Morgunblaðið - 28.09.1993, Síða 47

Morgunblaðið - 28.09.1993, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 47 Bogomil og milljónamæringarnir Hlýlegra, einlægara og hlaðnara gleði „Við óskum þess aðeins heitt og innilega að með okkur verði bandið i senn hlýlegra, einlægara og hlaðnara gleði,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýrsson, nýr Bogomil Font, um breytta skipan hljóð- færaleikara í gleðibandi Bogomils og miHjónamæringanna á æfingu í gær, en sveitin er að hefja spilamennsku að nýju eftir nokkurt hlé.. Nýir meðlimir sveitarinnar, aðrir en Páll Oskar sem kemur í stað Sigtryggs Baldurssonar söngvara og trommuleikara, eru þeir Jón Björgvinsson (slagverk) og Birgir Bragason (kontrabassi) en fyrir voru þeir Ástvaldur Traustason (pianó), Sigurður Jónsson (saxafónn) og Steingrímur Guðmundsson (trommur). Hljómsveitin verður á Ommu Lú öll föstudagskvöld í vetur, frá og með 1. október. Þrátt fyrir þessar miklu manna- breytingar eru sexmenningarnir hvergi bangnir og Páll Óskar seg- ist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að taka við hlutverki fyrri Bog- omils. „Mér finnst alls ekkert erf- itt að koma á eftir honum enda er ekki eins og ég gangi beint inn í hlutverkið. Við erum ólíkir og höfum ólíkar áherslur á sviði. Ég kappkosta t.a.m. að ná til áhorf- endanna og mynda við þá persónu- legt samband en Sigtryggur þurfti náttúrulega tíma fyrir trommurnar sínar,“ segir galvaskur Bogomil sem milljónamæringamir vilja ekki meina að stýri sveitinni þrátt fyrir nafn hennar. „Segðu bara að við séum sex frekjur,“ fallast þeir á sem svar við þeirri spurningi hvort rætt sé við höfuðlausan her. Höfðar til allra Sexmenningarnir eru á einu máli um að tónlist þeirra höfði til allra aldurshópa. „Við erum með suðræna sveiflu, gleði- og danstón- list, og reynslan hefur sýnt að þörfin fyrir slíka tónlist er mikil. Aðdáendur okkar eru jafnt eldra mektarfólk sem unglingar og menntaskólanemar svo dæmi séu nefnd en við höldum einmitt áfram að leika á menntaskólaböllum í vetur eins og í fyrra,“ segir Stein- grímur Guðmundsson og hinir bæta við að ekki megi gleyma því að Bogomil verði fastur gestur á Ömmu Lú á föstudagskvöldum í vetur. Þar megi ganga að honum og milljónamæringunum vísum og verði m.a. efnt til útsláttarkeppni í limbódanslistinni gestum til skemmtunar. Verðlaun verði að sjálfsögðu vegleg. Sveiflan verður síðan tekin út um borg og bý á laugardagskvöld- um en óhætt er að segja að nóg verður að gera því margar pant- anir liggja fyrir fram að áramótum. Sex frekjur Morgunblaðið/Sverrir BOGOMIL og milljónamæringarnir eru sammála um að þeir séu sex frekjur: (f.v.) Jón Björgvinsson, Ástvaldur Traustason, Páll Oskar Iljálmtýsson, Sigurður Jónsson, Birgir Bragason og Stein- grímur Guðmundsson. Kvartett Christians Vuust. Daiiskiu* jasskvartett í Norræna húsinu KVARTETT danska saxófónleikarans Christians Vuusts heldur tón- leika i Norræna húsinu í kvöld. Kvartettinn skipa auk Christians ungir jasstónlistarmenn frá Danmörku og Sviþjóð og hafa vakið mikla athygli fyrir leik sinn. Kvartett Christians Vuusts, Christian Vuust’s Nordic Quartet, leikur frumsamda jasstónlist, en Christian Vuust, leiðtogi kvartetts- ins, leikur á tenórsaxófón, Claus Gade leikur á trommur, Tobias Sjö- gren á gítar og Johannes Lundberg á bassa. Christian hefur víða komið við á tónlistarferli sínum þó ungur sé, stundaði meðal annars nám við Berklee í Boston, og dvaldi um hríð í Ghana að kynna sér þarlenda tón- list og rytma. Kvarettinn, sem er tveggja ára gamall, hefur leikið víða og meðal annars um nánast öll Norðurlönd, í Lettlandi og á Spáni. Auk tónleik- anna hér leikur Kvartett Christians Vuusts fyrir nemendur Menntaskól- ans við Sund og í Tónlistarskóla FÍH. Á föstudag heldur kvartettinn svo tónleika á Akureyri. Tónleikamir í Norræna húsinu hefjast kl. 