Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
GOLF |g VETRARÓLYMPÍUMOT FATLAÐRA
Sigurjón
undir pari
í Orlando
Siguijón Arnarsson, kylfingur úr
Golfklúbbi Reykjavíkur, tók
þátt í móti í Tommy Armour mótaröð-
inni í Bandaríkjunum í vikunni og
endaði í 14. sæti.
Siguijón lék fyrri daginn á 72
höggum, eða á pari vallarins, en síð-
ari daginn lék hann á einu undir
pari, samtals á 143 höggum. Erfíð-
leikastuðull vallarins var 74 þannig
að Siguijón lék á 5 höggum undir
honum. Mótið vannst á 135 höggum,
en þátttakendur voru 157. Siguijón
var einn af 11 áhugamönnum í mót-
inu og var bestur þeirra.
Mótið var haldið á Cypress Creek
vellinum í Orlando og var veður gott.
Siguijóni hefur gengið vel að undan-
förnu og þetta var þriðja mótið í röð
þar sem hann leikur á undir pari
vallarins.
■ FH-INGAR eru þessa dagana í
keppnis- og æfingaferð á Kýpur.
Lið jieirra lék á miðvikudaginn við
lið Öster og tapaði 1:2. Atli Einars-
son gerði mark FH.
■ SKAGAMENN áttu að leika
gegn sænska liðinu Hacken á öðru
móti á Kýpur í gær en leiknum var
frestað vegna rigningar. Reyna á
aftur í dag.
■ SKATTAYFIRVÖLD í Port-
úgal hafa gert leikvang Porto upp-
tækan sem tryggingu fyrir skatt-
skuld félagsins. Talið er að Porto
skuldi um 75 milljónir króna í skatta.
■ HECTOR Nunez frá Uruguay
sagði í gær af sér sem þjálfari Va-
lencia á Spáni. Hann tók við af
Francisco Leal í desember s.l., en
Leal kom í staðinn fyrir Guus Hidd-
ink mánuði fyrr.
■ JOSE Manuel Rielo, aðstoðar-
þjálfari, stjórnar liðinu um helgina,
en félagið er að hugsa um að biðja
Hiddink um að koma aftur. Hann
var tvö ár með liðið og gekk vel, en
tók poka sinn eftir 7:0 tap gegn
Karlsruhe í Evrópukeppni félagsl-
iða.
■ JEAN-PIERRE Papin mót-
mælti í gær orðrómi þess efnis að
hann færi frá AC Milan til Mar-
seille í sumar, en sagðist vilja ljúka
ferlinum þar. Hann á ár eftir af
samningnum.
íslensku ól-fararnir. Svanur Ingvarsson, eini keppandi íslands í Lilleham-
mer er á sleðanum, aðrir eru frá vinstri: Hörður Barðdal, fararstjóri, Magnús
B. Einarsson, læknir, Anna K. Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri íþrótta- og
útbreiðslusviðs ÍF og Ólafur Jensson, formaður ÍF.
íslenskur
keppandi í
fyrsta sinn
Fimm íhópnum
í Lillehammer
Vetrarólympíumót fatlaðra var
sett í Lillehammer í Noregi í
gær, 10. mars. Sömu íþróttamann-
virki verða notuð og á Vetrarólymp-
íuleikunum fyrir skömmu og aðbún-
aður keppenda og fararstjóra er sá
sami.
ísland tekur nú þátt í Vetrar-
ólympíumóti í fyrsta sinn. Svanur
Ingvarsson frá Selfossi er fulltrúi
landsins og keppir í sleðastjaki.
Ólympíunefnd íslands gaf íþrótta-
sambandi fatlaðra góðfúslegt leyfi
til að nota landsliðsbúning sinn og
er það í fyrsta sinn sem ófatlaðir
og fatlaðir íþróttamenn koma fram
fyrir hönd Islands í eins búningi.
SKIÐI / BIKARMOT I ALPAGREINUM
Tvöfalt hjá Hörpu og Pálmari
HARPA Hauksdóttir íslands-
meistari frá Akureyri og Pálmar
Pétursson úr Ármanni sigruðu
með nokkrum yfirburðum í
svigi og stórsvigi á fyrsta bikar-
móti SKÍ i alpagreinum á þessu
ári, en mótið fór fram á Dalvík
um síðustu helgi.
Alaugardeginum var keppt í
stórsvigi karla og svigi
kvenna og á sunnudeginum í svigi
karla og stórsvigi kvenna. Drengir
15-16 ára kepptu með körlunum, í
sömu braut, og stúlkur á sama aldri
með konunum.
Pálmar Pétursson, sem er 21s
árs, sigraði mjög örugglega í stór-
sviginu og var rúmlega þremur sek-
úndum á undan Eggerti Óskarssyni
frá Ólafsfirði sem varð annar. Þetta
er /yrsti sigur hans í bikarmóti
SKÍ. Hann vann einnig svigið á
sunnudeginum og var þá tæpri sek-
úndu á undan læknanemanum, Örn-
ólfi Valdimarssyni, sem keppti ekki
í stórsviginu.
