Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. MARZ 1994
23
Ráðstefna um starf-
semi Listamiðstöðvar
RÁÐSTEFNA um starfsemi
Listamiðstöðvarinnar í Grófar-
gili á næstu árum verður lialdin
í Alþýðuhúsinu á Akureyri
sunnudaginn 13. mars frá kl.
14 til 18. Menningarmálanefnd
Akureyrar gengst fyrir ráð-
stefnunni.
Akureyrarbær keypti af Kaupfé-
lagi Eyfirðinga húseiginir í Kaup-
vangsstræti í júní árið 1991 og á
þeim tæpu þremur árum sem liðin
eru hefur verið unnið að ýmsum
breytingum á húsnæði. Samhliða
hefur fjölþætt starfsemi hafist í hús-
unum þannig að full nýting er á öllu
þvi húsnæði sem búið er að afhenda
samkvæmt kaupsamningi.
Eitt af þeim húsum sem samið var
um kaup á er Ketilhúsið svokallaða
sem verður afhent á næsta ári og
hafa ýmsar hugmyndir komið fram
um hugsanlega nýtingu þess fyrir
starfsemi Listamiðstöðvarinnar.
Erindi flytja Jón Hlöðver Askels-
son tónskáld, Guðmundur Óli Gunn-
arsson, skólastjóri Tónlistarskólans á
Akureyri, Viðar Eggertsson, leikhús-
stjóri, Jón Laxdal, kennari við Mynd-
listarskólann á Akureyri, Haraldur
Ingi Haraldsson, forstöðumaður
Listasafnsins á Akureyri, Guðmund-
ur Ármann Siguijónsson, formaður
Gilfélagsins, og Kristín Árnadóttir
kennari.
í þessum inngangserindum verður
rætt um Ketilhúsið og hugsanlega
nýtingu þess, almennt um húsnæðis-
aðstöðu fyrir tónlistarflutning í bæn-
um, möguleika leiklistar í Listamið-
stöðinni, tengsl Myndlistarskólans og
Listasafnsins við aðra starfsemi í
Listamiðstöðinni og hugmyndir að
nýtingu Sigurhæða.
(Fréttatilkynning.)
------» ».♦------
Málþing
um heimili
og kirkju
HEIMILI og kirkja er yfirskrift
málþings og pallborðsumræðna
sem haldið verður í Safnaðarheim-
ili Akureyrarkirkju á morgun,
laugardaginn 12. mars, og hefst
kl. 14.
Magnús Skúlason geðlæknir flytur
framsöguerindi um fjölskylduna og
samfélagið. Aðrir þátttakendur í pall-
borðsumræðum eru Björg Bjarna-
dóttir, fulltrúi sálfræðideildar skóla
á Norðurlandi eystra, dr. Björn
Björnsson, forstöðumaður fræðslu-
deildar þjóðkirkjunnar, Guðríður Ei-
ríksdóttir, hússtjórnarkennari, Karo-
lína Stefánsdóttir, fjölskylduráðgjafi
við Heilsugæslustöðina á Akureyri,
og Kristín Aðalsteinsdóttir, formaður
norðurlandsdeildar Bamaheiltá. Um-
ræðustjóri er Valgerður Hrólfsdóttir.
■ INGUNN Eydal myndlistarmað-
ur opnar myndlistarsýningu í Gallerí
AllraHanda, Grófargili, Akureyri,
á morgun, laugardaginn 12. mars.
Hún er kunn sem grafíklistamaður
en hefur einnig fengist við málverk.
Hún stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands og hefur
haldið átta einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýning víða um lönd.
Ingunn var borgarlistamaður
Reykjavíkur árið 1983. Sýning
hennar stendur yfír í tvær vikur.
■ SÝNING á því nýjasta í hári, förð-
un og fatnaði verður haldinn í Víkur-
röst Dalvík á sunnudaginn, 13.
mars og hefst hún kl. 17, en húsið
verður opnað kl. 16.30. Um 30 mód-
el sýna vor- og sumarlínurnar og
kemur fatnaðurinn frá ýmsum tísku-
verslunum á Dalvík og Akureyri
auk saumastofu á Arskógsströnd.
