Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. AGUST 1992
Sigurbjöm Bárðarson sótti gull í greipar á Hestamóti Skagfírðinga
um helgina er hann hlaut 14 gullverðlaun. Hér situr hann hryssuna
Venus frá Keldudal en hún stóð efst af sex vetra hryssum.
Hestamót Skagfirðinga Vindheimamelum:
Börain voru vel ríðandi að þessu sinni en öðrum betur þó Friðgeir Jóhannsson á Hreyfli frá Hofi lengst
til vinstri, er vann sig upp úr öðru sæti.
Sigurbjöm sóttí 14 gnll
Bestu tímar ársíns í skeiði
Hestar
Valdimar Kristinsson
MEÐ miklum myndarbrag héldu
Skagfirðingar sitt árlega hesta-
mót um verslunarmannahelgina
þar sem keppt var í hestaíþróttum
svokölluðum, kappreiðum, gæð-
ingakeppni og kynbóthross voru
metin og sýnd. Keppni stóð yfír í
tvo daga og var veður hið besta
meðan á mótinu stóð.
Á undanfömum árum hefur Sigur-
bjöm Bárðarson verið atkvæðamikili
á þessum mótum Skagfirðinga og
hirt flest gullverðlaun í íþróttagrein-
um. Nú bætti hann um betur og sigr-
aði í öllum greinum íþróttamótsins
sex að tölu, auk þess að vera með
gull í tvíkeppnunum þremur og stiga-
hæsti keppandinn. Þá sigraði hann
í bæði 150 og 250 metra skeiði kapp-
reiða og einnig var hann með efstu
hryssumar í sex og fjögra vetra
flokki. Setti Sigurbjöm stigamet í
gæðingaskeiði á Höfða frá Húsavík
er hann náði 115 stigum. Árangur
hans í skeiðtvíkeppni, 177,2 stig sem
eru samanlögð stig úr fimmgangi og
MOTTU 06TIPP*
20- 50%
Gram
Tepp'
afslóttur
FÁKAFEN 9-SÍMI 686266
V/SA
gæðingaskeiði, er einnig, eftir því
sem næst verður komist, það hæsta
sem náðst hefur. í samanlagðri stiga-
söfnun setti hann einnig met. Má
gera ráð fyrir að Sigurbjöm verði
sterkur á Islandsmótinu sem haldið
verður á svæði Fáks nú um miðjan
mánuðinn. Nokkuð góð þátttaka var
í flestum greinum og hestakostur
yfírleitt nokkuð jafn og góður.
í A-flokki gæðinga náði Sólveig
Ólafsdóttir á Stjama að vinna sig
upp úr öðru sæti í sigursætið sem
voru sanngjöm úrslit að flestra mati.
I B-flokki þurfti bráðabana um fyrsta
sætið milli Glampa frá Syðra-Skörð-
ugili sem Jónas Sigurjónsson sat og
Penna sem Egill Þórarinsson sat.
Hélt Penni fyrsta sætinu en segja
má að þar hafí nánast verið um
smekksatriði að ræða hvorum bæri
fyrsta sætið svo jafnir sem þeir vom.
í yngri flokkunum var keppnin einn-
ig jöfn og spennandi. í bamaflokki
vann Friðgeir Jóhannsson sannfær-
andi sigur en hann var í öðm sæti
að lokinni forkeppni. ísólfur L. Þóris-
son hélt sínu sæti í unglingaflokki.
Aðeins var keppt í skeiði á kapp-
reiðum mótsins sem er talandi tákn
um þá þróun sem þar á sér stað.
