Morgunblaðið - 27.11.1992, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992
Áhrif EES-samningsins
á íslenskan sjávarútveg
eftir Halldór G.
Eyjólfsson
Mikilvægi sjávarútvegsins á ís-
landi er meira en hjá flestum öðrum
þjóðum. Árið 1991 nam útflutning-
ur sjávarafurða 80% alls útflutnings
og sama ár öfluðu sjávarafurðir
57% gjaldeyristekna þjóðarinnar.
Með 57% gjaldeyristekjur af sjávar-
útvegi skiptir fríverslun með físk
íslensku þjóðina gríðarlega miklu.
Bókun 9 við samninginn um evr-
ópska efnahagssvæðið íjallar um
samkomulag um viðskipti með sjáv-
arafurðir og er íslendingum sérlega
mikilvæg. Bókun 9 mun bæta stöðu
íslenskra sjávarafurða á mörkuðum
Evrópubandalagsins til muna.
Markaður EB er sá
mikilvægasti í dag
Markaður Evrópubandalagsins
fyrir íslenskar sjávarafurðir hefur
aukist mjög á undanfömum ámm,
einkum á kostnað Bandaríkjamark-
aðs. Fyrir 10 árum, 1982, fór 31%
verðmæti sjávarafurða til Banda-
ríkjanna en 48% til landa EB. Árið
1991 var hutfallið þannig að 71%
verðmæti afurðanna fór á markað
EB en einungis 14% til Bandaríkj-
anna. Markaður Evrópubandalags-
ins er því orðinn mikilvægast mark-
aður íslenskra sjávarafurða, 5 falt
verðmeiri en Bandaríkjamarkaður.
Tvær megin ástæður em fyrir þess-
ari miklu breytingu. Annars vegar
er það innganga Spánar og Portúg-
als í Evrópubandalagið árið 1986,
útflutningur til þessara þjóða í dag
nemur 16% af útflutningi til EB-
landa og hins vegar er það lækkun
dollarans miðað við evrópskan
gjaldmiðil. Ef skoðaðar era breyt-
ingar Bandaríkjadollars miðað við
þýskt mark kemur í ljós að á 7
áram, frá 1985 til 1991, hefur doll-
arinn lækkað um 44% miðað við
þýska markið. Þessi mikla lækkun
dollarans hefur orðið til þess að ís-
lenskur sjávarútvegur hefur þurft
að leita nýrra markaða og efla þá
sem betur standa. Þetta hefur ís-
lenskum aðilum í sjávarútvegi tek-
ist og það þrátt fyrir vemdartolla
og styrkveitingar Evrópubanda-
lagsins til eigin sjávarútvegs.
Fleiri kostir en tollalækkanir
Við upphaf samningana um evr-
ópskt efnahagssvæði var stefnt að
fríverslun með físk. Þessu hafnaði
Evrópubandalagið alfarið. Opinber-
ir styrkir verða því áfram vð lýði
innan bandalagsins með sömu nei-
kvæðu áhrif á sjávarútveginn hér
á landi og hingað til. Fríverslun
með físk fékkst sem sagt ekki og
er það ósigur fyrir okkur íslend-
inga. Engu að síður náðist samning-
ur sem tryggir okkur niðufellingu
96% sjávarafurðatolla á markaði
EB-ríkja, þar af falla 767% tollanna
niður við gildistöku samningsins 1.
janúar 1993. Á undanfömum áram
hafa tollgreiðslur til Evrópubanda-
lagsins farið vaxandi og nema nú
rúmum 2 milljörðum króna á ári
hveiju. Þessar tollgreiðslur hafa
valdið því að íslenskar sjávarafurðir
hafa ekki staðið jafnfætis í sam-
keppninni. Með EES-samningnum
„Með EES-samningnum
verður íslendingum
tryggður að stærstum
hluta hindrunarlaus að-
gangur að mikilvæg-
asta útflutningsmark-
aði okkar. Þetta er
skref í rétta átt og er
okkur Islendingum
mjög mikilvægt."
verða tollar bandalagsins ekki al-
varleg viðskiptahindrun og mun
þróun fiskvinnslunnar hér á landi
því ekki ráðast af tollastefnu EB,
heldur markaðsaðstæðum hveiju
sinni. Með tilkomu EES-samnings-
ins er því stigið skref í átt að hindr-
unarlausum aðgangi að mikilvæg-
asta útflutningsmarkaði okkar.
í samningnum eru fleiri kostir
en tollalækkanir. Reglur um með-
ferð sjávarafla, eftirlit með fram-
leiðslu og markaðssetningu þeirra
verða þær sömu fyrir EES-svæðið.
Þetta hefur mikla þýðingu fyrir ís-
lensk fyrirtæki sem ekki verða háð
leyfum Evrópubandalagsins til að
fá að selja sjávarafurðir innan þess.
Reglumar munu því auðvelda að-
gang íslenskra sjávarafurða að
mörkuðum EB og um leið verða
kostnaðarminni fyrir íslensku fyrir-
tækin.