20.30. Norræni menning- arsjóðurinn styrkti ferð kvartettsins hingað. Úrslitaskákin ÞAU mistök urðu við birtingu skákþáttar s.l. laugardag að stöðumynd féll niður og því voru skýringar við skák Jóns G. Við- arssonar og Þrastar Þórhalls- sonar merkingarlausar. Sá kafli skákþáttarins verður því endur- birtur: Þegar skák Tómasar og Helga Ól. lauk, þá var eftirfarandi staða komin upp í skák Jóns Garðars Viðarssonar og Þrastar Þórhalls- sonar. Þröstur varð að vinna til þess að ná Helga, og umhugsunar- tíminn að verða naumur. Fram- haldið varð: 22. - Re5, 23. Ddl - Rg6, 24. hxg5 - hxg5, 25. Dh5 - Bf6, 26. e5!? - (Jón Garðar vill ekki bíða aðgerða- laus eftir - Kg7 og - Hh8 o.s.frv.) 26. - Rxe5, 27. Bh7+ - Kg7, 28. Re4 - Bxe4, 29. Bxe4 - Hh8, 30. De2 - Hac8 (Keppendur áttu aðeins eftir um 1-2 mínútur hvor til þess að ná 40 leikja markinu, þegar hér var komið.) 31. c5!? - bxcð, 32. bxc5 - Hh6, 33. f4 - (Ekki gengur 33. cxd6?? - Dxcl og svartur vinnur.) 33. - Rg6, 34. fxg5 - Bxg5, 35. Bxd6 - Dd8 (35. - Da5 hefði verið virkari og betri leikur.) 36. Hcdl - Dh8, 37. Bxg6 - Frásögri og virðing ílslend- ingasögum FÉLAG íslenskra fræða heldur fund með Preben Meulengracht Sorensen í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, þriðjudagskvöld 28. sept- ember, kl. 20.30. Þar mun Preben segja frá doktors- riti sínu sem hann varði í Arósum í sumar, Fortælling og ære. Studier i islændingesagaerne. Preben hefur starfað við háskólann í Árósum en var nýlega skipaður prófessor í ís- lenskum bókmenntum við Óslóarhá- skóla. Hann dvelur nú hér á landi í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands. í bók Prebens lýsir hann Islend- ingasögum út frá hugtökunum frá- sögn og virðing. Hann greinir frá- sagnarform þeirra sem tengist þeim sjálfskilningi sagnanna að þær séu sannar frásagnir og baksvið með því að skoða siðfræði og form í ljósi sögulegra umskipta á 13. öld. Þá sýnir hann samhengið milli samfé- lags sagnanna og virðingarhugtaks- ins. Greining hans á baksviðinu þjón- ar því hlutverki að varpa ljósi á siálfy textana í stað þess að nota textana til að varpa ljósi á samfélagið eins og tíðkast hefur í rannsóknum mann- fræðinga, segir í frétt frá Félagi ís- lenskrá fræða. Fundurinn er öllum opinn. Hhl+, 38. Kf2 - Bh4+, 39. Kf3 - Bxel? (Nauðsynlegt var að leika 39. - Hxel.) 40. De5+? - (Hvítur hefði náð unnu tafli með 40. Bxe5+ - f6, 41. Hd7+ - Kxg6, 42. Dc2+ - f5, 43. Bxh8 o.s.frv.) 40. - f6 (Tímamörkunum var náð, en kepp- endur höfðu fyrir löngu misst tölu á leikjunum, og þess vegna var teflt áfram með leifturhraða.) 41. Dxe6 - Kxg6, 42. Dg4+ - Kf7, 43. Dd7+ - Kg6, 44. Dg4+ - Kh7, 45. Df5+ - Kg7, 46. Dg4+ - Kf7, 47. Dd7+ - Kg8??, 48. De6+ - Kg7, 49. Dg4+ - Kh7, 50. Df5+ - Kg7 (í þessari stöðu féll klukka Jóns Garðars og þá loksins hættu kepp- endur hraðskákinni. Þráskák og jafntefli verður ekki umflúið.) 51. Dg4+ - Kf7, 52. Dd7+ - Kg6, 53. Dg4+ - Kf7, 54. Dd7+ og keppendur sömdu um jafntefli, og þar með var Helgi Ólafsson orðinn Skákmeistari íslands 1993. Sannarlega æsileg lok á skemmti- legu íslandsmóti. ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Síðan um miðja síðustu viku hefur innbrotum fjölgað eftir til- tölulega „eðlilegt" ástand undan- farið. Um helgina eru bókfærð 22 innbrot og 9 þjófnaðir. Af þessum innbrotum var 14 sinnum brotist inní bifreiðir og 7 sinnum var stol- ið úr ólæstum bifreiðum. Auk þess voru einhveijar skemmdir unnar á 8 ökutækjum. Lögreglan hafði sér- stakt eftirlit um helgina vegna þessa og svo mun verða áfram. Þá er og nauðsynlegt að fólk sem verð- ur vart við torkennilega hegðun manna við aðstæður sem þessar að tilkynni það lögreglunni þegar í stað. Mörg umferðarslys urðu um helgina eða 7 talsins. Jafnframt voru tilkynnt 22 önnur umferðaró- höpp. í einu þeirra tilvika er grun- ur um að ökumaður hafi verið und- ir áhrifum