Morgunblaðið - 13.01.1994, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
Minning
Hinrik Guðmunds
son skipsljóri
Fæddur 27. febrúar 1897
Dáinn 30. desember 1993
Föðurland vort hálft er hafið,
helgað þúsund feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti
þar mun verða stríðið háð.
Yfir lop og banabylgju
bjarmi skín af Drottins náð.
Föðurland vort hálft er hafið,
hetjulífi og dauða skráð.
(J. Magnússon)
Löng æviferð aldins skipstjóra
er á enda. Jarðarför Hinriks Guð-
mundssonar fór fram frá Kapellu
ísafjarðar hinn 8. janúar síðastlið-
inn. Athöfnin var fjölmenn og virðu-
leg. Hinrik dó á^sínu 97. aldursári,
feginn hvíld og friði- hjá Guði eftir
strangan, starfsaman og langan
ævidag, farinn að kröftum. Fráfall
góðs vinar og samferðamanns yfir
rúma hálfa öld veidur söknuði í
hjarta mínu, en börnin fæðast og
gamalt fólk deyr. Það er eðlilegt
og gangur lífsins. í þessu tilfelli
farsæll endir á athafnasamri ævi
og góðu og farsælu mannlífi. Á
slíkri stundu eru öllum efstar í huga
þakkir fyrir góðar og bjartar minn-
ingar, virðing og þökk fyrir allar
samverustundirnar.
Hinrik var fæddur á ísafirði hinn
27. febrúar 1897. Hann var yngstur
þriggja barna hjónanna Þórunnar
Eiríksdóttur og Guðmundar Jens-
sonar. Eldri bróðir Hinriks, Eiríkur,
var sjómaður og skipstjóri á vél-
bátnum Leifi heppna sem var í eigu
Magnúsar Thorberg útgerðar-
manns á ísafírði. Hann fórst með
skipi sínu og áhöfn hinn 14. desem-
ber 1924 í ofsavetrarveðri, frost-
hörku og hríðarbyl. í þeim stormi
fórst einnig mb. Njörður, bátur frá
sama útgerðarmanni með allri
áhöfn. Skipstjóri þar var Jónatan
Björnsson, móðurbróðir minn. Þá
voru döpur jól á ísafirði og mikil
sorg kveðin að litlu bæjarfélagi.
Sigríður systir Hinriks tók þá í
fóstur næstyngsta barn Eiríks bróð-
ur síns, Sigríði litlu nöfnu sína, en
hún dó 12 ára gömul á Sjúkrahúsi
ísafjarðar. Ekkja Eiríks, Marsibil
hafði hjá sér hin börnin, Þórunni
og Eirík litla. Hún giftist síðar til
Flateyrar.
ísafjörður átti við upphaf þessar-
ar aldar marga dugmikla og fram-
sýna athafna- og bjartsýnismenn
og var vaxandi bær. I athafnalífinu
var að sjálfsögðu stærsti vaxtar-
broddurinn í sjávarútvegi. Mótor-
bátar af ýmsum stærðum voru að
halda innreið sína, og ýmsar aðrar
breytingar í atvinnuháttum og
tækni voru á næsta leiti. Þá sannað-
ist á ísafirði sá sannleikur, að mik-
ill er máttur hins jákvæða hugar
og góðs vilja, með trú á markmið
sín og framtíð, ef gert það, sem
gera þarf, af áhuga, einlægni og
fremstu getu og láta svo Guði eftir
árangurinn og ávöxtunina.
Ungir menn horfðu þá björtum
augum til framtíðarinnar, þó lífið
væri ekki margþættara en bátar,
veiðarfæri og fiskur. Afkoma
manna byggist enn á aflabrögðum
og átökum dugmikilla sjómanna,
vélarafli, stærð skipanna, tækni-
búnaði og markaði.
Sumarið eftir fermingu fór Hin-
rik til sjós hjá bróður sínum Eiríki.
Þrátt fyrir fráfall bróðurins síðar
og skipstapanna veturinn 1924 ger-
ir Hinrik samt sjómennskuna að
lífsstarfi sínu. Hugur hans var alla
tíð síðan bundinn hafinu, bátunum
og því hvemig fiskaðist, afli verkað-
ist og seldist.
Þegar litið er yfir æviferil Hinriks
Guðmundssonar verður ekki annað
sagt en að hann hafi verið farsæll,
gætinn og giftusamur skipstjórnar-
maður sem ávallt kom skipi sínu
og áhöfn í höfn. Forsjónin hélt hlífi-
skildi yfir honum alla tíð. Hann lenti
aldrei í sjávarnauð eða slysum á
skipum né mönnum og náði ávallt
heilu og höldnu í höfn. Slíkt er
mikil blessun í áhættusömu, löngu
og erfiðu sjómannslífi. Þar vil ég
ekki vanmeta hjálp og vernd Guðs
á stórviðrasamasta svæði norður-
hjara. Hinrik fékk sín skipstjórnar-
réttindi árið 1920, en þar áður hafði
hann verið til sjós í áratug. Þá var
hann með báta fyrir vestan og á
togurum fyrir sunnan. Hann var
mikill netamaður og talinn góður
og harðduglegur sjómaður. Þjóðhá-
tíðarárið 1930 fór hann utan til
Svíþjóðar að sækja vélbátinn Auð-
björn ÍS 17 fyrir Samvinnufélag
Isfirðinga sem hann síðan var með
sem skipstjóri allt til ársins 1944.
