Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 27

Morgunblaðið - 05.08.1992, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 Heimsklúbbur Ingólfs: Töfrar Rómaborgar Myndasýning á Hótel Sögu annað kvöld HEIMSKLUBBUR Ingólfs efnir til myndasýningar frá Rómaborg á Hótel Sögu annað kvöld, fimmtudaginn 6. ágúst, þar sem sýnd verða helstu kennileiti og merkisstaðir „hinnar eilífu borg- ar“, jafnframt stuttu sögulegu yfirliti. Hvort tveggja er miðað við hagnýtt gildi fyrir ferðafólk sem hefur í hyggju að heim- sækja Róm en þekkir borgina ekki mikið áður. Ingólfur Guðbrandsson er ný- kominn heim eftir mánaðardvöl í Róm þar sem hann var þátttakandi í námskeiði um list og sögu Rómar en safnaði jafnframt miklu.mynd- efni úr borginni. Hinn 17. þ.m. hefst menningarferð Heimsklúbbsins til Ítalíu þar sem helstu sögustaðir og listaborgir eru þræddar undir leið- sögn Ingólfs. Orfá sæti eru enn laus í ferðina. Myndasýningin á fimmtudags- kvöld er liður í fræðslustarfsemi Heimsklúbbsins til að tryggja sem bestan árangur ferðar. Sýningin hefst kl. 20.30 og er opin öllu áhugafólki um ítalska list og menn- ingu. (Fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs.) Morgunblaðið/Björn Blöndal Flugmenn ítölsku listflugsveitarinnar Frecle Tricolori setja elds- neyti á vélar sínar á Keflavíkurflugvelli. ítölsk listflugsveit á Keflavíkurfluffvelli Keflavík. TÓLF listflugsþotur á vegum ítalska flughersins höfðu viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á miðviku- dag og fimmtudag. Vélarnar voru að koma úr 50 daga sýningarferð um Bandaríkin og voru á leið til Ítalíu. Nafn sveit- arinnar er Frecle Tricolori og eru þoturnar, sem eru tveggja manna, smíðaðar á Ítalíu. Hingað kom sveitin frá Syðri-Straumfirði á Grænlandi og var ferðinni heitið til Skotlands. BB Einn á ferð árla morguns. Tólf ára og tekur myndir TÓMAS Jónasson er tólf ára nemandi í Folda- skóla og hans aðaláhugamál er ljósmyndun. Hann fékk fyrstu myndavélina i afmælisgjöf fyrir sex árum, en þegar áhuginn fór raun- verulega að kvikna fyrir tveimur árum keypti hann sér nýja sjálfur. I júlí síðastliðnum fékk hann sér svo fullkomna vél og myndirnar, sem hér sjást, eru teknar á hana. Tómasi finnst best að fara út á morgnana áður en borgin vaknar til að taka myndir og skemmti- legustu viðfangsefnin finnst honum vera borgin og landslag. Faðir hans, Jónas Ragnarsson, rit- stjóri, hefur lengi tekið myndir og hjá honum hefur Tómas lært handtökin. Jónas kemur líka nærri þegar semja þarf nöfn á myndirnar, en þá setjast feðgarnir niður og koma saman einhveijum góðum texta. Tómas tók þátt í ljósmyndasamkeppni Æskunn- ar síðastliðið vor og þar birtust myndir eftir hann. Eins hefur ein mynd birst eftir hann í Heilbrigðis- málum, þannig að Tómas Jónasson er kannski nafn, sem er þess virði að taka eftir í framtíðinni. Q Jónshús: Menningar- og upplýs- ingafulltrúi til starfa JÓNSHÚS er hús íslenskrar menningar í Kaupmannahöfn. í húsinu, sem stendur við 0ster Voldgade, eru félagsheimili, bókasafn, minningarstofur Jóns Sigurðssónar og skrifstofur sendiráðsprests og þess fræði- manns er gistir húsið hveiju sinni. Framvegis verður boðið upp á nýjung í Jónshúsi þar sem tilnefnd- ur hefur verið menningar- og upp- lýsingafulltrúi hússins. Helga Guð- mundsdóttir mun sinna þessari þjónustu, og geta íslendingar snúið sér til hennar til að fá upplýsingar um það sem er á döfinni í Jónshúsi eða um atriði sem varða veru fólks í Danmörku. Menningar- og upplýs- ingafulltrúinn hefur aðsetur á skrif- stofu Islendingafélagsins. Viðveru- og símatímar hafa enn ekki verið ákveðnir en upplýsingar verða sett- ar upp í félagsheimili hússins um miðjan ágústmánuð. Sömuleiðis verða viðverutímar kynntir í fjöl- miðlum við fyrsta tækifæri. Margir Islendingar koma við í Jónshúsi og er fólk eindregið hvatt til að notfæra sér þessa nýju þjón- ustu. Þeim sem vilja koma íslenskri menningu í einhverri mynd á fram- færi í Kaupmannahöfn er bent á að hafa samband við Helgu Guð- mundsdóttur í Jónshúsi. u fl Verð aður Tilboð i jj Fura alh. fúav. 95x95 I má500 I * steinn 6 cm ferm. á 1.764 Korkur ferm.á 2.813 Útiljós á stólpa 10.468 Vinnuasamfestingur 4.599 430 1.235 2.391 8.895 3.907 ▲ Slípirokkur AEG 15.325 12.873 ▲ Múrskeið 250 mm -A. Byggingavinkill ▲ Slökkvitæki ▲ Körfuboltaspjald ▲ Olíuofn ▲ Hamar 16 únsur Verð áður Tilboð 1.573 1.293 105 89 4.011 3.250 5.609 4.654 32.512 26.335 2.107 1.767 VERSLANIR SKIPTIBORÐ 41000 HAFNARFIRÐI /y ^ s 5 44 ii byko breiddinni S . 64 19 19 HRINGBRAUT S . 6 2 9 4 O O Ö n ú p ú 0 Ú Þær hittust á Hlemmi. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.