Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993
íslensku togararnir í Smugunni
Norsku strand-
gæslunni meinað
að mæla aflann
Morgunblaðið/Ingvar
Rússar grunaðir
um varahlutaþjófnað
GRUNUR leikur á að sjómenn á rússneskum togara sem liggur í
Hafnarfjarðarhöfn eigi þátt í að stela ýmsum munum úr bílum m.a.
á athafnasvæði Eimskipafélagsins og dráttarbílafyrirtækis í Hafnar-
firði. Undanfarna daga hefur verið stolið úr bílum fyrir hundruð
þúsunda, m.a. frá Litlu-partasölunni við Trönuhraun, þar á meðal
fjölda útvarpstækja og margs konar öðrum hlutum. Rannsóknarlög-
reglumenn og tollverðir fóru í gær um borð í togarann, sem er sá
sami og var vísað frá í Bolungarvík í síðustu viku vegna rottu-
gangs, gerðu ítarlega leit og fundu m.a. margs konar varahluti og
aukahluti í bíla. Ekki lá Ijóst fyrir í gær hvort um þýfi væri að
ræða eða varning fenginn í viðskiptum við bíleigendur víðs vegar
um landið. Málið er til rannsóknar hjá RLR.
Eftirlitsmaður hugsanlega send-
ur með Stakfellinu á miðin í dag
SKIPSTJÓRAR togaranna átta sem nú eru á veiðum í Smug-
unni sendu í gær skeyti til LÍÚ þar sem þeir lýstu því yfir
að þeir hefðu ákveðið að hleypa ekki starfsmönnum norsku
strandgæslunnar um borð til frekari mælinga. Að sögn Jónas-
ar Haraldssonar, skrifstofustjóra LIÚ, virðist ástæðan vera
óánægja með meintar rangtúlkanir á upplýsingum strand-
gæslunnar og með fregnir fjölmiðla um að smáfiskur sé í
afla íslensku skipanna, sem þeir telja að gefi ekki heildar-
mynd af veiðunum. Einnig er óánægja með að Halldór B.
Nellet, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem hefur verið
með norsku strandgæslunni undanfarna viku við eftirlit með
veiðunum, er nú farinn heim og hefur LÍÚ óskað eftir skýr-
ingum á því í sjávarútvegsráðuneytinu.
Þær upplýsingar fengust í sjávar-
útvegsráðuneytinu í gær að eftir-
litsmaðurinn hefði aðeins átt að
vera vikutíma við eftirlitsstörfín en
nú væri í athugun að annar eftirlits-
maður verði sendur á miðin með
Stakfellinu sem heldur af stað í
Smuguna í dag..
„Það var talið að hann væri bú-
inn að sinna því^ sem honum var
falið að gera. Ákvörðun um að
senda þarna mann var ekki tekin
af Landhelgisgæslunni út af fyrir
sig,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar.
„Það var mjög gott samstarf við
norsku strandgæsluna um þetta
alveg frá byijun og þar til hann
lauk störfum," sagði hann.
ef svo ólíklega vildi til að skip Gre-
engeace áreitti íslensk skip teldi
LÍÚ eðlilegt að Landhelgisgæslan
sendi varðskip í Smuguna þeim til
aðstoðar. Aðspurður hvort til greina
kæmi að Landhelgisgæslan vernd-
aði íslensku skipin fyrir hugsanleg-
um aðgerðum grænfriðunga sagðist
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri
ekki taka ákvörðun um slíkt.
Skv. upplýsingum frá íslensku
skipunum í Smugunni gærmorgun
höfðu þau verið að fá smáreyting
af góðum fiski og var enginn smá-
fiskur í aflanum.
Nýjar reglur um öryggi á sundstöðum í smíðum í menntamálaráðuneytinu
Ekki tókst að ná sambandi við
íslensku skipin í Smugunni í gær
en Jónas Haraldsson sagðist leggja
ríka áherslu á að eftirlitsmönnum
norsku strandgæslunnar yrði leyft
að mæla afla þegar þeim sýndist
og sagðist ekki geta tekið undir það
sjónarmið að Norðmenn væru að
gera íslensku skipstjórunum vilj-
andi óleik með framgöngu sinni á
svæðinu. Kvaðst hann beina þeim
tilmælum til skipanna að leyfa
strandgæslunni að skoða afla þegar
þeir óskuðu eftir.
