Morgunblaðið - 20.04.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 20.04.1993, Síða 31
MORGUNBLÁÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 31 Fyrirtæki Alþjóðleg stórfyrírtæki þátt- takendur í endurreisn Berlínar DAIMLER-Benz eitt stærsta iðnfyrirtæki Þýskalands, samþykkti í síðustu viku að taka þátt í tugmilljarða áætlun um endurreisn Berlín- ar. Fyrirtækið hyggst veita 2,7 milljörðum þýskra marka eða rúm- lega hundrað milljörðum íslenskra króna í byggingu nýrra höfuð- stöðva á hinu sögufræga Potsdamer Platz. Áætlað er að framkvæmd- ir hefjist í október nk. eftir því sem talsmaður fyrirtækisins sagði á fréttafundi fyrir helgi. Fyrirhuguð bygging höfuðstöðva Daimler-Benz á Potsdamer Platz er stærsta verkefnið af nokkrum sem ætluð eru til að vekja aftur foma frægð torgsins sem fyrir um þrjátíu árum var skipt í tvennt með Berlínarmúmum. Áætlað er að 2.500-3.000 starfsmenn verði í nýju höfuðstöðvunum og að um 5.000 ný störf skapist við byggingu þeirra. Gert er ráð fyrir að bygging- in verði tilbúin árið 1998. Auk Daimler-Benz ætla m.a. jap- anska rafeindafyrirtækið Sony og svissnesk-sænska verkfræðifyrir- tækið ABB Asea Brown Boveri að byggja á torginu. Þá liggja á borð- inu teikningar að skrifstofubygg- ingum, verslunarhúsnæði, bóka- safni og leikhúsi ásamt neðan- j arðaij árnbrautarstöðvum. Sony, sem áætlar að hafa mið- stöð Evrópustarfsemi sinnar á Potsdamer Platz, hefur frestað framkvæmdum fram í febrúar á næsta ári, en hyggst flytja höfuð- stöðvamar þangað frá Köln árið 1996. Kostnaðaráætlun byggingar- innar hljóðar upp á 1,2 milljarð marka eða sem nemur tæplega 50 milljörðum íslenskra króna. Frestun framkvæmdanna er vegna deilna Sony við Evrópubandalagið þar sem því var haldið fram að fyrirtækið hefði fengið ólöglegan afslátt af markaðsverði lóðarinnar á Post- damer Platz. Sony vann málið eftir mikið þóf, en á síðasta ári þurfti Daimler-Benz að kröfu Evrópu- bandalagsins að greiða 30 milljón- um marka, eða um .120 milljónum íslenskra króna, meira fyrir sína lóð en fyrirtækið hafði upphaflega greitt. Þessi mál þykja varpa nokkr- um skugga á áætlanir um endur- reisn torgsins og hafa menn áhyggj- ur af því að þau dragi úr áhuga stærri fjárfesta á fjárfestingum þar. Erlent Boeing biðlar til SAS BOEING flugvélaframleiðandinn leggur nú mikla áherslu á að fá flugfélögin SAS og Finnair til að skipta út sínum McDonnel Douglas flugvélum fyrir vélar frá Boeing. Þetta kom fram í Wall Street Journal nýlega þar sem jafnframt sagði að fyrirtækið ILF, sem leigir út flugvélar, hafi boðið Finnair að taka yfir vélar fyrirtækisins ef Finnair keypti 6 nýjar Boeing 767 og 30 Boeing 737 vélar. Finnair mun nú þegar hafa skrifað undir einhvers konar viljafyrirlýsingu þess efnis en SAS mun ekki hafa fengið slíkt tilboð. Mettap hjá Ford FORD Motor Company var með tap upp á um 1,7 milljarð króna á síðastliðnu ári. Þetta er enn verri afkoma en árið á undan þegar tapið var um 750 milljónir króna. Ekki er búist við því hjá Ford Motor samsteypunni að miklar breytingar verði á bílamarkaðnum á þessu ári. Þvert á móti er búist við áframhaldandi taprekstri. Síðasta hálmstrá Norðmanna? NORSKA dagblaðið Aftenposten og samtök norska byggingariðn- aðarins hafa skipulagt sérstaka hugmyndasamkeppni til þess að örva norskt atvinnu- og efna- hagslíf. Hugmyndasamkeppnin er opin öllum, jafnt einstaklingum sem hóp- um. Þúsundir leiðbeininga hafa ver- ið sendar út til fólks sem hefur lýst yfír áhuga á að taka þátt í keppn- inni og hugmyndir sem þegar eru komnar inn skipta hundruðum. Keppt er í tveimur flokkum og nema fyrstu verðlaun í hvorum flokk um hálfri milljón íslenskra króna. Þá verður hugmyndasmiðunum veitt fagleg aðstoð við að koma þeim hugmyndunum í framkvæmd, sem líklegar eru taldar til að gefa eitt- hvað af sér. Hvað býður DR) bílkranar frá Ítalíu. Ný kynslóð bílkrana frá Effer. Nú er líran í lágmarkl og gœðln í hámarki. Pantaðu strax fynr sumarið. IVECO bátavélar 60 - 600 hestöfl. IVECO slökkvibílar Húsavík / Vestmannaeyjar Snjóbílar Vörubílspallar. Vörulyftur QJEtniragB Skíðalyftur Um alt land. cOIOHOIO:* I* Á Dalvík, ísafirðl og Egilsstöðum Belta- og njólagröfur. ^ .. WTf Llðstýrðar traktorsgröfur. Hjólaskóflur. Verkstœöiö okkar. Hs ii -ií “i«C^gíE3nö)i. Sérhannað hús fyrlr stœrstu vélar og lengstu bíla. Sérhœfing okkar manna er: Ingi þor Hafsteinsson. Vélfrœðlngur. Kjartan Guðbjartsson. Vélfrœðlngur. Iveco bílar oa diselvélar. Effer, Schaeff og Leltner. Caterplllar bata og vlnnuvélar. Stálsmíði. Vökvakerfl. Páll Gíslason. Véltœknifrœðingur. Hönnun og val búnaðar fyrir vélar og vðrubíla. Ingimundur Þór Þorstplnsson. Raffrœðlngur. Aukarafkerfi í farartœki. Islensk hönnun. og framleiðsla undlr vörumerklnu: IVECO 3-6 tonn í heildarþunga Sýnum í dag og nœstu daga IVECO EuroCargo Vörubíll ársins 1992 og 1993 í fyrsta sinn í söguni fœr sama fyrirtœkið þennan eftirsótta titil 2 ár í röö. Fyrir EuroCargo á síöasta ári og fyrir EuroTech í ár. Utlir og stórir sendibílar. Fyrir kassa, fastan- eða sturtu pall. 8-20 farþega rútur. 4x4 fjallabíll. IVECO EuroCargo 6,5 -15 tonn í heildarþunga. Vörubíll ársins 1992. IVECO EuroTech 16-44 tonn í helldarþunga. _ it-- ili !If- ,_jí; _ j; Vörubíll árslns 1993. Smiösbúö 2-210 Garöabœr Sími 91-656580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.