Tímamir vom mjög góðir í báðum
greinum skeiðsins, Snarfari var á
14,1 sek. í 150 metrunum og Leistur
á 22,4 sek. í 250 metrunum. Era
þetta bestu tímar sumarsins enn sem
komið er. Vegleg verðlaun vom í
boði í skeiðinu og hlaut Sigurbjöm
75.000 krónur fyrir sigur í 250 metr-
unum en 50.000 fyrir sigur í 150
metmnum. Úrslit urðu sem hér seg-
ir: A-flokkur. 1. Stjami, F: Þáttur,
722, Kirkjubæ, M: Stjarna, Hóli, eig-
andi og knapi Sólveig Ólafsdóttir,
8.38.2. Trix, F: Júpiter 851, Reykj-
um, M: Dúkka, Gröf, eigandi Þorleif-
ur Jónsson, knapi Þórir Jónsson,
8.44.3. Sporður frá Sauðárkróki, F:
Hervar 963, Skr, M: Kápa, Skr, eig-
andi og knapi Guðmundur Sveinsson,
8.28.4. Ljúfur, F: Ófeigur 822,
Flugumýri, eigandi Gísli Halldórsson,
knapi Egill Þórarinsson, 8,24.5. Fiðla
frá S-Skörðugili, F: Sporður, Skr,
M: Nunna, S-Skörðug., eigandi Einar
Gíslasonj knapi Elvar Einarsson,
8.19.6. As, F: Þrymur, Hólum, Mel-
korka, Brimnesi, eigandi Halldór
Steingnmsson, knapi Páll B. Pálsson,
8.18.7. Venus frá Flugumýri, F:
Fáfnir 897, Fagranesi, M: Drottning,
Flugum., eigandi og knapi Ingimar
Jónsson, 8,17.8. Skerpla, eigandi og
knapi Höskuldur Þráinsson, 8,18.
B-flokkur 1. Penni, Svaða, F:
Skuggi, S-Gmnd, eigandi og knapi
Egill Þórarinsson, 8,52.2. Glampi frá
Skörðugili, Stíganda, F: Mergur 961,
S-Skörðug., M: Hnallþóra, S-Skörð-
ug. eigandi og knapi Jónas Sigur-
jónsson, 8,49.3. Þokki, Neista, F:
Hervar 963, Skr, M: Snót, Ögmund-
arst., eigandi og knapi Jón K. Sig-/
marsson, 8,40.4. Vinur, Stíganda,
F: Ófeigur 822, Flugum., M: Sveins-
ína, Varmal. eigandi og knapi Ingólf-
ur Helgason, 8,30.5. Brynjar, Létt-
feta, F: Ófeigur 818, Hvanneyri, M:
Perla, S-Gmnd, eigandi og knapi
Jóhann Magnússon, 8,32.6. Skúfur,
Stíganda, F: Mergur 961, S-Skörð-
ug., M: Skúfa, S-Skörðug., eigandi
Sigurjón Jónasson, knapi Elvar Ein-
arsson, 8,34. 7. Gýgjar, Glæsi, F:
Bylur 892, Kolkuósi, M: Gýgja, Við-
vík, eigandi Ólafur Gunnarsson, Þór-
arinn Amarsson, 8,33.8. Svala,
Svaða, F: Hrafn, Óslandi, M: Gola,
Óslandi, eigandi Jón Guðmundsson,
knapi Þórir Jónsson, 8,26. Ungling-
ar 1. ísólfur L. Þórisson Þyt, á
Móra,8,49.2. Anna Sif Ingimarsdótt-
ir Stíganda, á Blæ frá Reykjarhóli,
8,34.3. Heimir Guðmundsson á
Blakk, 8,14.4. Eyþór Einarsson Stíg-
anda, á Snegglu, 8,04.5. Hjörtur E.
Elfssen Léttfeta, á Hrappi, 8,29.6.
Agnar Gíslason Stíganda, á Þyt,
8.11.7. Sara Einarsdóttir á Trítli,
8.11.8. Guðmundur Elíasson á Öldu,
7,84. Böra 1. Friðgeir Jóhannsson,
Svaða, á Hreyfli, 8,27.2. Eyþór E.
Berg, Þyt, á Pöddu, 8,40.3. Líney
M. Hjálmarsdóttir, Stíganda, á Glett-
ingu, 8,21.4. Steinbjöm A. Skafta-
son; Stíganda, á Mána, 7,95.5. Þuríð-
ur Ó. Elíasdóttir, Þyt, á Blöndu, 8,16.
6. Jón Ægir Ingólfsson, Svaða, á
Sjötta-September, 8,04.7. Sigutjón
P. Einarsson, Stíganda, 8,03.8. Ing-
rún Hlynsdóttir, Stíganda á Val,
7,91. 150 metra skeið 1. Snarfari
Nú hittu Hrafntinna og Baldvin ofj'arl sinn og urðu að gera sér
annað sætið í fímmgangi og hryssum sex vetra og eldri en þar hlaut
Hrafntinna reyndar himinháar einkunnir fyrir hæfileika 8,76 sem
mun vera önnur hæsta einkunn ársins.