Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992 gatækjum, þá ætti það ekki að verða til þess að mönnum yrði fækkað í brúnni, þvert á móti ætti þessi tæknivæðing að verða til þess að styrkja vaktina og bæta þar með öryggi áhafnar, skips og farms.“ Þrátt fyrir bitra reynslu af slakri vakt í brú hafa nokkrar siglingaþjóð- ir í hinni hörðu samkeppni sem utan- ríkissiglingar hafa orðið að standa í reynt að fá samþykktar reglur um eins manns brú sem fullnægjandi vakt. í Alþjóðasiglingamálastofnun (IMO) hafa verið miklar umræður um eins manns brú í myrkri. Hinn 23. október 1990 var lagt fram í IMO uppkast um leiðbeiningar fyrir stýri- mann, sem er einn á vakt í brú í myrkri. Miklar umræður hafa ætíð orðið um þetta mál. Margar þjóðir hafa harðlega mótmælt þessum vangaveltum. Á fundi nefndar IMO um öryggi við siglingar (NAV-37) hinn 23.-27. september 1991 var óskað eftir því að öllum ákvörðunum um tilraunir með að hafa aðeins einn mann á vakt í myrkri yrði frestað til ársins 1994. Í ljósi þessa kemur yfírlýsing sam- gönguráðherra um einhverja sam- þykkt („1960 var ákveðið að hafa einn mann á vakt“) mjög spánskt fyrir sjónir svo að ekki sé meira sagt. Þetta getur varla verið rétt. í umræðum um eins manns brú hafa nokkur ríki lýst því yfir að þau muni ekki leyfa tilraunir innan sinn- ar landhelgi með aðeins einn mann í brú. Með tílliti til þessa treysti ég því að Alþingi og samgönguráðherra endurskoði afstöðu sína og taki þetta mál og fyrirspurn Rannveigar Guð- mundsdóttur alþingismanns til al- varlegrar athugunar. Reglugerð um vaktir um borð í skipum í stuttu máli sagt: Farið verði að ráði nágrannaþjóða okkar og frænda og sett löggjöf og fyrirmæli um vakt- ir í brú til viðbótar siglingareglunum. Ekki er lengur vansalaust að íslend- ingar hafa ekki enn samþykkt Al- þjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og varðstöðu sæfarenda frá 1978 (STCW-samþykktina) og hefur þetta valdið íslenskum sjómönnum og þeim fáu farskipum sem enn sigla undir íslenskum fána vandræðum. í ársbyijun 1992 höfðu 90 þjóðir með um 83% af flota heimsins undir- ritað og gerst aðilar að STCW-sam- þykktinni, sem tók alþjóðlegt gildi 28. apríl 1984. Danir settu hinn 10. apríl 1984 reglugerð um vaktir áður en þeir gerðust aðilar að alþjóðasamþykkt: inni (STCW) hinn 28. apríl 1984. í þeirri reglugerð eru skýr og ákveðin fyrirmæli til skipstjóra um að halda dyggilegan vörð til viðbótar 5. grein alþjóðasiglingareglnanna og nær reglugerðin til allra danskra skipa nema herskipa, sem hafa sérreglur. 5. grein Alþjóðasiglingareglnanna hljóðar þannig: „Á hveiju skipi skal ætíð halda dyggilegan vörð jafnt með auga og eyra sem öllum tiltæk- um tækjum, sem eiga við aðstæður og ástand hveiju sinni.“ í dönsku reglugerðinni segir m.a. þessu til viðbótar: „að sú skylda hvíli á hveij- um skipstjóra að sjá til þess að á skipinu sé ætíð nægileg og örugg vakt bæði í brú og vélarúmi með tilliti til öryggis skips og áhafnar." Norskar reglur um vaktir Sem ein mesta siglingaþjóð heims eiga Norðmenn að sjálfsögðu mikilla hagsmuna að gæta við utanríkissigl- ingar. Norskir útgerðarmenn hafa gert kröfu um að allar leiðir til sparn- aðar við rekstur flotans verði kann- aðar þar á meðal eins manns brú. Norska siglingamálastofnunin hefur samþykkt slíkt fyrirkomulag með mjög ströngum skilyrðum og munu Norðmenn hafa gengið einna lengst fram í þessu máli. En þar er langur vegur frá að fortakslaust sé gefið út eða hafi verið „ákveðið að hafa einn mann á vakt“ eða að það sé talið „almennt fullnægjandi". Norska siglingamálastofnunin gaf í október 1985 þremur skipum sem til þess voru sérstaklega valin heim- ild til að hafa aðeins einn stýrimann eða siglingafróðan mann á vakt í brúnni (stýrimann eða skipstjóra). Tilraunin var síðan leyfð um borð í 7 skipum en aðeins með skipstjórn- armönnum, sem