Morgunblaðið - 13.05.1993, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.05.1993, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 55 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Reuter BORÐTENNIS / HM Kjartan vann eina leikinn Íslenska karlalandsliðið í borð- tennis tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í liðakeppninni, gegn Georgíu og Slóveníu á heimsmeist- aramótinu í borðtennis sem nú stendur yfir í Gautaborg í Svíþjóð. Leikurinn gegn Georgíu tapaðist 1:8 og voru allir leikirnir mjög jafn- ir. Kjartan Briem byrjað á því að sigra sinn andstæðing 2:1 (13:21, 21:18, 21:18). Kristján Jónsson tap- aði örðum leik 0:2 (19:21, 21:17). Ingólfur Ingólfsson, sem er 16 ára og lék sinn fyrsta landsleik, tapaði 0:2 (20:22, 11:21). Kjartan lék fjórða leikinn og tapaði 1:2 (21:18, 14:21, 13:21). ísland átti aldrei möguleika gegn sterku iiði Slóveníu og töpuðu 0:3. í dag leikur ísland við Ástralíu og síðan við Ghana á morgun. Gunnar Jóhannsson, formaður BTÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að helst væri búist við sigri gegn Ghana. Konurnar hafa lokið keppni í sín- um riðli. Þær töpuðu fyrir Búlgaríu, Spáni, Króatíu og Maxíkó án þess að vinna einn leik. Aðalbjörg Björg- vinsdóttir vann eina lotu gegn stúlku frá Mexíkó. Jórdanía og Tæland áttu einnig að vera í sama riðli en mættu ekki til leiks þannig að Island fékk tvo vinninga án þess að leika. KNATTSPYRNA / ENGLAND Clark tekur viðaf Clough Leikur kattarins að músinni ítalska liðið Parma haffði mikla yfirburði gegn Antwerpen ffrá Beigíu í úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa á Wembley-leikvanginum í London í gær. Þetta var nánast leikur katt- arins að músinni þar sem Parma var í hlutverki kattarins. Parma, sem hefur aðeins leikið þrjú ár í ítölsku 1. deildinni og í annað sinn í Evrópukeppni, sigraði 3:1 og fagn- aði þar með fyrsta alvörutitlinum og undirstrikaði enn frekar yfirburði ítalskra félagsliða í Evrópu. Á myndinni fagna leikmenn Parma Evrópubikarnum eftirsótta. FRANK Clark var í gærkvöldi ráðinn framkvæmdastjóri Nottingham Forest. Hann tekur við af Brian Clough sem lét formlega af störfum hjá félaginu í gær. Clark er 49 ára og lék lengi hjá Newcastle United áður en Clough keypti hann þaðan 1975. Lék Clark 116 deildarleiki með Forest og varð deiidarmeist- ari, deildarbikarmeistari og Evr- ópubikarmeistari með liðinu. Clark hefur stjórnað Lundúna- liðinu Leyton Orient frá 1982. Hann gerði tveggja ára samning við Forest. Ráðning hans kemur á óvart en í fyrrakvöld hafnaði Martin O’Neill framkvæmdastjóri Wycombe Wanderers starfinu. Mun hann hafa viljað ráða sjálfur þjálfara og aðstoðarmenn en á það var ekki fallist. Verður Arc- hie Gemmill því áfram í stöðu þjálfara hjá Forest. KORFUKNATTLEIKUR Eistland svaraði með sigri á Sauðárkróki ÚRSLIT Körfuknattleikur ísland - Eistland 82:97 íþróttahúsið á Sauðárkróki — vináttulands- leikur, miðvikudaginn 12. maí 1993. Gangur leiksins: 4:0, 10:13, 20:23, 23:32, 33:38, 38:49, 40:53, 45:61, 48:67, 60:70, 62:80, 67:91, 82:92, 82:97. Stig íslands: Guðmundur Bragason 16, Valur Ingimundarson 13, Jón Amar Ing- varsson 12, Teitur Örlygsson 11, Magnús Matthtasson 10, Jón Kr. Gíslason 7, Her- bert Amarson 4, Henning Henningsson 3, Nókkvi Már Jónsson 3, Albert Óskarsson 2, Kristinn Friðriksson 1. Stig Eistlands: Metstak 22, Pekka 17, Kullamar 15, Rumma 13, Noormets 12, Kuusmaa 12, Ivosaksakulm 6. Dómarar: Bergur Steingrimsson og Krist- | ján Möller. Dæmdu þokkalega. Áhorfendur: Um 500. I Knattspyrna Undankeppni HM 1. RIÐILL i Tallin, Eistlandi: * Eistland - Malta..................0:1 - Kristian Laferlo (16. min.). 4.000 Staðan Sviss..............7 5 2 0 18: 4 12 Ítalía.............7 4 2 1 15: 6 10 Portúgal 5 2 2 1 8: 4 6 Skotland 5 1 2 2 4: 8 4 8 1 1 6 3:17 3 Eistland 4 0 1 3 0: 9 1 Evrópukeppni bikarhafa Urslitaleikur Wemblcy í London: Parma - Antwerpen.................3:1 Lorenzo Minotti (9.), Alessandro Melli (30.), Stefano Cuoghi (85.) - Francis Severeyns (12.). 