Einnig verða sýndir hattar eftir
Hugrúnu Marínósdóttur. Snyrtiv-
örur verða kynntar og sérfræð-
ingar veita ráðgjöf. Miðaverð er
kr. 300 og er forsala hjá Rakara-
stofu Bryiyu, Frá toppi til táar,
Tískuhorninu Töru og saumastof-
unni Árskógströnd.
■ Á KIRKJUVIKU sem staðið hefur
yfir í Akureyrarkirkju undanfarið
hafa sóknarprestar ásamt sr. Þor-
valdi Karli Helgasyni forstöðumanni
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar heim-
sótt nemendur í framhaldsskólum og
Gagnfræðaskólanum á Akureyri og
rætt við þá um málefni fjölskyldunn-
ar, en kirkjuvikan er titeinkuð ári
íjölskyldunnar. Ritgerðasamkeppni
stendur einnig yfir meðal nemenda
í 7. bekk um fjölskylduna og er
hægt að velja um tvö efni, „Hvernig
á gott fjölskyldulíf að vera?“ og „Ár
fjölskyldunnar í kirkjunni — hvað
leggur kristin trú áherslu á að ein-
kenni fjölskyldulífið?" Skilafrestur
ritgerðanna er 10. apríl næstkom-
andi og þurfa þær að berast til sókn-
arpresta Akureyrarkirkju fyrir
þann tíma. Þijár bestu ritgerðirnar
fá viðurkenningu og sú besta verður
birt í næsta safnaðarblaði.
Kasparov sprengdi
sig og tapaði
___________Skák
Margeir Pétursson
GARY Kasparov teygði sig of
langft og tapaði fyrir Vladímir
Kramnik í tíundu umferð stór-
mótsins í Linares á fimmtu-
dagskvöld. Kasparov þurfti
nauðsynlega á vinningi að
halda til að mjókka bilið milli
sín og Anatólí Karpovs, en
eftir tapið eru yfirgnæfandi
líkur á sigri Karpovs. Hann
tefldi við Gata Kamsky frá
Bandaríkjunum og fór sú skák
í bið og þykir jafnteflisleg.
Það má því búast við að for-
skot Karpovs aukist aftur í
einn og hálfan vinning og að-
eins á eftir að tefla þrjár um-
ferðir á mótinu. í elleftu um-
ferðinni í dag hefur Karpov
hvítt gegn Kramnik og Kasp-
arov hvítt gegn Anand.
Staðan eftir 10 umferðir
1. Karpov 8 v. og biðskák
2. Kasparov 7 v.
3. Kramnik 6V2 v.
4. Shirov 6 v.
5. Anand 5'/2 v.
6. Kamsky 5 v. og biðskák
7. -10. Gelfand, Lautier, Barejev
og Topalov 5 v.
11. ívantsjúk 4 v.
12. Illescas 3 v.
13. Júdit Polgar 2V2 v.
14. Beljavskí V/2 v.
Kasparov gerði Kramnik, sem
aðeins er 18 ára, að nokkurs
konar krónprinsi í skákheiminum
árið 1992. Þá hrósaði hann hon-
um í hástert, taldi hann líklegast-
an arftaka sinn og kom því til
leiðar að hann yrði valinn í rúss-
neska Ólympíuliðið. En sjaldan
launar kálfur ofeldið og því fékk
Kasparov að kynnast á fimmtu-
dagskvöldið.
Lánið hefur ekki leikið við
Kasparov að þessu sinni, á með-
an Karpov hefur náð að kreista
vinninga úr jafnteflislegum
endatöflum. Kasparov virtist
langt kominn með að veijast
árásum Kramniks þegar hann
lék hrottalega af sér í endatafli.
Hvítt: Vladímir Kramnik
Svart: Gary Kasparov
Kóngsindversk vörn
1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - g6, 3.
Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. d4
Vladimir Kramnik, 18 ára.
- 0-0, 6. Be2 - e5, 7. d5
Afbrigði Tígrans heitins Pet-
rosjans fyrrum heimsmeistara.
Best þykir að svara því með 7.
- a5 eins og Gelfand gerði fyrr
á mótinu gegn Kramnik og lauk
þeirri skák með jafntefli. Kasp-
arov velur gamla leið sem hefur
haft fremur slæmt orð á sér en
hann hefur fundið athyglisverða
peðsfórn.
