Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 20

Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 VIÐSKIFTIAIVINNULÍF Eimskip AÐALFUIMDUR — Fimm stjómarmenn Eimskips voru endurkjörnir á aðalfundi félagsins í gær. Á myndinni eru f.h. Gunnar Ragnars, Kristinn Björnsson, Jón Ingvarsson, Jón H. Bergs, Hörður Sigurgests- son, Indriði Pálsson, Stefán Kalmansson, fundarritari, Garðar Halldórsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Bene- dikt Sveinsson og Baldur Guðlaugsson. Fundarstjóri var Matthías Á. Mathiesen. Afkoma fyrir skatta batnaði um 741 milljón AFKOMA Eimskips fyrir skatta batnaði um 741 milljón króna á síð- asta ári. Nam hagnaður fyrir skatta um 527 milljónum en árið 1992 varð 214 milljóna tap. Þessi umskipti skýrast að miklu leyti af 20% tekjuaukningu félagsins vegna aukinna flutninga en einnig gengis- breytinga. Tekjuaukningin varð einkum í útflutningi og tekjum af flutningum milli erlendra hafna. Jafnframt náðist árangur í að lækka kostnað á hveija flutta einingu. Heildarhagnaður var 368 milljónir. Indriði Pálsson, stjórnarformaður Eimskips, rakti í ræðu sinni á aðal- fundi félagsins í gær ástæður um- skiptanna í rekstri félagsins. „Fyrst ber að nefna aðhald_ í rekstri og lækkun kostnaðar. Á fyrri hluta ársins voru ekki horfur á jafn góðri afkomu og raun ber vitni og var þá gripið til ráðstafana til að lækka kostnað enn frekar. Náðist á árinu 1993 liðlega 200 milljóna króna kostnaðarlækkun án þess að um- svif félagsins eða þjónusta við við: skiptavini þess væru skert. Eimskip setti sér það markmið í árslok 1991 að lækka kostnað á hveija flutta einingu á næstu þremur árum um 15%. Á fyrstu tveimur árunum hef- ur tekist að lækka þennan kostnað um 10%. Þrátt fyrir lækkun i kostnaðar hefði afkoma félagsins ekki orðið viðunandi ef ekki hefðu einnig kom- ið til auknar tekjur vegna aukinna PÁSKATILBOÐÁ HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20% AFSLÁTTUR flutninga og nýrra verkefna. Tekj- urnar jukust um liðlega 1.400 millj- ónir milli ára eða um 20%. Stærsti hluti tekjuaukans er vegna meiri útflutnings en hann var um 13% meiri á árinu 1993 en árið á und- an. Kemur þar bæði til aukning á nýjum físki og öðrum sjávarafurð- um fyrir íslenska aðila auk útflutn- ings á fiski úr erlendum togurum sem landa hér á landi. Einnig hafa tekjur aukist vegna nýrra verkefna hér á landi en þó einkum erlendis. Loks hafa gengisfellingar íslensku krónunnar í nóvember 1992 og júní 1993 leitt til aukinnar veltu félags- ins.“ Aðalkeppinauturinn í eigu viðskiptabankans Á árinu voru flutt 990 þúsund tonn með skipum félagsins, saman- borið við 913 þúsund tonn árið á undan, sem er um 8,4% aukning. Auk þess fluttu strandferðaskip félagsins 150 þúsund tonn af inn- og útflutningsvöru sem umskipað var í Reykjavík í samanburði við 128 þúsund tonn árið á undan. Indriði sagði að síðasta ár hefði SðS VATNSVIRKINN HF. Armúla 21. slmar 68 64 55 - 68 59 66 ÞJONUSTU- SIMI Við tökum við ábendingum og tillögum sem varða þjonustu SVR í símsvara 8I4626 Strætisvagnar Reykjavíkur hf einkennst af harðri samkeppni á flutningamarkaðnum. Hörð sam- keppni væri ekki nýjung fyrir Eim- skipafélagið en staðan á markaðn- um sl. ár hefði um margt verið óvenjuleg. „Aðalkeppinautur fé- lagsins er nú að mestu í eigu við- skiptabanka Eimskipafélagsins. Það er ekki eðlilegt að bankar eða aðrar lánastofnanir eigi og reki fyr- irtæki í samkeppi við viðskiptavini sína. Slíkt getur leitt til vandkvæða fyrir báða aðila. Það skekkir sam- keppnisstöðuna og er ekki til hags- bóta fyrir almenning í landinu.