Jónas kvaðst ekki hafa áhyggjur
af yfírlýsingum grænfriðunga um
truflun á veiðum íslensku skipanna.
Þær væru partur af áróðursstríði
Greenpeace, en þau samtök væru
að geispa golunni bæði fjárhagslega
og félagslega og væru að leita sér
að einhverri hugsjón til að beijast
fyrir í örvæntingu sinni.
Varðskip í Smuguna?
Jónas Haraldsson sagði í gær að
Hæfniskröfur hertar og
úttektarmál skilgreind
Sjómenn í N-Noregi
styðja Grænfriðunga
Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
SJÓMENN í Norður-Noregi hafa lýst yfir fullum stuðningi við hugsan-
legar aðgerðir Greenpeace gegn íslenskum togurum í Smugunni. „Ef
þeim er alvara þá fagna ég því. Ég held að grænfriðungar séu í þann
mund að afla sér fjölda vina í norðurhluta Noregs,“ sagði Káre Lud-
vigsen, formaður Troms Fiskarfylking um hótanir grænfriðunga.
SjoIIe Nielsen, sem stjórnar aðgerð-
unum um borð í Solo, skipi Grænfrið-
unga, segist ekki útiloka aðgerðir
gegn íslensku togurunum, en segir
Solo fyrst og fremst ætla að „fylgjast
með“ því sem er gerast í Smugunni.
„Það er okkar skoðun að landhelg-
isgæslan eigi að skera á veiðarfæri
þeirra togara, sem eru að veiðum í
Smugunni. Við munum hins vegar
reyna að fá menn til að hætta veiðum
með rökum," segir hann í samtaii við
norska blaðið Aftenposten.
íslensku sjómennimir virðast vera
vantrúaðir á að norskir starfsbræður
þeirra, séu gengnir erkióvininum Gre-
enpeace á hönd. „Ef þetta reynist
rétt þá hafa [norsku] sjómennimir
DRÖG að nýjum reglum um öryggi á sundstöðum og
kennslulaugum hafa verið sett saman. Að sögn Reynis
Karlssonar, íþróttafulltrúa ríkisins, er vinna við reglurnar
langt komin og gætu þær Iegið fyrir í endanlegri mynd á
næstu vikum. Drögunum hefur þó þegar verið dreift á alla
sundstaði landsins og að sögn Reynis starfa margir þeirra
eftir þeim nú þegar. Reglurnar eru byggðar á núgildandi
reglum en kröfur sem gerðar eru til starfsfólks um sund-
kúnnáttu og þjálfun í lífgunaraðgerðum verða hertar auk
þess sem stefnt er að því að eyða öllum vafa um hverjir
eigi að taka út sundstaði með tilliti til öryggis.
Starfshópur hefur unnið að nýju
reglunum í u.þ.b. eitt ár. í honum
eiga sæti fulltrúar íþrótta- og
æskulýðsdeildar menntamálaráðu-
neytisins, Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Hollustuvemdar
ríkisins, Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins, Vinnueftir-
lits ríkisins og Slysavamafélags
íslands en allir þessir aðilar hafa
með einhveija þætti öryggis á
sundstöðum að gera. Stefnt er að
því að einu sinni á ári verði farið
yfir öll öryggisatriði í hverri laug
auk þess sem starfsfólk lauganna
fari í próf þar sem það sýni fram
á að það geti bæði synt og kafað
og kunni einföldustu atriði í lífgun
úr dauðadái. í reglunum er ná-
kvæmlega gerð grein fyrir hveijar
kröfurnar, sem gerðar eru til
starfsfólks, eru.
Grá svæði erfið
„Eftir að nýju reglumar taka
gildi verður alveg Ijóst hvaða ör-
yggisatriði heyra undir hvern að-
ila,“ sagði Jens Andrésson, tækni-
fulltrúi hjá Vinnueftirliti ríksisins.
„Núna gera ýmis grá svæði okkur
erfitt fýrir. Þá verður líka ákveðið
gleymt atburðum undanfarinna ára.
Það hafa margir norskir hvalveiði-
menn liðið fyrir aðgerðir Greenpe-
ace,“ segir útgerðarmaðurinn Krist-
inn Vilhelmsson í samtali við Norsk
Telegrambyrá.
