Morgunblaðið - 20.04.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 20.04.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Múslimskir hermenn gefast upp í bosnísku borginni Srebrenica Serbar neita að flytja hermenn sína á brott Sært fólk flutt frá Srebrenica HERMENN flytja særða konu úr þyrlu í borginni Tuzla í Bosníu. Konan var flutt frá Srebrenica ásamt 132 öðru særðu fólki á sunnu- Sarcyevo, Lundúnum, Sameinuðu þjóðunum. YFIRVÖLD í borginni Sre- brenica í austurhluta Bosníu neituðu í gær að heimila Sam- einuðu þjóðunum að flytja íbúa hennar á brott. Borgin féll í hendur Serba um helgina og kanadískir hermenn bjuggu sig í gær undir að af- vopna múslima í borginni sam- kvæmt vopnahléssamkomu- lagi hinna stríðandi fylkinga sem tók gildi á sunnudags- morgun. Philippe Morillion hershöfðingi, yfirmaður frið- argæsluliðs Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu, sagði að serb- nesku hermennirnir myndu fara frá borginni um leið og múslimarnir yrðu afvopnaðir. Radko Mladic hershöfðingi, yfirmaður hers Bosníu-Serba, vísaði því hins vegar á bug að um þetta hefði verið samið. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, hvatti til þess að utanríkisráðherrar aðildarríkja öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna kæmu saman vegna stríðsins í Bosníu og lagði til að fundur þeirra yrði haldinn í Srebrenica eða Sarajevo, höfuðborg landsins. Þyrlur á vegum Flóttamannahjálp- dag. arTSameinuðu þjóðanna fluttu 133 alvarlega særða og sjúka múslima frá Srebrenica á sunnudag og 10 vörubílar voru síðan sendir þangað til að ná í hluta af 30.000 múslimsk- um flóttamönnum sem eru innlyksa í borginni. Vörubílarnir urðu að snúa við án flóttamannanna þar sem yfir- völd í Srebrenica kröfðust þess að 157 alvarlega særðir menn, sem þurfa að gangast undir aðgerð sem allra fyrst, yrðu fluttir á brott með þyrlum áður en flutningamir hæfust á flóttamönnunum. Hinar stríðandi fylkingar virtust virða vopnahléssamkomulagið í Sre- brenica í gær en til átaka kom á öðrum svæðum í Bosníu, einkum í miðhluta landsins. Talsmaður bre- skra hersveita í Bosníu sagði í gær að milli 150 og 200 manns hafí beð- ið bana undanfama fjóra daga í bar- dögum mill bosnískra Króata og múslima í grennd við bæinn Vitez í Mið-Bosníu. Hertar refsiaðgerðir Leiðtogar Bosníu-Serba sögðust um helgina ekki ætla að samþykkja friðaráætlun Sameipuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins og hótuðu að hætta viðræðunum um frið í Bosníu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á laugardagskvöld hertar refsiaðgerðir gegn Serbíu og Svart- fjallalandi sem taka gildi 26. apríl ef Serbar hafa þá ekki fallist á frið- aráætlunina. Refsiaðgerðirnar kveða á um algjört viðskiptabann á Serbíu og Svartijallaland. Skip sem sigla um Dóná verða að hafa eftirlitsmann til að tryggja að þau fari ekki til Serbíu og siglingabann tekur gildi við Adríahafsströnd Svartfjallalands. Þá verða fjármunir landanna erlend- is frystir. Owen lávarður, milligöngumaður Evrópubandalagsins, kvaðst vona að refsiaðgerðimar yrðu til þess að binda enda á stríðið í Bosníu en hvatti þó vestræn stjómvöld til að íhuga hemaðaríhlutun. Rússar vom tregir til að samþykkja refsiaðgerðirnar en beittu þó ekki neitunarvaldi sínu. Kozyrev, utanríkisráðherra þeirra, sagði að hemaðaríhlutun væri ekki í bígerð. Reuter ChrisHani borinn til grafar MILLJÓNIR suður-afrískra blökku- manna syrgðu Chris Hani, formann kommúnistaflokksins í Suður-Afr- íku, þegar hann var borinn til grafar í gær og voru tugþúsundir viðstadd- ir minningarathöfn um hann á leik- vangi í Soweto. Var Hani skotinn til bana fyrr í mánuðinum og er morð- inginn Janusz Walus, Suður-Afríku- maður af pólskum ættum. í gær var Clive Derby-Lewis, einn frammá- manna íhaldsflokksins, handtekinn vegna gruns um aðild. 19 blökku- menn féllu í gær þegar nokkrir blökkumenn skutu á fólk af handa- hófí í einni útborg Jóhannesarborgar. Ró yfir Los Angeles eftir dóm í Rodney King-málinu Los Angeles. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KVIÐDÓMUR í alríkisrétti í Los Angeles fann á laugardags- morgun seka tvo fjögurra lögregluþjóna, sem sakaðir voru um að hafa beitt Rodney Glenn King ofbeldi og brotið borgaraleg réttindi hans við handtöku fyrir tveimur árum. Þúsundir lög- regluþjóna, þjóðvarðliða og hermanna voru í viðbragðsstöðu aðfaranótt laugardags. Óttast var að sýknudómar í málinu kynnu að leiða til öldu ofbeldis. Niðurstöðunni hefur almennt verið tekið fagnandi og leið helgin átakalaust. Lögregluþjónamir voru sýknaðir af öllum ákærum í fylkisrétti í Iok apríl í fyrra. I kjölfar þess blossuðu upp óeirðir í borginni, þar' sem 53 létu lífið og tjón var unnið á eignum að verðmæti um 60 milljarða króna. Mikil spenna ríkti í borginni í síðustu viku. Stacey C. Koon og Laurence M. Powell, sem fundnir vom sekir, eiga yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsis- vist og sekt að upphæð 15 milljónir króna. Lögfræðingar beggja hafa lýst yfír að þeir muni áfrýja dómin- um. Refsing verður ákvörðuð í byijun ágúst. Ákæra byggð á stjórnarskrá Sakbomingamir fjórir áttu þátt í því að handtaka King vorið 1991 eftir að hann hafði reynt að flýja undan lögreglu í bifreið sinni á ofsa- hraða. King var á skilorði og undir áhrifum áfengis. Sjónarvottur festi atburðinn á myndband, sem síðar var birt í sjónvarpi um allan heim. Þar sjást kyifuhögg og spörk sakborning- anna dynja á King, sem liggur í valn- um. í kjölfar óeirðanna í Los Angeles síðastliðið vor fólu yfirvöld í Wash- ington dómsmálaráðuneytingu að hefja rannsókn á málinu, til þess að freista þess að draga lögregluþjón- ana að nýju fyrir rétt. I undirrétti voru lögregluþjónamir ákærðir fyrir að beita King of mik- illi hörku. Að þessu sinni byggðist ákæra gegn sakbomingunum fjórum á stjómarskrá Bandaríkjanna, en ákæruvaldið taldi að þeir hefðu brot- ið borgaraleg réttindi Kings. Lög- fróðir töldu að það yrði þungur róður að fá lögregluþjónaná dæmda, þar sem ákæruvaldið þyrfti að sýna fram á að það hefði verið ásetningur þeirra að misþyrma honum. Sérfrgeðingur bar fyrir réttinum að kylfuhögg og spörk lögregluþjónanna hefðu verið réttlætanleg samkvæmt reglum lög- reglunnar, þar sem King hefði veitt mótspyrnu og virst undir áhrifum englaryks. Stjórnmálamenn Iýsa ánægju sinni Saksóknarar í málinu voru vígreif- ir þegar niðurstaðan var Ijós en sautj- án lögfræðingar unnu að rannsókn þess í fullu starfí af hálfu ákæm- valdsins. Janet Reno dómsmálaráð- herra hélt blaðamannafund í Wash- ington til þess að lýsa ánægju sinni með lyktir málsins. „Dómsmálaráðu- neytið mun halda áfram að sækja mál til að veija borgaraleg réttindi allra íbúa Los Angeles og annars staðar í Bandaríkjunum,“ sagði Reno. Bill Clinton forseti tók í sama streng í ræðu skömmu eftir úrskurð- inn. Turgut Ozal Demirel eftir- maður Ozals? FRÉTTASKÝRENDUR í Tyrk- landi töldu í gær líklegast að Suleyman Demirel, forsætisráð- herra landsins, bæri sigur úr býtum í baráttunni um forseta- embættið eftir andlát Turguts Ozals á laugardag. Demirel hef- ur ekki enn staðfest að hann gefí kost á sér í embættið en sagði í viðtali við tyrkneskt dag- blað að vangaveltur um slíkt væru eðlilegar. Hægt verður að tilnefna forsetaefni í 10 daga eftir 27. apríl og þingið hefur síðan 20 daga til að velja eftir- mann Ozals. * Irakar mót- mæla banda- rískri árás BANDARÍSK herþota, sem var á eftirlitsflugi á flugbannssvæð- inu yfír Norður-írak, skaut á sunnudag flugskeyti á íraskan loftvarnaskotpall. írakar sögðu að þrír hermenn hefðu særst og að stjórn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta hefði hunsað til- raunir þeirra til að bæta sam- skipti ríkjanna. Þeir gætu ekki tekið slíkum áráSum þegjandi. Sérfræðingar á végum Samein- uðu þjóðanna komu í gær til Bagdad til að undirbúa flutninga á úranbirgðum úr landinu. Fiat viður- kennir tengsl við spillingar- mál GIOVANNI Agnelli, stjórnarfor- maður Fiat, viðurkenndi í fyrsta sinn opinberlega á laugardag að fyrirtækið væri viðriðið spilling- una sem hefur tröllriðið ítölskum stjórnmálum. Hann hvatti sak- sóknara til að hafa hraðan á við rannsókn málsins svo sannleik- urinn um Fiat kæmi í ljós. Ces- are Romiti, framkvæmdastjóri Fiat, verður yfirheyrður vegna málsins í næstu viku, en hann hafði gagnrýnt rannsóknina á hendur fyrirtækinu. Mafíuvopn í sjúkrahúsi VOPNABÚR sem lögreglan tel- ur í eigu mafíunnar fannst í lík- húsi sjúkrahúss í Napólí á sunnudag. Verkamenn sem voru að gera við hitalagnir í húsinu fundu tugi byssa og hundruð skothylkja, sem einhver úr starfsliði sjúkrahússins mun hafa falið þar. Mikið mann- fall í Afgan- istan RÚMLEGA 200 manns hafa beðið bana í bardögum í Kanda- har, héraði í suðurhluta Afgan- istans, á undanfömum þremur dögum, að sögn Alþjóðaráðs Rauða krossins. Hermenn hollir Burhanuddin Rabbani, forseta Afganistans, hafa barist við skæruliðahreyfingar sem gera tilkall til valda í héraðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.