Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 39 inn flýgur. Hann vildi fá að kynn- ast því umfangi sem felst í gerð alvöru kvikmyndar. Um þetta leyti gerði síðan fyrst vart við sig þessi undarlegi sjúkdómur, sem virtist vera eitthvert afbrigði flogaveiki, er síðar átti eftir að verða honum að aldurtila. Helgi talaði sjaldan um þennan sjúkdóm sem plagaði hann, enda var hann lítið gefinn fyrir að barma sér eða láta vorkenna sér á nokkurn hátt. Hann kvartaði þó stundum undan minnisleysi við mig og bað mig um að rifja upp fyrir sér atvik frá þvi við vorum í sveit- inni, því þeim minningum vildi hann alls ekki glata. Hin síðustu ár minntist Helgi aldrei á sjúkdóminn við mig og vissi ég ekki annað en hann heyrði sögunni til. Nú hefur maður hinsvegar heyrt að hann hafi plagað hann af og til og þá eingöngu í svefni. Þegar ég kom heim sumarið 1990, eftir nokkurra ára dvöl í Kanada, setti Helgi Már sig strax í samband við mig. Hann var nú búinn að eignast myndbandsupp- tökuvél og fórum við í nokkrar ógleymanlegar ferðir saman þetta sumar og mynduðum mikið. Við dvöldum yfir verslunarmannahelg- ina í sumarbústaðnum hjá Jóni Má á Laugarvatni í yndislegu veðri. Helgi ólgaði af lífsgleði og lék á als oddi með sinn sérstaka húmor. Við fórum einnig upp í Borgarfjörð og heilsuðum upp á skyldfólk okkar og fórum í útreiðartúr ásamt Þor- valdi Inga, bróður Helga Más. Það var síðan Helgi Már sem tók að sér að festa á myndband stórkostlega ferð skyldmenna af Þorbergsstaða- ættinni vestur í Dali til að skoða ættarslóðir. Sú ferð hafði djúpstæð áhrif á Helga og varð kveikja að handriti sem hann sendi mér til yfirlestrar. Helgi Már var mjög frændrækinn og manna duglegastur við að efna til gleðskapar meðal okkar frænd- systkina. Hann var einnig einn aðal- hvatamaðurinn að því að koma á árvissu ættarmóti þar sem Eski- holtsættin kemur saman og skemmtir sér yfir eina helgi á hveiju sumri. Helgi Már setti óneitanlega sterkan svip á þennan gleðskap með sínum óvenjulegu uppátækjum og kæruleysislega gálgahúmor. Hans verður sárt saknað því hann var svo sannarlega páfugl í annars litlausri flóru hversdagsins, einn þessara fáu manna sem þora að vera þeir sjálf- ir og neita að láta njörva sig niður við þröngan stakk almenningsálits- ins. Helgi Már var mikill áhugamaður um íþróttir og ágætur íþróttamaður sjálfur. Hann fór oft á skíði, hjólaði mikið og undanfarna tvo vetur stunduðum við saman fótbolta með nokkrum félögum okkar einu sinni í viku. Ekki var annað að sjá en Helgi væri frískastur og í besta úthaldinu. Þetta sýnir manni að maður stendur við dyr dauðans á hveijum einasta degi. Ekkert er öruggt í þessum heimi. Það má líka segja að það sé kaldhæðni örlag- anna að Helgi Már skuli deyja núna, loksins er hann var að ná einhveiju settu marki í lífinu. Hann var á lokaári í Kennaraháskóla íslands og hlakkaði mikið til að útskrifast í vor. Arin í Kennaraháskólanum voru búin að vera ár margra per- sónulegra sigra hjá Helga Má, hann var m.a. farinn að búa til ljóð í stór- um stíl sem hann setti saman í hefti og gaf vinum og vandamönn- um. Góði guð, ég fæ seint skilið hvað fyrir þér vakir þegar ungt og hraust fólk, í blóma lífsins er numið mis- kunnarlaust á brott án nokkurs fyrirvara og án nokkurs sjáanlegs tilgangs. Ég bið þig um að umvefja Helga Má ást og hlýju og gefa okkur sem þekktum og elskuðum hann styrk til að halda áfram að lifa lífinu lifandi og varðveita minn- ingu Helga Más í hjarta okkar. Elsku Helgi minn, ég færi þér mínar innilegustu