“ Hann vitnaði í þessu sambandi til fréttar Morgunblaðsins í gær um að Landsbankinn hygðist færa nið- ur 420 milljóna króna hlutafjáreign sína í Samskipum að verúlegu marki. Indriði vék einnig að gagnrýni í garð stórra fyrirtækja. „í íslensku þjóðfélagi hefur oft borið á gagn- rýni í garð þeirra fyrirtækja sem talin eru stór á íslenskan mæli- kvarða og áberandi í atvinnulífinu, sérstaklega ef þau skila hagnaði og eru fjárhagslega sterk. Það hef- ur einnig þótt óeðlilegt af sumum aðilum að eignatengsl séu á milli fyrirtækja. Mér virðist þó að þetta viðhorf sé að breytast nokkuð á síðustu misserum. íslendingar eru að átta sig á því að hér á landi verða ekki tryggð viðunandi lífskjör nema landsmenn eigi stór og öflug fyrirtæki sem hafa alla burði til að keppa á alþjóðamörkuðum." Varðandi framtíðaráform Eim- skips sagði hann m.a. að gert væri ráð fyrir því að samkeppni yrði áfram hörð á flutningamarkaðnum við núverandi og hugsanlega nýja samkeppni. „Eimskip mun áfram búa sig undir vaxandi samkeppni í tengslum við þær breytingar sem eru að verða í hinu alþjóðlega um- hverfi. Eimskip lítur svo á að það sé fremur spurning hvenær en hvort félagið muni mæta vaxandi erlendri samkeppni. Rekstur félagsins tekur alltaf mið af þessari staðreynd.“ Fimm stjórnarmenn áttu að ganga úr stjórn Eimskips en voru endurkjörnir á aðalfundinum í gær. Þetta eru þeir Indriði Pálsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Benedikt Sveins- son, Baldur Guðlaugsson og Gunnar Ragnars. Samþykkt var að greiða 10% arð og gefa út 10% jöfnunar- hlutabréf. EimskiD on 11 —EIMSKIP — á r ■Iam REKSTUR: Milljónir kr. á meðalverðlagi 1993; framreiknað m.v. byggingarvísitölu 1993 1992 uuuuriGiuy Lykiltölur úr samstæðureikningi 1991 1990 1989 Rekstrartekjur 8.601 7.325 8.411 8.250 8.206 Rekstrargjöld án afskrfita 7.108 6.405 7.158 7.269 7.065 Afskriftir 833 821 F 795 689 s 867) i i Fjármunatekjur og (fjármagnsgj.) i (211) (317) 92 240 (259) Söluhagnaður eigna V / 78 \ 53 259 497 Tekjuskattur og eignaskattur (159) 177 t (192) (406) (260) Hagnaður/(tap) - —J — 368 (41) 411 385 252 Veltufé frá rekstri 1.461 743 1.210 800 968 EFNAHAGUR: Milljónir kr. á verðlagi í árslok 1993; framreiknað m.v. byggingarvisitölu 1993 1992 1991 1990 1989 Veltufjármunir 3.218 2.555 2.884 2.481 2.944 Fastafjármunir 6.583 7.242 • 7.693 7.099 5.555 Skammtímaskuidir 2.479 2.236 2.494 2.181 2.332 Langtímaskuldir 2.677 3.171 3.492 3.077 2.693 Eigið fá 4.645 4.390 4.591 4.322 3.474 Tekjur af erlendri starfsemi verði 18-20% af veltu - sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips EIMSKIP stefnir að því að tekjur af erlendri starfsemi verði 18-20% af heildarveltu fyrirtækisins á næstu árum. Á síðasta ári nam velta félagsins af erlendri starfsemi 1.256 milljónum eða um 15% af heild- arveltu þess. Veltuaukningin af erlendri starfsemi varð einnig 15% á siðastliðnu ári. Þetta kom fram i máli Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskips, á