Á aðalfundi Troms Fiskarfylking,
sem haidinn var um helgina, var
„ólöglegum sjóræningjaveiðum" Ís-
lendinga í Smugunni harðlega mót-
mælt. Eínnig var gagnrýnt að íslensk-
um eftirlitsmanni hefði verið leyft að
kanna afla íslensku togaranna. „Þetta
er enn eitt dæmið um eftirgjöf af
hálfu norskra yfírvalda, að láta önnur
ríki yfírfara störf norsku landhelgis-
gæslunnar," hefur NTB eftir sjó-
mönnunum í Troms.
hver verður samræmingaraðili
með þessum úttektarmálum, hvort
það verða sveitarstjórnir í viðkom-
andi sveitarfélögum, heilbrigði-
seftirlit eða byggingarfulltrúi,“
sagði Jens. „Hvað vatnsrenni-
brautir varðar þá starfar Vinnueft-
irlitið eftir þýddum þýskum stöðl-
um sem voru gefnir út af mennta-
málaráðuneytinu 1991 og þar er
fyrst og fremst gætt að öryggi
þeirra sem notar brautirnar. Ut-
tektir þessar hafa verið gerðar
vegna tilmæla en tengjast í raun
ekki lögum um öryggi, aðbúnað
og hollustu á vinnustöðum. Sam-
kvæmt þeim eigum við að gera
úttektir á vinnustaðnum og þeirri
aðstöðu sem tengist hinum laun-
aða starfsmanni. Byggingafulltrúi
á að sjá um að úttekt á mannvirk-
inu fari fram og sveitarfélögin
bera ábyrgð á öryggi t.d. barna í
skólasundi.
Sameiginleg lausn
Á sundstöðum fer fram almennt
sund, skólasund og þar æfa
íþróttafélögin. Þar eru á ferðinni
þrír hópar sem ekki hafa skírskot-
un í lögin sem við störfum eftir
nema kannski kennarinn, sem er
launaður. Við störfum eftir okkar
lögum og reynum að teygja þau
eins mikið og við getum í þágu
almannaheilla. Það þarf að fínna
sameiginlega lausn á þessum út-
tektarmálum svo menn séu ekki í
einhveiju fölsku öryggi,“ sagði
Jens.
Slys varð við útsogsop fyrir
vatnsrennibraut í Sundlaug Kópa-
vogs sl. föstudag, eins og frá hef-
ur verið greint í blaðinu. Ellefu
ára gamall drengur kafaði niður
að opinu, festist og náðist ekki
upp úr lauginni fyrr en slökkt
hafði verið á dælu sem dælir vatni
upp í vatnsrennibrautina. Sama
dag birtist í Morgunblaðinu bréf
frá Þorsteini Einarssyni, fyrrver-
andi íþróttafulltrúa ríkisins, þar
sem hann bendir á hættuna sem
getur fylgt slíkum opum.
Eftir að slysið varð var renni-
brautinni lokað og strax á laugar-
dag voru breytingar á búnaði við
dæluopið gerðar en drengurinn
komst að opinu vegna þess að
öryggisgrind hafði verið spennt
frá. Að sögn Guðmundar Harðar-
sonar, forstöðumanns sundlaugar-
innar hefur verið sett stálplata
með smáum götum í stað grindar-
innar og hún beygð eins og tröpp-
ur sem hún liggur upp að. Hijúf
ræma verður síðan sett á plötuna
til að gera hana stamari. Þegar
hefur verið gefið leyfi til að nota
rennibrautina en hún verður ekki
opnuð fyrr en ræman verður kom-
in á sinn stað.
Að sögn Guðmundar hefur verið
farið eftir nýju reglnadrögunum
síðan í vor í Sundlaug Kópavogs
og starfsfólk hennar þegar farið í
eitt sundpróf. Allt sumarafleys-
ingafólk var prófað og nýtt sund-
próf verið auglýst núna í október.
Starfsfólkið hefur farið á nám-
skeið í lífgunaraðgerðum og þar
að auki fengið fólk frá samtökum
flogaveikra, LAUF, til að kenna
því hvernig bregðast ætti við ef
flogaveikisjúklingur fengi floga-
veikikast í sundi.