voru með norskt stýrimannspróf. f kjölfar þessara tilrauna settu Norðmenn með reglugerð frá 30. júní 1987 ákveðnar og strangar regl- ur um vaktir í brú og vélarúmi á norskum skipum. Skip sem hafa heimild til að hafa aðeins einn mann á vakt í brú verða að vera sérstak- lega útbúin. Sækja verður um heim- ild norsku siglingamálastofnunar- innar til þess að hafa aðeins einn mann á vakt í brú. Reglugerðin gild- ir um öll norsk skip, þar með talin fiski- og veiðiskip, sem eru 50 rúm- lestir og stærri og einnig fyrir skip sem eru minni en 50 rúmlestir í lengri strandferðum (stor kystfart), fiskveiðum utan landhelgi (bank- fiske) og fjarlægum hafsvæðum. Tekið er fram, að um lágmarks- kröfur sé að ræða og ekki megi víkja frá þeim. Vakt í brú norskra skipa er skipt í 3 flokka: 1. Brúarvakt (Brohold) með einum skipstjórnarmanni og auk þess tveimur hásetum, sem eru full- gildir til þess að gegna varðstöðu á stjórnpalli, á vakt. Annar þeirra sé við stýrið, en hinn á útverði. Þessa skipun vaktar í brúnni á að hafa, þegar sjálfstýring er ekki notuð eða ef fyrirmæli vakt- reglna (STCW) mæla svo fyrir að ekki skuli nota sjálfstýringu (t.d. í takmörkuðu skyggni o.s.frv.) eða ef viðurkennt kall- kerfi eða simi til að vekja menn á vaktir er ekki um borð. 2. Vakt í brú með einum skipstjórn- armanni og auk þess einum full- gildum og hæfum háseta til að ganga í vaktir í brú. Þessi tilhögun vaktar á stjórn- palli er leyfð, þegar skipið getur skv. vaktreglum notað sjálfstýr- ingu og fullkomið kallkerfi og sími er í brúnni til þess að vekja menn á vaktir. Þegar ekki er lengur ljóst af degi og annars ávallt, þegar skipstjórnarmaður á vakt getur ekki sjálfur haft á hendi útvörð skal hinn fullgildi háseti einnig vera á stöðugum útverði (annars ávallt tiltækur að deginum, til þess að vakthaf- andi stýrimaður geti umsvifa- laust kallað á hann til útvarðar). 3. Brúarvakt með aðeins einn skip- stjórnarmann á vakt. Þessa til- högum vaktar í brúnni má aðeins hafa á sérstaklega útbúnum skip- um sem hafa fengið til þess sér- stakt leyfi frá norsku siglinga- málastofnuninni. (Skv. Meddelelser fra Sjöfartsdi- rektoratet 1. júlí 1990). Eg held að ofangreindar reglur sé eitt hið lengsta sem siglingaþjóð- ir hafa gengið í sambandi við heim- 21 ildir til þess að hafa aðeins einn mann á vakt í brú. Ofangreindri til- högun eru alls ekki allir sammála, t.d. félög yfírmanna í Noregi og fl. Ég læt hér staðar numið en vona eins og fyrr segir að þessi mál verði tekin til alvarlegri athugunar og umræðu af yfirvöldum siglingamála en verið hefúr. Samgönguráðherra ætti að sjá til þess að settar verði ákveðnar reglur um tilhögun vakta í brú til viðbótar vaktreglum Alþjóðasiglingamála- stofnunar eins og frændþjóðir okkar hafa sett. Fyrirspurn Rannveigar Guð- mundsdóttur var tímabær og nauð- synlegt er að Alþingi fjalli nánar um þetta mikilsverða slysavamamál. Örugg vakt í brú á hveiju skipi er okkar besta slysavörn._________ Höfundur er skólameistari Stýri- mannaskólans í Reykjavík. ■ „Alvöru" símsvari og minnisbók innbyggt Handfrjáist tal Nýtt og einstaklega einfalt notendavibmót 18 klst. rafhlaba í bibstöbu Fullkominn hljóbflutningur elns og í vöndubum almennum síma Kynningarverb til þeirra sem stabfesta kaup fyrir 20. ágúst: Abeins 99.750 kr. Tengjanlequr viö tölvur oq faxtœki. Sérstakt, létt, talfœri sem fest er í bílinn. Aubveldur ab hafa mebferbis í skjalatöskunni. Nýjung \ bílfestingum. Einfalt handtak og síminn er laus til ab taka meb sér. Dancall Logic farsíminn: BYLTING íHÖNNUN Enn einu sinni vinnur Dancall tæknisigur meb frábærri hönnun á nýjum farsíma. Möguleikar hans eru ótrúlega skemmtilegir, leikandi léttir fyrir notandann - og útlitiö einstakt. DANCALL | radiomidun Grandagarði 9,101 Reykjavik, sími (91) 622640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.