Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 2

Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Hæstiréttur dæmir mann sem tvívegis hefur orðið mannsbani Ævilöngn fang- elsi breytt í 20 ár HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmt hafði Þórð Jóhann Eyþórsson, 36 ára, til ævilangrar fangelsis- vistar, en hann varð mannsbani öðru sinni i ágúst sl., þá á reynslulausn- artíma eftir að hafa afplánað helming 14 ára fangelsisdóms, sem hann hlaut fyrir að verða manni að bana á nýársdag 1983. í Hæstarétti í gær var ævilangri fangelsisvist breytt í 20 ára fangelsi. Manndrápið var framið aðfaranótt 22. ágúst sl. í húsi við Snorrabraut í Reykjavík þar sem Þórður braut sér leið inn í íbúð, þar sem fyrrver- andi sambýliskona hans var stödd ásamt fleirum, og rak vasahníf í hjartastað á húsráðanda sem lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Þetta gerðist skömmu áður en íjögurra ára reynslutími Þórðar á óafplánuðum helmingi fyrrgreinds 14 ára fangels- isdóms rann út. í Héraðsdómi var talið við hæfi að dæma hann í ævi- lanjgt fangelsi. I dómi fjögurra af fimm hæstarétt- ardómurum frá í gær segir að ekki verði talið sannað að með Þórði Jó- hanni hafi fyrirfram búið ásetningur um að svipta manninn lífi þegar hann fór niður kjallaratröppur húss- ins og æddi inn í eldhúsið með brugð- inn hníf og lagði til mannsins. Þó hafi honum hlotið að vera Ijóst að slík atlaga mundi sennilega leiða til dauða. Því sé fallist á með Héraðs- dómi að um ásetningsmarindráp hafl verið að ræða. Þá segir að Þórður Jóhann hafi verið haldinn afbrýðisemi gagnvart manninum sem hann deyddi vegna fyrra sambands hans við fyrrverandi sambýliskonu Þórðar og hafí auk þess óttast að maðurinn héldi að henni fíkniefnum. „Þótt þessar til- fínningar afsaki ekki gerðir ákærða, varpa þær þó ljósi á hugarástand hans og verður að gera ráð fyrir því, að hann hafí unnið verkið í geðs- hræringu og óyfírvegað," segir í dómi Hæstaréttar. Þar segir einnig að við ákvörðun refsingar verði dæmt í einu lagi fyrir brot það sem nú sé dæmt með hliðsjón af sjö ára refsi- vistinni sem ólokið sé og þyki þá rétt að ákveða refsingu mannsins 20 ára fangelsi en gæsluvarðhald frá 22. ágúst komi til frádráttar. 20 ára fangavist er lengsta tíma- bundna fangelsi sem hægt er að dæma mann til að íslenskum lögum. Hæstiréttur hefur aldrei fellt þyngri refsidóm og mildar nú öðru sinni, áður í Geirfinnsmáli, dóma undirrétt- ar sem dæmt hafa ævilangt fangelsi en í ævilöngu fangelsi felst ótíma- bundin fangavist til æviloka viðkom- andi. Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niður- stöðu Héraðsdóms. . Morgunblaðið/Þorkell Með gamla laginu RAGNAR Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla íslands, nýtur hér aðstoðar EIísu Arnarsdótt- ur, 8 ára, við að draga út afmælisvinningana úr gömlu tromlunni. Afmælisvinningar Happdrættis Háskóla Islands dregnir út Fékk 30 milljónir króna í tilefni 60 ára afmælis Happ- drættis Háskólans var í gær- kvöldi dreginn út hæsti happ- drættisvinningur hérlendis, 54 milljónir og skiptist hann á tvö númer í fjórum flokkum. Sex