Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Thomas Allen. Roger Vignoles. Ljóðasöngur Tónlist Jón Ásgeirsson Thomas Allen baritonsöngvari og Roger Vignoles píanóleikari komu fram á tónleikum Tónlistarfélagsins sl. miðvikudag og fluttu þýska og franska ljóðasöngva og ensk þjóð- lög. Tónleikarnir hófust á fjórum Lieder-lögum eftir Schubert, Fisch- erweise, An die Nachtigall, Im Abendroht og Der Musensohn. Thomas Allen er mikill listamaður og söng hann öll lögin frábærlega vel en mest heillandi var túlkun Nýjar bækur Skákarfur Aljekíns er þriðji hluti rits eftir Alexander Kotov. Jörundur Hilmarsson þýddi. Efni þessa hluta er Peðafléttur, Hagnýting slæmrar staðsetningar liðsaflans og Mát- fléttur. Ritið er unnið í Skákprenti og bundið inn hjá Flatey. Það var gef- ið út sem jólagjöf tímaritsins Skák- ar, 1993. Allens á þvi viðkvæma ljóði, Til næturgalans. Fjögur lög eftir Brahms voru og vel sungin en það voru Wir wandelt- en (op. 96, nr. 2), Wie bist du, meine Königin (op. 32, nr. 9), Sala- mander (op. 107, nr. 2) og Stánd- chen (op. 106, nr. 1), sem varglæsi- iega fiutt. Þá var flutningur þeirra félaga ekki minna glæsilegur í tveimur lögum eftir Mahler, Rheinlegend- chen og Wer hat dies Liedlein erdacht, úr Des Knaben Wunder- horn. Þijú lög eftir Duparc, og grísku alþýðulögin eftir Ravel, voru meist- aralega vel flutt og sérstaklega það síðasta, Allt í gamni. í bresku þjóðlögunum hitti Thomas Allen tónleikagesti beint í hjartað. Það er í raun fátt hægt að segja um svo stórkostlegan flutning, eins og hjá þeim félögum Allen og Vignoles, aðeins rétt að þakka fyrir þá mannhlýju list, sem þessi miklu listamenn færðu okkur hingað í kuldann og fá þannig enn eina sönnun þess, að hið fagra í listinni er sem náttúruvernd hugans og að mikil list sameinar allt mann- fólkið í heitri og orðlausri hrifningu. DAGBOK SJÖUNDA dags aðventist- ar á íslandi: A laugardag: AÐVENTKIRKJAN, Ing- ólfsstræti 19: Biblíurann- sókn kl. 9.45. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. SAFNAÐARHEIMILI að- ventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíurannsókn að guðsþjónustu^ lokinni. Ræðu- maður Lilja Ármannsdóttir. SAFNAÐARHEIMILI að- ventista, Gagnheiði 40, Sel- fossi: Guðsþjónusta kl. 10. Biblíurannsókn að guðsþjón- ustu lokinni. Ræðumaður Sig- ríður Kristjánsdóttir. AÐVENTKIRKJAN, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum: Biblíurannsókn kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Einar Valgeir Arason. AÐVENTSÖFNUÐURINN Hafnarfirði, Góðtemplara- húsinu, Suðurgötu 7: Sam- koma kl. 10. Ræðumaður Steinþór Þórðarson. ORLOFSNEFND hús- mæðra í Reykjavík hefur opnað skrifstofu á Hverfis- götu 69. Opið virka daga milli kl. 17 og 19. Síminn þar er 12617. GRENSÁSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Mæra- og feðramorgunn kl. 10-12. ______________ SELJAKIRKJA: Fyrirbæna- stund í kirkjunni í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum veitt mót- taka á skrifstofu safnaðarins. FÉLAG eldri borgara, Kópavogi. Spiluð félagsvist og dans í félagsheimilinu 2. hæð í kvöld kl. 20.30. SKIPIN RE YK J A VÍ KURHÖFN: í fyrradag fór Múlafoss á strönd, Kyndill kom og fór samdægurs á strönd. Þá fór Sóley til Siglufjarðar með loðnu. í gær fór Brúarfoss, loðnuskipið Svanur landáði og fór. Þá