Samningurinn felur einnig í sér
að erlendum aðilum er óheimilt að
íjárfesta í íslenskum sjávarútvegi.
Otti við að erlendir aðilar eignist
íslenska útgerð og framvinnslu er
því ástæðulaus.
EES-samningurinn er
áfangasigur en ekki
fullnaðarsigur
Með EESsamningnum hefur
áfangasigur náðst en ekki fullnað-
arsigur. Ýmsar afurðir hafa enn
talsverðan toll, t.d. saltsíld, og aðr-
ar afurðir hafa einnig toll sem skipt-
ir máli í harðri samkeppni. Mikil-
vægt er að barist verði áfram fyrir
fullri fríverslun með fisk og
„fimmta frelsið", fríverslun með
sjávarafurðir, verði að veraleika.
Það hlýtur að vera sanngimi og
réttlætismál fyrir íslendinga að
meðan Evrópubandalagið hefur frí-
verslun fyrir sínar iðnaðarvörar til
íslands að það sama gildi fyrir ís-
lenskar „iðnaðarvörar", sjávaraf-
urðir, til Evrópubandalagsins. Mik-
iívægt er að Evrópubandalagið láti
af öllum verndartollum og ríkis-
styrkjum til sjávarútvegsins, sem í
dag nema gífurlegum fjárhæðum.
Ef íslenskum sjávarútvegi væri
veittur samsvarandi styrkur næmi
hann 17 milljörðum á ári. Þetta era
Menntun í sjávarútvegi
EFNA-
HORNIÐ
Ódýr vefnaðarvara
Ný sending frá París
Tískuefni í hvers konar
fatnað á ótrúlegu verði
Sendum í póstkröfu
EFNAHORNIÐ
Ármúla 4 - s: 813320
opió 10-18 laugardaga 10-12
eftirJón
Þórðarson
Menntun á fyrst og fremst að
búa einstaklingana undir líf og starf
í þjóðfélaginu, og sérhvert þjóðfélag
miðar menntun þegna sinna að ein-
hveiju marki við þær þarfir sem
fyrir hendi era. íslenskt þjóðfélag
hefur fram á þennan dag ekki lagt
sérstaka áherslu á að mennt þegna
sína fyrir störf á sjávarútvegi eða
hvetja hina hæfustu til að leita sér
framtíðar í þeirri atvinnugrein.
íslenskt þjóðfélag hampar ekki
þeim sem hafa valið sér lífsstörf í
framframleiðslugreinunum að með
menntun sinni. Af og til mætti
ætla að þetta væra nánast meindýr
með þjóðinni, samanber ummæli
ýmissa áhrifamanna í þjóðfélaginu
um fiskifræðinga síðastliðið haust.
Þykir einhveijum trúlegt að umræð-
an verki hvetjandi á hið besta af
okkar unga fólki að velja sér fram-
tíð í fiskifræðinni?
Aftur á móti er menningarsnobb-
ið og íþróttaremban á svo háu stigi
að ætla að mætti að þar sé hin ei-
lífa sæla fyrir ungt fólk í leit að
framtíðarstörfum. Fjöldi þeirra sem
sækir í listgreinar er ekki í neinu
samhengi við íslenskt þjóðfélag eða
þann markað sem hér er en allt
þetta unga fólk virðist trúa því að
þess bíði lifíbrauð við listsköpun,
ef ekki hér heima þá a.m.k. erlend-
is. Tökum sem dæmi að ef eitthvað
af okkar ágæta tónlistarfólki fær
vinnu að loknu námi erlendis þá er
það umsvifalaust frétt í aðalfrétta-
tíma ríkissjónvarpsins og ef það er
nú ráðið lengur en í viku þá er ein-
att gerður sérstakur þáttur um við-
komandi. Hvenær var seinast frétt
um að einhver hefði lokið prófi í
fískifræði og fengið vinnu við hæfí,
eða þá í einhveiju öðru tengdu sjáv-
arútvegi? Ég minnist þess ekki að
hafa sér hvetjandi frétt í sjónvarpi
eða orðið var við hana í öðrum fjöl-
miðlum, frétt sem draga mætti af
þann lærdóm að atvinnugreinin
sjávarútvegur væri eitthvað sem
ungt fólk ætti að velja sér sem
framtíð.
Nú er það alls ekki svo að fjöl-
miðlum verði eingöngu kennt um
hina neikvæðu ímynd sjávarútvegs-
ins. Þeir endurspegla líklega þá
umræðu sem fer fram í þjóðfélaginu
og ekki síst þá mynd sem talsmenn
sjávarútvegsins gefa. af greininni.
Það er nefnilega alls ekki svo að
talsmenn hagsmunasamtaka og
stofnana í sjávarútvegi séu sérlega
jákvæðir í umfjöllun sinni útávið.
Ef taka ætti púlsinn á atvinnugrein-
inni eftir málflutningi hagsmuna-
samtakanna mætti ætla að stjóm-
völd á íslandi og önnur hagsmuna-
samtök hefðust það helst að að
reyna að klekkja á sjávarútvegin-
um. Nú í seinni tíð heyrist þó minnst
á að fyrst og fremst þurfi að taka
á vandamálunum með beitingu
skipulegra vinnubragða innan at-
vinnugreinarinnar og kannski sér í
lagi innan einstakra fyrirtækja.