milljónir komu á trompm- iða í B-flokki nr. 23594. Hann var seldur hjá Frímanni Frí- mannssyni í Hafnarhúsinu. Eig- andi miðans, sem ekki vildi láta nafns síns getið, fékk því 30 milljónir í sinn hlut. Einfaldir sex milljóna króna vinningar komu á miða nr. 23594E, 39042F, 39042G og 39042H. Sjá vinningaskrá bls. 22. Ákvæði í gjaldskrá firrir Póst og síma ábyrgð vegna mistaka Umboðsmaður segir laga- stoð skorta fyrir ákvæðinu UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að lagastoð skorti fyrir ákvæði í gjaldskrá Pósts og sima, þar sem kveðið er á um að stofnunin taki ekki á sig ábyrgð á afleiðingum þess, ef mistök kunni að eiga sér stað við afgreiðslu simskeyta eða samtala. Hann beinir þeim tilmæl- um til Pósts og síma og samgönguráðuneytisins, að endurskoðuð verði sú ákvörðun að synja manni um bætur, en síma hans var lok- að vegna mistaka. Póstur og sími lokuðu símanúmeri mannsins, í stað skuldugs viðskipta- vinar. Vegna þessa missti maðurinn úr vinnu þar sem ekki náðist í hann og vildi bætur fyrir. P&S sagði að í gjaldskrá og reglum fyrir símaþjón- ustu væru ákvæði um ábyrgðarund- anþágu, m.a. væri kveðið á um að stofnunin tæki ekki á sig ábyrgð á afleiðingum þess, ef mistök ættu sér stað við afgreiðslu símskeyta eða símtala og ákvæðið tæki til þess er samband væri rofíð fyrir mistök. Símnotandinn skaut synjuninni til samgönguráðuneytisins, sem var sammála P&S. Umboðsmaður Al- þingis fór fram á skýringar frá ráðu- neytinu. í svari þess var vísað til bréfs lögmanns P&S, þar sem segir m.a. að ákvæðið sé sjálfstæð ábyrgð- arleysisyfirlýsing. Þá segir, að við pöntun á talsíma hafí væntanlegur rétthafí undirritað umsókn. Þar hafi komið fram samningsskilmálar Pósts og síma, þ.á m. að viðkomandi rétt- hafí hafí skuldbundið sig til að fylgja þeim reglum og þeirri gjaldskrá sem gilti á hveijum tíma. Abyrgðarleys- isákvæðið hafí því verið hluti þeirra reglna, sem samningssamband aðila hafi byggt á. íþyngjandi ákvæði hafí lagastoð Umboðsmaður féllst á að umrætt ákvæðið gjaldskrárinnar gæti tekið til tilvika þar sem símanúmeri er lokað í misgripum. Hins vegar væri ekki að fínna, í lögum eða lögskýr- ingargögnum með þeim, ráðagerð um að ráðherra geti sett almenn fyrirmæli, er undanþiggi Póst og síma ábyrgð á skaðaverkum, sem stofnunin kunni að valda. Miða verði við að ákvæði í almennum fyrirmæl- um stjómvalda, sem séu íþyngjandi fyrir borgarana eða takmarki rétt þeirra, verði að eiga sér stoð í lögum. Þá verði ekki talið að stjómvaldsregl- ur, sem skorti lagastoð, verði sjálf- krafa hluti af samniugi símnotanda og Pósts og síma og yfirlýsingin, sem notandi hafí undirritað, hafí ekki nefnt að Póstur og sími væri undan- þeginn skaðabótaábyrgð. Ríkar kröf- ur verði að gera til skýrleika íþyngj- andi ákvæðis, sem samið sé einhliða af opinberum aðila. Umboðsmaður endar umsögn sína á að segja að þar sem þær ákvarðan- ir Pósts og síma og samgönguráðu- neytisins, að synja manni um bætur vegna þeirra mistaka að síma hans var lokað, hafí verið byggðar á röng- um lagagrunni, séu það tilmæli sín til nefndra stjórnvalda, að þau taki málið upp að nýju. Sjómenn