kom Kambaröstin SU 200 til viðgerða, þá kom nótaskipið Sigurður til við- gerðar á nót. Þá komu Arnar- fell og Mælifell af strönd og Helgafellið fór til útlanda með viðkomu í Eyjum. Búist var við að Dettifoss færi út líka. í dag er rússneski togar- inn Olshana væntanlegur. HAFNARFJARÐARHÖFN: í gær komu af veiðum Har- aldur Kristjánsson, Drang- ey, Drangavík, Óskar Har- aldsson og Lómur. I gær- kvöld kom Rússinn Pesha til losunar. UM HELGINA Myndlist Gunnar Guð- steinn sýnir í Portinu Gunnar Guðsteinn Gunnarsson opnar sýningu í Portinu Hafnarfirði laugardag- inn 12. mars. Á sýningunni sem er þriðja einkasýning listamannsins sýnir hann olíumyndir, en myndirnar eru verk síð- ustu tveggja ára. Sýningin stendur til 27. mars. Sýning- arsalir Portsins eru opnir alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Þriár sýningar í Hafnarborg í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar sýna nú Baltasar og Kristjana Samper og Kristbergur Pétursson, en hann sýnir í kaffistofunni. Á sýningu Baltasar eru 17 málverk og 6 teikningar. Verkin eni öll unnin á síðustu þremur árum. Kristjana sýnir í Sverrissal og á sýn- ingu hennar eru 10 skúlptúrar og 6 lág- myndir. Sýningarnar standa til 20. mars og eru opnar daglega frá kl. 12-18 nema þriðjudaga. Kristbergur Pétursson sýnir í kaffi- stofu Hafnarborgar og stendur sýning hans til 20. mars. Þetta er fjórða einkasýning Krist- bergs, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýning Kristbergs er opin virka daga kl. 11-18 og kl. 12-18 um helgar. Eitt verka Lu Hong. Lu Hong sýnir í Gallerí Fold Listamaður mánaðarins í Gallerí Fold, Austurstræti 3, er kínverska listakonan Lu Hong. Þar sýnir hún túss- og vatns- litamyndir. Myndefnið er íslenskt lands- lag. Hún útskrifaðist árið 1985 frá Kín- verska listaháskólanum í Peking og var fyrsta konan sem lauk_ námi í þessari listgrein frá skólanum. Ári síðar fór hún til Japan þar sem hún lagði stund á jap- önsku og japanska vatnslitamálun. Lu Hong fluttist til íslands árið 1990 og er gift íslenskum manni. Lu Hong hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Kína, Japan og á Islandi. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18, nema laugardaga frá kl. 10-16. Sýningin stendur til 26. mars. Guðni Harðarson. Guðni Harðarson sýnir í Gallerí Borg Guðni Harðarson opnar sýningu í Gallerí Borg á morgun, laugardaginn 12., mars. Guðni er fæddur í Reykjavík 1950. Hann stundaði nám í Menntaskól- anum í Reykjavík (1966-70) Háskóla íslands (B.Sc. í líffræði, 1971-75) og síðan við Háskólann í Wales (Ph í jarð- vegsörverufræði, 1975-78). Eftir að Guðni lauk námi hefur hann unnið erlendis. Guðni hefur ritstýrt þrem- ur bókum og birt u.þ.b. 60 vísindagrein- ar um niturnám belgjurta. Umhverfismál eru efni flestra verk- anna sem nú eru til sýnis í Gallerí Borg og nefnist sýningin „Þegar öllu er á botninn hvolft". Guðni sýnir um 25 akrýlmyndir á striga sem unnar eru á síðustu árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18 og lýkur henni 22. mars. Ólafur Már opnar sýn- ingu í Slunkaríki Ólafur Már opnar sína aðra einkasýn- ingu í Slunkaríki á ísafirði þann 23. mars nk. og stendur hún til 17. apríl. Ólafur sýnir þar myndverk unnin með akrýllitum á striga unnin á undanfömum mánuðum. Óiafur Már útskrifaðist frá MHÍ 