Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Að læra af áföllum eftir Tómas Hansson Eflaust dettur fáum í hug að efnahagsleg áföll geti verið til góðs. En allt hefur sínar jákvæðu hliðar. Það eina jákvæða við þau áföll sem nú dynja yfir okkur er það að íslend- ingar gætu vaknað við vondan draum og áttað sig á því að stefnan í efnahags-, atvinnu- og byggðamál- um síðustu 20 ára, þar sem áherslan er á hefðbundnar atvinnugreinar og ríkisforsjá, er að kæfa hagvöxt og framfarir. Því til rökstuðnings má nefna að auðlindir hafsins eru full- nýttar (í það minnsta hefðbundnir fiskistofnar), ekki er hægt að færa efnahagslögsöguna lengra út né að auka sókn, erlend lán eru orðin veru- lega þung byrði sem krefst sífellt stærri hluta þjóðartekna einungis til að standa undir vaxtabyrði, var- anlegur halli ríkissjóðs hefur kæft einkaframtak og Islendingar hafa aukið neyslu á kosntað Qárfestinga síðasta áratug. Á síðustu árum hafa viðhorf til efnahagsmála breyst til hins betra á íslandi. Þá hefur einnig átt sér stað þróun á ýmsum sviðum, sérstaklega á fjármagsmarkaði. Nú verður hins vegar almenn stefnu- breyting að eiga sér stað, sérstak- lega í hagstjóm, atvinnu- og byggðamálum. En af hvetju ætti stefnubreyting að geta átt sér stað? íslendingar hljóta að sjá nauðsyn breytinga nú frekar en áður í skugga áfallanna þar sem ástand eins fískistofns getur nánast kné- sett hagkerfíð og fólk hefur ekki í önnur hús að venda hvað varðar atvinnu. Einnig vegna þess að sjáv- arútvegur í hefðbundinni mynd get- ur ekki þanist meira út, vegna þeirr- ar hringavitleysu sem landbúnaður hefur lent í og í ljósi alþjóðlegrar þróunar og reynslu Austur-Evrópu- þjóða. Kjörorð breytinganna, ef raunverulegar eiga að vera, verður þó að vera hófsemi og víðsýni, en ekki skammtímaávinningur í einu „ævintýri“. Fortíðin Saga efnahagsmála á Islandi síustu 20 ár er hreint út sagt hrak- fallasaga. Gengi íslensku krónunnar hefur fallið jafnt og þétt sem afleið- ing undanlátssamrar efnahags- stefnu. Dollarinn kostaði 84 aura 1973 en kostar nú um 54 krónur. Á meðan hafa myntir hinna Norður- landanna haldist stöðugar gagnvart dollaranum. Verðbólga hefur verið veruleg lengst af. Erlendar lántökur (löng erlend lán í heild) hafa vaxið jafnt og þétt. Erlend lán voru um fjórðungur landsframleiðslu í byrjun áttunda áratugarins en hafa vaxið yfír helming síðustu ár. Greiðslu- byrði af þessum erlendu lánum hef- ur aukist úr 10% af útflutningstekj- um í byijun áttunda áratugarins í um 20% síðustu ár (þar af vega vaxtagreiðslur heldur meira en af- borganir). Á síðasta áratug hefur undantekningarlaust verið halli á ríkissjóði og halli á viðskiptum við útlönd (utan eitt ár 1986 þegar við- skiptajöfnuður var rétt jákvæður enda mikið góðæri). Hagvöxtur var að meðaltali lægri en á áratugnum þar á undan eða 2,3% (1,2% á mann) en var 4% (2,4% á mann). Líklegt er að hagvöxtur áttunda áratugar- ins sé fyrst og fremst útfærslu efna- hagslögsögunnar árin 1972 (50 míl- ur) og 1975 (200 mílur) að þakka. Því til rökstuðnings má nefna að heildar þorskafli Islendinga 1975 var 265 þús. tonn en var orðinn 460 þús. tonn 1981. Eftir það fór að halla undan fæti enda auðlindin að ÚTSALA Síðustu dagar fatnaður - allt að 50% afsláttur ATHUGIÐ Verslunin verður lokuð 10.