aðalfundi félagsins í gær. Hörður gerði í ræðu sinni grein fyrir ársreikningi félagsins. Sagði hann m.a., að hagnaður Eimskips á fímm ára tímabili, reiknað á með- alverðlagi ársins 1993, hefði verið 275 milljónir á ári. Meðalarðsemi eigin fjár síðustu fimm ára varð tæp 8%, en á síðasta ári nam arðsemin 9%. Þá kom fram í máli Harðar, að veltufé frá rekstri samkvæmt sjóðs- streymisyfirliti nam 1.461 milljón og tvöfaldaðist frá árinu áður. Eimskip hefur átt í deilu við skatt- yfirvöld frá árinu 1990 vegna gjald- færslu á reiknuðum eftirlaunarétt- indum starfsmanna í skattfram- tali.Hefur félagið fært eftirlaunarétt- indin til gjalda með þessum hætti frá árinu 1983. Á síðasta ári var þessari gjaldfærslu hafnað af yfírskatta- nefnd eða tíu árum eftir að færsla eftirlaunaskuldbindinga hófst í skattframtölum félagsins. Eimskip þurfti að greiða tekjuskatt sem sam- svaraði úrskurðaðri bakfærslu að fjárhæð 129 milljónir. Var þessi fjár- hæð færð til lækkunar á tekjuskatt- skuldbindingu án þess að hafa áhrif á rekstrarreikning félagsins. Bygging á frysti- geymslu fyrirhuguð EIMSKIP fyrirhugar að ráðast í byggingu frystigeymslu í Sundahöfn sem rúmi tvö til þrjú þúsund tonn af frystum fiski. Félagið rekur nú frystigeymslu í Sundahöfn sem rúmar um 450 tonn og í Hafnarfirði er hægt að geyma um 1.100 tonn. „Veruleg aukning í útflutningi á frystum sjávarafurðum, meiri geymsluþörf og breyttir flutninga- hættir krefjast aukins geymslurým- is,“ sagði Indriði Pálsson, stjórnar- formaður Eimskips, á aðalfundi fé- lagsins. „Gert er ráð fyrir að geymsl- an verði tekin í notkun í lok þessa árs. Einnig mun félagið hefja á árinu undirbúning að öðrum fjárfestingum sem ráðgerðar eru á næstu árum. Þá er nauðsynlegt að hefja brátt undirbúning að kaupum á öðrum gámakrana til viðbótar þeim sem nú hefur þjónað félaginu í tíu ár. Á þeim áratug hefur flutningsmagn um Sundahöfn tvöfaldast, aukist úr 60 þúsund gámaeiningum í 126 þúsund gámaeiningar." Hlutabréfaeign Burðar- áss lækkaði um 242millj. MARKAÐSVERÐMÆTI hlutabréfaeignar Burðaráss hf., dótturfélags Eimskips, í félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði lækkaði um 242 milljónir á siðasta ári. Var markaðsverðið áætlað 1.572 milljónir í lok síðasta árs samanborið við 1.814 milljónir í árslok 1992. Fram kom á aðalfundi Eimskips að tekjur Burðaráss á síðasta ári hefðu numið 75 milljónum en það eru arðgreiðslur frá hlutafélögum sem Burðarás á hlut í. Þar vegur þyngst arður af hlutabréfum í Fiug- leiðum. Burðarás á hlutabréf að nafnverði um 700 milljónir í Flugleið- um og námu arðgreiðslur af þeim bréfum tæplega 49 milljónum. Eignarhluti í öðrum féiögum var bókfærður í árslok 1993 á 1.612 milljónir en þar af eru 1.485 milljón- ir króna í félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði. Markaðsverð hlutabréfanna er því áætlað 6% hærra en bókfært verð. Heildareign- ir Burðaráss samkvæmt efnahags- reikningi námu í árslok 1993 1.708 milljónum sem er um 17% af heildar- eignum Eimskips. Eignir Burðaráss í öðrum félögum en þeim sem skráðir eru á hlutabréfa- markaði námu 128 milljónum og var bókfært verð fært niður um 46 millj- ónir til að mæta hugsanlegum af- skriftum á þessum lið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.