Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 40
40 T MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Þjóðminjasafn íslands — ekki eingöngu fyrir erlenda ferðamenn eftir Bergdísi Sigurðardóttur Þegar íslendingur heyrir minnst á Þjóðminjasafn Islands er líklegt að orðin leki og sprunga séu það fyrsta sem kemur upp í huga hans. Það er ekki nema von enda hefur umfjöllun um safnið í fjölmiðlum á síðustu árum að miklu leyti ein- kennst af umræðunni um húsakynni þess, en eins og svo margir vita þá hefur safnið lengi verið í fjársvelti og af þeim sökum verið illa viðhald- ið. Hér er ekki ætlunin að setja út á þá umræðu í sjálfri sér enda er hún góðra gjalda verð og nú er lausn á húsnæðismálum safnsins í sjón- máli. Hitt er annað mál, að Þjóð- minjasafnið hefur haft við að glíma annað og ekki minna vandamál en léleg húsakynni og er þaðenn óleyst, en það er hversu fáir íslendingar leggja leið sína þangað. Erlendir ferðamann eru í langmestum meiri- hluta þeirra sem sækja safnið. Ástæðurnar fyrir því eru eflaust margar en þó hlýtur umfjöllun um safnið í íjölmiðlum að skipta megin máli um hvort landsmenn fínni hjá sér áhuga á að skoða það. Höfundur vill meina að í þeirri einhliða um- ræðu sem verið hefur um Þjóðminja- safnið í íslenskum fjölmiðlum vilji oft gleymast hvílíka list og menn- ingu safnið hefur að geyma, þ.e. að innan veggja sé annað og meira en sprungnir veggir og fötur fullar af vatni og því hafí hún ekki verið til að hvetja landsmenn til þess að sækja safnið heldur þvert á móti. Ætlunin með þessum skrifum er að gera tilraun til að vekja aukinn áhuga landsmanna á Þjóðminjasafn- inu og gera grein fyrir mikilvægi þess fyrir íslensku þjóðina. Á tímum hraðfara breytinga eins og við lifum í dag og með sífellt nánari tengslum milli Islands og umheimsins hlýtur að skipta miklu máli fyrir Islendinga sem fullvalda þjóðar að varðveita sögulegar minjar og verðmæti þjóðarinnar. Þjóðminja- safnið hefur að geyma margar af merkustu minjum sem varða ís- lenska sögu og menningu og því er mikilvægt að Islendingar sýni safn- inu verðskuldaða athygli. Hver og einn ætti að kunna góð skil á eigin fortíð og leitast við að læra af reynslu þeirra sem áður byggðu landið. Það mun hjálpa þeim til að takast á við nútímann. Það sem gerir Þjóðminjasafnið sem safn hvað merkilegast er að þar eru ekki eingöngu varðveittir dýr- gripir heldur einnig ýmsir hvers- Bergdís Sigurðardóttir „Það sem gerir Þjóð- minjasafnið sem safn hvað merkilegast er að þar eru ekki eingöngu varðveittir dýrgripir heldur einnig ýmsir hversdagslegir hlutir sem notaðir voru við dagleg störf á fyrri tím- um.“ dagslegir hlutir sem notaðir voru við dagleg störf á fyrri tímum og eru orðnir verðmætir vegna þess hve vel þeir eru til þess fallnir að Iýsa lífs- háttum, atvinnuháttum og list ís- lensku þjóðarinnar allt frá fyrstu öldum Islandsbyggðar og fram á þessa öld. Þar má fínna svör við spurningum sem varða uppruna ís- lendinga t.d. um hvaðan landsnáms- mennimir komu, hvers konar fólk þeir voru og hvað þeir gerðu. Elstu minjarnar sem safnið hefur að geyma eru frá 9.-13. öld og eru þær flestar úr fornum kumlum (heiðnum gröfum), en einnig frá uppgröftum úr bæjarstæðum. Þar má meðal annars sjá vopn, skart- gripi og áhöld. Þar eru einnig fornir húsviðir, svo sem Valþjófsstaðahurð- in, sem talin er frægust allra ís- lenskra forngripa og mun vera frá því um 1200. Valþjófsstaðahurðin var kirkjuhurð á Valþjófsstað í Fljótsdal þangað til 1852. Það sem gerir hurðina svona merkilega er hversu fagurlega hún er útskorin. I bók Kristjáns Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni, segir að talið hafí verið að útskurðurinn á hurðinni „sé meðal þess stílhreinasta og jafnvæg- asta, sem