þakkir fyrir allar dásamlegu stundirnar sem ég hef fengið að eiga með þér í gegnum tíðina. Ég trúi því að þú hafir nú verið kvaddur til æðri starfa á öðr- um stað. Svo lengi sem ég lifi mun minningin um þig lifa í hjarta mínu. Þinn frændi og vinur, Þorri. Stefán Haukur Jóns- son — Minning Fæddur 25. nóvember 1967 Dáinn 7. febrúar 1994 Á mánudagskvöldið hinn 7. febr- úar sl. bárust okkur þau sorgartíð- indi að Stefán mágur okkar væri látinn. Okkur setti hljóð og minning- ar liðinna ára leituðu á hugann. Kynni okkar af Stefáni Hauki hófust fyrir um sjö árum þegar hann hóf sambúð með Þóru systur okkar. Stefán var fæddur á Akureyri og bjó á Seyðisfirði allt til ársins 1987, en þá fluttist hann á Árskógssand. Hann var elstur fjögurra systkina. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Jóns- dóttir og Jón Aðalsteinn Stefánsson og búa þ_au á Seyðisfirði. Systkini hans eru Omay Trausti, Hafþór Svan- ur og Lára Ósk. Stefán byijaði að vinna 14 ára gamall og vann hjá Norðursíld á Seyðisfirði meðan hann bjó þar. Eftir að hann fluttist á Ár- skógssand vann hann bæði til sjós og lands en síðustu árin var hann eingöngu á sjónum. Þau Stefán og Þóra eignuðust tvær dætur: Tinnu, fædda 1988, og Andreu, fædda 1990. Þær sáu'ekki mikið af pabba sínum vegna þess hversu mikið hann var á sjónum. En þær stundir sem hann var í landi var mikið fjör og læti í þeim systrum enda litlu sólagreisl- arnir hans pabba síns. Stefán var rólegur og dulur mað- ur, bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var mjög duglegur og vinsæll í vinnu. Við getum ekki leynt því að okkur finnst dauði hans ótímabær. Margar spurningar sitja eftir í huga okkar sem við fáum aldrei svör við. Elsku Þóra, Tinna, Andrea, Bogga, Steini og aðrir aðstandendur. Innilegustu samúðarkveðjur flytjum við frá okkur öllum í fjölskyldunum og biðjum Guð um styrk á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Valgerður, Inga og Jóhann. Stefanía Guðrún As- kelsdóttir - Minning Fædd 9. mars 1918 Dáin 26. febrúar 1994 Kveðja Ég hitti Stebbu fyrst árið 1963 þegar uppeldissonur hennar, Sæ- mundur Bjarkar, kynnti mig á heim- ili sínu. Allar götur síðan var hún mér sem mætasta móðir og besti vinur, og þó að leiðir okkar Sæmundur skildu eftir tæplega sex ára hjónaband stóð heimili Stebbu og Óskars á Grenimel 4 mér og mínum alltaf opið. Stebbu verður ekki minnst nema geta þess að eitt áttum við sameigin- legt — en það var ljósgjafí í lífi okk- ar beggja, dóttir okkar Sæmundar og nafna hennar, Stefanía Guðrún. Stebba stóra var alltaf tilbúin að gæta nöfnu sinnar sem gjarnan var nefnd Stebba litla. Er mér ljúft nú á kveðjustundu að þakka henni enn á ný þá ómetanlegu aðstoð sem hún veitti mér á þeim árum sem stúlkan mín var að vaxa úr grasi og ég vann langan vinnudag — fyrir öryggið sem Stebba litla hafði alltaf hjá ömmu sinni og nöfnu, og afa sínum Óskari. Ljósgjafmn óx úr grasi og er hún hóf háskólanám flutti hún í risið hjá ömmu og afa á Grenime! 4. Stebba stóra var hamingjusöm að hafa nöfnu sína undir sama þaki. Enn jókst gleði hennar og stolt þeg- ar nafna hennar giftist elskulegum manni, Braga Vilhjálmssyni, sem var eins og nýr sonur í fjölskyldunni. í desember 1992 fæddist þeim dóttirin Kristín Jóna, sem kom eins og sólar- geisli í líf langömmu sinnar, á tíma þegar farið var að halla undan fæti og veikindi heijuðu fastar að. Verður ekki á neinn hallað þó sagt sé, að Stebba stóra naut hjá þeim þeirrar bestu aðstoðar og ástúðar sem hún gat hugsað sér. Að leiðarlokum þakka