Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 52

Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 52
Föstudagur til fjár í Stólkollar 1 B¥€6fÖsÖ31 KRINGLUNN § 1 Mewd£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADW, KRINGI.AN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Tillaga í stjórn veitustofnana Atvinnuleysistryggingasjóður gangist í ábyrgðir fyrir rússafiski Breyta þarf lögunum til að sjóðurimi geti tryggt atvinnu í STAÐ þess að fjármagn frá Atvinnuleysistryggingasjóði renni til greiðslna atvinnuleysisbóta vill fiskvinnslan að sjóðurinn gangist í ábyrgðir fyrir þorskkaupum af rússneskum togurum í Barentshafi, þar til hægt sé að veðsetja hráefnið sem framleiðsluvöru. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir, að með þessu megi treysta at- vinnuástandið og þessar aðgerðir hefðu ekki mikil fjárútlát í för með sér fyrir Atvinnuleysistrygginga- Enginn arður o g tap Flugleiða 188 milljónir króna Arður síðasta árs nam 144 milljónum STJÓRN Flugleiða hf. hefur ákveðið að leggja til við aðalfund, sem w haldinn verður á Hótel Loftleiðum nk. fimmtudag, að greiða hlut- höfum ekki arð af hlutafé í ár með hliðsjón af afkomu félagsins. Á síðasta ári greiddi félagið 7% arð eða sem nemur um 144 milljón- um. Átta ár þar á undan nam arðgreiðslan 10%. Tap af starfsemi Flugleiða á síðasta ári nam 188 milljónum króna. Tapið er um 1,4% af veltu félagsins á árinu, en árið 1992 var 134 milljóna króna tap af starfsemi félagsins, sem var um 1,1% af veltu. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að ákvörðun um að greiða ekki arð hefði verið tekin af varfærnisástæðum þar sem tap- rekstur hefði verið hjá félaginu undanfarin tvo ár. Þó eigið fé væri hátt í krónutölu væri eigin- fj árhlutfallið tiltölulega lágt. Stærsti hluthafi Flugleiða hf. er Burðarás, dótturfyrirtæki Eim- skips, sem á 34% hlutafjárins eða um 700 milljónir króna að nafn- verði. Á síðasta ári fékk félagið í sinn hlut um 49 milljóna arð- greiðslur frá Flugleiðum en heild- artekjur Burðaráss námu þá alls um 75 milljónum. Sjá ennfremur Viðskipti/at- vinnulif bls. 20-21. sjóð heldur væri hér fyrst og fremst um ábyrgðir að ræða. Samræmist ekki lögum Jón H. Magnússon lögfræðing- ur, sem sæti á í stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs, segir, að ber- ist stjórn sjóðsins erindi frá Sam- tökum fískvinnslustöðva um að sjóðurinn gangi i ábyrgðir vegna hráefniskaupa, yrði það að sjálf- sögðu skoðað. Hann segist hins vegar ekki sjá í fljótu bragði að til sé nein heimild í þeim lögum sem sjóðurinn starfí eftir til að gera neitt því líkt. Það þyrfti að öllum líkindum að breyta lögunum til að það ætti að vera mögulegt. Sjóðurinn sé, eins og nafnið gefur til kynna, atvinnuleysistrygginga- sjóður, ekki atvinnutryggingasjóð- ur. Flutningaskip í Barentshaf? Erfiðlega hefur gengið hjá físk- vinnslunni að fá keyptan fisk af Rússum að undanförnu og telja menn innan greinarinnar að lang- ur siglingatími frá miðunum, allt að fimm sólarhringar, og því sem næst ótakmarkaður kvóti rússn- esku togaranna, fæli Rússana frá því að selja aflann hérlendis. Auk þess er olían hér á landi fjórðungi til þriðjungi dýrari en í Noregi. Hingað komið er hráefnið því orð- ið of dýrt fyrir fískvinnsluna. „Atvinnuleysistryggingasjóður þyrfti að koma inn á þessum stöð- um hvort eð er. Það væri því ekki óeðlilegt, ef menn tækju sig saman um að kaupa verulegt magn af þorski til þess að geta haldið land- vinnslunni í gangi, að Atvinnuleys- istryggingasjóður gengist i ábyrgðir fyrir greiðslum frá því að hráefnið er keypt af Rússum þar til hægt er að veðsetja það sem framleiðslu," segir