Morgunblaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 15 teikningar fyrir bygginganefnd Reykjavíkur. Samkeppni opinberra bygginga er það form, sem arki- tektafélög alls staðar berjast fyrir, enda fæst þar réttlát lausn á því hvemig verkefnum er úthlutað. Svo fór að fjölmargir arkitektar sýndu samkeppninni áhuga, þó að ekki væri um mjög stóra byggingu að ræða. Alls var 40 verkefnum skilað inn og að þeim stóðu á annað hund- rað arkitektar. Er það álit fjöl- margra fagmanna að sjaldan eða aldrei hafi jafnmargar lausnir verið jafnvel unnar. Sjálfsagt má alltaf deila um orð dómarans. Ekki hafa þó margir mælt gegn því að sú til- laga, sem valin var til útfærslu, færi vel í umhverfi sínu. Það er alvarlegt mál, þegar sam- keppnistillaga, sem hlotið hefur 1. verðlaun og ákveðið hefur verið að byggja eftir, er lögð til hliðar. Slíkt rýrir gildi samkeppni, bæði í augum væntanlegra útbjóðanda og þátt- takenda, sem flestir leggja á sig gríðarlega vinnu við að útfæra lausnir, sem fæstar skila neinu, nema hugsanlega umræðu á meðal starfsfélaga. Fyrirhuguð bygging hefur lítið verið kynnt opinberlega, en farið í gegnum kynningu hjá skipulags- og bygginganefndum, auk allra þeirra aðila, sem þurfa að gefa umsögn sína á þeim ferli, svo sem brunamálayfirvöld, heilbrigðiseftir- lit og vinnueftirlit. Alls staðar hafa fengizt tilskilin leyfí! Er því eðlilegt að spyija, hvaða forsendur liggi á baki þeim mótmælum, sem að und- anfömu hafa birzt í Morgunblaðinu og komið hafa fram í skoðunakönn- unum DV. Ekki höfðu þá verið birt- ar myndir af uppdráttum arkitekta að fullteiknuðu húsi eða líkani, sem ekki hefur verið til sýnis fram að þessu! Hvernig hafa mótmælendur get- að aflað sér forsendna til þess að byggja yfírvegaða niðurstöðu á? Óttinn um bákn, sem skyggði á nálægar byggingar, virðist senni- legasta skýringin hjá þeim, sem ekki vilja eingöngu líta á málið út frá pólitísku sjónarhorni. Með mót- mælunum lýsa þeir augsýnilega yfír vantrausti á þær nefndir, stofn- anir og stjórnvöld, sem fjallað hafa um málið og veitt samþykki sitt fyrir framkvæmdinni. Má þar til nefna dómsmálaráðherra, bygg- inganefnd Hæstaréttar, Húsameist- ara ríkisins, Teiknistofu Ingimund- ar Sveinssonar, Borgarskipulag Reykjavíkur, á annað hundruð arki- tekta og ráðgjafa þeirra, sem þátt tóku í samkeppninni, skipulags- nefnd Reykjavíkur, skipulagsnefnd ríkisins, borgarstjórn Reykjavíkur, borgarráð, umhverfisráðherra, AI- þingi íslands og ríkisstjórnina, sem veitti samþykki sitt fyrir fram- kvæmdinni í upphafi. Fyrirhuguð bygging er sánnar- lega lítil. Þessi lóð, Lindargata 2, krefst líka lítillar byggingar og með því að staðsetja hana með þeim hætti sem gert hefur verið ráð fyr- ir skerpist götumyndin við Lindar- götu. Nálægðin við Arnarhvál er ekki óeðlileg, og í þeim anda, sem skipulagið frá 1927 gerði ráð fyrir, en með þessu er fjarlægð fyrirhug- aðrar Hæstaréttarbyggingar frá Safnahúsi eins mikil og nokkur kostur er. Hræðslan um að bygg- ingin beri byggingarnar umhverfis lóðina ofurliði er fráleit. Þegar þær voru reistar lá alltaf fyrir að byggð mundi opinber bygging á lóðinni, sýnu stærri en sú, sem stendur til að reisa. Verði sú afdrifaríka ákvörðun tekin, að hætta við bygg- ingu húss Hæstaréttar á þessum stað, og lóðin muni standa auð eft- ir nokkur ár, er líklegt að ýmsir beini athygli sinni að henni. Engin trygging er fyrir því að skipulagsyf- irvöld sjái þá ástæðu til þess að standa gegn því að þétta byggðina við gamla miðbæinn! Dæmin um skipulagsslys eru því miður alltof mörg á höfuðborgarsvæðinu, og varhugavert er að treysta því, að önnur bygging á þessari lóð verði eins fyrirferðarlítil og taki betur tillit til umhverfis síns. Höfundur er arkitekt í Reykjavík. QuarkXPress námskeið 94022 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Metsölublað á hverjum degi! 1%^ Frábœrar viðtökur Þorpsbúar í Þorpinu, Borgarkringlunni, þakka frábærar viðtökur við opnun Þorpsins Nýtt á íslandi! Spennandi verslunarform, þar sem 25 verslanir hafa myndað þorp í Borgarkringlunni; hver verslun hefur sína gömlu bæjarburst með þekktu verslunarheiti frá því fyrr á öldinni og hafa það að leiðarljósi að láta lága verðið ráða ferðinni. Skemmtiatriði: Nóramagazín“ býður hermannapeysuboli núákr. 1.290 -áður kr 1.790 Lifandi tónlist föstudag og laugardag Komið til að vera! Atitikhúsgögn Geisladiskar Málverk Barnaföt Innflutt notuðföt Allur fatnaður Gjafavara Skófatnaður Verkfœri Skart o.fl. ÞORPll) Borgarkringlunni Opið mátiudaga -föstudaga kl. 12-18.30; laugardaga kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.