Morgunblaðið - 20.04.1993, Side 49

Morgunblaðið - 20.04.1993, Side 49
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 49 » Í VELVAKANDI HEIÐARLEGUR FINNANDI KONAN sem fann tösku í inn- kaupakerru fyrir utan Hagkaup í hádeginu sl. föstudag og skilaði henni í upplýsingarnar í Hagkaup, er vinsamlega beðin að hafa sam- band við Noni í síma 35546. SEINNI PARTURINN GUNNLAUG og Stefán spurðust fyrir um botn við fyrri part í Morgunblaðinu sl. föstudag. Lesendur blaðsins tóku fljótt við sér og tvær konur höfðu sam- band við Velvakanda, hvor með sína útgáfu af botni við fyrri part- inn sem var svohljóðandi: Hvað er iíkt með korktrekkjara og kjörnum manni á þing: Annar botninn er svohljóð- andi: Að komast alltaf lengra og lengra um leið og þeir snúast í hring. En hinn svona: Þeir pota sér alltaf lengra og lengra um leið og þeir snúast í hring. EINKENNILEGT PÁSKAGRÍN MARGRÉT hringdi og sagði frá atviki sem henti fjölskyldu hennar um páskana. Bamabarn hennar er sykursjúkt svo keypt var páskaegg handa því sem er ætlað sykursjúkum. í staðinn fyrir sæl- gæti er sett ýmislegt smálegt dótarí inní eggin til að gleðja börnin, en ástæða þess að hún hringdi til Velvakanda er sú að inni í egginu sem barnið fékk var lítil stytta eða fígúra af skratt- anum, með rauð hom og hala, og með fylgdi miði sem á stóð „Ég hugsa um þig“. Margréti og fleír- um sem hlut áttu að máli fannst þetta ekkert fyndið og allra síst af þessu tilefni og hafði samband við sælgætisgerðina sem fram- leiðir eggin til að spyija hvernig á þessu standi. Henni var tjáð af starfsmanni þar að fólk hefði ein- faldlega misjafnan húmor. TAPAÐ/FUNDIÐ Úr fannst við Kringluna KARLMANNS gullúr fannst á bílastæði við Kringluna fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Eigandi get- ur haft samband í síma 22697. Úlpa tapaðist SVÖRT hettuúlpa tapaðist í Tunglinu miðvikudaginn 7. þ.m. Ulpan er sú eina sinnar tegundar hér á landi og á baki hennar stendur orðið Stussy. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 73374. Fundarlaun. Týndur hringur STÓR silfurhringur með svörtum steini tapaðist í miðbænum rétt fyrir páska. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 12627. GÆLUDÝR Kettlingur fæst gefins SÍAMSBLENDINGUR, hreinleg- Ur 11 vikna högni, fæst gefins. Upplýsingar í síma 91-627814. Köttur í óskilum ÞRÍLIT læða, hvít, svört og grá, með rauða hálsól, fannst í Furu- grund 50. Upplýsingar í síma 46268. HEILRÆÐI LÍTLL BÖRN GETA DRUKKNAÐ í GRUNNU VATNI. VERTU VAKANDIFYRIR STÖÐUM ÞAR SEM VATN GETUR SAFNAST FYRIR í. Pennavinir Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, dansi, söng, bréfa- skriftum of.l.: Yuki Ando, Oharayabinkyokudome, Setagaya-k, Tokyo, 1546 Japan. LEIÐRETTING Staðarnafn rangt Baksíðumynd sunnudagsblaðsins var frá Stykkishólmi, en ekki Ólafs- vík eins og sagði með texta myndar- innar. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu mishermi. SLYSAVARNAFELAG ISLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS ,, Kynvillupúkinn ‘4 Frá Lönu Kolbrúnu Eddudóttur: ÍSLENSKIR hommar og lesbíur bera nú hönd fyrir höfuð sér síðum Morg- unblaðsins og það ekki að ástæðu- lausu. Mér er málið nokkuð skylt og sé mig knúna til að stinga niður penna og beina orðum mínum til allra þeirra sem hlut eiga að skrifum þeim sem birtast á síðum Morgunblaðsins, jafnt Agnesar Bragadóttur sem ann- arra. Tilefnið er viðtal Agnesar Braga- dóttur við Evu Evdokimovu sem birt- ist í Morgunblaðinu sunnudaginn 21. mars sl. en þar komu fram slíkar ranghugmyndir um homma, útlit þeirra og innræti, að þær eru hvorki greinarhöfundi, viðmælanda hennar né Morgunblaðinu til nokkurs sóma. Sama gildir um síendurtekna notkun orðsins „kynvilla" í umræddri grein. Hæfileikinn til þess að hrífast af eigin kyni hefur alltaf verið hluti af litrófi mannlegrar náttúru. Lesbíur og hommar eru í öllum stigum, stétt- um og störfum íslensks þjóðfélags, þar með talið í starfsliði Morg- unblaðsins, og Morgunblaðsmenn ættu að varast að falla í þá gryfju að nota hið neikvæða og fordóma- fulla orðskrípi „kynvilla" þegar önn- ur orð og viðkunnanlegri eru útbreidd í íslenskri tungu. Hugtakið „samkynhneigð" er fræðiheiti yfir hæfileikann til að hríf- ast af einhveiju sama kyns en þau hugtök sem oftast eru notuð í dag- legu tali eru „lesbía“ og „hommi". Ég mælist til þess að Morgunblaðið sjái sóma sinn í því að leggja nú þegar af notkun orðskrípsins „kyn- villa“ og noti þess í stað „lesbía" eða „homrni" í allri umfjöllun um fólk sem elskar eigið kyn og aðhyllist þann lífsstíl. Það er varhugavert og ábyrgðar- hluti að ýta undir fordóma og rang- hugmyndir um líf og tilveru annarra og það væri nær hlutverki og stöðu Morgunblaðsins sem stærsta og út- breiddasta dagblaðs landsins að færa lesendum sínum fróðleik byggðan á fyrsta flokks blaðamennsku. LANA KOLBRÚN EDDUDÓTTIR, formaður Samtakanna 78, ^ félags lesbía og homma á íslandi. Vinnlngstölur laugardaginn 17. apríl 1993. 1. 2. 3. FJÖLDI VINNINGSHAFA Wl 179 5.702 UPPHÆÐ Á HVHRN ViNNINGSHAFA 5.943.971 88.906 5.997 439 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.142.954 kr. uppiýsingarsImsvari91 -681511 lukkulIna991002 m m wmuNm 3 ■jj* HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 iítra, útvegum aðrarstærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VARMEBARONEN Hitatúba / rafketill 12kw, 230v. 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt að 1200kw. ELFA-V ORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið ísienskaraðstæður. V'TJ'H Einar Farestvelt &Co.hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 Rii íþri óttgallari Stæröir 116-176 Verö ki XS-XXL stærðir Verð fer, i.29ðs »hummel',£ SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555. oram FUHDUR MEO DAVfD ODOSSYM, rORSJETtSRÁÐHERRA Efni fundarins: Stjórnmálaviðhorfið í dag Fundurinn verður haldinn í Fóstbræðrahéimilinu, Langholts- vegi 109-111, Reykjavík, þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 20.30. Allt sjálfstæðisfólk hvatt til að mæta. Kaffi verður á könnunni. Sjálfstæðisfélögin í Laugarneshverfi og Langholtshverfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.