Morgunblaðið - 13.05.1993, Síða 49
MOHGUNBIJVDID FIMMTljDAQUR 13.MAI, 1993
Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúndr-
andi aðsókn og frábœra dóma fyrir frumleika og nýstárleg
efnistök.
Ein aftiu bestu 1992 hjá31 gagnrýnanda f USA.
„Besta mynd 1992.“ - Siskel og Ebert.
★ ★★★ - EMPIRE.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - Bönnuð innan 16 ára.
HÖRKUTÓL
Einhver magnaðasta mynd
síðan Easy Rider.
Sýnd kl. 5,7,9og11.
Bönnuð innan 16 ára.
FLISSILÆKNIR
Sýnd kl. 9og11.
Bönnuð innan 16 ára.
NEMÓLITLI
★ Al Mbl.
íslenskt tal og söngur.
Sýnd 5 og 7.
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
..................
Stóra sviðið kl. 20:
• KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
4. sýn. í kvöld uppselt - 5. sýn. sun. 16. maí
uppselt - 6. sýn. fos. 21. maí uppselt - 7. sýn.
lau 22. maí uppselt - 8. sýn. fim. 27. maí upp-
selt 9. sýn. mán. 31. maí (annar í hvítasunnu).
• MY FAIR LADY
Söngleikur eftir Lerner og Loewe
A morgun nokkur sæti laus - lau. 15. maí nokk-
ur sæti laus - fim. 20. maí - fös. 28. maí.
Ath. síðustu sýningar.
• DÝRIN 1 HÁLSASKÓGI
eftir Thorbjörn Egner
Sun. 16. maí kl. 13, uppselt (ath. breyttan sýning-
artíma) - fim. 20. mai kl. 14 fáein sæti laus -
sun. 23. maí kl. 14 fáein sæti laus - sun. 23.
maí kl. 17.
sími 11200
Litla sviðið kl. 20.30:
• STUND GAUPUNNAR
eftir Per Olov Enquist
Á morgun fös. siðasta sýning.
• RITA GENGUR
MENNTAVEGINN
eftir Willy Russell
Vegna fjölda áskorana: Fim. 20. maí - sun. 23.
maí - mið. 26. maí - fös. 28. maí.
Aöeins þessar 4 sýningar.
Ekki er unnt að hleypa gestum í sal Litla sviðs-
ins cftir aö sýningar hefjast.
Ósóttar pantanir seldar daglega. Aögöngumiðar
greiðist viku fyrir sýningu, ella seldir öðrum.
Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn-
ingardaga. Miöapantanir frá kl. 10 virka daga í
síma 11200.
Greiðslukortaþjónusta.
Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Þjóðleikhúsið - góða skemmtun!
SÍMI: 19000
LOFTSKEYTAMAÐURINN
Frábær gamanmynd
sem kosin var vinsæl-
asta myndin á Norrænu
kvikmyndahátíðinni '93 f
Reykjavik.
Myndin fjallar um Ro-
landsen sem er meira en
bara venjulegur loft-
skeytamaður. Hann er
drykkfelldur uppfinninga-
maður, höggþungur
heimspekingur og kvenn-
aflagari sem jafnvel
prestfrúin vill ekki vera
óhult fyrir.
Sýnd kl. 5,7,9og 11.
DAMAGE - SIÐLEYSI
★ ★ ★ 1/2 MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn
Siðleysi fjallar um atburði sem eiga ekki að gerast en gerast þó
samt. Aðahlv. Jeremy lrons,(Dead Ringers, Reversal of Fortune),
Juliette Binoche (Óbærilegur léttleiki tilverunnar) og Miranda
Richardson, (The Crying Game).
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. - B. i. 12 ára.
FERÐINTIL VEGAS
HONEYMOON IN VEGAS
★ ★ ★ MBL.
Frábær gamanmynd með Nic-
olas Cage og James Caan.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
MIÐJARÐARHAFIÐ - MEDITERRANEO
Sýnd kl. 7 og 11. - Lokasýning.
ENGLASETRIÐ
Sæbjörn Mbl. ★ ★ ★ „Englasetrið
kemur hressilega á óvart.1*
Sýnd kl. 5,9 og 11.10.
SÓDÓMA
REYKJAVÍK
Sýnd í tilefni af því að Sódóma
keppir í Cannes-keppninni.
Sýnd kl. 5 og 9.
Leikstjóri: Kaisa Korhonen.
I kvöld, fös. 14/5, sun. 16/5. Sýningar hefjast kl. 20.30.
Miðapantanir í síma 21971 allan sólarhringinn.
<1J<»
BORGARLEIKHUSIÐsími 680-680
LEIKEÉLAG REYKJA VÍKUR
Stóra svið kl. 14:
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir sögu Astrid Lindgren. Tónlist: Sebastian.
Aukasýn. sun. 16/5 fáein sæti laus, lau. 22/5, sun. 23/5.
Allra síðustu sýningar.
Miðaverð kr. 1.100,- sama verð fyrir börn og fullorðna.
Litla sviðið kl. 20:
DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman
í kvöld uppselt, lau. 15/5 uppselt. Aukasýningar: fim. 20/5,
fös. 21/5, lau. 22/5. Allra síðustu sýningar.
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga
frá kl. 13-17. Miðapantanir 1 sfma 680680 alla virka daga
frá kl. 10-12. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum
fyrir sýningu.
Faxnúmer 680383. - Greiðslukortaþjónusta.
LEIKHÚSLÍNAN sími 99 1015
MUNIÐ GJAFAKORTIN - TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF.