Þegar Samvinnubátarnir voru
keyptir var efnahagskreppa í öllum
hinum vestræna heimi. Þó það væru
erfiðir tímar misstu menn á ísafirði
ekki kjarkinn, heldur stofnuðu
Samvinnufélag um útgerð af mikl-
um stórhug. Hinrik var einn af
stofnendunum. Útgerðarfélagið
keypti til landsins sjö 40 tonna vél-
báta á þessum árum og þóttu bát-
arnir bera af fyrir formfegurð og
snyrtimennsku. Af þessu framtaki
má segja að hafi hlotist bylting í
atvinnulífi bæjarins og breyting á
öllum viðhorfum manna og upp-
hófst blómaskeið í atvinnumálum.
Þarna var fremstur í flokki Finnur
Jónsson alþingismaður. Á bátana
völdust ágætis sjósóknarar og skip-
stjórar. Stundaðar voru útilegur
undir jökli eftir áramót og fiskað í
salt. Á sumrum var síldin veidd og
saltað á plani Samvinnufélagsins á
Siglufirði. Á vorin og haustin-.var
róið frá ísafirði. Þetta mikla blóma-
skeið í atvinnu og afkomu fólks og
uppbyggingu Ísaíjarðar er tími sem
maður minnist með gleði og lítur
með aðdáun til þeirrar kynslóðar
sem þarna var að verki. Hinrik
Guðmundsson var einn af þeim. Það
var dugur, kjarkur, þrek og framtak
í þessum mönnum.
Ég var háseti hjá Hinrik á síld-
veiðum á Auðbirni í fjögur sumur
og þekkti því vel bæði lagni hans
við veiðar, útsjónarsemi, hagsýni
og stjórnsemi. Áðgætni hans gagn-
vart veiðarfærum, skipi og mann-
skap byggðist á árvekni, ákveðnum
vilja og dugnaði.
Hinrik var einnig mikill gæfu-
maður í einkalífi sínu. Lífsförunaut
sinn fann hann í Bolungarvík, tví-
tuga yndislega stúlku Elísabetu
Háldánardóttur, fædda að Hesti í
Seyðisfirði vestra. Hún var dóttir
Hálfdánar bónda Einarssonar þar
og konu hans Daðeyjar Daðadóttir.
Þau hjón voru þá nýflutt til Bolung-
arvíkur. Þau Hinrik og Elísabet
gengu í hjónaband árið 1930 og
stofnuðu myndarheimili í Sund-
stræti 31 á ísafirði. Elísabet var
dugleg kona og myndarleg til allra
verka, hlý, nærgætin og mikil hús-
móðir. Heimili þeirra var ávallt opið
öllum skyldmönnum og sýndu þau
mikla gestrisni. Þau Hinrik eignuð-
ust Ijóra mannvænlega syni senv
allir komust á legg. Þórir skipstjóri
er þeirra elstur, kvæntur Árý Hin-
riksson, indverskri konu. Hann
gerði sjómennsku að sínu ævistarfi
og starfaði um tíma á vegum Sam-
einuðu þjóðanna á Ceylon. Næstur
er Daði sem er vélstjóri, kvæntur
Berthu Guðmundsdóttur, ættaðri
úr Grundarfirði. Þriðji bróðirinn er
Arnar Geir lögfræðingur. Yngstur
var Siguijón sem gerðist sjómaður.
Hann lést fyrir nokkrum árum. Auk
þess að ala upp fjóra syni, ólu þau
hjónin upp Kristínu dóttur Þóris og
er hún gift Vincent Newman og eru
þau búsett á Akureyri. Eftirlifandi
synir Hinriks og Elísabetar eru all-
ir búsettir á ísafirði.
Eftir að drengirnir fóru að stálp-
ast, vann Elísabet á sumrin við síld-
arsöltun á plani Samvinnufélagsins
á Siglufirði til að vera nær manni
sínum og_ drýgja tekjur fyrir stórt
heimili. Árið 1947 hætti Hinrik
skipstjórn hjá Samvinnufélaginu og
stofnaði netaverkstæði þar sem
hann vann fyrir Togaraútgerðarfé-
lagið ísfirðing sem verkstjóri og
verkstæðisformaður allt fram á sjö-
unda áratuginn að félagið var gert
upp. Nú mætti halda að Hinrik
hefði farið að taka lífinu með ró
og hvílast eftir langan og strangan
dag, en því fór nú fjarri Tæplega
sjötugur tekur hann bílpróf og ger-
ist fiskmatsmaður. Því starfi sinnti
hann allt fram á níræðisaldur, en
þá var honum farin að daprast sjón.
