Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Hús hæstarétt- ar — viðreisn eftir Harald Helgason Fyrirhuguð nýbygging Hæsta- réttar við Lindargötu hefur óheilla- vænlega dregizt inn í hringiðu stjórnmálanna, og gæti svo farið að sú vinna, sem markvisst og samvizkusamlega hefur verið unnin fyrir hús Hæstaréttar, verði lögð til hliðar og hugsanlega afskrifuð með öllu. Það væri menningarslys! Fagleg umfjöllun um byggingu á þessum stað á fátt sameiginlegt með pólitískri umræðu og þeirri æsingu, sem komið hefur verið af stað og talin er af ýmsum geta vegið þungt við skoðunarmótun þeirra kjósanda, sem kost eiga að velja nýja forystu fýrir málefnum höfuðborgarinnar. í þessari grein verður leitazt við að íjalla faglega um málið og þá einkum um þá lóð, sem Hæstiréttur íslands ákvað að fá til þess að reisa á byggingu undir framtíðarstarf- semi sína. í grein sinni í Morgun- blaðinu, þriðjudaginn 15. febrúar sl. gerði Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, grein fyrir þeirri að- stöðu, sem stofnunin hefur þurft að búa við frá upphafi og hvernig á því stóð að tiltekin lóð varð fyrir valinu að undangenginni viðamikilli könnun á öðrum lóðum og húsa- kynnum, sem hugsanlega stæðu til boða í miðborginni. Ýmsum mönnum virðist óhugs- andi að líta á þessa lóð sem bygg- ingarlóð og telja að byggingunum á aðliggjandi lóðum yrði stórlega misboðið með tilkomu byggingar á lóðinni nr. 2 við Lindargötu. Er því rétt að beina athyglinni sérstaklega að þessum þætti. Safnahúsið við Hverfisgötu er eftir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur Árið 1909 var merkisár í sögu bóksafna og bókmenningar á Is- landi. Það ár reis myndarleg bygg- ing við Hverfisgötu sem fátæk þjóð reisti yfir menningu sína og fram- tíð. Engum blandaðist hugur um að hér var stigið mikið framfara- spor. Þegar hornsteinn var lagður 23. september 1906 orti Þorsteinn Erlingsson ljóð sem hann kallaði „Höllin nýja“ og segir þar meðal annars: „Nú finnur vor menntadís hækka sinn hag; úr húminu og kreppunni í bænum,“ og síðar í kvæði sér Þorsteinn að í þessari nýju höll geti „hamingjudraumarnir allir rætst“. Menn sáu í bygging- unni musteri þekkingar þar sem ísland framtíðar skyldi bergja af brunnum alþjóðlegra strauma. Byggingin hefur alla tíð staðið sem minnisvarði um framsýni aldamóta- kynslóðarinnar, stílhrein og fögur. Þegar Háskóli íslands eignaðist sína fyrstu byggingu árið 1940, og rými fyrir háskólabókasafn, var eðlilegt að menn hugsuðu sem svo að lítil fátæk þjóð hefði ekki bol- magn til að reka tvö bókasöfn. Háskólinn þarfnaðist bókasafns þótt lítill væri, og því fæddist sú hugmynd að sameina söfnin tvö og byggja yfir þau. Árið 1957 ályktaði Alþingi um að sameina söfnin og var ríkistjórn falið að gera nauðsyn- legar ráðstafanir í þá átt. Tæplega reist eftir teikningum, sem danski arkitektinn Magdahl Nielsen gerði í upphafí aldarinnar. Landi hans, arkitektinn Kiörboe, kom síðan til landsins árið 1906 til þess að hafa umsjón með byggingunni. Hún var tilbúin í þeirri mynd, sem við þekkj- um hana í dag, árið 1908, en gert hafði verið ráð fyrir því að fullgerð bygging yrði mun stærri. Var jafn- stórri byggingu fyrirhugaður staður norðan við bygginguna og lá hún meðfram Lindargötu með tenging- um við aðalbygginguna. Kiörboe, umsjónararkitekt Safnahússins, dvaldi hér á landi á meðan á byggingu hússins stóð. Er hann