-24. ágúst vegna breytinga %istan Laugavegi 99 - Sími 16646. fullu eða of nýtt og árið 1990 var þorskaflinn um 330 þús. tonn og er eins og allir vita á hraðri niður- leið. Hagvöxturinn árin 1978 til 1981 fór að mestu í aukna neyslu og samneyslu, en íjárfesting jókst ekki að sama skapi. Þetta hefur gengið eftir út níunda áratuginn. Þá jókst samneysla á árunum 1978 til 1990 um tvo þriðju á föstu verð- lagi, neysla og landsframleiðsla um þriðjung en fjárfesting (heildar fjár- munamyndun) aðeins um fjórðung. í góðærinu 1986 til 1987 var hag- vöxtur 16% mældur í vegri lands- framleiðslu (tæp 20% mælt í vergum þjóðartekjum), en á sama tíma hækkaði kaupmáttur vel yfír 30%. Launahækkarnir langt umfram hagvöxt gera það að verkum að fyrirtæki geta ekki með góðu móti mætt versnandi afkomu síðar sem gerir efnahagssveiflur erfiðar viður- eignar eins og reyndin er. Hver maður sem fært hefur heim- ilisbókhald sér að efnahagsmálin eru í ólestri. Við íslendingar eyðum meira en við öflum. Við notum hag- vöxt fyrst og fremst til neyslu. Við ýtum undir sveiflur með því að eyða tekjum góðæra samstundis og eig- um ekkert eftir til að mæta áföllum (nema kröfur um aðgerðir). Segja má að íslendingar hafí hegðað sér eins og olíuríki, fámenn þjóð sem eignast hefur gífurlega auðlind með útfærslu efnahagslögsögu, en af- rakstrinum hefur fyrst og fremst verið eytt í neyslu auk þess sem erlendar skuldir jukust á sama tíma. Hagstjórn hefur mistekist og mark- mið í atvinnu- og byggðamálum hafa ekki náðst. Atvinnustigið hefur hins vegar haldist hátt í skjóli mik- illa auðlinda sem okkar fámenna þjóð á. Framtíðin Þessar staðreyndir segja ljóta sögu og ekki er hægt að segja að bjart sé framundan. En fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott. Ljósið í myrkrinu er í fyrsta lagi að nú átta menn sig á hvert stefnir en lifa ekki í hillingum. I öðru lagi má segja að ísland sé svo lítið hagkerfí að ekki þurfi svo mik- ið til að breyta hlutum til batnaðar. T.d. aflar eitt fyrirtæki, ÍSAL hf., tæplega 10% gjaldeyristekna þjóð- arinnar. í þriðja lagi eru margir augljósir hnökrar á íslenska hag- kerfínu og íslenskri hagstjóm sem laga mætti. í fjórða lagi er land- fræðileg staða íslands góð. Með aukinni tækni og stærðarhag- kvæmni í flutningum má segja að ísland sé ekki verr sett landfræði- lega en mörg ríki EB hvað varðar flutninga og samskipti innan Evr- ópu. Sérstaklega á þetta við eftir að þrengsli á þjóðvegum Evrópu hafa aukist og kröfur um mengun- arskatta á landflutninga verða há- værari. Einnig liggur landið nokk- urn veginn mitt á milli Evrópu og Ameríku. Fleiri ljósa punkta mætti telja. Tómas Hansson „Hin leiðin er að gera þetta hagkerfi okkar nútímalegra, láta ein- staklingana spreyta sig á eigin ábyrgð, fá hingað fleiri erlenda aðila til samstarfs við okkur um arðbæran atvinnurekst- ur, gera hagstjórn ein- faldari og markvissari, halda stöðugleika í verð- lagi og gengi, koma á markaðskerfi í auðlinda- nýtingu m.a. með fram- seljanlegum kvótum í sjávarútvegi og einfalda ríkiskerfið.“ Lykilatriðið varðandi framtíðina er að hér á landi skapist grundvöll- ur fyrir arðbæran atvinnurekstur hvort sem hann er stór eða lítill í eigu íslendinga eða útlendinga. Þetta skapar engan skyndigróða og leysir ekki vandamálin á einni nóttu, en kannski er það stærsti kosturinn því að á eftir svalli kemur slæmur höfuðverkur. Einnig þarf að byggja upp áframhaldandi sparnað, en nota þarf hann til arðbærra fjárfestinga en ekki til samneyslu eins og raunin hefur verið síðasta áratug. Það ger- ist með aukinni þróun á fjármagns- markaði, einkavæðingu ríkisbanka, breyttri stefnu í atvinnumálum með afnámi „sjóðaleiða" og almennt með minni umsvifum ríkisins. Nýlega var birt niðurstaða skýrslu um áhuga alþjóðlegra fjár- festa á EFTA-löndum. Skemmst er frá að segja að ísland var þar neðst á blaði. Jafnframt er það ljóst að það starfsumhverfí sem við bjóðum útlendingum er ekki gott. Verka- lýðsfélög koma í veg fyrir eðlilega stjórn fyrirtækja eins og berlega hefur komið í ljós hjá íslenska álfé- laginu, en þar kosta einfaldar breyt- ingar