rómönsk list hafí eftir sig látið á Norðurlöndum". Til gamans má geta að útskurðurinn hefur í sér táknræna merkingu. Þar er sagt miðaldarævintýrið „le chevalier au lion“ eða riddarinn og ljónið, sem runnið er frá frönskum skáldskap og kemur fram í mörgum riddara- sögum. Mynstrið sýnir riddara sem vegur dreka og bjargar Ijóninu úr klóm hans. Ljónið fylgir lífgjafa sín- um eftir það og leggst að lokum syrgjandi á gröf hans. Myndin tákn- ar einnig baráttuna milli góðs og ills í tilverunni, en riddarinn er hetjan sem beitir sverði sínu á móti hinu illa. Margir kirkjumunir hafa varðveist og eru í eigu Þjóðminjasafnsins t.d. róðukrossar, dýrlingsmyndir, kaleik- ar og altaristöflur. Safnið hefur að geyma stærsta og fjölbreyttasta safn íslenskra útsaumsverka frá fyrri öld- um og einnig mikinn fjölda tréskurð- armuna frá síðustu öld. Nytjahlutir eins og askar, blöndukönnur, brauð- mót, rúmfjalir og lárar voru oft hag- lega útskomir. Flestir hlutirnir voru búnir til á bóndabæjum og endur- spegla athafnir sveitafólks á löngum vetrarkvöldum. Það er erfítt að ímynda sér að fólk hafi unnið slík listahandverk án þess að hafa raf- magnsljós. Á safninu er einnig að finna baðstofu (vistarveru hefðbund- innar íslenskrar bændaíjölskyldu), sem byggð var 1857 og var búið í henni alveg til 1955 þegar hún var færð á Þjóðminjasafnið. Á Þjóðminjasafninu er bæði sér- stakt sjóminjasafn og landbúnaðar- safn. Á sjóminjasafninu eru sýndir bátar og líkön og myndir af bátum. Einnig hefur það að geyma veiðar- færi ýmiss konar og allt mögulegt sem varðar gamlan íslenskan sjávar- útveg. Á landbúnaðarsafninu eru sýnd ílát og áhöld sem notuð voru til sveita áður fyrr og mörg reyndar allt fram á þessa öld. Verið velkomin í Þjóðminjasafn Islands. Höfundur er nemandi í Stjómmálafræði við HÍ og starfsmaður á Þjáðmityasafni íslands. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120, 105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1993 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyr- ir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn bú- rekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir, sem hyggjast sækja um lán til dráttarvéla- kaupa á árinu 1993, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Það skat tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóð- um öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild land- búnaðarins, útibúum Búnaðarbanka íslands og búnaðarsamböndum. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS. Bj EITTHVAÐ FYRIR ÞIG ? rTTTTTVT ▼ Snæfell kynnir: Saumaklúbbinn sem er eitthvað fyrir þig. Hvaö kostar svo að ganga í klúbbinn ? Aðeinskr. 1.680. -fyrsta árið, viö inngöngu fáið þið send fjögur1000 metra hvít tvinnakefli, ásamt vönduðu faldamáli (að verðmœti kr. 1.680.-). Auk tvinnans og faldamálsins fáið þið sent þann l.okt. klúbbfréttir ásamt vörupöntunarlista,og síðan á tveggja mánaöa fresti klúbbblaðið Allirmeð tölu. Persónulegur klúbbur ( pðstverslunarformi, fyrirþá sem vilja fylgjast með þvf nýjasta sem tengist saumaskap og gera góö kaup. ALLIRMEÐTÖLU Langholtsvegi 109 Pósthólf4046, 124 Reykjavíh Skráningarsími (91) 683344 TOSHIBA Super TUBE YNDLAMPÍNN SKIPTIR OLLU MALI! <N<N Myndgæöi litsjónvarpstækja byggjast aðallega á myndlampanum. T0SHIBA býður nú áður óþekkt myndgæði með nýja Super C-3 myndlampanum, sem gefur skýrari og bjartari mynd en eldri gerðir. Skil milli lita eru skarpari og ný gerð af síu hindrar stöðurafmögnun og minnkar glampa. Sjón er sögu ríkari, komið í verslun okkar og kynnist nýju T0SHIBA Super C-3 litsjónvarps- tækjunum af eigin raun! Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 — ® 622901 og 622900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.