höfundur Kringlunnar við suðurhlið Alþingishússins, sem full- gerð var árið 1908, og hann gerði einnig skipulagsuppdrátt af Arnar- hóli og landinu þar fyrir austan árið 1906. Þar kemur fram Safna- húsið í fyrirhugaðri stærð, nlmlega helmingi stærra en það nú er. Er líklegt að uppdrátturinn hafi verið gerður í framhaldi af setningu laga, sem samþykkt voru á Alþingi 1905 um stofnun byggingarsjóðs opin- berra bygginga. Enginn heildarskipulagsupp- dráttur var til fyrir Reykjavík fyrr en árið 1927. Sex árum áður höfðu verið samþykkt lög um skipulag kauptúna og sjávarþorpa og sam- kvæmt þeim var stofnuð skipulags- nefnd ríkisins. Markviss vinna við skipulag Reykjavíkur hófst árið 1924 og annaðist það verk sam- vinnunefnd skipulagsnefndar og bæjarstjórnar Reykjavíkur. Sæti í nefndinni áttu Geir G. Zoéga, vega- málastjóri og formaður skipulags- nefndar kaupstaða og kauptúna frá 1921; Guðjón Samúelsson, Húsa- meistari ríkisins; Knud Zimsen, „í mínum huga er ekk- ert vafamál hvað gera skuli við Safnahúsið. Það á að verða íslenskt bókmenningarhús þar sem varðveitt verði Is- landsdeild þjóðbóka- safnsins.“ þarf að rekja söguna frá þessum tíma. Sífellt var verið að tala um byggingu húss yfir söfnin tvö en það tók þjóðina langa tíma að ná til þeirra stundar að fyrsta skóflu- stungan yrði tekin. Það var gert 1978 enda þótt samþykkt hefði verið árið 1970 að þjóðin skyldj gefa sjálfri sér þessa byggingu í afmælisgjöf 1974 til að minnast 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Enn líður tíminn. Sérstakur skattur var lagður á eignir manna en samt leið og beið. Menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu miklar breytingar hafa orðið í sam- félagi okkar á þeim 20 árum sem liðin eru frá því Þjóðarbókhlöðu var ætlaður staður og ytri umgjörð var ákveðin. Á þessum tíma hefur Há- skólinn stækkað úr rúmlega 2.400 nemendum í rúmlega 5.200. Nem- endafjöldinn hefur meira en tvöfald- ast. Nú starfa við skólann um 380 kennarar í föstum stöðum og um 1.000 stundakennarar auk annars borgarstjóri og í byggingarnefnd Reykjavíkur frá 1902; og Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður. Allir höfðu nefndarmennirnir látið sig skipulagsmál miklu varða. Skipu- lagsuppdráttur vinnuhópsins hlaut samþykki bæjarstjórnar 15. desem- ber 1927. í skipulaginu er gert ráð fyrir stjórnarráðsbyggingum við Lindargötu og við norðanverðan Arnarhól. Á lóðinni, sem nú er Lind- argata 2, er enn gert ráð fyrir bygg- ingu, svipaðri þeirri, sem fram kem- ur á uppdráttum dönsku arkitekt- anna frá 1906. Uppdrættir af Reykjavík, sem gerðir voru áður en samþykkti skipulagsuppdrátturinn frá 1927 leit dagsins Ijós, hafa lítið sem ekk- ert skipulagslegt gildi. Þannig var uppdráttur sá af Reykjavík 1920, sem birtist með gi-ein Skúla H. Nordahls arkitekts, í Morgunblað- inu 24. febrúar ,sl., gerður eftir mælingum gatna og húsa, sem þá voru fyrir hendi, og uppdrátturinn var reyndar ekki gerður fyrr en árið 1961. Hann er áhugaverður í sögulegu tilliti, en segir ekkert til um framtíðaráform varðandi byggð í bænum. Augljós skýring er því á því, hvers vegna á honum eru eng- ar byggingar næst Safnahúsinu; — þar voru þá engar byggingar! Þjóðleikhúsið var lengi á teikni- borði Húsameistara ríkisins, Guð- jóns Samúelssonar, enda lang- stærsta bygging, sem í hafði verið ráðizt á landinu fram að þeim tíma. Byggingaframkvæmdir hófust í