Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
27
Deilur við aðra umræðu um búvörufrumvarpið á Alþíngi í gær
Ágreiningur milli stj órnar-
liða um túlkun frumvarpsins
Landbúnaðarráðherra segir nefndarálit Egils lýsa út í hörgul samkomulagi stjórnarflokkanna
Morgunblaðið/Kristinn
TALSMENN sljórnarflokkanna
greindi mjög á um hvernig túlka
bæri breytínguna á búvörufrum-
varpinu sem samkomulag hafði
náðst um, við upphaf annarrar
umræðu um frumvarpið á Alþingi
í gær. Fjögur nefndarálit fylgdu
frumvarpinu úr landbúnaðar-
nefnd. Gísli S. Einarsson, fulltrúi
Alþýðuflokks í nefndinni, styður
frumvarpið ásamt Agli Jónssyni,
formanni nefndarinnar, og þing-
mönnunum Einari K. Guðfinssyni
og Árna M. Mathiesen, en Gísli
er hins vegar andvígur mörgum
atriðum í nefndaráliti þingmann-
anna þriggja sem hann segir að
sé bæði byggt á misskilningi og
ekki í samræmi við efni frum-
varpsins. Skilar Gísli séráliti þar
sem hann tiltekur alls átta megin-
atriði í nefndarálitinu, sem for-
maður nefndarinnar samdi, sem
hann segist ekki geta fallist á.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra lýsti yfir við umræðurnar í gær
að nefndarálit formanns landbúnað-
arnefndar lýsti út í hörgul hvaða sam-
komulag hafí verið gert á milli stjórn-
arflokkanna, en Jón Baldvin Hannib-
alsson utanríkisráðherra var hins veg-
ar á algerlega öndverðri skoðun við
umræðurnar og tók undir nefndarálit
og gagnrýni Gísla. Jón Baldvin sagði,
að með þeim frumvarpstexta sem nú
lægi fýrir hefði tekist að draga úr
réttaróvissu.
Eggert styður stjórn-
arandstöðu
Fulltrúar stjómarandstöðuflokk-
anna í landbúnaðarnefnd skila þriðja
nefndarálitinu og leggja fram breyt-
ingartillögu við frumvarpið og taka
upp orðrétt sömu breytingartillögu
og Egill Jónsson hafði samið í sam-
ráði við þijá lögfræðinga, en Alþýðu-
flokkurinn hafði hafnað 23. febrúar.
Eggert Haukdal, Sjálfstæðisflokki,
skilar svo fjórða nefndarálitinu þar
sem hann hafnar með öllu frumvarp-
inu eins og það liggur nú fyrir og
lýsti hann yfir í gær, að hann ætlaði
að styðja breytingartillögu stjórnar-
andstöðuflokkanna.
Gísli S. Einarsson rakti í langri
ræðu ágreininginn sem væri á milli
flokkanna um túlkun á frumvarpinu
og gagnrýndi hann þingmenn sam-
starfsflokksins, einkum formann
landbúnaðarnefndar, harðlega. Sagði
hann að nefndarálit formanns nefnd-
Talsmenn Alþýðuflokksins
GÍSLI S. Einarsson fulltrúi í land-
búnaðarnefnd og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
töluðu af hálfu Alþýðuflokksins í
gær.
arinnar væri til þess fallið að ala á
réttaróvissu og gæti orðið hvati að
óþarfa málshöfðunum. Jón Baldvin
sagði, að ef til kæmi myndu dómstól-
ar líta á texta laganna, þrautkanna
ákvæði milliríkjasamninga en að öðru
leyti nota nefndarálit sem lögskýring-
argögn og sagðist ekki efast um að
þá yrði stuðst við nefndarálit fulltrúa
Alþýðuflokksins.
Rangt og villandi
Þau meginatriði í nefndaráliti Eg-
ils, sem Gísli og Jón Baldvin sögðu
ýmist villandi eða röng eru m.a. þau,
að frumvarp ríkisstjórnarinnar hafí
ekki þrengt heimildir landbúnaðar-
ráðherra til álagningar verðjöfnunar-
gjalda frá því sem var ákveðið með
búvörulagabreytingunni í desember
sl. Aldrei hafí staðið til að veita land-
búnaðarráðherra heimild til að leggja
gjöld á allar landbúnaðarvörur og
vörur unnar úr þeim. Ekki sé rétt að
breytingartillögur fjögurra fulltrúa
ríkisstjórnarflokkanna feli ekki í sér
efnislega breytingu á því forræði
landbúnaðarráðherra á verðjöfnunar-
gjöldum á innfluttum landbúnaðar-
vörum sem byggt hafí verið á við
breytingu á búvörulögunum í desem-
ber. Það sé einnig á misskilningi
byggt að núgildandi GATT-samning-
ur heimili innflutningstakmarkanir á
öðrum vörum en hrámjólk og kinda-
kjöti.