,Hann var sannarlega aðdáunar-
verður maður sem gat og kunni að
bjarga sér og sínum og leysti öll
störf sín af hendi með samvisku-
semi, vandvirkni og dugnaði þótt
skólagangan væri ekki löng né próf-
in mörg. Hann var gerður heiðurs-
félagi Sjómannafélagsins Bylgjunn-
ar fyrir störf sín til sjós og lands í
þágu sjómanna og félagsmála.
Hann naut þess að gleðjast og
skemmta sér í góðra vina hópi, var
félagshyggjumaður og fylgdist vel
með í þjóðmálum. Hann var heilsu-
hraustur alla tíð en um nírætt tók
ellin að sækja á hann. Þau Elísabet
fluttust á Elliheimilið Hlíf á ísafirði
árið 1987. Þar hlutu þau góða að-
hlynningu og umönnun. Þar naut
Hinrik einnig góðs félagsskapar
fermingarbróður síns Ingimars
Finnbjörnssonar. Þar gátu þeir
gömlu skipstjórarnir rabbað saman
um hina gömlu góðu daga liðinnar
ævi.
Löng ferð er nú á enda. Hinrik
Guðmundsson hefur hlotið hvíldina
og friðinn hjá Guði. Hann andaðist
hinn 30. desember síðastliðinn. Guð
hefur blessað þennan mann og
varðveitt á löngum, viðburðaríkum
og giftusömum æviferli með mörg-
um vinum og afkomendum. Ég veit
að hann lætur Hinrik einnig sjá og
njóta hjálpræðis síns, náðar og
blessunar að loknu þessu lífi.
Drottin gefi dánum ró og breiði
blessun sína yfir blóma lífsins og
þögla gröf og líkni þeim er lifa.
Öllum aðstandendum, börnum,
barnabörnum, vinum og samstarfs-
mönnum Hinriks Guðmundssonar
sendi ég mínar einlægustu samúð-
arkveðjur.
Björn Ólafsson.
Hinn 30. desember sl. lést á Hlíf,
íbúðum aldraðra á ísafirði, Hinrik
Guðmundsson skipstjóri á 97. ald-
ursári.
Hann var borinn og barnfæddur
ísfirðingur sonur Guðmundar Jens-
sonar skósmiðs og Þórunnar Eiríks-
dóttur er fædd var í Valþjófsdal í
Önundarfirði.
t
Móðir mín,
ANNA ÓLAFÍA ÁRNADÓTTIR,
Bergþórugötu 45b,
andaðist í Landspítalanum 11. janúar.
Grétar Aðalsteinsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
áður Túngötu 9,
Keflavík,
lést á dvalarheimilinu Garðvangi, Garði, 11. janúar.
Gunnar Páll Guðjónsson, Þórdis Þorbergsdóttir,
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Guðjón Þórarinsson,
Inga Áróra Guðjónsdóttir, Vignir Erlendsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður og faðir
GEIRJÓNSSON,
lést 10. janúar.
Elma Hrund Kristjánsdóttir,
Kristjári og Elfna Hrund Geirsbörn.
Jón L. Geirsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGNÝ ÓLADÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 14. janúar
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða,
Akranesi.
Hóimfriður Geirdal, Þorsteinn Marelsson,
Ingólfur Geirdal, Guðrún Guðlaugsdóttir,
Hulda Reykjalín, Þorlákur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Frændi minn)
ÞÓRIR HRAFN PÁLSSON
frá Árkvörn,
Fljótshlíð,
lést í Landspítalanum mánudaginn 10. janúar, útförin fer fram frá
Fossvogskapellu miðvikudaginn 19. janúar kl. 13.30.
Árni Guðjónsson.
t
Bróðir minn, mágur og frændi,
ÓSKAR JÓNSSON
frá Holtsmúla,
Hrafnistu, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn 15.
janúarkl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00.
Sigriður Jónsdóttir, Ingvar Loftsson,
Elias Ingvarsson, Guðný Margrét Ólafsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNA HALLDÓRSDÓTTIR
frá Saurhóli,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. janúar
kl. 10.30.
Anna Margrét Guðjónsdóttir,
Elínborg Guðjónsdóttir, Jón Ólafsson,
Guðmundur Guðjónsson, Selma Guðmundsdóttir,
Anna Guðjónsdóttir, Guðlaugur L. Guðmundsson,
Halldór Guðjónsson, Oddný Aðalsteinsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
t
Elskuleg móðir okkar,
SOFFÍA KRISTJÁNSSON,
(MARGOT SOFIE OLSEN),
dvalarheimilinu Garðvangi,
Garði,
áður Hólagötu 5, Njarðvik,
verður jarðsungin frá Innri Njarðvíkurkirkju föstudaginn 14. janúar
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnþóra Sigfúsdóttir,
Kristján Sigfússon,
Svanhild Danielsen.