Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 45
45 s«er T3U0A .s JiuoAa'JMivaiM aiaAjanuonoM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Okkur langar að skrifa þetta í minningu mágs okkar, vinar og veiðifélaga, Guðmundar Ólafssonar sem andaðist á Landspítalanum 20. júlí. Guðmundur var þá búinn að eiga stnð við hinn alræmda sjúk- dóm hvítblæði í rúmt hálft annað ár er hann lést. Guðmundur fæddist 21. janúar 1955 á Vesturbraut 20 í Hafnar- firði og var þriðja barnið í röðinni af sex systkinum hjá þeim hjónum Ólafi Guðmundssyni og Unni Ág- ústsdóttur. Guðmundur var mikill veiðiaðdáandi og var það hans aðal áhugamál síðustu árin og veiddi hann mikið með okkur. Hann fór á hnýtingarnámskeið, og var þá ekki að spyija að því að eftir það hnýtti hann alltaf fyrir okkur alla. Margar flugurnar gerði hann eftir sinni eig- in formúlu, en var þó ein af þeim sem hefur gefið marga fiskana og ér víða í veiðiskýrslum veiðihúsa. í vor var búið að skipuleggja veiðiferðir út sumarið og var stærsta ferðin í hans augum Norð- urá sem hann var vanur að dreyma um að fá að fara í áður en hann mundi deyja, en svo fór ekki, því miður. Við munum sakna Guð- mundar mjög mikið í framtíðinni, en erum samt sannfærðir um að honum líður miklu betur núna en honum leið síðasta árið. Við vottum fjölskyldu hans allri samúð okkar og vonum að allir minnist hans eins og hann var áður en hann fékk sjúkdóminn, eins og hann vildi. Hilmar og Björgvin. Guðmundur frændi okkar er dá- inn. Sonur hjónanna Ólafs Guð- mundssonar og Unnar Ágústsdótt- ur. Hann var einn af sex systkinum. Guðmundur var fæddur 21. jan- úar árið 1955 eða aðeins 37 ára gamall. Hann bjó mest alla æfi sína á Vesturbrautinni með foreldrum sínum (ömmu og afa okkar) en síð- an fluttust þau í Norðurbæinn og hann með vinkonu sinni Jónu A. Jóhannsdóttur í Reykjavík. Sein- ustu vikurnar lá hann á Landspítal- anum. Áhugamál Guðmundar voru margskonar, t.d. veiði, fluguhnýt- ingar og sund, hann var félagi í Sundfélagi Hafnarfjarðar ásamt systkinum sínum. Guðmundur átti tvær dætur, Lísubet og Þórunni. Hann var mjög góður við okkur krakkana, við gistum oft hjá honum og vinkonu hans, þá var alltaf ís eða eitthvað nammi um kvöldið yfir sjónvarpinu. Við söknum Guðmund- ar mjög mikið og við munum aldrei gleyma honum. Élsku Iangamma, amma, afi, Lísabet, Þórunn, Jóna, Erling, Svala, Örn, Friðrik og Kollý, missir ykkar er mikill. Guð styrki okkur öll í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning Guðmundar. Systkinabörnin: Eva .Dís, Ester, Ómar, Örn, Þröstur, Heiðrún, Ólafur og Helga. Vér treystum því, sem hönd Guðs hefur skráð í hveiju fræi, er var í kærleik sáð, býr fyrirheit um himnaríki á jörðu. Hver heilög bæn á vísa Drottins náð. Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna, ■ ef hjálp og miskunn blasir öllum við í trú, sem ein má þúsund þjóðum safna til þjónustu við sannleik, ást og frið? (Höf. Tómas Guðmundsson) Mig langar í fáum orðum að minnast pabba míns. Við áttum yndislegar samverustundir þegar við hittumst. Við fórum saman í leikhús og bíó. Alltaf kom hann í afmælið mitt og á aðfangadag. Ég geymi minningar hans í hjarta mínu og kveð elsku pabba minn með söknuði. Guð geymi hann. Þórunn Guðmundsdóttir. Friðarhreyfíngar fleyta kertum á Tjörninni SJÖ íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í dag, mið- vikudaginn 5. ágúst. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hiroshima og Naga- saki 6. og 9. ágúst um leið og lögð er áhersla á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. Safnast verður saman við suð- vesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) kl. 22.30 og verður þar stutt dagskrá þar sem Anna Kristín Arngrímsdóttir leikari les ljóð. Leikhópurinn Perlan flytur Síðasta blómið, leikstjóri er Sigríð- ur Eyþórsdóttir. Fundarstjóri verður Margrét Guðmundsdóttir kennari. Þetta er áttunda árið sem kert- um er fleytt á Tjörninni af þessu tilefni. Að venju verða flotkerti seld á staðnum. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ 4 ....... ■ Á PÚLSINUM verða lokatón- leikar suður-amerísku hljóm- sveitarinnar Titicaca í kvöld, mið- vikudaginn 5. ágúst þar sem hljómsveitin leikur fyrir matar- gesti Argentínu milli kl. 20.30- 21.30 og á tónleikum Púlsins kl. 22-01. Matargestir Argentínu Steikhúss eiga jafnframt kost á boðsmiðum á tónleika Púlsins sama kvöld sem gilda á meðan húsrúm leyfir. Málningar límband sem aldrei bregst J.S.Helgason Draghálsl 4 S: 68 51 52 SKUTBÍLL Daglegt amstur gerír ólíkar kröfurtil bifreiða. Lada station sameinar kosti fjöl- skyldu- og vinnubíls, ódýren öflugur þjónn, sem mælir með sérsjálfur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200. Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21 21 2 Ýmsar stærðir. Litur: Hvítur. Ath. Gæða kuldaskór úr leðri kr. 2.995,- ÍÞRÓTTASKÓR kr. 1.495,- 145.000 VERÐLÆKKUN Á HONDA ACCORD Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Eftir að verðið á Accord hefur verið lækkað ber hann höfuð og herðar yfir keppinautana. Verð eftir lækkun: Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,- 5= Accord EXi með sjálfskipdngu: 1.615.000,- 1 0 HONDA ÁRÉTTRI LÍNU Kjörvari og Þekjukjörvari - kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Mmálninghlf - það segir sig sjdljt -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.