Óðurinn til fáfræðinnar er þrátt
fyrir allt á undanhaldi.
Sjávarútvegurinn er ein grein
matvælaframleiðslu í heiminum.
Jón Þórðarson
„Það skiptir því höfuð-
máli að við séum sam-
keppnisfær á matvæla-
mörkuðum heimsins í
framtíðinni. Til að svo
megi verða þurfum við
að auka þekkingu okk-
ar og verða skrefi á
undan keppinautun-
um.“
Okkur íslendingum gengur oft erf-
iðlega að átta okkur á því að við
eram fyrst og fremst matvælafram-
leiðendur og lútum þar sömu lög-
málum og aðrir sem selja matvæli
á alþjóðlegum markaði. Við höfum
fram á þennan dag verið mest upp-
tekin af hráefnisöfluninni eða fisk-
veiðunum. Þar hafa líka verið mest-
ir möguleikar á góðum tekjum og
jafnvel að komast í talsverð efni á
stuttum tíma.
Tekjur af sjávarútvegi koma ekki
til með að aukast á næstu áram
vegna aflaaukningar, flest bendir
raunar til þess að botnfiskafli muni
dragast saman fram yfír aldamót.
Auknar tekjur fást því eingöngu
með hærra verði fyrir þann afla sem
Halldór G. Eyjólfsson
miklir fjármunir og á meðan þessir
styrkir era við líði mun sjávarútveg-
urinn í EB hafa forskot á íslenskan
sjávarútveg. Niðurfelling 96% sjáv-
arafurðatolla er því einungis mikil-
vægur áfangasigur í 'baráttunni
fyrir fríverslun með físk.
Lokaorð
Með EES-samningnum verður
íslendingum tryggður að stærstum
hluta hindranarlaus aðgangur að
mikilvægasta útflutningsmarkaði
okkar. Þetta er skref í rétta átt og
er okkur íslendingum mjög mikil-
vægt. Ef íslendingar staðfesta ekki
samninginn á sama hátt og Norð-
menn hafa gert er hætta á að af-
koma sjávarútvegsins versni til
muna.
Höfundur er starfsmaður
samstarfsnefndar atvinnurekenda
í sjávarútvegi.
við höfum. Til að svo megi verða
þarf að stórauka tengsl framleiðslu-
fyrirtækjanna við markaðinn. Þeir
sem vinna í framleiðslunni þurfa
að fá miklu meiri þekkingu á því
efni sem þeir hafa í höndunum og
þeim möguleikum sem markaðirnir
bjóða uppá á hveijum tíma. Þróun-
arvinna þarf að verða eðlilegur hluti
af starfsemi hvers fyrirtækis.
Það hlýtur að vera höfuðmark-
mið fyrir íslenskan sjávarútveg að
hámarka arðsemi auðlindarinnar á
hveijum tíma miðað við ríkjandi
ytri aðstæður. Til að ná hámarks
arðsemi þarf að beita skipulögðum
vinnubrögðum á grundvelli þekk-
ingar á viðfangsefninu. Eða með
öðram orðum: Við þurfum að auka
þekkingu okkar á öllum stigum frá
auðlindinni (físki og dýrastofnum í
sjó) til neytandans sem að endingu
greiðir fyrir framleiðsluna frá okk-
ur. Þetta gerist einungis ef íslensk-
ur sjávarútvegur kemst á sama
þekkingarstig og þeir sem við eig-
um viðskipti við og eram í sam-
keppni við. Það er ekki einungis
þörf fyrir marga sjávarútvegsfræð-
inga með alhliða menntun í grein-
inni, það er einnig þörf fyrir mat-
vælafræðinga, verkfræðinga og
aðra sérfræðinga. Ef við berum
okkur saman við keppinautana, t.d.
stóra matvælarisana í Evrópu, og
skoðum hvað þeir era með hátt hlut-
fall af tækni- og háskólamenntuðu
fólki í sinni þjónustu, þá kemur í
ljós að það er að minnsta kosti u.þ.b.
10-20% af mannafla. Til að standa
jafnfætis þarf íslenskur sjávarút-
vegur að fá 1.000 til 2.000 tækni-
og háskólamenntaða starfsmenn á
næstu árum.
Ekkert bendir til þess nú að ein-
hver arftaki sjávarútvegsins sem
helstu fyrirvinnu þjóðarinnar sé á
næsta leiti. Það skiptir því höfuð-
máli að við séum samkeppnisfær á
matvælamörkuðum heimsins í
framtíðinni. Til að svo megi verða
þurfum við að auka þekkingu okkar
og verða skrefi á undan keppinaut-
unum. Ungt fólk þarf að fá hvatn-
ingu til að velja sér framtíð í sjávar-
útvegi. Okkar landslið nr. 1. á að
vera í sjávarútveginum.
Höfundur er forstöðumaður
sjávarútvegsdeildar Háskólans á
Akureyri.