Harpa Hauksdóttir hafði sömu
yfirburði í kvennakeppninni. Hún
var tæplega sjö sekúndum á undan
Hallfríði Hilmarsdóttur frá Dalvík,
sem varð önnur í sviginu. Harpa
var síðan rúmlega fimm sekúndur
á undan Evu Bragadóttur frá Dal-
vík, sem varð önnur í stórsviginu.
Helgi Indriðason frá Dalvík sigr-
Verðlaunahafar í stórsvigi kvenna. Frá vinstri: Harpa Hannesdóttir úr KR,
sem varð þriðja í stórsvigi og svigi, Harpa Hauksdóttir frá Akureyri, sem sigraði
í báðum greinum og Eva Bragadóttir frá Dalvík, sem varð önnur í stórsviginu.
aði í stórsvigi drengja 15-16 ára
og Egill Birgisson úr KR í svigi.
Hallfríður Hilmarsdóttir, Akureyri,
sigraði í svigi stúlkna 15-16 ára
og Eva Bragadóttir, Dalvík, í stór-
svigi.
Isfirðingar mættu ekki til leiks,
vegna þess hve verðurspáin var
slæm fyrir helgina. Að sögn Jó-
hanns Bjarnasonar, formanns
Skíðafélags Dalvíkur, fór mótið vel
fram og veður og færi eins og best
verður á kosið. 61 keppandi tók
þátt, 30 í pilta- og karlaflokki og
31 í stúlkna- og kvennaflokki. Dal-
víkingar verða einnig með bikarmót
um næstu helgi, en þá verður keppt
í alpagreinum unglinga 13-14 ára.
HANDKNATTLEIKUR / NM HEYRNARLAUSRA
íslendingar ætla að veija NM-titilinn
Handknattleikslið heyrnariausra, sem vann silfurverðlaunin á heimsleikunum í Búlgaríu, hefur titil að veija á
Norðurlandamótinu í Danmörku.
Islenska handknattleikslandslið
heyrnarlausra tekur þátt í Norð-
urlandameistaramóti heyrnarlausra
í Álaborg í Danmörku um helgina.
íslenska liðið er núverandi Norður-
landameistari og hefur því titil að
veija í Danmörku. Leikmenn liðsins
eru staðráðnir í að veija titilinn,
þó svo að einn besti leikmaður liðs-
ins og fyrirliði, Matthías Rúnarsson,
sé meiddur og geti þvi ekki verið
með.
Island, sem vann silfurverðlaun
á heimsleikum heyrnarlausra í
Búlgaríu fyrir skömmu, er í riðli
með Norðmönnum, Dönum og
Svíum. Eftirtaldir leikmenn skipa
íslenska liðið:
Jóhann R. Ágústsson, Bernharð Guðmunds-
son, Trausti Jóhannesson, Jóel E. Einars-
son, Hjálmar Ö. Pétursson, Olgeir Jóhann-
esson, Kristján Friðgeirsson, Georg B. Ein-
arsson, Tadeusz Jón Baran, Magnús Sverr-
isson og Böðvar M. Böðvarsson. Þjálfari
liðsins er Guðmundur Magnússon, Daði
Hreinsson er liðsstjóri og túlkur, Guðrún
íssberg, sjúkraþjálfari og Marek Wolan-
skyz, myndbandsuþptökumaður.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin:
Atlanta - New York..................83:90
■Patrick Ewing gerði 25 stig fyrir New
York og var þetta fjórði sigur Knicks í röð.
Kevin Willis gerði 31 stig fyrir Hawks og
tók 11 fráköst. Atlanta hafði 66:60 forystu
í upphafi fjórða leikhluta en það dugði ekki
gegn góðum endaspretti gestanna.
Detroit - New Jersey.............114:97
■Joe Dumars skoraði meira í þessum leik
en hann hefur áður gert í vetur, 44 stig
og átti stæstan þátt í að stöðva sjö leikja
tap Detroit. Terry Mills gerði 30 stig gegn
fyrrum félögum sínum í Nets.
Miami - Denver...................102:80
Philadelphia - Orlando..........101:117
■O’Neal gerði 40 stig fyrir Orlando og tók
14 fráköst. Anfernee Hardaway bætti við
28 stigum en Jeff Malone var stigahæstur
76ers með 20 stig.
Washington - Phoenix............106:142
■Cedric Ceballos gerði 36 stig, Charies
Barkley 24 og Dan Majerle 20 f stórsigri
Phoenix á Washington. Barkley reyndi ijór-
um sinnum þriggja stiga skot og hitti úr
þeim öllum.
Minnesota - Sacramento...........96:104
■Mitch Richmond gerði 35 stig fyrir Kings.
