Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 1
88 SIÐURB/C 58. tbl. 82. árg. FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Færeysku frystihúsin skortir físk til vinnslu Þúsund manns heim án vinnu Þórshöfn. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. AÐ minnsta kosti 1.000 starfsmenn frystihúsa í Færeyjum eru nú at- vinnulausir og um 400 sjómenn. Togararnir liggja enn bundnir við bryggju og lausn virðist ekki í sjónmáli. Landsstjórnin hefur staðfest kvótalögin og verður sú staðfesting ásamt lögunum gefin út á laugar- dag. Frystihúsin eru öll verkefnalaus eða lítil, en forstjóri Föroya Fiska- virkning, Bjarti Mohr, segir að Fiskavirkningin lifi verkfall togaraút- gerða af, en það valdi þó verulegum erfiðleikum við að standa við gerða samninga. Annars eigi hann von á línufiski af íslandsmiðum á næstu dögum og það bæti stöðuna aðeins um tíma. Bjarti Mohr segir í samtali við Krabba- meinsfár vegna reykinga London. Reuter. í BRETLANDI geisar krabbameinsfaraldur og ástæðan er fyrst og fremst reykingar. Kemur þetta fram í tveimur skýrslum, sem birtast í dag í breska læknablaðinu, The British Medical Journal, en það er einkum krabbamein í lung- um, munni og vélinda, sem er í mikilli sókn. Ef krabba- mein í þessum líffærum er undanskilið, er ekki um neina aukningu að ræða frá því, sem áður var. Breskir læknar segja, að raunar megi tala um, að • krabbameinsfaraldur hafi geis- að í Englandi og Wales síðustu 30 árin, þ.e.a.s. lungnakrabbaf- araldur, og þeir vilja, að tóbaks- auglýsingar verði bannaðar. Segja læknarnir, að barátta gegn reykingum eigi að vera forgangsverkefni í krabba- meinsvörnum og þeir benda á, að sé lungnakrabbamein und- anskilið bendi ekkert til, að dánartíðni af völdum sjúkdóms- ins hafi aukist. í skýrslunum segir, að dauðsföllum vegna magakrabbameins hafi fækkað um 40% á 35 árum. færeyska fjölmiðla, að Föroya Fiska- virkning sé ekki farin að huga að því að kaupa fisk frá öðrum löndum til vinnslu, en segir að alltaf sé fylgst með því á hvaða verði ferskur og heilfrystur fiskur fáist í Noregi. Hann segist ekki vera sammála þeirri leið, að setja kvóta á hvert skip. Hann vilji heldur að settur sé heild- arkvóti og síðan geti skipin fískað úr honum með nauðsynlegum tak- mörkunum eins og svæðalokunum. Hann segir að nauðsynlegt sé að byggja fiskistofnana upp og því sé nauðsynlegt að takmarka veiðina. Fiskverkafólk og sjómenn eru mjög uggandi um framtíðina. Sam- tök verkafólks í Færeyjum sér enga lausn framundan, en á sama tíma fjölgar atvinnulausum hratt og fé til atvinnuleysisbóta dugir ekki til. Sjá „Kvótalögin eru dauðadóm- ur“ á bls. 24. Reuter Eymd sögð ríkja í Maglaj BRESKUR fréttamaður skýrði í gær frá því að 20.000 íbúar múslimabæjarins Maglaj, sem Bosníu- Serbar sitja um, liðu miklar hörmungar. Hann er fyrstur fréttamanna að komast til bæjarins frá í júní í fyrra og sagði að á hveijum degi rigndi sprengjum Serba yfir bæinn, en myndin var tekin í fyrradag af Serbum með sprengjuvörpu skjóta að borginni. Aðföng hafa ekki borist í rúma fjóra mánuði en vist- ir sem varpað er úr lofti lina sárasta hungrið. Bíla- iest á vegum flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna hefur reynt að bijótast til bæjarins undanfarna daga en Serbar hafa jafnan snúið henni til baka. Jeltsín segir tíma átaka vera liðinn Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði á fundi með leiðtog- um þingflokka á rússneska þinginu og annarra mikilvægra samtaka og