Morgunblaðið - 13.05.1993, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1,993
45
'
-
GOLF
Val Dalys stendur á
milli golfkylfa og flöskunnar
Tohn Daly var lítt þekktur kylf-
** ingur þegar hann sigraði í
PGA-mótinu í Bandaríkjunum
1991. Síðan þá hefur „högg-
lengsti kylfingur heims“ verið
meira í sviðsljósinu og þá kemur
í ljós að kappinn hefur átt skraut-
legan feril og svo virðist sem
framhald verði þar á.
Aðalvandamál Dalys er
drykkja en honum hefur lengi
þótt sopinn góður. „Ég
lærði hvernig hægt
er að drekka og
leika golf. Það
besta við það er
að ég er aðeins
25 ára og hættur
að drekka, nú leik
ég bara golf. Ég
sigraðist á flöskunni
og ég gerði það með mín-
um eigin aðferðum," sagði
hann eftir sigurinn 1991.
Sigurinn varð þó til þess
að hann snéri sér að flöskunni
á nýjan leik og þurfti að kalla
til lögreglu þegar hann gekk
berserksgang heima hjá sér. Þeir
sem til þekkja segjast ekki undr-
andi á hvernig komið er fyrir
Daly. Hann varð atvinnumaður
í golfi árið 1987 og gekk erfíð-
lega að komast að á bandárísku
mótaröðina og snéri sér að flösk-
unni.
Hann skildi við fyrri konu
sína 1989 og daginn sem
þau fengu skilnað var
hann að keppa og
rústaði hótelher-
berginu um kvöldið. Hann hélt
sér þurrum í nokkurn tíma en
þegar hann komst í sviðsljósið
fór að halla undan fæti. Hinn
skjóti frami reyndist honum of-
viða og enn á ný varð flaskan
besti vinur hans.
„Hann þoldi ekki sviðsljósið,"
sagði Fuzzy Zoeller, einn besti
vinur hans. „Það var röð at-
vika sem varð til þess
Það hefur gengið á ýmsu í
lífi Dalys, sem er tæp-
lega þrítugur.
að hann féll aftur,“
sagði hann. Einn
þeirra var að hann
komst að því að unnusta
hans, Bettye Fulford, var
ekki fráskilin þegar þau voru
í tilhugalífínu heldur harðgift.
Hún hafði einnig sagt honum
að hún væri 31 árs en reyndist
vera 39 ára. „Ég treysti konum
aldrei framar,“ sagði Daly þegar
hann skildi við Bettye skömmu
fyrir jól. Þau hafa nú sæst á
nýjan leik og eru gift.
í júlí lenti hann í miklum deil-
um við áhöfn flugvélar Continen-
tal Airlines þegar hann var á
leiðinni á golfmót í New York,
sem lauk með því að flugsjtórinn
rak hann úr vélinni. Hann missti
af mótinu, en snéri sér að þessu
sinni ekki að flöskunni og telja
menn það boða breytta tíma.
ÞESSI VINSÆLI REGNFATNAÐUR ER KOMINN
W-449: W-408: W-502:
Regngalli sem andar. Regatta vatnsheldir útigallar, Vatnsheldur regngalli úr mjög
Léttur og þægilegur galli. mjög léttir, þægilegir og lofta sterku og góöu PVC
Verð aðeins: vel. polyester.
Buxur kr. 2.690,- Verð: Buxur kr. 1.390,- Litir: Ólívugrænt og gult.
Jakki kr. 4.690,-. Jakki kr. 2.390,-. Stæröir: S-M-L-XL-XXL
JaKKI Kr. Z.oaU,-. ou»iun
WkKAPNABÆR
‘Borgarkringlunni, sími 682912.
Reiðskólinn Hrauni
Grimsnesi
Útreiðar og bókleg kennsla
um hesta og hestamennsku
Sundlaug - gufubað - golfvöllur - mini golf
- borðtennis - leikvöllur - fótboltavöllur
- skemmtikvöld - grillveisla - o.fl. o.fl.
9 doga nómskeið með fullu fæði:
Verð kr. 25.800,-
júní júlí úgúst
7.-15.1 30.6-8.7 1 4.-12.1
18.-26. 11.-19. 1 17.-25.ll-
I/II 22.-30. l/ll
UPPSELT Il/I
Il/lll framhaldsnemendur
FERDABÆR
Aðalstræti 2 (Geysishús)
Sími 623020 - Telefax 25285
Ylir 30 gerðir fáanlegar og þar á meðal: IVIodel 820: Eitt vinsælasta fjailatijólið.
21 gíra. Shimano Altus C10 búnaður. 100% CroMoly stál í stelli. 5 stellstærðir
og kvensteir. Litir: Svart eða hvítt/fjólublátt (tvílitt). Model 800:Mjög vinsælt.
18 gíra. Shimano Altus C20 búnaður. CroMoly stell í 5 stærðum.
Einnig „kvensteir 12 stærðum. Litir: Svargrænt eða gul/grænt (tvílitt).
JAZZ/VOLTAGE frá TREK USA Trúlega mest selda fjailahjólið í dag.
18 gira. Shimano búnaður. Háþanþolsstál og CroMoly í stelli.
5 stellstærðir og „kvenstell" í 2 stærðum. Litir Svart eða
rauðguit/fjólublátt. Einnig mikið úrval af JAZZ/TREK barnahjólum.
Helstu sölustaðir á landsbyggðinni:
Pípulagningaþjónustan, Akranesi.
Olíufélag útvegsmanna, ísafirði.
Verslunin Hegri, Sauðárkróki.
Sportver, Akureyri.
Hjólabær, Selfossi.
fíeiðhjóiaverkstæði M.J., Keflavík.
mm Reiðhjólaverslunin '
ORNIMNÍ .
SKCIFUNNI 11, SÍMI 079990
(DS
RADOREIDSLUR
VERSLAÐU VIÐ FAGMANNINN - ÞAÐ BORGAR SIG - ALLTAF!