Þá sé rangt, að í frumvarpi ríkis-
stjómarinnar hafí ekki falist hámark
á verðjöfnunargjaldaheimildum land-
búnaðarráðherra. Álitið sé villandi,
að svo miklu leyti sem gefíð sé í skyn,
að með frumvarpinu sé veitt heimild
til að leggja gjöld á landbúnaðarvörur
eða landbúnaðarhráefni, sem ekki er
framleitt hér á landi. Það sé rangt
að frumvarpið heimili að miða verð-
jöfnunargjöld við innflutningsverð,
sem eru undir skráðu heimsmarkaðs-
verði, áður en þrír mánuðir eru liðnir
frá því að slíkur innflutningur fyrst
átti sér stað. Það sé ennfremur með
öllu óvíst hvort verðjöfnunargjalda-
heimildir fmmvarpsins standist nýja
GATT-samninginn.
Verðjafna á grundvelli
» tollígilda
Egill Jónsson sagði er hann mælti
fyrir nefndaráliti sínu í gær, að með
þeim breytingum sem gerðar hefðu
verið á fmmvarpinu hefði mikilli
óvissu verið eytt. „Þó að út af fyrir
sig sé tilefni til þess að óttast, að
ekki hafí verið með tæmandi hætti
gengið frá viðaukum I og II, er hitt
alveg ijóst, að þeir em á valdsviði
landbúnaðarráðherra, sem auðveldar
stórkostlega mikið framkvæmd þess-
ara mála,“ sagði Egill. „Ef menn
vega saman tolla og verðjöfnunar-
gjöld, eins og skýrt er áréttað í nefnd-
aráliti sem ég hef mælt fyrir, þarf
ekki að breyta krók eða staf í búvöm-
lögunum til að ná því markmiði, að
verðjafna á gmndvelli tollígilda, eins
og GATT-reglur segja fyrir um.
Fmmvarpið og lögin, eins og þau
kunna að verða, halda þar af leiðandi
fullu gildi sínu, verði horfið að því
ráði eins og lagt er til í nefndarálit-
inu, að vinna samtímis með 'hvort
tveggja, verðjöfnunargjöld og tolla,“
sagði Egill.
í tæplega tveggja klukkustunda
langri ræðu sinni gagnrýndi Gísli
harðlega vinnubrögð við breytingar á
fmmvarpinu og nefndarálit Egils og
samflokksmanna hans. Sagðist hann
hafa neyðst til að leggja fram sérálit
til að leiðrétta rangfærslur og vék
einnig í ræðu sinni hörðum orðum
að þeim sem hann kallaði „varðmenn
ráðstjórnarkerfísins" í landbúnaði.
Sagðist Gísli þurfa að keyra ofan í
menn úr ræðustóli „ýmsa ágalla þess
ráðstjórnarkerfís sem bænda-bændur
notuðu á bændur“, eins og hann orð-
aði það. „Það vekur athygli, að þeir
alþingismenn sem eru helstir veijend-
ur hagsmuna landbúnaðarins em
háðir því ráðstjómarkerfi sem þeir
hafa sjálfír komið á og virðist vera
að koma frumframleiðandanum,
bóndanum, á kaldan klakann," sagði
Gísli.
Gagnrýni á tollyfirvöld
Halldór Blöndal sagðist hafna þeim
orðum Jóns Baldvins, að lögfræðing-
arnir þrír, sem voru formanni land-
búnaðarnefndar til ráðuneytis, hafí
ekki gengið þannig frá textanum að
hann væri í samræmi við skulbinding-
ar Islands vegna milliríkjasamninga.
Sagði hann, að lögfræðingarnir hefðu
unnið skýringarnar í nefndarálitinu
og meirihluti flutningsmanna frum-
varpsins skrifaði undir það. „Því er
alveg ljóst í mínum huga, að við erum
að fjalla um breytingartillögurnar
með þeim skilningi sem í því nefnd-
aráliti segir. Það er minn skilningur
og sem Iandbúnaðarráðherra mun ég
fylgja málinu eftir með þeim hætti,"
sagði hann. Halldór sagði einnig, að
um leið og ráðist væri að formanni
landbúnaðarnefndar um hvernig stað-
ið hefði verið að verki, væri vegið að
sér.
