Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 35 þegar pakki kom frá Höllu frænku í útlöndum. í matargerð var hún líka snilling- ur og hafði mikið yndi af að bjóða ættingjum og vinum í mat. A ég margar góðar minningar frá boðun- um hjá Höllu frænku, sem ég var líka farinn að kalla hana. Skömmu eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum keypti Halla íbúð í Eskihlíð 6. Þar kunni hún vel við sig, en þegar hún hætti störfum í Blóðbankanum seldi hún þá íbúð og keypti sér íbúð í Ljósheimum 16a. Þar leið henni mjög vel og kynntist þar góðu fólki. Halla giftist ekki, mun þó ekki hafa skort á áhuga hjá hinu kyninu. Sjálf sagðist hún ekki hafa tíma til að standa í slíku, en líklegra er þó að það hafi ekki sam- rýmst eðli hennar að binda sig í hjónabandi eða þá að hún hitti aldr- ei þann eina rétta. Hún var sérlega hænd að bömum og þar var áber- andi hve börn sóttu til hennar. Halla var alltaf heilsuhraust, en fyrir nokkrum árum fór að bera á þeim veikindum sem að lokum yfir- buguðu hana. Var sorglegt að horfa upp á hvernig alzheimersjúkdómur- inn smám saman vann á þessari sterku og kjarkmiklu konu. Hún gat þó verið heima hjá sér í nokkurn tíma með góðri aðstoð. í september 1991 varð hún fyrir því óhappi að detta í húsinu heima hjá sér og varð að fara rifbeinsbrotin og meidd á höfði á Landspítalann. Eftir það kom hún aldrei heim í Ljósheimana. Af spítalanum fór hún á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og þaðan á umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól í febrúarlok 1992, en þar lést hún 2. mars sl. Ég minnist Höllu Snæbjörnsdótt- ur með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Guttormur Þormar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) í dag kveðjum við kæra frænku. Með fátæklegum orðum viljum við minnast hennar og þakka henni það sem hún gerði fyrir okkur. Ætt- fræði er óþörf, hún var bara Halla frænka og það var stórt orð. Það að hún var systir hennar mömmu eða hans pabba var aukaatriði, og þegar fleiri ættliðir bættust við hurfu þau hugtök. Þací var bara ein Halla frænka, sem alltaf var tilbúin að gleðja jafnt unga sem gamla í okkar litlu fjölskyldu. Enga af okkur þessum þremur frænkum hafði hún séð fyrr en hún kom heim frá hjúkrunarnámi í Dan- mörku árið 1945 og mikill var spenningur hjá þeirri elstu að sjá frænku sína, sömuleiðis hjá þeirri í miðið að hitta nöfnu sína. Sú yngsta var þá nýfædd og hátíðleg var sú stund, þegar Halla frænka hélt henni undir skírn í stofunni á Borg þá um sumarið meðan hún var í Olafsvík. Þó að dvölin á íslandi yrði ekki nema eitt ár í það skipti, áður en hún hélt til starfa og framhalds- menntunar í Ameríku, var búið að mynda sterk tengsl við okkur þess- ar ungu frænkur hennar, tengsl sem aldrei hafa rofnað. Árin hennar Höllu í Ameríku urðu mörg, eða rúmlega sjö, og mikið var gaman að fá fallegu bréfin og kortin og fínu pakkana með stórum dúkkum og fínum fötum, skartgripum og öðru fínu góssi, því allt var til í Ameríku. Mest var þó gleðin þegar Halla fluttist heim 1953 og tók að sér framtíðarstarfið við að setja á stofn Blóðbankann og veita honum hjúkrunarforstöðu. Halla keypti litla en fallega íbúð í Eskihlíð 6 og bjó sér þar einkar fallegt heimili. Naut hún þess