stofnana í gær að minnisblað um „félagslegan frið og einingu" í Rússlandi yrði kynnt .eftir tvær vikur. „Tími átaka er liðinn. Rússar hafa nú haldið inn á nýja braut og við verðum að ná einhvers konar samstöðu til að styrkja þetta uppbyggjandi ferli,“ sagði Jeltsín. Forsetanum er mikið í mun að binda enda á deilu sína við þingið, sem hefur lamað allt stjórnmálaiíf í landinu undanfarið ár. Hann er þó ekki enn reiðubúinn að sættast við Alexander Rútsköj, fyrrum varafor- Sprengju leitað á Heathrow BRESK og írsk yfirvöld reyna nú allt hvað þau geta að koma í veg fyrir að tilraun írska lýðveldishersins (IRA) til að sprengja í loft upp flugbraut á Heathrow-flugvelli á miðvikudag geri friðarumleitanir á Norður-írlandi að engu. Sagði Dick Spring, utanríkisráðherra írlands, að hermdarverkið sýndi fram á algert virðingarleysi fyrir mannslífum. Á myndinni leita lögreglumenn að síðustu sprengjunni við flugbrautina. Öryggisráðstafanir á Heathrow hafa verið hertar mjög í kjölfar þessa. Leggja vallaryfirvöld áherslu á að öiyggisráðstafanirnar verði ekki til þess að tefja mjög umferð um völlinn, enda myndi slíkt skapa algert öngþveiti. seta, sem sleppt var úr fangelsi í síðasta mánuði. Neitaði Jeltsín í vik- unni að eiga fund með Richard Nix- on, fyrrum Bandaríkjaforseta, þar sem hann hafði áður hitt Rútskoj. Meðal þeirra sem voru á fundinum með Jeltsín í gær voru Aleksí II patr- íarki rússnesku réttrúnaðarkirkjunn- ar, Jegor Gajdar, leiðtogi umbóta- sinna, Viktor Tjernómyrdín forsætis- ráðherra og Alexander Jakovlev, yf- irmaður rússneska ríkisútvarpsins. Ekki er ljóst hvað muni felast efn- islega í minnisblaðinu en Jeltsín lýsti því yfir nýlega að meðal þess, sem þar yrði að finna, væru leiðir til að skylda fólk til að bera ábyrgð á gjörð- um sínum. Stjórnmálaskýrendurtelja jafnvel líklegt að harðlínumenn muni styðja tillögur forsetans. Útilokar ekki friðarsamstarf Andrei Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að frið- arsamstarfið, sem Atlantshafs- bandalagið hefur boðið ríkjum fyrr- um Varsjárbandalagsins að taka þátt í, geti ekki komið í veg fyrir samstarf þessara ríkja á öllum öðr- um sviðum. Fi’iðarsamstarfið væri mikilvægur hlekkur í því að endur- sameina Evrópu en hún gæti einung- is verið lítill hluti af heildarmynd- inni. Sagði Kozyrev að vel gæti ver- ið að Rússar myndu gerast aðilar að Samstarfi í þágu friðar. Norges Fiskarlag Kvóti gefinn eftir NORGES Fiskarlag, hagsmuna- samtök í norskum sjávarútvegi, telja að gangi Noregur í Evrópu- sambandið (ESB) falli EES-samn- ingar, m.a. um kvóta ESB-landa í norskri lögsögu, niður. Því sé ekki rétt að segja að Norðmenn láti ESB eftir 2.000 tonna þorsk- kvóta, heldur 11.000 en það er sá kvóti sem ESB-lönd áttu að fá í norskri lögsögu árið 1997. í heild hefur ESB um 40.000 tonna þorskkvóta í ár í norskri lög- sögu og 11.500 tonna kvóta á vernd- arsvæðinu við Svalbarða. Þá fá önn- ur lönd en Noregur og Rússland um 88.000 tonna kvóta í Barentshafi. Af þeim fá Frakkar 3.215 tonn, Þjóð- verjar 3.500 tonn, Bretar 13.585 tonn og Spánn og Portúgal 7.250 tonn. Að sögn Jons Lauritzens, tals- manns Norges Fiskarlag, er hinn svokallaði EES-kvóti 7.300 tonn af áðurnefndum 40.000 tonnum. Þá felur EES-samningurinn í sér að sá kvóti eigi að aukast smám saman, þar til hann nær 11.000 tonnum árið 1997, vaxi þorskstofninn eins og hann hefur gert hingað til. Sjá „Við óttumst að Norðmenn hafi gefið alltof ...“ á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.