Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. MARZ 1994
.. %■■■
Linda Róbertsdóttir Burt og Palla Baldursdóttir Kellogg mættu í hófið í íslenskum búningum sem þær
höfðu saumað sjálfar. Hér standa þær við hlið Leifs Eiríkssonar.
Lára Clark við einn sviðabakkann.
ÞORRABLOT
Það besta af góðum
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Islendingafélagið í Norfolk í
Virginíu hélt glæsilegt þorra-
blót 12. febrúar síðastliðinn. Úti
var ósvikið þorraveður sem hindr-
aði nokkra gesti í að komast til
mótsins. Eigi að síður var húsfyllir
með 227 manns.
Samkvæmið hófst með kynning-
arstund og bauð félagið þá gestum
upp á ókeypis drykki og meðal
þess sem boðið var upp á var ís-
lenskur bjór og íslenskt kók. Þrátt
fyrir að drykkir væru ókeypis var
helmingi minna drukkið en forráða-
menn hófsins höfðu gert ráð fyrir,
en slíkt gerist víst ekki oft á mótum
Islendinga.
A hlaðborðum voru allar tegund-
ir íslensks þorramatar auk banda-
rískra rétta fyrir þá sem ekki hafa
enn hrifist af sviðum, hákarli,
hrútspungum og öðru slíku. Mikið
ijör ríkti í hófinu og mikið var sung-
ið af ættjarðarlögum. Loks var
dansað fram á nótt.
Formaður íslendingafélagsins,
Sesselía Siggeirsdóttir Seifert, und-
irbjó matinn, sauð m.a. allt hangi-
kjötið og sviðin og lagaði rófustöppu
og kartöflujafning fyrir á þriðja
hundrað manns. Daginn eftir var
öllum sem unnu fjölda vinninga í
glæsilegu happdrætti og mörgum
öðrum boðið að koma heim til for-
mannsins og manns hennar til að
sækja vinninga sína. Þar hófst síðan
að vanda „annar í þorrablóti" og á
borðum voru soðnar gellur frá
Coldwater og heitar kartöflur.
Var mál þeirra er hófið sóttu að
það hefði verið hið besta af mörgum
góðum.
Morgunblaðið/Ransy Morr
Fjórar í „þjóðkórnum", f.v. Sigga Miolla, Kristín Golden, Guðný
Rayburn og Kolla Biella.
STEINAR WAAGE
Verð kr. 5.495 ^
Litur: Brúnn
Stærðir: 3641
Verð kr. 4.995
Litir: Brúnn og svartur
Stærðir: 3641
Verð kr. 6.995
Litir: Brúnn og svartur
Stærðir: 3641
Prime London
i' o Msniini st \i i) i (, i i; s • :»o„ s r v n (, i; i 11» s i i v i s i i r r i i;
STEINAR WAAGE
V
SKOVERSLUN ^
SÍMI 18519 <P
&
Ioppskó
VELTUSUND
nnn
STEINAR WAAGE ^
-----,---------- .v'J'
I V/INGÓLFSTORG
SÍMI: 21212
fH Kjarvalsstofa
W í París
Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dval-
ar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðu-
neytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp
slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem
nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerður
á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammmt frá
Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir hún
tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Intemationale
des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er
skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni
afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár
hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir.
Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld, sem ákveðin
eru af stjórn Cité Internationale des Arts, og miðast við kostnað
af rekstri hennar og þess búnnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi
gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg og er nú Fr. frank-
ar 1400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta
reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði
og vinnuaðstöðu.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en
stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af
stofunni tímabilið 1. ágúst 1994 til 31. júlí 1995. Skal stíla umsókn-
ir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til
stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna í Ráðhús-
inu, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af
þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við
þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 28. mars 1994.
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu.
v___________________, _____________)