að taka þar á móti ijölskyldu, ættingj- um og vinum. Hún var einstakur fagurkeri, allt var fallegt í kringum hana, hvort sem það voru húsgögn- in, maturinn á borðinu eða tónlistin sem hún spilaði á fóninn. Hún valdi fáa en fallega hluti og mikið leiddi hún okkur oft með sér á fallega tónleika, myndlistarsýningar, leik- hús og aðra staði sem auðguðu andann og skildu eftir fegurð í sál- inni. Þegar hún hætti störfum í Blóðbankanuni flutti hún sig um set og keypti íbúð í Ljósheimum 16a. Þar bjó hún ekki síður fallega eða eins og ein kona sagði er hún kom til hennar. „Þetta er svo fal- legt heimili, það er eins og að ganga inn í fallegt lítið ljóð.“ Þannig mun- um við Höllu. Litlu börnin í fjölskyldunni nutu þess ekki síður að vera í návist hennar og það að fá að gista hjá frænku var mikil hátíð. Halla var mikil heimskona í sér og hafði yndi af að ferðast og skoða heiminn. Var það hennar áform að njóta áranna eftir að starfsdegi lauk til ferðalaga. Gekk það eftir í fýrstu, en seinni árin hrakaði heilsu hennar og í Ljósheimunum undi hún sér vel með góðu fólki. Einkum naut hún þess að fýlgjast með börnunum í leik og alltaf gat hún sagt eitt- hvað skemmtilegt við þau, enda átti hún þar marga góða vini. Síð- ustu tvö árin voru henni erfið og gat hún þá ekki dvalist á heimili sínu. .Að lokum þökkum við elskulegri frænku okkar fyrir allt það sem hún var okkur og fjölskyldum okkar og biðjum hennar guðs blessunar. Minningin lifir um kæra frænku. Guðrún, Halla og Guðmunda. Sorgin er gríma gleðinnar. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það sem valdið getur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran) Þessi gullkom úr Spámanninum komu upp í huga minn er ég heyrði andlát Höllu. Einhvem veginn fannst mér að hún myndi aldrei deyja frá okkur, þessi síglaða, fal- lega og yndislega kona, sem alltaf gat komið manni til að hlæja. Já, hlæja, því hún var sú glaðlyndasta manneskja sem ég hef kynnst. Halla var ein úr fjölskyldunni fannst okkur. Er foreldrar mínir fluttust til Ólafsvíkur þar sem faðir minn var ráðinn skólastjóri og móð- ir mín kennari, var Halla í bekk hjá pabba. Þegar elsti bróðir minn fæddist og það vantaði barnfóstru fyrir hann, spurði pabbi börnin í bekknum sínum hvort einhver gæti hugsað sér að gæta stráksa. Stóð ein stúlkan upp og sagði: „Ég.“ Það var Halla. Þar hófst vinátta sem aldrei tók enda. Ég ætla ekki að rekja ættir henn- ar né starfsferil, það læt ég aðra um, en mig langar til að minnast nokkurra samverustunda sem við áttum með henni allt frá því að hún kom heim frá námi í Ameríku. Hún var sjálfsagður gestur í öllum boð- um heima hjá foreldrum mínum og síðan á heimilum okkar systkinanna hvort sem þau voru stór eða smá í sniðum og þar var hún hrókur alls fagnaðar. Halla var snillingur í að segja frá og alltaf sá hún skop- legu hliðarnar á öllu og hló svo dill- andi hlátri að allir voru farnir að hlæja með henni hvort sem þeir heyrðu söguna eða ekki. Þannig var Halla. Hún var frábær „húmoristi“ og gerði mest grín að sjálfri sér. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkurri manneksju, hún sá aðeins það góða og fallega í hverjum manni. Foreldrum mínum var hún alla tíð trú og trygg og talaði mik- ið um hvað þau hefðu verið sér góð. Halla var mikill listunnandi, sótti tónleika, leikhús og listsýningar af öllu tagi. Hún lærði að spila á þver- flautu og greip oft til hennar er hún var yngri. Söngrödd hafði hún fal- lega. Sem barn var hún í barnakór hjá pabba í Ólafsvík og mamma sagði mér að hún hefði verið „leið- andi“ í millirödd. Höllu er nú sárt saknað af okkur hjónunum og af dætrum okkar sem hún gladdi svo oft með gjöfum á tyllidögum og skemmtilegum sög- um. Síðast en ekki síst er hennar saknað af aldraðri móður minni sem tregar góða vinkonu og þakkar henni vináttu og tryggð sem hélst í yfir sjötíu ár. Blessuð sé minning Höllu Snæ- björnsdóttur. Kolfinna Sigurvinsdóttir. Jökull Sigurðsson, Vatni, Haukadals- hreppi — Minning Fæddur 24. október 1938 Dáinn 20. febrúar 1994 Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni... (Hannes Pétursson) Síðdegis á sunnudaginn var bár- ust mér þau hörmulegu tíðindi að frændi minn og vinur, Jökull Sig- urðsson, hefði orðið bráðkvaddur fyrr um daginn. Ekki hefur mér brugðið meira við önnur tíðindi. Á hugann leituðu minningar frá liðnum árum og samverustundum. Jökull var fæddur á Vatni í Haukadal, sonur hjónanna Sigurðar Jörundssonar og Sveinbjargar Kristjánsdóttur. Systkini hans eru: Bogi, Sigríður, sem er tvíburasystir hans, Guðrún og Fríður. Ég man eftir honum frá því ég var lítill drengur þegar hann bjó ásamt foreldrum sínum og systkin- um á Langholtsvegi í Reykjavík. Vegna aldursmunar tókust ekki kynni með okkur þá en af og til hafði ég spurnir af honum. Ég vissi að hann fór á íþróttaskólann á Laug- arvatni og lauk þaðan íþróttakenn- araprófi. Seinna gerðist hann kenn- ari á Eiðum og kenndi þar frá 1962 til 1968. Hann hélt þá vestur í Dali og gerðist kennari við Laugaskóla og var fastráðinn kennari þar til 1983. Síðustu ár og allt til dauða- dags var hann kennari við Grunn- skólann í Búðardal. Hann tók einnig þátt í ýmsum félagsmálum, sat í hreppsnefnd Haukadalshrepps, var formaður stjórnar Kaupfélags Hvammsfjarðar og hreppsstjóri Haukadalshrepps frá 1985, auk þess sem hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. 1962 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Hug- rúnu Þorkelsdóttur frá Hróðnýjar- stöðum í Laxárdal. Börn þeirra eru: Sigrún Sóley, Jörundur, Sigurður Hrafn og Auður Edda. Haustið 1976 gerðist ég kennari við Laugaskóla í Dalasýslu. Þar kenndi Jökull þá og hafði gert um allmörg ár. Hann var íþróttakennari við skólann og kenndi auk þess nokkrar bóklegar greinar. Jökull og Hugrún ráku búskap á Vatni en höfðu aðsetur á Laugum í húsi sem kallað er Laugafell. Ég skynjaði fljótlega að frændi minn naut trausts og virðingar bæði kennara og nem- enda og fljótlega tókst góður kunn- ingsskapur með okkur frændum og síðar vinátta. Það var gott að leita til hans og eiga hann að þegar óreyndur kennari og próflaus í þokkabót var að stíga sín fyrstu skref í kennslu. I mínum huga var hann ákaflega hlýr maður og gef- andi. Það var sama hvenær mig bar að garði á Laugafelli og síðar á Vatni, alltaf var mér tekið opnum örmum og ég fann að ég var velkom- inn. Hann var höfðingi heim að sækja og veitti vel bæði gestum og gangandi. Ég skynjaði líka fljótt hversu vænt honum þótti um konu sína og hve samhent þau voru. Vel- ferð