7. - Rbd7, 8. Bg5 - h6, 9. Bh4
- g5, 10. Bg3 - Rh5, 11. h4
- g4, 12. Rh2 - Rxg3, 13.
fxg3 - h5, 14. 0-0 - f5!?
Aður hefur hér verið leikið 14.
- Bh6. En þegar Kasparov upp-
hugsaði nýjungina hefur hann
líklega vanmetið 19. leik Kramn-
iKs
15. exf5 - Rc5, 16. b4 - e4,
17. Hcl - Rd3, 18. Bxd3 -
exd3,
19. f6!
Tryggir hvíti frumkvæðið, en
baráttan stendur um reitinn f5.
Eftir 19. Dxd3 — Df6 mætti
svartur vel við una.
19. - Hxf6, 20. Dxd3 - Df8,
21. Rb5!?
Hér var öruggara að leika 21.
Re4, en Kramnik tekur ákvörðun
um að fórna skiptamun. Það
gerir honum þó erfitt fyrir að
marga leiki tekur að koma ridd-
aranum á h2 í spilið.
21. - Bf5, 22. Hxf5! - Hxf5,
23. Rxc7 - Hc8, 24. Re6 -
Df6, 25. Rfl - He5, 26. Hdl
- Df5, 27. Dxf5 - Hxf5, 28.
c5 - Bf8, 29. Re3 - Hf6, 30.
Rc4 — dxc5, 31. b5
Kasparov hefur varist vel eftir
að Kramnik fórnaði skiptamun,
en nú verða honum á afdrifarík
mistök. Rétt var 31. — He8! og
svartur virðist úr taphættu. Þá
má t.d. svara 32. Rg5 neð 32. —
He2!
31. - Bh6?> 32. Hel!
Með tvöfaldri hótun, 33. d6
og 33. He5.
32. - He8, 33. He5 - He7, 34.
Hxh5 - Hef7, 35. Kh2! - Bcl,
36. He5 - Hfl, 37. He4 -
Hdl, 38. Hxg4+ - Kh7, 39.
Re5 — He7, 40. Rf8+ og Kasp-
arov gafst upp.
Deildakeppni SÍ um helgina
Síðustu umferðirnar í öllum
fjórum deildunum fara fram um
helgina. Hraðskákmót íslands
fer síðan fram í Skákmiðstöðinni
í Faxafeni 12 á sunnudaginn og
hefst kl. 13.
Sumarferðir á sérverði<
Fjölskylduferöir til Billund
Staðgreiðsluverð: kr. m\ O • ÍMK)
Börn 2-11 ára kr. 1. é «ÍMMI
Bílaleigubílar á einstöku veröi:
Staðgrelðsluverð 1 vlka, frá kr. 21.2CM r
♦Innifaliö flug, flugvallagjöld, bókuö og greidd fyrir 15. apríl.
Ferðir frá 5. júní - 14. ágúst.
**lnnifalinn ótakmarkaður km fjöldi og ábyrgöartrygging.
Fjölskylduferöir: Flug og bíll til Kaupmannahafnar
Verðdæml: 2 fullorðnlr og 2 börn, 2-11 ára, staðgrverð: 31.920
Innifalið er: Flug, bílaleigubíll í A-flokki í 1 viku, flugvallagjöld. Brottför á fimmtudögum frá 15. april.
Sólarferö til
Costa Brava
Flug og gisting. 2 saman í studióíbúö.
Staðgreiösluverð fyrir mann í eina viku:
Bókaö oggreitt fyrir 1. maí
k, 37.000
Feröatími: 10.-30. júní
Innifalið: Flug, gisting og öll flugvallagjöld.
Fjölskylduferðir d einstöku verði
Lúxustjöld I Evrópu fyrir 6 manns.
m pm* 3. 13. júní.
Costa Brava kr. 1 4.4 OO
Ítalía, Feneyjar kr. 16.200
Austurríki kr. 16.150
Innifaliö: Lúxustjald,
leiga m/öllum búnaöi í 2 vikur.
Feröaskrifstofan Alís,
sími 652266. fax. 651160
65 22 66
M 9403