Morgunblaðið - 17.11.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 17.11.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Nýjar bækur ■ Og áin niðar, sögur og sitt- hvað um veiðar eftir Kristján Gíslason í kynningu segir, að í bók- inni sé ítarlegur kafli um íslensk- ar laxaflugur eftir ýmsa höf- unda ásamt upp- skriftum og lit- myndum og einnig segi Krist- ján frá kynnum sínum af horfn- um vinum og fé- lögum sem eitt sinn settu svip á lífið á árbakk- anum. Útgefandi er Forlagið. Ólafur Pétursson hannaði kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Bók- in er 218 bls. Verð 2.980 krónur. ■ Selurinn Snorri eftir norska höfundinn Fritiyof Sælen er kom- in út. Bókin kom út á íslensku árið 1950 og kemur nú í 4. útgáfu. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Vilbergur Júlíusson skólastjóri hefur þýtt bókina á íslensku. Oddi hf. annaðist gerð bókarinnar. Verð 880 krónur. ■ Tinna byggir kastala er nr. 31 í bókflokknum Skemmtilegu smábamabækumar. Höfundur bókarinnar er Stephanie Calmen- son og teiknari Sheila Beckett. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 150 krónur. ■ Nýja rúmið hans Tóta er nr. 32 í sama bókaflokki. Höfundur er Phnina Moed-kass. Teiknari Turi MacCombie. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Stefán Júliusson rithöf- undur íslenskaði báðar framan- greindar bækur. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 180 krónur. ■ Píanóleikur — Lagasafn 1. hefti er píanóbók fyrir byijendur eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Þessi bók er viðbót við Píanó-leik 1. hefti sem er kennslubók í píanó- leik sem kom út fyrir nokkram áram. Sigríður M. Njálsdóttir mynd- skreytti bókina en hún kostar I. 150 krónur. ■ Almanak Hins íslenska Þjóð- vinafélags í 119 sinn. Það hefur að geyma Almanak um árið 1993 sem Þorsteinn Sæmundsson hef- ur reiknað og Árbók íslands 1991, sem Heimir Þorleifsson hefur tekið saman. Sögufélag hefur tekið við dreifíngu á ritum Þjóðvinafélagsins. Ritið er 184 bls. með fjölda mynda sem tengjast efni bókar- innar. Það er unnið í Prent- smiðjunni Odda hf. Almanakið kostar 975 kr. í búð en 850 kr. til áskrifenda og félagsmanna Sögufélags. ■ Lokasýningar á leikdag- skránni, Sannar sögur - af sá/ar- lífi systrá, verða í menningarmiðstöðinni Gerðubergi miðvikudaginn 18. og fimmtudaginn 19. nóvember. Dagskráin er byggð á svonefndum Tangasögum (Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídi og Það rís úr djúp- inu) eftir Guðberg Bergsson. Leikgerðina annaðist Viðar Egg- ertsson, sem er jafnframt leik- stjóri. Leiksýningin er þáttur í sýn- ingunni „Orðlist Guðbergs Bergs- sonar“ sem nú stendur yfir í Gerðu- bergi. Leikarar í sýningunni eru Anna S. Einarsdóttir, Harpa Arn- ardóttir, Ingrid Jónsdóttir, Mar- grét Akadóttir, Sigríður Eyþórs- dóttir og Steinn Armann Magn- ússon. Asa Hauksdóttir sér um leikmynd og búninga, en Trygve J. Eliasen um lýsingu. David C. Turaley: Særðir og fallnir í Persaflóastríðinu (fréttaljósmynd ársins). Sebastio Salgado: Olíulind hamin eftir að eld- urinn hefur verið slökktur. (Myndasyrpan I heild hlaut Oskar Baraack-verðlaunin.) World Press Photo 1992 Myndlist Eiríkur Þorláksson Ljósmyndasýningin World Press Photo er orðinn árlegur við- burður hér á landi, þökk sé sam- starfí fjölmargra aðila með Lista- safn ASI í broddi fylkingar. í sýn- ingarskrá kemur fram að mynd- imar á sýningunni að þessu sinni vora valdar úr tæplega 18 þúsund myndum frá ljósmynduram í 75 löndum og eru það meira en þre- falt fleiri myndir en vora sendar í keppnina fyrir tíu áram. Myndirnar eru verðlaunaðar í ýmsum flokkum, fyrst og fremst eftir hvaða fréttaefni þær fjalla um. Þetta era myndir teknar árið 1991, en þá var afar mikið að gerast á alþjóðavettvangi, eins og allir vita; stríð við Persaflóa og víðtækar hörmungar í kjölfar þess, borgarastyijaldar í Afgan- istan og fyrram ríkjum Júgóslav- íu, byltingartilraun í Sovétríkjun- um, sem síðan liðuðust í sundur, kólerufaraldur í Suður-Ameríku, og er þá aðeins það helsta tínt til. Myndefnin vora því næg, en sýningin endurspeglar þó einna best hinar eilífu stríðshörmungar, sem þjóðir heims mega búa við, og einstakar ljósmyndir hafa fest á fílmu hryliingsaugnablik í lífí þeirra einstaklinga sem þurfa að líða fyrir þau stríð með einum eða öðram hætti. Þó listrænt gildi sé líkast til ekki yfirlýstur mælikvarði við val mynda á sýninguna, kemur það vissulega við sögu í flestum þeim ljósmyndum sem hafa hlotið þann heiður að vera valdar á þessa sýningu. Myndbygging er oft sterk, þó um augnabliksmyndir sé að ræða, og sjónarhornin era einnig lýsandi. Ringulreiðin sem ríkti meðal flóttamanna Kúrda eftir uppreisnina í kjölfar Persa- flóastríðsins kemst vel til skila í