Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 21

Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 21 Flugfélag Hagnaður hjá Islondsflugi Veltan jókst um 27% á síðasta ári VERULEG aukning varð á allri starfsemi íslandsflugs á síðasta ári. Rekstrartekjur voru 286 milljónir sem er 27% aukning frá árinu áður. Félagið flutti tæplega 42.000 farþega í áætlunar- og leiguflugi sem er 10% aukning frá fyrra ári og 376 tonn af vörum og pósti sem er 6% aukning. Eigið fé félagsins jókst á árinu um 14 milljónir króna. í frétt frá félaginu er greint frá því að hagnaður hafi orðið á starf- seminni en ekki fékkst upplýst um hversu mikill hann var. Rekstrará- ætlun félagsins gerir ráð fyrir að hagnaður verði einnig á árinu 1994. Félagið flýgur reglubundið áætl- unarflug til Bíldudals, Flateyrar, Hólmavíkur, Gjögurs, Sigluíjarðar, Egilsstaða, Norðfjarðar og Vest- mannaeyja. í tengslum við daglegt flug til Bíldudals eru bílferðir til Patreksfjarðar og Tálknaíjarðar og einnig eru ferðir til Þingeyrar í tengslum við daglegt flug til Flat- eyrar. í frétt frá Islandsflugi kem- ur einnig fram að félagið fór fram á það við samgönguráðuneytið að fá að flytja farþega til og frá Sauð- árkróki í tengslum við Siglu- fjarðarflugið. Var þetta gert til þess að bæta samgöngur þessara svæða við höfuðborgina og renna styrkari stoðum undir flug til Siglufjarðar. Leigu- og sjúkraflug er snar þáttur í starfseminni. Veruleg aukning varð á flugi til Grænlands auk leiguflugs með vörur erlendis frá. Einnig varð aukning á leigu- flugi með erlenda ferðamenn. Flugfloti félagsins samanstóð af tveimur 19 sæta Dornier 228 og tveimur 15 sæta Beechcraft 99 flugvélum auk leiguflugvéla sem eru notaðar í tímabundin verkefni. Nú hafa Beechcraft vélamar verið seldar til Kanada og hefur önnur þeirra þegar verið afhent nýjum eiganda en hin hverfur af landi brott í næstu viku. Félagið mun í apríl taka í notkun 19 sæta skrúfu- þotu af gerðinni Fairchild Metro III. Fastráðnir starfsmenn voru 35 auk umboðsmanna og lausráðinna starfsmanna. Launagreiðslur námu samtals 78 milljónum króna. Veruleg aukning varð einnig á starfsemi flugskólans Flugtaks Flugleiðir töpuðu 188 millj. í fyrra TAP af starfsemi Flugleiða á síðasta ári nam 188 milljónum króna. Tapið er um 1,4% af veltu félagsins á árinu, en árið 1992 var 134 milljón króna tap af starfsemi félagsins, sem var um 1,1% af veltu. Tap Flugleiða af innanlandsfluginu einu á síðasta ári nam 125 milljónum en var um 200 miiyónir árið 1992. Stjóm félagsins hefur ákveðið að leggja til við aðalfund sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum nk. fimmtudag að greiða hluthöfum ekki arð af hlutfé í ár með hliðsjón £if afkomu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem ekki er gerð tilllaga um arð- greiðslu á aðalfundi Flugleiða. Á síðasta ári var samþykkt að greiða 7% arð en átta ár þar á undan nam arðgreiðslan 10%. Arðgreiðsla fyrir síðastliðið ár nam samtals um 144 milljónum. Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða sagði að ákvörðun um að greiða ekki arð hefði verið tekin af varfærnisástæðum þar sem taprekstur hefði verið hjá fé- laginu undanfarin tvö ár. Þó eigið fé væri hátt í krónutöiu væri eig- iníjárhlutfallið tiltölulega lágt. Afkoma af rekstrarliðum utan ijármagnsliða batnaði lítillega á síðasta ári og skilaði hagnaði að fjárhæð um 703 milljónir króna á móti 687 milljónum árið áður. Rekstrartekjur félagsins voru rúm- lega 13,3 milljarðar króna árið 1993 en voru rúmlega 12,4 millj- arðar árið áður. Hækkunin milli ára er 7,3%. Rekstrargjöld