37.393. Skotland Orvalsdeild: | Aberdeen - Rangers.................1:0 Duncan Shearer. í kvöld Knattspyrna Meistarakeppni KSI: Akranes: íA - Valur ..kl. 19.00 Körfuknattleikur Vináttulandsleikur: Hlíðarendi: ísland - Eistland.kl.20 EISTLENDINGAR svörðu fyrir tapið gegn íslendingum ífyrra- kvöld með því að sigra f öðrum leik þjóðanna á Sauðárkróki í gærkvöldi, 82:97. Þena var jafnframt fyrsti landsleikurinn í körfuknattleik á Sauðárkróki. Eistlendingar tóku strax foryst- una í leiknum. Léku hraðan og skipulagðan körfuknattleik. Svo hraðan að menn éins Bjöm °g Jón Kr. Gíslason Bjömsson átti í erfiðleikum skrifar með að fylgja þeim eftir. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti í fyrri hálfleik en lengst af var munurinn 5 til 8 stig. Islenska liðið lék nokkuð vel framan af leik, en hittnin var ekki nægilega góð og eins voru fráköstin mjög illa nýtt. Leikur íslands datt nokku niður í seinni hálfleik og Eistlendingar gengu á lagið og skorðu grimmt og var munurinn mestur 24 stig þegar 3 mínútur voru eftir. Þá kom góður leikkafli hjá íslenska liðinu sem gerði 15 stig gegn einu og breyttu stöðunni úr 67:91 í 82:92. En lengra hleyptu -Eistlendingar þeim ekki því þeir gerðu síðustu fimm stigin og sigruðu örugglega. Guðmundur Bragson og Jón Am- ar Ingvarsson voru bestir í íslenska liðinu. Magnús Matthíasson var góður í fyrri hálfleik og Valur góð- ur á lokakaflanum — gerði þá sjö stig í röð. Hjá Eistlendingum var Metstak og Kullamar bestir. Annars virtust ekki margir veikir hlekkir í liði þeirra. Þessi leikur var kækominn endir á tímabilinu fyrir körfuknattleiksá- hugamenn á Sauðárkróki sem fjöl- menntu í íþróttahúsið. Það fór aldrei svo að Valur Ingimundarson léki ekki aftur í Tindastólsbúningn- um því landsliðin höfðu bæði aðeins bláa landsliðsbúninga meðferðis norður og varð íslenska liðið því að fá búninga Tindastóls lánaða með Geirmund Valtýsson á bijóst- inu. Guðmundur Bragason lék vel með fslenska liðinu á Sauðárkróki og var stigahæstur. Unglinga- liðið á Evrópumót í Helsinki ÍSLENSKA unglingalandsliðiö í körfuknattleik tekur þátt í undanriðli Evrópumóts ungl- ingalandsliða sem hefst í Helsinki í Finnlandi f dag. Fyrsti leikur íslands verður gegn Finnum íkvöld, síðan verður leikið gegn Litháen annað kvöld, Hvfta-Rússlandi á laugardag og loks gegn Póilandi á sunnudag. (slenska liðið er skipað sömu leik- mönnum tryggði sér þátttöku- rétt í 12 liða úrslitum í Evrópu- keppni drengjalandsliða fyrir skömmu. Alþjóða Körfuknattleiks- sambandið er að breyta aldurs- flokkaskiptingunni og því keppa þessir strákar einnig sem ungl- ingalið. Þjálfari liðsins er Axel Nikulásson og honum til aðstoðar Guðfinnur Friðjónsson. Eftirtaldir leikmenn skipa liðið í Helsinki: Gunnar Einarsson, ÍBK, Helgi Guðfinnsson, UMFG, Óskar Pét- ursson, Haukum, Ólafur Ormsson, KR, Arnþór Birgisson, Skuru Svi- þjóð, Ómar Sigmarsson, UMFT, Friðrik Stefánsson, Tý, Páll Krist- insson, UMFN, Baldvin Johnsen, Haukum, Hafsteinn Lúðvíksson, Þór Ak., Ægir Gunnarsson, UMFN og Bergur Emilsson, Val. Kristinn Albertsson dómari er einnig í Helsinki þar sem hann mun dæma í mótinu. HANDKNATTLEIKUR Þjálfarar til Dusseldorf Níu íslenskir handknattieiksþjálfarar fara til Dusseldorf í Þýskalandi skömmu fyrir næstu mánaðarmót, þar sem þeir sækja vikunám- skeið fyrir þjálfara. ) Landsliðsþjálfararnir Þorbergur Aðalsteinsson og Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfoss, verða með í för, en auk þeirra fara Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, Kristján Arason, þjálfari FH, Brynjar Kvaran, þjálfari ÍR, Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, og Magnús Teitsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.