Morgunblaðið - 17.11.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 17.11.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 9 Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. -VI Tr~_ Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 14-18 Vantar góða bfla á staðinn Talsverð hreyfing TOSHIBA Attþú pfílii ^ örbylgjuofn ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S622901 og 622900 Hvers vegna ekki gengis- ákvörðun með gamla laginu? Birgir ísleifur Gunn- arsson, Seðlabankastjóri, svaraði spurningunni, sem fyrirsögn þessa kafia felur f sér, svo á aðal- fundi LÍÚ: „í fyrsta lagi berast í gegnum gjaldeyrismark- að fljótt boð um það ef áraun myndast á gengið. Nú berast þau boð í gegn- um ýmiss konar hagtölur, sem oftast fjalla um liðna tið, t.d. í gegnum tölur um gjaldeyrisstöðu, við- skipUyöfnuð, raungengi o.s.frv. Þessar tölur eru fyrst'og fremst í höndum sérfræðinga og sljóm- málamanna, en boðin ná ekki eyrum þess fjölda sem þarf að lifa við geng- isákvarðanir og eiga mik- ið undir þeim. Gengis- breyting á markaðnum, þótt innan settra marka sé, færir hins vegar boð sem margir skynja með vissum hætti. í öðm lagi. Ef gengi á markaðnum sveiflast út yfir þau mörk, sem stjómvöld hafa sett, er það boð til stjómvalda og almennings um að ekki hafi verið gætt nægilegs aðhalds við stjóm efna- hagsmála eða að upp hafi komið ytri aðstæður, sem bregðast þurfi við. Þessi aðferð felur því i sér mik- ilsvert aðhald fyrir stjóm- völd. í þriðja lagi veitir gjaldeyrismarkaður með ákveðnum sveiflumörk- um einnig svigrúm til að mæta ytri sveiflum þjóð- arbúsins með aðlögun á gengi til lækkunar eða hækkunar án formlegrar gengisbreytingar. í fjórða lagi er það við- urkennd staðreynd að gengi sem ákvarðast á markaði er miklu trú- verðugra en það sem er ákveðið af stjórnvöldum. ðdk&ÉjMP Birgir ísl. Gunnarsson, Seðlabankastjóri. Gengisvogin: 75% ECU Við gengisskráningu er notast við ákveðna gengisvog, en í henni eru þrír gjaldmiðlar: ECU 76%, Bandaríkjadalur 18% og jap- anskt jen 6%. En af hverju er ekki áfram notastvið „gamla og góða kerfið" íþessum efnum, þar sem stjórnvöld ákveða gengið, á stundum undir pólitískum þrýstingi „gengislækkunarkórs"? Þessu svaraði Birgir ísleifur Gunnarsson, Seðlabanka- stjóri á aðalfundi LÍÚ fyrir nokkru. Slík markaðstenging stuðlar þvi þegar til lengdar lætur að stöðugu gengi og stöðugu verðlagi í þjóðfélaginu. I fimmta lagi er rétt að nefna, að með frjálsari Qármagnsflutningum milli íslands og annarra landa er nauðsynlegt að hér sé beitt svipuðum aðferðum við gengis- skráningu og hjá okkar helztu viðskiptaþjóðum. Reyndar verður það óhjá- kvæmilegt að breyta um aðferðir, þegar skamm- tímahreyfingar milli ís- lands og annarra landa verða orðnar frjálsar. Tímann munum við þvi nota til að þróa gjaldeyr- ismarkaðinn hér á landi.“ Gjaldeyris- markaður Birgir ísleifur Gunn- arsson ræddi og um gjald- eyrismarkað og sagði in.a.: „Tilkoma gjaldeyris- markaðar, eins og rætt er um hér á landi, felur ekki í sér fráhvarf frá grundvallaratriðum nú- verandi gengisstefnu. Eftir sem áður verður mögulegt að fylgja stefnu stöðugs gengis og það er ætlun ríkisstjómarinnar og Seðlabankans að svo verði gert Framkvæmdin breytist hins vegar nokk- uð. í stað þess að gengið sé skráð óbreytt frá degi til dags, mun Seðlabank- inn leitast við að halda því innan ákveðinna fyrir- fram gefinna marka. Þau mörk hafa enn ekki verið ákveðin, en ekki er ólík- legt að þau muni liggja einhversstaðar á bilinu 2—5%. Þær aðferðir, sem Seðlabankinn mun nota til að leitast við að halda genginu innan markanna, eru kaup og sala á gjald- eyrismarkaðnum og ef það dugar ekki til þá þarf bankimi að nota almenn stjómtæki í peningamál- um og þá einkum vaxta- breytingar á skammtíma- lánum til að hafa áhrif á gengisskráninguna. í umræðunni um fyrir- hugaðan gjaldeyrismark- að hefur sá misskilningur nokkuð verið ríkjandi, að Ijóst sé að um leið og markaðsöflin farí að hafa áhrif á gengið þá muni gengið lækka vegna þess að halli sé á viðskiptum við útlönd. Svo þarf alls ekki að vera. Það er fyrst og fremst framboð og eftirspum eftir gjaldeyri sem ræður þeim þrýstingi sem kemur á gengið á annan hvom veginn, en gjaldeyriskaup og sala vegna vöm- og þjónustu- viðskipta em ekki nema Iduti af heildarframboði og eftirspum eftir gjald- eyri. Þvi til viðbótar koma fjármagnshreyfingar, sem fá æ meira vægi eft- ir því sem hömlum er af- létt á því sviði. Það er því mögulegt að gengið sé að hækka á gjaldeyrismark- aði á sama tima og við- skiptahalli fer vaxandi og rekstrarstaða útflutn- ingsatvinnuveganna fer versnandi. Ástæður þess gætu verið háir vextir, sem stuðluðu að inn- streymi fjármagns svo og erlendar lántökur hins opinbera eða annarra, sem auka gjaldeyrisfram- boð. Það er þvi alls ekki hægt að fullyrða um það fyrirfram að gjald eyris- markaður muni stuðla að þróun gengis í eina átt frekar en aðra og það er viðurkennd regla á slík- um mörkuðum að stjóm- völd hafa möguleika á að . vinna gegn slíkum til- hneigingum, ef þær koma upp...“ pnny FYRIRTÆKI - VASK BÍLAR GERIÐ HAGSTÆÐ KAUP NUNA! BÍLALE/GA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bilar með eint. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f. búslóöir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! af ein í ramma Ljósmyndastofurnar 3 ódýrastir Ljósmyndastofan Mynd sími 65 42 07 Barna og fjölskyldu ljósmyndir sími 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.