október 1928, og var að mestu lok- ið við húsið að utanverðu árið 1933. Byggingin tekur mið af nýsam- þykktu skipulagi Reykjavíkurbæjar og er staðsett á reit, sem því er þar markaður. Atvikin höguðu því svo starfsfólks. En húsið hefur ekkert stækkað. Miklar vonir eru bundnar við að byggingin nýja komist nú loks í gagnið eftir þennan langa tíma. Núverandi ríkisstjórn hefur sett það á oddinn að ljúka byggingunni og nú er unnið af kappi við frágang og innréttingar. Þegar hillir undir þennan langþráða flutning vaknar spurningin um hvað eigi að gera við Safnahúsið við Hverfisgötu. í mínum huga er ekkert vafamál hvað gera skuli við Safnahúsið. Það á að verða íslenskt bókmenningar- hús þar sem varðveitt verði íslands- deild þjóðbókasafnsins. Þar eiga allar íslenskar bækur Landsbóka- safns að vera og þar á að varðveita þau sérsöfn sem Landsbókasafn á svo sem Nonnasafn, safn tengt Halldóri Laxness, Kvennasögusafn og aðrar slíkar gersemar sem tengj- ast íslenskum bókmenntum og þekkingu. Þar eiga þeir að hafa griðland sem leggja vilja stund á íslensk fræði, hveiju nafni sem þau nefnast, — hvort sem það fellur undir grúsk eða rannsóknir, og hvort sem efnissviðið er ættfræði, bókmenntir, þjóðfræði eða aðrir þættir í menningu þessa eylands. Nú kann einhver að spyija: Verð- ur þessu ekki öllu vel fyrir komið í nýja húsinu á Melunum? Svo má vel vera í byijun, en við skulum líka gera okkur grein fyrir því að há- skóli með 5.200 nemendur, þar sem nú er hafínn undirbúningur að framhaldsnámi, hlýtur að verða Haraldur Helgason „Hræðslan um að bygg- ingin beri byggingarn- ar umhverfis lóðina of- urliði er fráleit.“ þannig, að byggingin var ekki vígð fyrr en vorið 1950. Arnarhváll, skrifstofubygging fyrir ýmsar opinberar stofnanir, var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni, árið 1928. Framkvæmdir hófust í júní 1929 og lokið var við bygging- una í september 1931. Skömmu síðar var byggingin lengd til aust- urs, þó svo að ekki megi greina áfangaskil í dag. Hús Hæstaréttar teiknaði Guðjón Samúelsson alllöngu síðar og í nokkuð öðrum stíl en Arnarhvál. Byggingin var reist á árunum 1946-48, og flutti Hæstiréttur þangað starfsemi sína á ársbyijun 1949. Dómhúsið á Lindargötu er áföst viðbyggingu Arnarhváls sam- kvæmt randbyggingaráformum skipulagsins frá 1927. Lengra til austurs náði byggingarlengjan aldr- ei, en við taka stakstæð hús. Hæstiréttur íslands var stofnað- ur árið 1920 og var honum í upp- hafi komið fyrir til bráðabirgða í Sigrún Klara Hannesdóttir mjög frekur til rýmis og þjónustu. Því væri það mjög farsæl lausn að þjóðbókasafn íslendinga yrði í tveim deildum, háskóladeild í rauða húsinu og íslandsdeild í Safnahús- inu við Hverfisgötu. Mér hefur stundum fundist einkennilegt, að það eina sem við getum sýnt tignum gestum sem ber að garði, eru hand- ritin, rétt eins og íslensk bókmenn- ing sé tæplega sýningarverð eftir að handritin voru skrifuð. í fallegu safni og virðulegu eins og Safna- húsinu, skapast verðug umgjörð um þá menningu sem skapast hefur Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg. Byggingin var reist árið 1871, og höfðu tveir danskir timburmeist- arar, þeir Klein og Bald, staðið að byggingunni. Svo fór að Hæstirétt- ur var í Hegningarhúsinu í nærri þijá áratugi og við mjög bága að- stöðu eða þar til flutt var í nýbygg- inguna við Lindargötu. Ekkert bendir til annars en