjúklinga þar til fram kom í dýratilraunum að fóðrun með fjölómettuðum fítusýrum hafði bólgu- og sársaukastillandi áhrif. Klíniskar tilraunir með lýsisþykkni (EPA) gerðar á liðagigtarsjúkling- um leiddu til svipaðrar niðurstöðu; bólga, sársauki og stirðleiki minnk- uðu. Lýsi gerir því ótvírætt gagn þó það komi ekki í stað hefðbund- innar gigtarmeðferðar. Niðurstaðan er sú að við eigum að taka lýsi og drekka mjólk alla ævi til þess að minnka líkur á bein- þynningu og beinbrotum. Gigtar- sjúklingar geta auk þess dregið úr notkun gigtarlyfja með því að taka lýsi. Höfundur er yfírlæknir á Gigtardeild Landspítalans. ^EiimwiuiO YERKFÆRI FYRIR FAGMENN Gtobusi -heimur gceöa! LÁGMÚLft s|- REYKlAVtK - SIMI 91 - 681555 nru (SLENDINGUR ERLENDIS er bók sem getur sparað þér baeði fyrirhöfn og peninga og gert ferðina ánægjulegri. Meðal efnis er: • Endurgreiðsla virðisaukaskatts. • Samanburður á breskum, evrópskum og bandarískum fatastærðum. • Tollar og tollaálagning. • Gisting hjá Islendingum erlendis. • Hvernig hringja á til fslands. • Þjórfé um viða veröld. • Öll neyðamúmer greiðslukortana. • Heimllisföng sendiráða og ræðismanna íslands erfendis. • 4ra hliða gengisskráning. • Kort. • Vegabréfið og vegabréfsáritanir. • Tfmamismunur milli landa. • Dagbók og margt fleira. BÓK SEM HJÁLPAR ÞÉR AÐ FERÐAST Fæst (næstu bókabúð. Lokasprettur sumarsins ífrjálsum tímum SUMARKORT-Frjáls mæting Sumarkort býöur uppá frjálsa mætingu, eins oft og þú vilt innan þeirrar tfmalengdar og á þeim tfmum dags sem þú sjálf velur. Þetta er nýjung hjá okkur og vonumst viö til þess aö hún eigi eftir að þjóna þér vel. 4 ViKNA KORT FYRIR ALLA ALDURSHÓPA Fimm daga vikunnar geturöu mætt eins oft og þú vilt. SVONA FERÐ PÚ AÐ: Þú kemur eða hringir í síma 813730 og pantar kort. Gult kort fyrir morguntfma. Grænt kort fyrir síödegistfma. Rautt kort fyrir kvöldtfma. Ljósatímar fylgja fyrir þœr sem vilja, Bamapössun fyrir hádegi Pöntunarsími 813730 ViÖ hefjum aftur hefðbundið starf f september og bjóðum sem fyrr flokka einsog; Toppi til Táar, Stutt og strangt, Rólegt og Gott, Almennt kerfi og Púl og Sviti. Innritun í vetrarnámskeiöin hefst um næstu mánaðarmót. Sími: 813730 Sinniö pöntunum stundvislega. SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4 Skútuvogi 4 - Sími 812470
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.