ÍA LOKFÉL. iKUHVRAR s. %»73|
♦ LEÐURBLAKAN óperetta eftir Johann Strauss
Kl. 20.30: Fös. 14/5, lau. 15/5 uppselt, mið. 19/5, fós. 21/5, lau.
22/5. FÁAR SÝNINGAR EFTIR.
Miðasala opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18
og sýningardaga frá kl. 14 og fram aö sýningu.
ÍSLENSKA ÓPERAN sími 11475
(Sardasfurstynian
eftir Emmerich Kálmán J J
Aukasýningar vegna mikillar aðsóknar:
Fös. 14/5 kl. 20 og lau. 15/5 kl. 20.
ALLRA SÍÐASTA SÝNINGARHELGI.
Miðasalan opin frá kl. 15-19 daglega, en til kl. 20 sýningard.
Sími 11475. Greiðslukortaþjónusta. LEIKHÚSLÍNAN 99 10 15
Laugavvgi 45-i.ll 355
í kvöld:
TREGASVEITIN
Föstudagskvöld:
GCD
BUBBIOG
RÚNAR
Laugardagskvöld:
T0DM0BILE
P^ttóietet
T«Hileikabar
Vitastíg 3, sími 62S585
Fimmtudagur 13. maí
Opið 21-01
HLUNKARNIR
þrír hressustu trúbadorar
landsins skemmta íkvöld
Fritt inn.
Föstudagur:
Valdimar Flygen-
ring, Dóri Braga
og gestir
'67/ lAtitV00
• •
Orlög smælingjanna
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Mýs og menn („Of Mice and Men“). Sýnd
í Háskólabíói. Leiksljóri: Gary Sinise.
Handrit: Horton Foote. Aðalhlutverk:
John Malkovich og Gary Sinise.
Bandaríski rithöfundurinn John
Steinbeck grét að sönnu örlög smælingj-
anna og skrifaði um þá margar góðar sög-
ur. Ein sú frægasta og sárasta er sagan
um landbúnaðarverkamennina Georg og
Lenny, sem hvergi er vært af því að Lenny,
barnalegi rumurinn, er sífellt að koma þeim
í klandur. Sagan var kvikmynduð árið 1939
með Lon Chaney og Burgess Meredith en
myndin var sýnd síðast hér fyrir 15-20
árum í Háskólabíói og er einhver sú eftir-
minnilegasta sem undirritaður hefur séð,
svart/hvít, frábærlega leikin og skemmti-
lega leiksviðsleg.
Leiksviðsleikarinn Gary Sinise hefur séð
ástæðu til að kvikmynda þessa mórölsku
sögu uppá nýtt og veðjar á að hún hafi
ennþá eitthvað fram að færa. Hann hefur
rétt fyrir sér. Sagan er lítil og svo stórkost-
lega einföld að hún gefur ekki færi á mikl-
um breytingum í uppfærslu og Sinise, eins
og Lewis Milestone forðum, fylgir henni
síðu eftir síðu með smávægilegum frávikum
frá fyrri myndinni. Hann lengir innganginn
að sögunni og bætir við eftirmála, myndin
er að sjálfsögðu í lit og horfinn er gamli
og þægilegi upptökuversbragur fyrri mynd-
annnar. I staðinn er komið öllu raunsærra
umhverfi sveitabæjarins þar sem atburðir
sögunnar gerast.
En hin mannúðlega saga Steinbecks er
söm og hafa Sinise og handritshöfundurinn
Horton Foote gert mjög góða mynd eftir
henni. Hún er um vináttu Georgs og ein-
feldningsins Lenny, sem er algerlega uppá
vin sinn kominn. Hún er um ábyrgð Georgs
og ábyrgðarleysi samfélagsins, sem ekki
hefur pláss eða umburðarlyndi fyrir menn
eins og Lenny. Og hún er um þann smæsta
af smælingjunum sem þó á hvergi höfða
að halla nema hjá vini sínum. Þeir eru far-
andverkamenn og af því að Lenny hefur
hugsun á við sjö ára krakka en afl á við
þijá fíleflda karlmenn lendir hann í klandri
sem George þarf sífellt að vera að bjarga
honum úr. Og nú eru þeir komnir á síðasta
sveitabæinn þar sem George bjargar honum
úr vandræðum í síðasta skiptið.
Leikstjórinn Sinise, sem telur nauðsyn-
legt fyrir áhrif sögunnar að mynda náðar-
skotið, leikur sjálfur George og ferst vel
úr hendi að auðsýna vináttu og skilning
gagnvart Lenny. Fjöldi ágætra leikara fer
vel með önnur hlutverk verkamannanna á
staðnum en athyglin er öll á John Malkovich
í hlutverki Lennys. Malkovich gerir hann
jafnvel barnalegri með því að tala eins og
sjö ára krakki og fyllir áhorfandann samúð
með sínum stóra og klunnalega búk og
kröftum sem hann ræður ekkert við. Þessi
ljúfsára saga um náungakærleik á alltaf
erindi.
Ráðstefna um sjávarútveg
RAÐSTEFNA Stafnbúa,
félags sjávarútvegsfræði-
nema við Háskólann á Ak-
ureyri, Ný sóknarfæri í
íslenzkum sjávarútvegi,
verður í Neskaupstað þann
15. maí næstkomandi.
Ráðstefnan hefst klukkan
10.30 og lýkur um 18.00.
Nokkrar breytingar hafa
orðið á ræðumönnum síðan
frétt um ráðstefnuna var birt
fyrst. Finnbogi Jónsson og
Einar Hreinsson hafa hætt
við þátttöku, en í þeirra stað
koma Jóhannes Pálsson og
Guðmundur Gunnarsson. Þá
verður Halldór Ásgrímsson,
fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra, gestur fundarins.