barna sinna vildi hann sem mesta og studdi þau í námi og starfi. Hann var söngelskur og söng í ýms- um kórum og sönghópum í Dölum og var að syngja við messu í Snóks- dalskirkju þegar kaliið kom óvænt. Hann var ljóðelskur og mér er minn- isstætt þegar hann fór með kvæði Davíðs Stefánssonar en þau kunni hann mörg. Á kveðjustund verða öll orð van- máttug og lítils verð en víst er að góðar minningar skilur hann eftir. Innilegar samúðarkveðjur flyt ég Hugrúnu, konu hans, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum. Blessuð sé minning Jökuls Sig- urðssonar. Ólafur H. Jónsson. Mig langar með fáum orðum að minnast Jökuls Sigurðssonar kenn- ara og bónda á Vatni, Haukadals- hreppi, Dalasýslu. Sjálfsagt verða aðrir til þess að fjalla um ætt og uppruna Jökuls og mun það því ekki gert hér. Það var mikil harmafregn er lát Jökuls um aldur fram fréttist. Hann var mikill harmdauði nemendum sín- um og Dalamönnum öllum því hann var sérstaklega vinsæll og vel látinn jafnt meðal nemenda sinna, sam- starfsmanna og íbúa héraðsins. Jökull var félagslyndur maður og tók þátt í flestu félagsstarfí í hér- aði. Hann var söngmaður góður, var meðlimur kirkjukórs Suðurdala og söng einnig við fjölmörg önnur tæki- færi. Honum var einkar lagið að yrkja vísur og kvæði um jafnt alvar- leg sem gamansöm efni og síðast heyrði ég hann syngja frumsamið efni með félögum sínum í afmælis- veislu nýlega. í stuttu máli má segja að Jökull hafí verið driffjöður og burðarás í flestu félagsstarfi okkar Dalamanna. Sami burðarás var Jökull án efa fjölskyldu sinni. Það var vart hægt að hugsa sér glaðværari og ham- ingjusamari hjón en Hugrúnu og Jökul á Vatni. Síðasta samverustund okkar konu minnar með þeim hjónum var á gullfallegum janúardegi í vet- ur. Við hjónin göngum oft í landi Vatns meðfram Haukadalsá og Haukadalsvatni. Fallegra land en það umhverfi sem Jökull og Hugrún höfðu kosið sér er vart hægt að hugsa sér. í þetta sinn hittum við Hugrúnu á Vatni sem einnig hafði farið í gönguferð og bauð hún okkur að líta til þeirra hjóna að gönguferð lokinni í kaffi því Jökuil, sem var að gefa fénu, færi að koma inn. Við gerðum það og Jökull skemmti okkur með sögum af veru hans og Hugrúnar austur á Eiðum þar sem Jökull hafði verið kennari, en kona mín kunnug. Okkur grunaði ekki þá hversu stutt Jökull átti eftir meðal okkar, en góð minning um þetta síðdegi lýsir Jökli, viðhorfum hans til landsins og hlý- hug hans til allra er hann kynntist. Kæra Hugrún og fjölskylda. Við Emmý vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Og fyrir hönd skólanefndar Grunnskólans í Búðardal vil ég að leiðarlokum þakka Jökli öll hans góðu störf í þágu skólans. Rögnvaldur Ingólfsson. Sunnudaginn 20. febrúar sl. and- aðist Jökull Sigurðsson bóndi og kennari á Vatni í Haukadal. Hann varð bráðkvaddur við messugjörð í Snóksdal í Suðurdalahreppi; hafði nýlokið við að syngja, ásamt kórnum, fyrstu erindi fýrsta passíusálms séra Hallgríms Péturssonar, kenndi sér þá meins, gekk út á kirkjuhlaðið og mætti þar dauða sínum með sama æðruleysinu og einkenndi hann alla tíð._ Ég man ekki nákvæmlega hvenær a ég kynntist Jökli á Vatni, en mér finnst að ég hafi alltaf þekkt hann, enda hafði hann þannig áhrif á mig að hann minnti mig ávallt