í rekstri langa baráttu við fulltrúa starfsmanna. Slíkt hentar ekki fyrirtæki í alþjóðlegri sam- keppni og er til mikils ama fyrir fyrirtækið og ekki síður starfsmenn þegar til lengdar lætur. Efnahags- stjórn hér á landi er fólgin í eilífðar skammtímalausnum sem eru tilvilj- anakenndar og sértækar og skaða mjög almennt rekstrarumhverfí. Ef rætt er við erlenda fjárfesta og spurt hvað sé mikilvægasta forsenda þess að áhugi skapist á samstarfí eða fjárfestingum þá er svarið stjóm- málalegur og efnahagslegur stöðug- leiki. Einkavæðing ríkisbanka, sjálf- stæði seðlabanka, gengisfesta, markaðsskráning gengis og einfalt og stöðugt rekstrarumhverfí eins og varðandi reglugerðir og skatta- mál eru hlutir sem teljast til kosta fyrir land sem sækist eftir fjöl- breyttu samstarfi við alþjóðlega aðila um fyrirtækjarekstur. Þess vegna er það eðlilegt að á íslandi, þar sem þörfín fyrir fjölbreytni, nýjungar og áhættufjármagn í at- vinnurekstri er mikil, séu gerðar breytingar er miði í þessa átt. Mark- mið hagstjómar eiga að vera einföld og miða fyrst og fremst að stöðug- leika. Markmið stjómvalda ætti að vera að gera fyrirtækjum lífíð létt (almennt) en draga úr sértækum stuðningi, afskiptum og sífelldum breytingum á grundvallarþáttum. Slík stefnubreyting kostar vissulega skammtímafórnir og getur þýtt að einhver fyrirtæki, sem reyndar þeg- ar hafa engan rekstrargrandvöll, hyrfu af sjónarsviðinu. Hins vegar er stefnubreyting lífsnauðsynleg til lengdar og hér er ekki um minna að ræða en efnahagslegt sjálfstæði. þjóðarinnar. Eins og áður er sagt geta skamm- tímabreytingar kostað fórnir. Eins dauði er þó sannarlega annars brauð, því að á meðan stjórnvöld ausa fé í ónýtan fyrirtækjarekstur, þá sitja aðrir aðilar með arðvænleg- ar hugmyndir auralausir eða með óhagstæð lán vegna þess sem hag- fræðingar kalla ruðningsáhrif. Um- svif stjórnvalda á fjármagnsmarkaði í gegnum ríkisbanka og sjóði hækka vexti eða takmarka á annan hátt möguleika einkageirans til þess að fá fjármagn á jafnréttisgrundvelli, þar sem arðsemi er látin velja, en ekki skammsýn sjónarmið stjórn- málanna. Þetta verða talsmenn landsbyggðarinnar sérstaklega að athuga því að á meðan fyrirtæki sem standa höllum fæti fá fjármagn þá era aðrir einstaklingar á lands- byggðinni í arðbærum rekstri að greiða háa vexti eða í vandræðum með að fá fyrirgreiðslu lánastofn- ana. Dæmið snýst því ekki um Reykjavík gagnvart landsbyggðinni heldur um það að framtíð lands- byggðarinnar verður ekki reist á skuldsettum fyrirtækjum. Breytingar óumflýjanlegar Veruleg þróun hefur átt sér stað erlendis í átt til markaðsvæðingar. Þeir sem óttast þessa þróun af sér- hagsmunaástæðum telja hana stundarfyrirbrigði eða tísku. En það er ekki svo. Þessar breytingar hafa verið gerðar í kjölfar sársaukafullr- ar reynslu af miðstýringu, ekki bara austantjaldslanda, heldur einnig landa eins og Svíþjóðar. Einnig má segja að markaðsvæðing sé ekki MAN Vörubifreiöar á ferð um landið Sýningarferðin með MAN 25.422 DF "Háþekju" flutningabifreið, heldur áfram. Næstu viðkomustaðir verða sem hér segir: Borgarnes Föstudaginn 7. ágúst við Bifreiðastöð K.B. kl. 10 Hvammstangi Föstudaginn 7. ágúst við ESSO stöðin kl. 14 Blönduós Föstudaginn 7. ágúst við ESSO stöðina kl. 16 Sauðárkrókur Föstudaginn 7. ágúst við K.S. Ártorgi kl. 18 Siglufjörður Föstudaginn 7. ágúst við vöruafgreiðslu Siglufjarðarleiðar kl. 20 Ólafsfjöröur Laugardaginn 8. ágúst kl. 11 Dalvík Laugardaginn 8. ágúst kl. 13 Akureyri Laugardaginn 8. ágúst við Bflasölu Þórshamars kl. 15 Húsavík Sunnudaginn 9. ágúst við B.K. bflaverkstæði kl. 13. KRAFTUR H/F Vagnhöfða 1-3 112Reykjavík _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.