mynd Les Stones (9202), og sú staðreynd að ung stúlka kramdist til bana í þvögunni er nöturlegur vottur um örvæntinguna sem gripið hafði fólki. Hin persónulega sorg og miss- ir, jafnvel í sigri styijaldar, kemst vel til skila í fréttaljósmynd ársins eftir David C. Turnley (9201), sem einnig nýtur sterkrar myndbygg- ingar, litasamsetningar og lýsing- ar sem ekki hefði getað hentað betur til að ná fram sterkri ljós- mynd. Fleiri hörmungarsögur era sagðar í myndum sýningarinnar og alltaf er það einstaklingurinn sem er þolandinn í þeim samskipt- um, hvort sem þær eru af manna völdum (9215) eða náttúrannar (9236). En hér er einnig að fínna hetju- sögur og sérstaklega minnisstæð- ar eru ljósmyndir af verkamönn- um að strita við að hemja gjós- andi og brennandi olíulindir í Kúveit. Myndasyrpa Sebastiaos Salgados (9235) er í heild afar sterk í einfaldleika sínum og myndin af hinum meðvitundar- lausa verkamanni, sem hefur rot- ast af krafti olíunnar, er sérstak- lega minnisstæð. Myndir Steves McCurrys (9227) af þessum eftir- köstum stríðsins era einnig vel unnar og virðast stundum vera frá lífí á öðram hnetti, svo ótrú- legt er myndefnið. Ánægjulegri þættir lífsins eiga sér einnig sess meðal ljósmynd- anna á sýningunni og við íslend- ingar eram væntanlega hreyknir yfír náttúramyndum héðan þó þær séu teknar af erlendum ljós- myndara (9240). Litskrúðugir búningar hinna fátæku kvenna í Tajasthan (9254) sýna glöggt, að mannleg reisn er ekki einvörð- ungu háð efnahag og börnin eru ætíð forvitin og vilja kynnast öðr- um börnum, þó þau séu öðru vísi á litinn og komi frá öðram menn- ingarheimum, eins og innflytj- endabörnin í ísrael (9213) sýna svo glögglega. Því miður er þessi sýning svo stór að hún kemst ekki öll fyrir í einu lagi í sýningarhúsnæði Listasafns ASÍ. í stað þess að minnka sýninguna og taka út eitt- hvað af myndum hefur að þessu sinni verið brugðið á það ráð að setja hluta hennar upp á annarri hæð Kringlunnar. Þó slæmt sé að skipta sýningu sem þessari, einkum þegar einstakar mynda- syrpur era rofnar, er þetta betri lausn en að sleppa einstökum verðlaunamyndum. Vonandi verð- ur þessi lausn einnig til þess að þeir sem sjá ljósmyndirnar í Kringlunni leggi leið sína inn á Grensásveg til að fá heildarmynd af þessu merka framtaki. Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo í Listasafni ASÍ við Grensásveg stendur til sunnudagsins 22. nóvember, en sá hluti hennar sem er í verslun- armiðstöðinni Kringlunni stendur til 18. nóvember. Lilja Hallgrímsdóttir, formaður menningarmálanefndar Garðabæjar afhendir Maríu Gísladóttur, listdans- stjóra, styrk Garðabæjar. Aðrir á myndinni eru: Bjargey Ingólfsdóttir, formaður styrktarfélags ís- lenska dansflokksins, Salvör Nordal, framkvæmdastjóri, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri og Sig- rún Gísladóttir, forseti bæjarstjórnar Bæjarstjórn Garðabæjar samþykk- ir að styrkja íslenska dansflokkinn Bæjarstjórn Garðabæjar hef- ur samþykkt tillögu menningar- málanefndar bæjarins um að styrkja íslenska dansflokkinn á þessu ári. í bókun með sam- þykktinni segir: „Styrkurinn er veittur í tilefni af því átaki sem stjórn og styrktarfélag dans- flokksins stendur fyrir til efl- ingar íslenska dansflokksins undir stjórn Maríu Gísladóttur." í fréttatilkynningu segir að styrkurinn hafí verið afhentur í æfíngahúsnæði dansflokksins að Engjateigi 1. í því tilefni heim- sóttu dansflokkinn, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garða- bæjar, Lilja Hallgrímsdóttir, for- maður menningarmálanefndar og Sigrún Gísladóttir, forseti bæjar- stjórnar. Tónlistarfélagið Fiðluleikari frá Litháen á tónleikum MARTYNAS Svegzda-von Bek- ker, fiðluleikari frá Litháen, og Guðríður St. Sigurðardóttir verða með tónleika laugardaginn 21. nóvember kl. 14.30 í íslensku óp- erunni og sunnudaginn 22. nóvem- ber kl. 20.30 í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Á efnisskrá verða: Tartini „Teuf- elstriller“-sónata; Prokofjev Sónata nr. 1; Bramhs Sónata í G-dúr; Ravel Rapsódía „Tzigane". Martynas Svegzda-von Bekker fæddist í Vilníus í Litháen árið 1967. Hann hóf fiðlunám fimm ára gamall hjá ömmu sinni, prófessor E. Strazd- as, sem var mjög þekktur lágfiðlu- leikari. Ári síðar hóf hann nám í Ciurlionis-listaskólanum í Vilníus og 1974 kom hann fyrst fram sem ein- leikari með sinfóníuhljómsveit í Vil- níus. í fréttatilkynningu segir ennfrem- ur að hann hafi unnið til ýmissa verðlauna í heimalandi sínu. Árið 1989 hóf hann nám í Hochschule fur Musik og Theater í Hamborg hjá prófessor Mark Lubotsky. Síðan hef- ur Martynas haldið áfram að sigra í hverri keppninni af annarri og hef- ur verið eftirsóttur einleikari á und- anfömum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.