ég þér Stebba mín stóra fyrir alla þína ást- úð og umhyggju sem þú ætíð hafðir fyrir velferð minni, og síðast en ekki síst, hversu ómældri ástúð þú um- vafðir dóttur mína, tengdason og ömmustelpu. Elsku Óskar minn, missir þinn og allra ástvina Stebbu er mikill — en minnumst allra gleðistundanna sem hún veitti okkur, þær verða aldrei frá okkur teknar. Kristín Jóna Halldórsdóttir. Minning Guðrún S. Möller Föðursystir mín, Guðrún Sveina Möller, lést hinn 18. febrúar sl. Hún fæddist í Stykkishólmi hinn 13. júlí 1914, elst fjögurra barna hjónanna Williams Thomasar Möller og Krist- ínar Elísabetar Sveinsdóttur. Hin eru Alvilda, lést ung, Óttarr og Jóhann Georg. Amma Kristín lést þegar Gunna var aðeins tólf ára gömul. Afi kvæntist aftur, Mar- gréti Jónsdóttur frá Suðureyri í Tálknafirði, og gekk hún börnunum í móðurstað. Afi og amma Margrét eignuðust þijú börn, Agnar, Krist- ínu og William Thomas. Gunna eignaðist einn son, Bertram Henry Möller, og kona hans er Guðríður Erla Halldórsdóttir. Barnabörn Gunnu eru fjögur og barnabarna- börn tvö. Gunna hafði mikinn áhuga á ættfræði og ósjaldan hringdi ég til hennar til að fá upplýsingar um hvernig jiessi eða hinn væri skyldur okkur. Ég fékk að vita allt sem ég þurfti en oft eftir löng símtöl varð ég að bera fram spurninguna aftur því ég var farin að rugla öllu sam- an, svo mikið vissi Gunna. Hún hafði líka gamah af að ferðast og eru þær margar heimsborgirnar sem hún heimsótti. Eitt sinn komu þær Gunna og amma Margrét til mín þegar ég bjó í Kaupmanna- höfn. Það var skemmtilegur tírni og mikið hlegið. Um leið og ég kveð Gunnu frænku, vil ég senda mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til allra að- standenda. Kristín Möller. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRGVINS SIGURÐSSONAR hæstaréttarlögmanns. Sigurður Björgvinsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Elfn Bergljót Björgvinsdóttir, Ragnar Guðmundsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MÖLLER, Seljahlíð. Bertram Möller, Guðríður Erla Halldórsdóttir, börn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður míns og mágs, PÉTURS KRISTJÁNSSONAR fyrrverandi kaupmanns. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki og stjórnendum á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Haraldur Kristjánsson, Gerða Herbertsdóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, GUNNÞÓRUNNAR PÁLSDÓTTU R. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki hjúkrunarheimilisins Skjóls. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólöf Ingibjörg Jónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför FRIÐRIKS RÓSMUNDSSONAR, Borgarhrauni 6, Hveragerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Land- spítalans. Guð blessi ykkur öll. Anna Jónsdóttir, Stefán Friðriksson, Elísabet Friðriksdóttir, Björn Friðriksson, Sveinn Friðriksson, Friðrik Friðriksson og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR frá Heiðarbæ, Vestmannaeyjum. Sigurgeir Ólafsson, Erla Eiríksdóttir, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, Eggert Ólafsson, Einar ÓJafsson, Viktorfa Ágústa Ágústsdóttir, Guðni Ólafsson, Gerður Guðrfður Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, REGÍNU GUNNARSDÓTTUR, Fannborg 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Halldór Jónsson, Jórunn Halldórsdóttir, Ragnar Óli Ragnarsson, Esther Halldórsdóttir, Guðmundur S. Sighvatsson, Hrefna Gunnlaugsdóttir, Óli Viktorsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.