slasast Höfn. TVEIR sjómenn voru fluttir með flugi frá Höfn í gær til Reylyavík- ur, annar lærbrotinn, hinn illa kraminn á fingri. Skipverji á togaranum Sunnutindi SU 59 frá Djúpavogi klemmdist á fingn um fímmleytið í gærmorgun. Lóðsinn á Höfn fór og sótti manninn um sex mílur austur af Stokksnesi. Maðurinn fór flugleiðis til Reykjavík- ur og á slysadeild Borgarspítalans. Hinn sjómaðurinn lærbrotnaði um borð í Sigurði Lárussyni SF 110 frá Höfn rétt fynr hádegi. Lóðsinn fór með lækni um borð en skipveijinn kom til Hafnar og síðan fór hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. - Snorri Halldór Blöndal um nefndarálit Egils Lýsir samningn- um út í hörgul í dag Slök kunnátta íslenskir grunnskólanemar urðu í 17. sæti af 25 í könnun um landafræði- menntun 18 Clarke arftaki Majors? Kenneth Clarke, fjármálaráðherra Bretlands, segist hafa fullan hug á að verða forsætisráðherra 24 Norðurlandaráðsþing Vangaveltur um framtíð norrænnar samvinnu setja svip á Norðurlanda- ráðsþing í Stokkhólmi 26 Leiðari Frekari vaxtalækkun? 26 Fosteignir ► Hótel úti á landi - Nýjungar í húsagerð - Markaðurinn - Smiðjan - Lagnafréttir - Heimilið Daglegt líf ► Vistheimili fyrir böm - List- kynningar - Fullorðinsfræðsla - Brúðkaupsferðir - Golf í spjó - Skíðavika á ísafirði. MIKILL ágreiningur kom fram á milli talsmanna ríkissfjórnarflokk- anna um túlkun á búvörufrumvarpinu við aðra umræðu um frumvarp- ið sem hófst á Alþingi í gær. Gísli S. Einarsson,, fulltrúi AlþýðuHokks í landbúnaðarnefnd, styður stjórnarframvarpið en er andvígur nefndar- áliti Egils Jónssonar, formanns nefndarinnar og Einars K. Guðfinnsson- ar og Arna M. Mathiesen. Sagðist Gisli hafa neyðst til að skila séráliti því í áliti formanns nefndarinnar kæmu fram mistúlkanir og rangfærsl- ur á frumvarpinu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra tók undir gagnrýni Gísla á nefndarálitið við umræðurnar í gær en Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra sagði að nefndarálit Egils lýsti út í hörg- ul samkomulagi stjórnarflokkanna. b Gísli S. Einarsson telur að nefnd- arálit formanns landbúnaðamefndar sé til þess fallið að ala á réttaróvissu og geti orðið hvati að óþarfa máls- höfðunum. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði í samtalið við Morg- unblaðið í gær, að þingmenn væru að fylgja úr hlaði breytingartillögum við frumvarpið en nálguðust það úr aðeins ólíkum áttum. Á því væri enginn höfuðmunur og skipti að hans mati engu máli. Aðspurður hvort ólík nefndarálit gætu ékki haft áhrif ef til dómsmáls kæmi sagði Davíð það fráleitt því lagatextinn sjálfur væri alveg skýr. „Ef lagatextinn er skýr, þá þurfa ekki lögskýringar að koma til,“ sagði Davíð. S Fulltrúar stjómaranstöðuflokk- anna bera fram breytingartillögu sem er samhljóða þeirri breytingartil- lögu sem formaður landbúnaðar- nefndar hafði látið semja í seinasta mánuði en Alþýðuflokkurinn hafði hafnað. Eggert Haukdal Sjálfstæðis- flokki skilar svo fjórða nefndarálitinu en sagðist í gær ætla að styðja breyt- ingartillögu stjórnarandstöðunnar. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.