Doug West og Chuck Person gerðu 28 stig
fyrir Timberwolves sem tapaði sjötta leikn-
um í röð og 11. leiknum í síðustu tólf.
Milwaukee - Indiana..............94:105
■Leikmenn Indiana eru í miklu stuði þessa
dagana. Reggie Miller gerði 22 stig og þar
af 10 í síðasta fjórðungi og Antonio Davis,
sem var ekki í byrjunarliðinu, gerði 16 stig
og tók 11 fráköst. Vin Baker gerði 21 stig
fyrir heimamenn og tók 10 fráköst. Milw-
aukee misnotaði sjö vítaköst af nfu í síð-
asta fjórðungi.
Portland - Utah.....................122:99
■Þar kom að þvi að Utah tapaði leik, en
liðið hafði unnð 10 leiki i röð þar til það
mætti Portland. Rod Striekland gerði 20
stig fyrir heimamenn eins og Terry Porter.
Íshokkí
NHL-deildin:
Washington - NY Rangers ...........5:7
■Mike Gartner skoraði eitt mark og komst
þannig í fímmta sæti yfir markahæstu
menn deildarinnar frá upphafi, hefur gert
611 mörk, einu meira en Bobby Hull.
Hartford - Tampa Bay................4:1
Montreal - St. Louis................7:2
■Lyle Odelein varð fyrsti kanadiski varnar-
maðurinn í rúm átta ár til að gera þrennu
í leik.
Toronto - Dallas....................4:2
Calgary - Detroit...................1:5
Edmonton - Florida..................3:5
■Florida skaust upp fyrir Philadelphia með
sigrinum og er sem stendur i öruggu sæti
um að komast í úrsltitakeppnina.
Anaheim - Buffalo...................0:3
Los Angeles Kings - Chicago.........0:4
Vancouver - NY Islanders............5:4
■Þriðja þrenna Pierre Turgeon á tímabilinu
dugði Islanders ekki til sigurs en Pavel
Bure náði hins vegar að skora fyrir Vancou-
ver og var þetta fertugasta mark hans á
timabilinu.
Skíði
Bikarmót SKÍ
Bikarmót Skíðasambands Islands í alpa-
greinum, það fyrsta í vetur, fór fram á
skíðasvæði Dalvíkinga um siðustu helgi.
Keppt var í karla og kvennaflokki og pilta
og stúlknaflokki 15-16 ára. Helstu úrslit
voru sem hér segir:
Stórsvig karla:
Pálmar Pétursson, Ármanni.......1.55,95
Eggert Óskarsson, Ólafsfirði....1.59,54
Ingþór Sveinsson, Nesk..........2.03,91
Svig karla:
PálmarPétursson, Ármanni........1.40,92
Örnólfur Valdimarsson, ÍR.......1.41,67
Ásþór Sigurðsson, Ármanni.......1.45,48
Svig kvenna:
Harpa Hauksdóttir, Akureyri.....1.23,96
Hallfríður Hilmarsdóttir, Akureyri... 1.30,23
Harpa D. Hannesdóttir,KR........1.30,93
Stórsvig kvenna:
Harpa Hauksdóttir, Akureyri.....2.16,19
Eva Baldursdóttir, Dalvík.......2.21,24
Harpa Hannesdóttir, KR..........2.22,09
Svig drengja 15-16 ára:
Egill Birgisson, KR.............1.48,93
Elmar Hauksson, Víkingi.........1.52,02
Helgi Indriðason, Dalvík........1.53,38
Stórsvig drengja 15-16 ára:
Helgi Indriðason, Dalvík........2.07,55
Sveinn Bjamason, Húsavík........2.09,29
Fjalar Úlfarsson, Akureyri......1.30,93
Svig stúlkna 15-16 ára:
Hallfríður Hilmarsdóttir, Akureyri ...1.30,23
Harpa D. Hannesdóttir, KR.......1.30,93
Auður K. Gunnlaugsdóttir, Akureyril.31,17
Stórsxig..stúlkna. .15.-.16. .ái:a:.
Eva Baldursdóttir, Dalvík.......2.21,24
HarpaD. Hannesdóttir, KR........2.22,09
Ása Bergsdóttir, KR.............2.23,51
FELAGSLIF
Firmakeppni Skalla-
gríms í knattspyrnu
Firmakeppni knattspyrnudeildar Skalla-
gríms verður í íþróttamiðstöðinni í Borgar-
nesi föstudaginn 25. og sunnudaginn 27.
mars. Keppt verður í tveimur flokkum, fyr-
ir þá sem æfa litið eða ekkert og þá sem
lengra eru komnir. Þátttaka tilkynnist fyrir
miðvikudagskvöldið 23. mars til Sigurgeirs
93-71450/71920, Sigurðar Páls, 93-
72004/71024 (fax) eða Hilmars 93-71918.