Morgunblaðið - 13.05.1993, Page 27

Morgunblaðið - 13.05.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ J993 27 Efnahagsþrengingar Kúbverja Vændi og tösku- hnupl drýgja gjaldeyrissjóði í ríki Kastrós Havanna. The Daily Telegraph. HVORT sem orsökin er viðskiptabann Bandaríkjanna, óumflýjanlegt hrun efnahagskerfis marxismans eða sam- bland af þessu tvennu er ljóst að kúbverska byltingin er komin að fótum fram. Skortur er á ýmsum undirstöðu- matvælum, smitsjúkdómar breiðast út vegna þess að lyf eru ekki fáanleg, eldsneyti er naumt skammtað og talið er að gjaldeyrisvarasjóðir séu nú aðeins um 12 milljónir Bandaríkjadollara, um 1.400 milljónir króna. Útlending- ar verða að vara sig á handfljótum töskuþjófum. Fá- klæddar vændiskonur, oft barnungar, bjóða nú ferða- mönnum blíðu sína við hótelin. Þjóðin í steininn? Kúbveijar segja að ætli stjórn- in sér að uppræta spillingu verði hún að stinga allri þjóðinni í steininn. Bandarísk kona varð fyrir því að tveir táningar rifu af henni handtösku. Er hún skýrði frá þessu á hótelinu svar- aði starfsmaður: „Þetta er ekki glæpur, þetta er gert af nauð- syn“. Oánægður Kúbveiji sagð- ist skammast sín fyrir peninga- betlið af útlendingum. „Okkur var lofað svo miklu, núna eru við annars flokks borgarar.. . Ég sá Fidel í sjónvarpinu, hann er 66 ára og virðist við ágæta heilsu. Hann fær nóg að borða“. Rokkari til bjargar? Roberto Robaina er 37 ára gamall ungkommúnistaleiðtogi og nýr utanríkisráðherra. Hann annaðist um hríð pólitískan áróð- ur meðal kúbverskra hermanna sem börðust í Angóla. Robaina virðist nú vera allt í öllu á eyj- unni, veitir erlendum tímaritum fúslega viðtöl og sýnir ljósmynd- urum stoltur bækistöðvar sínar sem eru í gamali glæsivillu bú- garðseiganda. Hann sést í faðm- lögum við Raul Kastró, bróður leiðtogans, æpandi hvatningar- orð til ungmenna er hann þýtur fram hjá á reiðhjóli sínu, blikk- andi vestræna fréttamenn af veikara kyninu - og að sjálfsögðu þrýstir hann hönd allra sem það vilja. Lengi hefur verið talið að Raul Kastró, sem er 62 ára, myndi verða arftaki bróðurins en nú bendir margt til að Roba- ina sé talinn vænlegri. Kúbverski leiðtoginn vonar að Robaina, sem er mikill rokkaðdáandi og forð- ast hefðbundinn klæðaburð, geti blásið nýju lífi í hugsjónina áður en hann íætur sjálfur af völdum. Velferð og vændi Robaina segir að ekki standi til að grípa til aðgerða gegn vaxandi vændi. „Því miður er sagt að þær séu þær ódýrustu í heiminum núna,“ segir hann. Astandið sé mjög erfitt á Kúbu, mesti vandinn sé fjárskorturinn og ýmiss konar tekjur af ferða- mönnum séu ill nauðsyn. „Þegar rætt er við þessar ungu konur kemur í ljós að það er ekki stjórn- málakerfið sem veldur því að þær taka upp þessa iðju,“ segir hann. „Þær eru ekki að þessu til að sjá fýrir börnunum eða greiða fyrir sjúkrahússdvöl aldraðrar móður. Velferðarkerfið okkar er sem fyrr frábært en konurnar eiga ekki fyrir ýmsum nauðsynj- um.“ Metsöluhlad á hverjum degi! Reuter Eftirvænting í Kyoto TÆKNINEFND Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC), er nú heldur fund í Kyoto, hefur þegar samþykkt tillögu Frakka um 50 ára bann við hvalveiðum í grennd við Suðurheimskautið með 13 at- kvæðum gegn 8 en tíu ríki, þ. á m. Svíþjóð, sátu hjá. Fulltrúar Japana og Norðmanna reyndu í gær ákaft að fá fulltrúa ann- arra aðildarríkja til að styðja veiðar og sagðist talsmaður Ástr- ala, er leggjast gegn hvalveiðum, vonlítill um að nægilegt fylgi, 75%, fengist við hugmynd Frakka. Japanar hafa að undanförnu fengið að veiða nokkur hundruð hrefnur árlega við Suðurheim- skautið til vísindarannsókna á stofnunum. Á myndinni sést full- trúi Bandaríkjamanna, Michael Tillman, á leið til fundarstaðar. Vilja loka á umheiminn Moskvu. Reuter. ÍBÚAR rússnesku Hvítahafs- borgarinnar Severodvínsk kunna best við sig í einangrun og lokað- ir frá umheiminum. Af þeim sök- um ákvað borgarstjórnin í gær að loka borginni, breyta henni í „lokaða stjórnsýslueiningu,“ og þangað fær enginn að koma án sérstaks leyfis. Að sögn ftar-Tass-fréttastofunnar nýtur ákvörðun borgarstjórnarinnar mikils stuðnings borgarbúa en í Se- verodvínsk búa 175.000 manns. Hafa þeir flestir haft framfæri af smíði kjamorkukafbáta og annarra kjan- orkuknúinna herskipa. Borgin var einangruð í áratugi, jafnvel venjulegir Rússar fengu ekki þangað að koma. í lok síðasta ára- tugar var hún opnuð en nú hefur komið í ljós að heimamönnum finnst enginn ávinningur af því. Sérhæfðir páfagaukar Aukinheldur er einstök tilrauna- stofa rekin í Severodvínsk. Sérhæfir hún sig í ræktun pottaplantna og kafbátaþolinna páfagauka sem einmana sjóliðum stendur til boða að taka með sér á sjóinn til að stytta sér stundir í einsemdinni á frívaktinni í hafdjúpunum. LONDON 30.Tdo“kT““ a mann í tví'býjj. parís GrandHoteIdeMaJte.Ver3frá; ' 34.300 kr. a mann í tvíbýjj frankfurt Int«city. Verð frá: 29.450 kr. a mann í tvíbýjj 20. maí UPPS t ign i nga ixl ag) 23. maí UÚXEMBORG Hotel Pullman. Verð frá: 33.400 kr. a mann í tvíbýlj. InnifaJið í verði: flngoggistlngl.Wirnætur (tim.- sun.) og flugvaHarskattar ■tilboó helg1 t\ætur (fim Cro’wrve kí' m HoUand.73 ágústl993. I _ 'OW i Kaupmannahöfn Sértilboð Verð: 33.900 kr. á mann í tvíbýli. Fjögurra daga ferð. Innifalið flug og gisting ásamt morgunverði í þrjár nætur, flugvallarskattar (ísland: 1310 kr., Danmörk: 670 kr.). Brottför til Kaupmannahafnar á tímabilinu 13. maí til og með 10. júní, á fimmtudegi, fóstudegi eða laugardegi. Lágmarksdvöl 3 dagar, hámarksdvöl einn mánuður. Gegn 5000 kr. aukagjaldi má framlengja gildistíma flugmiðans upp í einn mánuð. Aukanótt á hóteli 3.320 kr. á mann í tvíbýli. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) Í3S QATIAS^ FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.