Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FiMMTUDAGyR 13. MAÍ 1993
GOLF
I GOLF
13ára vann golf-
ferð til Mallorca
Guðjón Emilsson, 13 ára kylfíng-
ur úr GR, hafði mikla yfir-
burði á lokapúttmóti vetrarins í
Golfheimi en þarna var keppt um
„Golfheimsmeistaratitilinn". Leikn-
ar voru 36 holur og raðað út eftir
skori eftir fyrri 18 holumar. Guðjón
lék 36 holurnar á 55 höggum en
næstur kom Örn Viggósson úr GR
á 62 höggum og Martyn Knipe einn-
ig á 62 höggum. Öm vann Martyn
í sex hoiu umspili.
Samvinnuferðir-Landsýn gáfu
golfferð til Mallorca fyrir sigur í
mótinu og var hinn ungi vinnings-
hafi að vonum ánægður með að
komast til Mallorca til að leika golf.
Sigurjón vann Flórídaferð
Sigutjón Arnarsson úr GR stóð
sig best allra á púttmótum vetrarins
hjá Gullgolfi Sigurðar Péturssonar
golfkennara. í mótunum átta lék
Siguijón á 83 höggum undir pari
og hlaut Flórídaferð frá Úrvali/Út-
sýn að launum. Karl Ómar Jónsson
úr GR varð í öðru sæti og Grímur
Kolbeinsson úr GR í því þriðja.
Guðjón, Martyn og Öm ásamt Gunnhildi Amardóttur frá Samvinnuferðum.
Fylgstu meb á fímmtudögum!
Dagskrá kemur út á fimmtudögum en þar er á einum stað öll dagskrá sjónvarps- og
útvarpsstöðva í heila viku. í blaðinu er einnig fjallað um það áhugaverðasta sem í boði er
hverju sinni. Bíómyndir í kvikmyndahúsum borgarinnar eru kynntar, myndbandaumfjöllun,
fréttir sagðar af fólki í sviðsljósinu og það tekið tali. Dagskrá er nauðsynlegt uppflettirit allra
sjónvarps- og útvarpsnotenda og er best geymd nálægt sjónvarpinu.
- kjarni malsins!
Fyrsta stigamótið
Fyrsta stigamót sumarsins verð-
ur um helgina hjá Golfklúbbnum
Keili í Hafnarfirði. Þetta er högg-
leikur með og án forgjafar og verða
allir bestu kylfingar landsins með.
Skráning í síma 653360 til kl. 21
í kvöld.
HLAUP
Húsasmiðjuhlaupið
verður um helgina
Húsasmiðjuhlaupið verður á
laugardaginn og hefst við Húsa-
smiðjuna í Hafnarfirði kl. 11.
Skráning er frá kl. 8.30 á sama
stað en einnig er hægt að skrá sig
í verslunum fyrirtækisins fram að
hlaupadeginum.
Þetta er í annað sinn sem hlaup-
ið fer fram og geta þátttakendur
valið um að hlaupa 4 km, 10 km
eða hálfmaraþon. Sigurvegarinn í
hálfu maraþoni fær farseðil á
heimsmeistaramótið í hálfmaraþoni
í Briissel 3. október. Þátttökugjald
er kr. 1.000 fyrir hálfmaraþonið,
500 krónur fyrir styttri vegalengd-
irnar og 300 krónur fyrir 14 ára
og yngri. Hlaupið er fyrir alla og
þarf ekki að greiða þátttökugjali
fyrir börn í barnavögnum.
12SÆ22BIEk\
Götuboltamét
Sportmenn hf., sem er með um-
boð fyrir Adidas, hyggsi, halda
körfuboltakeppni í Laugardalnum
þann 5. júní. Leikið verður á eina
körfu, fjórir leikmenn mega vera í
hveiju liði en þrír verða inn;, í einu.
Þeir sem hafa áhuga geta sKráð sig
í síma 682450.
FÓTBOLTASKÓR
Teg. 5351. Lothar Matthaus Top
St. 28-35 og 3 1/2-5. Verð 2.490
Teg. 5551. Lothar Matthaus Allround
St. 28-35 og 3 1/2-5 1/2. Verö 2.490
Teg. 5352. King Top Junior
St. 28-35 og 3 1/2-5 1/2. Verð 1.990
Teg. 5324. EurostarTop
Stærðir 5-10. Verð 6.990
EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF
PUMA J0GGING- GÖLLUM
Á FRÁBÆRU VERÐIKR. 2.490
STUTTERMABOLIR KR. 1.190
SVARTIR KÖRFUBOLTAR KR. 1.690