á bjargið alda, eða eikina hans Stephans G., sem bognaði aldrei, en brotnaði í bylnum stóra seinast. Hlýr, traustur og vandaður til orðs og æðis. Hann var hógvær í framkomu; þurfti enda ekki hávaðans með til að eftir honum væri tekið. Við vorum sveitungar um hríð og seinna samstarfsmenn við kennslu í Laugaskóla í Sælingsdal og frá þeim tíma minnist ég þess hversu rólegur og traustur hann var í allri fram- göngu, en slíkir eiginleikar eru mikil- vægir í öllu skólastarfi. Hans var því sárt saknað á Laugum þegar hann flutti sig um set og hóf að kenna við Grunnskólann í Búðardal, þó all- ir skildu að þannig var honum auð- veldara að sinna bæði kennslu og búskap. En það er einmitt til marks um elju Jökuls og dugnað að hann gegndi, um aldarfjórðungs skeið, þessum tveimur störfum jafnhliða og það vita þeir, sem reynt hafa, að hvort þeirra um sig er afar krefj- andi. Én þar naut hann líka stuðn- ings sinnar góðu konu og saman lyftu þau mörgu grettistaki við uppbygg- ingu og búskap á Vatni. Kveðskapur og vísnagerð var sam- eiginlegt áhugamál okkar Jökuls og áttum við nokkur samskipti á því sviði, sem gjarnan hefðu mátt vera miklu meiri. Jökuil kunni mikið af vísum og kveðskap og var hagur vísnasmiður sjálfur. Hann var líka gæddur góðum húmor, sem er hveij- um hagyrðingi eiginlega jafn nauð- synlegur og kunnátta í braglist. Hann var óspar á að miðla öðrum af hæfileikum sínum á þessu sviði og minnast sveitungar hans þess með mikilli gleði hversu mjög hann fór á kostum á síðasta þorrablóti Suðurd- alamanna í Árbliki hinn 5. febrúar síðastliðinn. Þá var heimspekileg æð í Jökli og efniviður hugsana hans víða að fenginn, enda maðurinn víð- lesinn og fróður um margt. Hann hafði unun af góðum söng og hafði gaman af að taka lagið hvenær sem færi gafst og það var reyndar hans síðasta verkefni hér í heimi, eins og áður er sagt. Jökull var gæfumaður í einkalífi sínu. Það var til þess tekið hversu hann og kona hans, Hugrún Þorkels- dóttir frá Hróðnýjarstöðum í Laxárd- al, elskuleg sóma- og myndarkona, voru samhent um alla hluti og sam- rýnd. Hjónaband þeirra var öðrum fagurt fordæmi. Börn þeirra, Sigrún Sóley, Jörundur, Sigurður Hrafn og Auður Edda, eru öll hin mannvæn- legustu, svo og barnabörn og tengda- börn. Mikill harmur er kveðinn að fjölskyldunni allri við fráfall hins trausta lieimilisföður og sendi ég þeim öllum mínar dýpstu samúðar- kveðjur um leið og ég þakka Jökli samfylgdina og eftirminnilega við- kynningu. Benedikt Jónsson. Pétur Hreiðar Sigur- jónsson - Minning Fæddur 1. desember 1926 Dáinn 3. mars 1994 Með góðurn minningum kveðjum við afa okkar, Pétur Hreiðar Sigur- jónsson, sem lést eftir langvarandi veikindi. Það er erfitt að sætta sig við að sjá afa aldrei aftur eftir nær daglegar heimsóknir síðastliðin ár. Við minnumst góðmennsku hans með þakklæti og hans er sárt saknað er við kveðjum hann. Blessuð sé minning hans og hafi hann þökk fyrir allt. Nú blundar fold í blíðri ró, og brott er dagsins strið, og Iíður yfir land og sjó hið ljúfa næturtíð. Þá mæða sálar hverfur hver, svo hvflst þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér er sefur, góða nótt. (Ingemann. Þýð. J. Helgason.) Árný, Birgir og Svanlaug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.