Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 106. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Króatar sakaðir um þjoðernishreinsanir í Mostar Hundruð múslima flutt í fangabúðir Saraipvo. Wírshinoion. Reuter. Sarajevo, Washington. Reuter. KRÓATÍSKIR hermenn halda um 1.300 múslimum í fanga- búðum rétt við borgina Mostar í Suður-Bosníu og eru sakað- ir um að stunda sams konar „upprætingu" múslima og Serbar. Hafa miklir bardagar geisað í borginni síðustu daga en í gær var þó samið um vopnahlé. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær, að hann ætlaði að grípa til nýrra ráða til að koma á friði í Bosníu á næstu dögum. Króatar segja sjálfír, að þeir hafi flutt múslimana í fangabúðir til að tryggja öryggi þeirra en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja, að fólk- inu hafi verið smalað saman eins og fé og verði síðar rekið burt. Stefni Króatar að því að gera Mostar að króatískri borg með væntanlega skiptingu landsins í huga. Fulltrúar ýmissa ríkja hafa varað stjómina í Zagreb við framferði Króata í Bosn- íu og segja, að það geti haft alvarleg- ar áfleiðingar fyrir hana. Clinton boðar aðgerðir Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að hann ætlaði að boða nýjar ráðstafanir varðandi Bosníu á næstu dögum en lagði áherslu á, að Bandaríkjamenn myndu ekki hafast neitt að einir. Kvaðst hann enn von- ast til, að samstaða næðist meðal vestrænna ríkja en viðurkenndi, að ágreiningur væri með þeim. „Serbar segja nei“ Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, neitaði í gær að mæta á fund þingmanna víðs vegar að úr Júgóslavíu en Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, hafði gert sér vonir um, að þar samþykkti Karadzic að hætta við fyrirhugaða þjóðarat- kvæðagreiðslu í Bosníu um helgina. Karadzic sagði, að atkvæðagreiðslan yrði haldin og spáði því, að frið- arsamkomulag Sameinuðu þjóðanna eða Vance-Owen-áædunin yrði felld. Reuter „Já eða upplausn“ DANSKIR stjómmála- menn og frammámenn í atvinnulifinu vöruðu landa sína við í gær og sögðu, að felldu þeir Maastricht- samkomulagið í þjóðarat- kvæðagreiðslunni á þriðju- dag yrði afleiðingin gengis- felling krónunnar, hærri vextir, minni skattalækk- anir og meira atvinnuleysi. „Já eða upplausn“ hrópaði vikuritið Börsens Nyheds- magasin“ í stórri fyrirsögn á forsíðu en þar var haft viðtal við 30 kunna menn í atvinnulífínu. Samkvæmt Gallup-könnun í gær ætla 49% að segja já en 32% nei. Breski Maastrichtand- stæðingurinn Tebbit lá- varður er hér að ganga upp þröngan stigann að höfuð- stöðvum dönsku nei-hreyf- ingarinnar í Kaupmanna- höfn en hann hefur lagt henni lið sitt að undan- fömu. Heimtur úr helju ÞYRLUR Sameinuðu þjóðanna komust til bæjarins Zepa í Bosníu í gær en hann hefur legið undir miklum árásum Serba í nokkurn tíma. Voru fluttar þaðan konur og börn og 20 mikið særðir hermenn múslima. Hér fagnar einn þeirra við komuna til bæjarins Zenica. Vilja hjálp við vaxtagreiðslur Kaupmannahofn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. í LOK mánaðarins er búist við að færeyskir stjórnmála- menn biðji Dani enn um fjárhagsaðstoð, að þessu sinni til að greiða vexti af erlendum lánum. Kirsten Jacobsen, þing- maður Framfaraflokksins, segir að stjórnin hafi þegar 1985 verið vöruð við en ekkert gert í málinu. Búist er við að Færeyingar biðji um aðstoð upp á 30 milljarða ís- lenskra króna til að borga vexti af erlendum lánum. Fyrir mánuði síð- an var áætlað að fjárlagahallinn yrði um 650 milljónir ísl. króna en nú hefur komið í ljós, að hann er 1,7 milljarðar og gæti orðið meiri. Erlendar skuldir Færeyinga eru um 180 milljarðar ísl. króna. Viðvaranir frá 1985 í samtali við Morgunblaðið sagði Kirsten Jacobsen að danska stjórnin hefði verið vöruð við óstjórn og slæmu ástandi í Færeyjum síðan 1985 án þess að gera þinginu við- vart. Óbreyttir Færeyingar hefðu verið leiddir áfram á asnaeyrunum af stjórnmálamönnum, sem hikuðu ekki við rándýrar framkvæmdir til að ná kosningu. Nú hlyti það að vera krafa Dana að aðrir stjóm- málamenn væru látnir koma reglu á hlutina. Það væri sannarlega kaldhæðnislegt að meðan Danir misstu hús sín á nauðungaruppboð- um vegna efnahagserfiðleika og skattbyrði, næmu styrkir Dana 600 þúsund krónum á hvern einasta Færeying, sem byggi við lægri skatta en Danir. Úttekt breskrar þingnefndar á hljómplötu- og geisladiskamarkaðinum Leynimakk heldur verði uppi London. Reuter. BRESKIR neytendur eru látnir borga geisladiska of háu verði vegna „leyni- makks“ hljómplötufyrirtækja, ónógrar samkeppni og reglna um birtingarrétt, að því er segir í niðurstöðum rannsókn- ar breskrar þingnefndar sem kannaði hljómplötuútgáfu og verðmyndun á plöt- um. í niðurstöðum Þjóðararfleifðarnefndarinnar er hvatt til þess að lög um birtingarrétt verði endurskoðuð og ákvæði þeirra rýmkuð. Jafn- framt er verðstefna hljómplötufyrirtækja og plötuverslana fordæmd. Hugsanlegt er að breska samkeppnisstofnunin efni til rannsókna á grundvelli niðurstöðu skýrslunnar. Neytendur taki í taumana „Nú er tími til kominn fyrir neytendur að sýna í verki að þeir sætti sig ekki lengur við það verð sem ætlast er til að þeir borgi fyrir nýja diska,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við úttektina kallaði hún fjölmarga fulltrúa hljóm- plötufyrirtækja og listamanna fyrir sig. I Bandaríkjunum er sami geisladiskurinn að jafnaði 35% ódýrari en í Bretlandi og segir í niðurstöðum nefndarinnar að ekkert réttlæti þann mismun, hvorki gengismunur né vöru- gæði. Segir nefndin að breskur neytandi borgi a.m.k. tveimur pundum, 200 krónum, of mikið fyrir diskinn. „I Bandaríkjunum er neytandinn hafður í fyrirrúmi. Það er tímabært að eins verði komið fram við breska neytendur." Dulin einokun Loks segir að í raun sé um einokunarstarf- semi plötuframleiðenda og plötubúða að ræða í Bretlandi. Þó fyrirtækin virðist sjálfstæð á yfirborðinu eigi þau fulit samráð á bak við tjöld- in um hljómplötuverð sem felst meðal annars í því að neytandinn sjái ekki áberandi mun milli einstakra vörumerkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.