Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Heimsklúbbur Ingólfs: Töfrar Rómaborgar Myndasýning á Hótel Sögu annað kvöld HEIMSKLUBBUR Ingólfs efnir til myndasýningar frá Rómaborg á Hótel Sögu annað kvöld, fimmtudaginn 6. ágúst, þar sem sýnd verða helstu kennileiti og merkisstaðir „hinnar eilífu borg- ar“, jafnframt stuttu sögulegu yfirliti. Hvort tveggja er miðað við hagnýtt gildi fyrir ferðafólk sem hefur í hyggju að heim- sækja Róm en þekkir borgina ekki mikið áður. Ingólfur Guðbrandsson er ný- kominn heim eftir mánaðardvöl í Róm þar sem hann var þátttakandi í námskeiði um list og sögu Rómar en safnaði jafnframt miklu.mynd- efni úr borginni. Hinn 17. þ.m. hefst menningarferð Heimsklúbbsins til Ítalíu þar sem helstu sögustaðir og listaborgir eru þræddar undir leið- sögn Ingólfs. Orfá sæti eru enn laus í ferðina. Myndasýningin á fimmtudags- kvöld er liður í fræðslustarfsemi Heimsklúbbsins til að tryggja sem bestan árangur ferðar. Sýningin hefst kl. 20.30 og er opin öllu áhugafólki um ítalska list og menn- ingu. (Fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs.) Morgunblaðið/Björn Blöndal Flugmenn ítölsku listflugsveitarinnar Frecle Tricolori setja elds- neyti á vélar sínar á Keflavíkurflugvelli. ítölsk listflugsveit á Keflavíkurfluffvelli Keflavík. TÓLF listflugsþotur á vegum ítalska flughersins höfðu viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á miðviku- dag og fimmtudag. Vélarnar voru að koma úr 50 daga sýningarferð um Bandaríkin og voru á leið til Ítalíu. Nafn sveit- arinnar er Frecle Tricolori og eru þoturnar, sem eru tveggja manna, smíðaðar á Ítalíu. Hingað kom sveitin frá Syðri-Straumfirði á Grænlandi og var ferðinni heitið til Skotlands. BB Einn á ferð árla morguns. Tólf ára og tekur myndir TÓMAS Jónasson er tólf ára nemandi í Folda- skóla og hans aðaláhugamál er ljósmyndun. Hann fékk fyrstu myndavélina i afmælisgjöf fyrir sex árum, en þegar áhuginn fór raun- verulega að kvikna fyrir tveimur árum keypti hann sér nýja sjálfur. I júlí síðastliðnum fékk hann sér svo fullkomna vél og myndirnar, sem hér sjást, eru teknar á hana. Tómasi finnst best að fara út á morgnana áður en borgin vaknar til að taka myndir og skemmti- legustu viðfangsefnin finnst honum vera borgin og landslag. Faðir hans, Jónas Ragnarsson, rit- stjóri, hefur lengi tekið myndir og hjá honum hefur Tómas lært handtökin. Jónas kemur líka nærri þegar semja þarf nöfn á myndirnar, en þá setjast feðgarnir niður og koma saman einhveijum góðum texta. Tómas tók þátt í ljósmyndasamkeppni Æskunn- ar síðastliðið vor og þar birtust myndir eftir hann. Eins hefur ein mynd birst eftir hann í Heilbrigðis- málum, þannig að Tómas Jónasson er kannski nafn, sem er þess virði að taka eftir í framtíðinni. Q Jónshús: Menningar- og upplýs- ingafulltrúi til starfa JÓNSHÚS er hús íslenskrar menningar í Kaupmannahöfn. í húsinu, sem stendur við 0ster Voldgade, eru félagsheimili, bókasafn, minningarstofur Jóns Sigurðssónar og skrifstofur sendiráðsprests og þess fræði- manns er gistir húsið hveiju sinni. Framvegis verður boðið upp á nýjung í Jónshúsi þar sem tilnefnd- ur hefur verið menningar- og upp- lýsingafulltrúi hússins. Helga Guð- mundsdóttir mun sinna þessari þjónustu, og geta íslendingar snúið sér til hennar til að fá upplýsingar um það sem er á döfinni í Jónshúsi eða um atriði sem varða veru fólks í Danmörku. Menningar- og upplýs- ingafulltrúinn hefur aðsetur á skrif- stofu Islendingafélagsins. Viðveru- og símatímar hafa enn ekki verið ákveðnir en upplýsingar verða sett- ar upp í félagsheimili hússins um miðjan ágústmánuð. Sömuleiðis verða viðverutímar kynntir í fjöl- miðlum við fyrsta tækifæri. Margir Islendingar koma við í Jónshúsi og er fólk eindregið hvatt til að notfæra sér þessa nýju þjón- ustu. Þeim sem vilja koma íslenskri menningu í einhverri mynd á fram- færi í Kaupmannahöfn er bent á að hafa samband við Helgu Guð- mundsdóttur í Jónshúsi. u fl Verð aður Tilboð i jj Fura alh. fúav. 95x95 I má500 I * steinn 6 cm ferm. á 1.764 Korkur ferm.á 2.813 Útiljós á stólpa 10.468 Vinnuasamfestingur 4.599 430 1.235 2.391 8.895 3.907 ▲ Slípirokkur AEG 15.325 12.873 ▲ Múrskeið 250 mm -A. Byggingavinkill ▲ Slökkvitæki ▲ Körfuboltaspjald ▲ Olíuofn ▲ Hamar 16 únsur Verð áður Tilboð 1.573 1.293 105 89 4.011 3.250 5.609 4.654 32.512 26.335 2.107 1.767 VERSLANIR SKIPTIBORÐ 41000 HAFNARFIRÐI /y ^ s 5 44 ii byko breiddinni S . 64 19 19 HRINGBRAUT S . 6 2 9 4 O O Ö n ú p ú 0 Ú Þær hittust á Hlemmi. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.