voru rúmlega 12,6 milljarðar króna 1993 á móti rúmlega 11,7 milljörð- um árið áður og er það 7,6% hækk- un milli ára. Í frétt frá Flugleiðum kemur fram að þó hafi tekist að lækka kostnað í tilteknum þáttum í rekstrinum um sem næst 400 milljónir króna. Farþegum með félaginu fjölgaði um 3% á síðasta ári og voru alls 831.567. Fraktflutningar jukust um 7% og námu 13.207 tonnum á árinu. Einnig kemur fram í frétt Flugleiða að vegna aukinna fjár- magnsgjalda og áhrifa af misvægi gengis og verðlags hafi tap fyrir- tækisins fyrir tekju og eignarskatt verið meira en í fyrra, eða 372 milljónir króna en 298 milljónir árið áður. Rúmlega 3,5 milljóna Word námskeið sem er í eigu félagsins. Skólinn er samtals með 9 flugvélar í rekstri og voru flugvélar hans á lofti tæp- lega 6.000 klukkustundir. Á veg- um skólans eru haldin bókleg nám- skeið fyrir byijendur og til endur- menntunar einkaflugmanna. Auk þess býður skólinn upp á leigu- og útsýnisflug. LEIGUFLUG — Leigu- og sjúkraflug er snar þáttur í starfsemi íslandsflugs. Veruleg aukning varð á flugi til Grænlands auk leigu- flugs með vörur erlendis frá. Einnig varð aukning á leiguflugi með erlenda ferðamenn. króna hagnaður varð af rekstri dótturfélaga en hagnaður þeirra árið áður var alls 26 milljónir. Fjármál Landsvirkj- un fær lán hjá Japönum NÝLEGA var undirritaður í London lánssamingur milli Landsvirkjunar og The Nippon Credit Bank Ltd. um lán til Landsvirkjunar að fjárhæð 2,5 milljarðar japanskra yena eða um 1.750 milljónir króna á nú- verandi gengi. Er lánstíminn 5 ár og vextir 4% p.a. Af hálfu Landsvirkjunar var lánssamn- ingurinn undirritaður af Hall- dóri Jónatanssyni, forsljóra. Jafnframt hefur Landsvirkjun gert sérstakan vaxtaskiptasamn- ing við Nomura International Plc. í tengslum við lántökuna sem felur í sér að í stað 4% fastra vaxta samkvæmt lánssamningum við Nippon Credit Bank Ltd. verða vextimir breytilegir og miðast við 6 mánaða Libor vexti á japönskum yenum að frádregnum 0,03% p.a. eða u.þ.b. 2,28% p.a miðast við markaðsaðstæður í dag, að því er segir í frétt frá Landsvirkjun. Lánsfénu verður varið til að greiða upp fyrirfram eldra lán Landsvirkjunar að sömu fjárhæð frá The Nippon Credit Bank, sem tekið var 1989 og ber 5,35% vexti á ári. RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFT, Telemecanique groupe schneider-S~ RAFBÚNAÐUR TELEMECANIQUE er leiðandi fyrirtæki í rofa- og stýribúnaði til iðnaðar ' FARAR - 8RODDI V -Mjúkræsibúnaöur (soft start) -Hraöabreytar (riöastýringar) -Iðntölvur -Skjámyndakerfi -Spólurofar -Mótorrofar -Skynjarar og Ijósnemar -Almennur rafstýribúnaöur Allir rafverktakar og hönnuðir þekkja gæði rafbúnaðarins frá TELEMECANIQUE. Höfum allan algengan TELEMECANiQUE búnað á lager og útvegum annan búnað með hraði. Veitum tæknilega ráðgjöf um val á rafbúnaði. Snúið ykkur til sölumanna og leitið upplýsinga. RAFVÉLAVERK- STÆÐI FÁLKANS Mótorvindingar, dæluviögeröir og allar almennar rafvélaviðgeröir. 90ÁFN Þekking Reynsla Þjónusta® FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SfMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS 94026 og verkfræðibjónustan vuskóli Halldórs Kristiánssonar Tölvu- Tölvuskóli Halldórs Kristjá Grensásvegi 16 • © 68 80 90 AÐALFUND UR OLÍS 1994 Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf, fyrir rekstrarárið 1993, verður haldinn í Súlnasal Hótels Sðgu, fostudaginn 18. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: a) Skv. 13. gr. samþykkta félagsins. b) Tillaga um breytingu á samþykkt- um félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.