Arnar. Hann segir að með þessu yrði fyrirtækjunum unnt að birgja sig upp af hráefni sem ekki verður afurðir fyrr en eftir einhverjar vik- ur eða mánuði. Viðskiptin gætu því aðeins átt sér stað ef Atvinnu- leysistryggingasjóður ábyrgðist greiðslurnar. „Auðvitað myndu fyrirtækin greiða kostnað sem myndi falla vegna ábyrgðarinnar. Þetta væri mjög áhugavert til þess að halda uppi meiri atvinnu og koma í veg fyrir að greiða þyrfti atvinnuleysisbætur í þessum til- fellum,“ sagði Arnar. Einstakir aðilar innan fisk- vinnslunnar eru jafnframt að skoða þann möguleika, að senda flutningaskip í Barentshaf til að kaupa frystan þorsk af rússnesk- um togurum yfír borðstokkinn. Morgunblaðið/Kristinn Gúrkur aldrei fyrr á ferðinni NÝJAR íslenskar stofngúrkur komu í verslanir í gær, og að sögn Kolbeins Ágústssonar sölustjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna eru þær um hálf- um mánuði fyrr á ferðinni en í fyrra, en bjartviðri í vetur hefur flýtt fyrir uppskerunni. Í vetur hafa verið á markaðn- um íslenskar gúrkur sem rækt- aðar hafa verið undir ljósi og verður kílóverðið á stofngúrk- unum hið sama og á þeim til að byija með, eða 325 kr. í heildsölu. Kolbeinn sagði að vel horfði með gúrkuupp- skeruna og þegar væri komið talsvert magn í verslanir, en á myndinni sést þegar verið var að koma nýju gúrkunum fyrir í grænmetisborði verslunar í Reykjavík í gær. Stofngjald HR lækki um 50% TILLAGA um 50% lækkun á stofngjaldi hjá Hitaveitu Reykjavíkur hefur verið lögð fram í stjórn veitustofnana. Stofngjald fyrir algenga stærð einbýlishúss er nú á bilinu 90.000-100.000 krónur en verður 45.000-50.000 krónur hljóti þessi tillaga samþykki stjórnarinnar. Stofngjaldi Hitaveitunnar er skipt í þrep og er grunngjaldið hæst eða 76.000 krónur fyrir 400 rúmmetra hús. Síðan leggst á ákveðið gjald fyrir hvern rúm- metra sem er mun lægra. „Fyrir venjulegan húsbyggjanda mun þessi lækkun þýða um 30 til 50 þúsund króna lækkun ef tillagan verður samþykkt," sagði Eysteinn Jónsson, skrifstofustjóri Hitaveitu Reykjavíkur. Bent á að bíða Sagði hann að reynt sé að benda þeim húsbyggjendum, sem óskað hafa eftir tengingu við veituna að undanförnu, á að bíða ef þess væri kostur, þar sem ljóst er að komi til lækkunar verður hún ekki afturvirk. Páll Gíslason, formaður stjórnar veitustofnana, lagði tillöguna fram og var afgreiðslu hennar frestað en næsti fundur í stjóminni er á miðvikudag. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir Gísli Skógar Víkingsson og Fjóla Hergeirsdóttir vinna kappsamlega við flokkun á humri Iijá Borgey hf.. Sumarstemmning á Höfn II ^1 Hðfn. HJÁ Borgey hf. er hafin humarvinnsla nokkuð miklu fyrr en vanalega en nú standa yfir tilrauna- veiðar á humri fram til 11. apríl nk. og hafa nú þegar tveir bátar frá Höfn, Hvanney SF og Hafnar- ey SF, fengið leyfi fyrir veiðunum. Hvanney hefur nú þegar komið með um 1 tonn af vænum humri að landi, 600 kg af heilum og 400 kg af slitnum humri og er sá humar unninn fyrir Kanada- markað. Hafnarey SF mun halda til veiða innan fárra daga og verða þeir á tvöföldu humartrolli. Starfs- fólki humarvinnslu Borgeyjar sagði þetta góða tilbreyt- ingu frá hefðbundinni vinnslu á þessum árstíma. Fréttaritari fékk nokkra humarhala og bragðið er ekki síðra en af þeim humri sem veiddur er á sumar- vertíðinni. Einnig er hafín saltfískverkun að nýju eftir tæplega 10 mánaða stopp og mikil vinna hefur verið í loðnu- frystingu. Húnaröst RE sér Borgey hf. fyrir mestum afla og hefur hún veitt um 12.700 tonn af loðnu það sem af er vertíðinni. Einnig eru unnin hrogn fyrir Japansmarkað. - S.Sv.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.