1980. Ólafur Már. Hann hefur haldið einkasýningar á ísafirði og í Bolungarvík og tekið þátt í samsýningum. Ólafur Már er með vinnustofu í gamla Álafosshúsinu í Mosfellsbæ ásamt nokkr- um öðrum listamönnum. Síðasta sýningarhelgi Sólveigar Sýningu Sólveigar Eggertsdóttur í Galleri Sólon íslandus við Bankastræti lýkur nk. þriðjudag 15. mars. Verkin á sýningunni eru unnin á sl. sumri og í vetur. Efnið er gifs, vax og plast. Sólveig hefur haldið tvær einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin er opin daglega frá kl. 11-18. Anna Gunnlaugsdóttir. Anna Gunnlaugsdóttir sýnir í Listasarni ASI Anna Gunnlaugsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ á morg- un laugardaginn 6. mars kl. 16. Anna er fædd í Reykjavík 1957. Hún stundaði nám við Myndlista og handíða- skóla íslands 1974-1978 og 1978-1979 í París og síðast í MHÍ 1981-1983 í graf- ískri hönnun. Anna fékk starfslaun listamanna 1991. Verkin eru unnin á síðustu þrem árum á mashonít með akríl og sandi. Þetta er 5. einkasýning Önnu og stendur hún til 27. mars. Sýningin er opin kl. 14-19 alla daga vikunnar nema miðviku- daga. Jón Gunnar Árnason. Sýning til hgiðurs Jóni Gunnari Arnasyni í Nýlistasafninu í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b, opnar á morgun laugardaginn 12. mars sýning til heiðurs Jóni Gunnari Árnasyni (1931- 1989). Á sýningunni verða verk nokk- urra listamanna sem tengdust Jóni, sam- tímamenn hans í listinni og nemendur. Eftirtaldir myndlistarmenn eiga verk á sýningunni: Kees Visser, Jóhann Ey- fells, Kristín Eyfells, Daníei Magnússon, Þór Vigfússon, Hreinn Friðfinnsson, Ní- els Hafstein, Ölafur Lárusson, Magnús Pálsson, Björgvin Gylfi Snorrason, Sig- urður Guðmundsson, Rúrí, Magnús Tóm- asson, Óiafur S. Gíslason, Guðbergur Bergsson, Róska, Einar Guðmundsson, Þórdís Sigurðardóttir, Tryggvi Ólafsson, William Louis Sörensen og Kristinn E. Hrafnsson. Þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30. verð- ur í Nýlistasafninu kvöldstund með Ólafi Gíslasyni og Guðbergi Bergssyni þar sem rætt verður um iist Jóns Gunnars, SÚM- timann og samtímalistina. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og hennylýkur sunnudaginn 27. mars. „Island í augum Hvít-Rússa“ Sýningin „ísland í augum Hvítrússa" verður opnuð i húsakynnum MÍR, Vatns- stig 10, á morgun, laugardaginn 12. mars kl. 14. Á sýningunni eru myndverk eftir hvít- rússneska listamanninn Arlen Kashkúre- vitsj, en hann dvaldist hér á landi ásamt Ljúdmilu konu sinni í _3 vikur á sl. sumri og hélt þá sýningu. Á sýningu MÍR að þessu sinni eru margar andlitsmyndir af íslendingum sem hann teiknaði hér á landi, þ.á m. myndir af Auði og Halldóri Laxness. Sýningin „ísland í augum Hvít-Rússa“ verður opin næsta hálfa mánuðinn á virk- um dögum frá kl. 17-18 og um helgar kl. 15-18. Opnar leirlistarsýningu í Stöðlakoti Áslaug Höskuldsdóttir leirlistarkona opnar einkasýningu í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg laugardaginn 12. mars klukkan 14. Áslaug sýnir kertastjaka og vasa á sýningunni og einnig leirmyndir. Áslaug útskrifaðist frá leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1975 og stundaði frekara nám við skól- ann á árunum 1983-85. Þetta er fyrsta einkasýning Áslaugar, en áður hefur hún sýnt á þremur samsýn- ingum, í Gerðubergi 1984, í Gallerí Gang- skör árið 1988 og í Epal árið 1990. í kynningu segir: „Uppistaðan í sýn- ingunni nú eru vasar og kertastjakar. Form vasanna er mjúkt og þeir eru sett- ir saman úr smærri einingum, renndum úr steinleir. Kertastjakarnir eru unnir úr postulini í keilulaga form. Hlutirnir á sýningunni eru ekki eingöngu hannaðir með notagildið í huga heldur einnig út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og er markmiðið að gleðja áhorfandann.