lóðin Lindargata 2 hafi staðið auð frá örófi alda, og fornleifagröftur nú fyrir skemmstu gefur ekki tilefni til þess að ætla að þar hafi -staðið mannvirki, sem vandað hefur verið til. Undanfarna áratugi hefur lóðin verið notuð undir bílastæði, einkum fyrir starfsfólk Arnarhváls og leik- húsgesti, en nú hefur verið bætt úr þeirri þörf með byggingu bíla- geymsluhúsa í nágrenninu. Að degi til um helgar hefur lítið annað ver- ið að sjá á lóðinni en kalt malbikið. Erfitt er að hugsa sér að þetta sé sú tilhögun, sem fólk vill hafa til frambúðar. Bent hefur verið á að svæðið mætti nota sem eins konar lysti- garð, jafnvel höggmyndagarð. Yrði þá svæðið eins konar óreglulegt framhald Arnarhóls og mundi ann- aðhvort beintengjast honum með því að Ingólfsstræti yrði lagt niður sem akstursbraut að hluta eða þá að garðarnir tveir yrðu aðskildir af götunni. Hvort tveggja mundi stuðla að því að gera Arnarhól ólögulegan. Þeir, sem þekkja svæð- ið vel, vita einnig vel, hve mikill vindstrengur fer fyrir horn Arnar- hváls og gerir lóðina Lindargötu 2 lítt fýsilega til útivistar. Rétt er þá að beina athyglinni aftur að því hvernig lóðin Lindar- gata 2 hentar sem byggingarlóð. Að sjálfsögðu var fullkomlega ástæða til þess að óttast að bygging á lóðinni Lindargata 2 gæti mistek- izt. Því var valinkunnum arkitekt falið það verkefni í fyrstu að kanna byggingarhæfi lóðarinnar og voru fjölmargar lausnir kannaðar. Niður- staða könnunarinnar leiddi í ljós að lóðin og umhverfi hennar mundu hagnast af vandaðri byggingu á lóðinni! í framhaldi þessarar niðurstöðu var svo tekið til bragðs að halda opna samkeppni á meðal þeirra, sem rétt hefðu til þess að leggja undanfarnar aldir. Safnahúsið er ein af örfáum byggingum hér á landi sem hönnuð var frá upphafi sem bókasafn. Því væri það mikil skammsýni ef húsinu yrði breytt og Jiað tekið til annarra nota. Eg tel einsýnt að með því að safnahúsið verði hluti af þjóðbóka- safni íslendinga megi einnig koma í veg fyrir að innan örfárra ára verði komin upp sú krafa að byggja þurfi við Þjóðarbókhlöðuna þar sem hún sé of lítil. Á þessu ári verður flutt úr Landsbókasafni í Þjóðar- bókhlöðu og húsið væntanlega opn- að 1. desember. Þegar húsið við Hverfísgötu tæmist ætti að nota tækifærið og lagfæra það innan þeirra marka sem leyfilegt er. Hús- ið er verndað og þar af leiðandi eru miklar takmarkanir á því hversu miklu megi breyta þar innan dyra. Ég bið ykkur að sjá með mér hversu notalegur staður Safnahúsið gæti verið þegar búið verður að létta af því mestu þrengslunum og flytja allar erlendar bækur í Þjóðar- bókhlöðuna. í húsinu yrðu tveir lestrarsalir, gott aðgengi að öllu íslensku efni, sýningar á gersemum íslenskrar menningar, bókmennta- dagskrá og tónlistardagskrár þar sem boðið yrði upp á sýnishorn af því sem íslensk þjóð hefur skapað, kaffistofa þar sem rabba mætti um landsins gagn og nauðsynjar um leið og kíkt væri í blöðin. ímynd bókasafna sem menningarmið- stöðva hefur víða fest rætur og hér á landi er Norræna húsið menning- armiðstöð af þessu tagi. Væri ekki tilvalið að íslendingar eignuðust sína eigin bókamenningarmiðstöð við Hverfisgötuna? Ég sé ekki betra hlutverk fyrir fallega húsið við Hverfisgötu. Höfundur er prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands. Safnahúsið við Hverfisgötu - íslenskt bókmenningarhús

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.