áfengis. Auk þess þurfti lögreglan að hafa afskipti af 14 ökumönnum öðrum, sem grunaðir eru um ölvunarakstur. Um miðjan dag á föstudag varð árekstur með bifreið og bifhjóli á Háaleitisbraut. Flytja þurfti öku- mann bifhjólsins á slysadeild með sjúkrabifreið. Um kvöldmatarleytið varð kona á reiðhjóli fyrir bifreið á Grensás- vegi við Fellsmúla. Meiðsli hennar reyndust minniháttar. Skömmu eftir miðnætti á föstu- dag var bifreið ekið út af Suður- landsvegi við Geitháls. Bifreiðin (henni var ekið til austurs) rann til á hálku er myndast hafði á veg- inum. Annar tveggja sem var í bif- reiðinni meiddist lítilsháttar á hendi. Fjarlægja þurfti bifreiðina af vettvangi með kranabifreið. Síðdegis á laugardag varð all- harður árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Ökumennirnir voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka og fjarlægja þurfti báðar bifreiðimar af vettvangi með kranabifreið. Á sunnudagskvöld lentu saman tvær bifreiðir á gatnamótum Skóg- arsels og Breiðholtsbrautar. Flytja þurfi ökumenn og tvo farþegar úr annarri bifreiðinni á slysadeildina og báðar bifreiðimar reyndust óökufærar eftir áreksturinn. Aðfaranótt mánudags þurfti að flytja ökumann og farþega á slysa- deildina eftir árekstur tveggja bif- reiða á gatnamótum Rauðarárstígs og Flókagötu. - Á sunnudagsmorgun varð gang- andi vegfarandi fyrir bifreið í Póst- hússtræti við Hafnarstræti. Meiðsli hans reyndust minniháttar. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar er hætta á ísingu eða hálku að kvöld- og næturlagi næstu daga og eru ökumenn vinsamlega beðnir um að hafa það í huga áður en lagt er af stað. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um lausan eld í númers- lausri bifreið í austurborginni. Slökkviliðið slökkti eldinn, en telja má bifreiðina ónýta. Um nóttina var tilkynnt að mað- ur hefði veist að öðrum á veitinga- staðnum Gullinu. Maður sem hafði verið að skemmta sér lenti í útistöð- um við mann þar innan dyra með þeim afleiðingum að vera sleginn í andlitið. Talið er að maðurinn hafi nefbrotnað við höggið. Þá kom til slagsmála þriggja manna á veitingastaðnum Hressó. Þar tók maður sig til og lamdi tvo aðra þannig að flytja þurfti þá á slysadeild með áverka á andliti. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvar- legs eðlis. Árásaraðilinn var hand- tekinn og fékk að gista fangageysl- urnar. Aðfaranótt sunnudags slógust tveir menn á veitingastaðnum Hót- el ísland, en meiðsli urðu minni- háttar. Síðar um nóttina þurfti að flytja mann á slysadeild og annan í fangageymslu eftir slagsmál í Grófinni. Undir morgun varð að fylgja tveimur með höfuðáverka á slysadeild eftir slagsmál í miðborg- inni. Á sunnudagsmorgun stöðvaði lögreglan bifreið er tilkynnt hafði verið stolin. í bifreiðinni voru fjög- ur ungmenni. Þau voru handtekin og vistuð í fangageymslunum. Talið er að um 2.500 manns hafi verið í miðborginni aðfaranótt laugardags. Töluverð ölvun var meðal fólks, en ekki er hægt að segja að teljandi vandræði hafi skapast vegna þess. Þó reyndist nauðsynlegt að handtaka nokkra þeirra er verst létu. Ástandið í miðborginni aðfaranótt sunnudags reyndist litlu skárra. 38. leikvika ,25 - 26. sept 1993 38. leikvika ,25 - 26. scpt 1993 Nr. Leikur:______________Röðin: 1. Brage - AIK I - - 2. Dcgerfors - Göteborg - - 2^ 3. Norrköping - Halmstad 1 - - 4. Frölunda - Örebro 1 - - 5. Öster - Trelleborg 1 - - 6. Blackbum - Sheff. Wed. - X - 7. Chelsea - Liverpool 1 - - 8. Coventry - Leeds - - 2 9. Everton - Norwich - - 2 10. Ipswich - Tottenham - X - 11. Newcastle - West Ham 1 - - 12. Oldham - Aston VUIa - X - 13. Sheff.Utd.-Man.aty - - 2* 13. Sheff. Utd. - Man. City - - 2g Heildarvinningsupphæðin: 90 milljón krónur 13 réttir: 3.452.740 kr. 12 réttir: 44.230 kr. 11 réttir: 3.030 kr. 10 réttir: 790 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.