“ Sýningin verður opin milli klukkan 14 og 18 daglega en henni lýkur 27. mars. Málþing um myndlist Málþing um myndlist verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 20. mars kl. 13. Yfirskrift málþingsins í ár er „ímyndir". Fyrirlesarar eru Auður Ólafsdóttir list- fræðingur, Ásta Ólafsdóttir myndlistar- maður, Daníel Þ. Magnússon myndlistar- maður, Friðrik Rafnsson ritstjóri Tímarits Máls og menningar og Kolbrún Bergþórs- dóttir bókmenntafræðingur. Fundarstjóri verður Sigurjón B. Sig- urðsson. Aðgangur er ókeypis. Islensk grafík 25 ára í Norræna húsinu sýnir 31 félagsmað- ur úr íslenskri grafík 91 myndverk. Á sýningunni má sjá myndir unnar með hinum ýmsu aðferðum grafíklistar- innar, s.s. steinþrykk, tréristu, dúkristu, ætingu, messotintu, collagraph, sáld- þrykk og einþrykk. Sýningin stendur til 20. mars og er opin alla daga vikunnar kl. 13-19. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Opið hús í Jýennara- háskóla Islands Nemendur Tónlistarskólans í Reykja- vík flytja tóniist í opnu húsi í Kennarahá- skóla íslands sunnudaginn 13. mars. Málmblásarasveit Tónlistarskólans í Reykjavík flytur Handel-svítu í 4 þáttum fyrir málmblásara og Mars úr Sigurði Jórsalafara útsett fyrir horn og túbu af Roar Kvam. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík flytja Rhythmische Rondospi; ele (klappkór) eftir Carl Orff, stjórnandi er Helgi Þ. Svavarsson. Gunnar Þorgeirsson, Una Sveinbjarn- ardóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Bjarni Sveinbjörnsson leika Kvartett fyr- ir enskt hom, fiðlu, selló og kontrabassa eftir Michael Haydn. Einnig mun fara fram kynning á hljóð- færum ijórum sinnum yfir daginn. Hátíúartónleikar í Operunni Styrktarfélag íslensku óperunnar býð- ur styrktarfélögum sínum og styrktarfyr- irtækjum til tvennra hátíðartónleika í íslensku óperunni um helgina. Á tónleik- unum mun Óperukórinn undir stjórn Garðars Cortes ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Ingveldi Ýr Jónsdóttur flytja mörg vinsæl atriði úr óperum, óperettum og söngleikjum. f kynningu segir: „Styrktarfélagar Óperunnar eru nú um eitt þúsund, en styrktarfyrirtæki eru 51 talsins. Framlög þeirra og stuðningur hefur reynst ís- iensku óperunni mikilvæg á liðnum árum- Þessir tónleikar eru hugsaðir sem lítill þakklætisvottur fyrir dyggan stuðning frá Styrktarfélagi og listafólki islensku óperunnar.“ Tónleikarnir verða haldnir á laugar- dags- og sunnudagskvöld og heíjast kl. 20. Bach-tónleikar í Landakotskirkju Selkórinn á Seltjamarnesi og Friðrik Vignir Stefánsson organisti efna til tón- leika í Landakotskirkju sunnudaginn 13- mars. kl. 17. Á efnisskránni em eftirtalin verk eftir Johann Sebastian Bach: Preiudia og fúga í c-moll, Sálmforleikur að Jesu meine Freude, Preludia og fuga í a-moll, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.