í ræðu sinni ijallaði hann nokkuð
um stöðu garðyrkjunnar á íslandi
gagnvart innflutningi og sagði alvar-
legast að í krafti samninganna um
Eg-ill útskýrir
búvörufrumvarpið
EGILL Jónsson, formaður
landbúnaðarnefndar, mæl-
ir fyrir nefndaráliti 1.
minnihluta nefndarinnar
við búvörufrumvarpið á
Alþingi í gær. Fjær sjást
forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, og landbúnaðar-
ráðherra, Halldór Blöndal,
og Eyjólfur Konráð Jóns-
son þingmaður.
EES hefðu verið fluttar inn vörur til
landsins sem kæmu frá Suður-Amer-
íku og það væri hreint samningsbrot.
Jón Baldvin sagði, að ummæli land-
búnaðarráðherra, um að framkvæmd
við innflutning blóma og grænmetis
væri í skötulíki og fluttar hefðu verið
inn tollfijálsar afurðir frá löndum
utan svæðisins, væru mjög hörð
gagmýni á fjármálaráðherra og tolla-
yfirvöld.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar,
sem til máls tóku í gær, sögðu að
umræðurnar og nefndarálit fulltrúa
stjórnarflokkanna sýndu að stjórnar-
flokkarnir væru í grundvallaratriðum
ósammála í þessu máli og uppnámið
væri hið sama og verið hefði á undan-
förnum vikum. Réttaróvissan yrði síst
minni en hún hafí verið eftir dóm
Hæstaréttar í janúar. Var umræð-
unni, sem hófst kl. 14 og stóð yfír í
rúmlega fímm klukkustundir, frestað
fram yfir helgi.
Búnaðarþing samþykkti sameiningu Búnaðarfélags íslands o g Stéttarsambands bænda
Samstaða bænda eina úrræðið
- segir Jón Helgason forseti Búnaðarþings og formaður Búnaðarfélags íslands
Á BÚNAÐARÞINGI sem lauk í fyrrakvöld var samþykkt að fela stjóm
Búnaðarfélags íslands að vinna áfram að framgangi þess að sameina
Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda í ein heildarsamtök
bænda, og í ályktun þingsins er gert ráð fyrir að efnt verði til skoðana-
könnunar meðal bænda um málið sem gerð verði samhliða sveitar-
stjórnarkosningunum í vor. Jón Helgason forseti Búnaðarþings og
formaður Búnaðarfélags íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að
samstaða bænda sé eina úrræðið ætli þeir að lifa af.
„Tilgangurinn með sameiningunni
er að ná bændum saman, og miðað
við þær samþykktir sem við höfum
fengið þá bendir það eindregið til
þess að það sé almennur vilji fyrir
sameiningu Búnaðarfélagsins og
Stéttarsambandsins. Það virðist allt-
af vera að koma betur og betur í
ljós hve mikilvægt það er að bændur
standi saman, og það er auðvitað
gömul og ný reynsla hér á landi.
Einnig er það mjög umtalað í löndum
í kringum okkur, og með harðnandi
samkeppni sé það eina úrræðið ef
bændur ætli að lifa af, og jafnframt
hagkvæmasta úrræðið fýrir þjóðfé-
lagið í heild,“ sagði Jón Helgason.
Fái sameiningarmálið jákvæðar
undirtektir meðal bænda verður boð-
að til auka Búnaðarþings síðsumars
til endanlegrar afgreiðslu málsins,
en í tillögum nefndar sem unnið
hefur að sameiningunni er jafnframt
gert ráð fyrir að endanlegar tillögur
þar að lútandi verði lagðar fyrir aðal-
fund Stéttarsambands bænda í
haust. Miðað er við að fyrsti aðal-
fundur nýju bændasamtakanna verði
haldinn að ári liðnu. Stendur vilji
búnaðarþingsfulltrúa til þess að heiti
aðalfundarins í framtíðinni verði
Búnaðarþing, en ákvörðun um það
verður tekin á fyrsta fundi samtak-
anna.
Ekki dregið úr þjónustu
í greinargerð nefndar sem unnið
hefur að undirbúningi sameiningar
Búnaðarfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda og lögð var fyrir
Búnaðarþing kemur m.a. fram að í
drögum að samþykktum fyrir ný
bændasamtök íslands hafí verið
reynt að tengja saman lög BÍ og SB
eins og kostur sé og ná þeim mark-
miðum að eftir standi ein öflug heild-
arsamtök bænda. Ekki eru uppi hug-
myndir um að draga úr þeirri þjón-
ustu sem nú er veitt á vegum BI og
SB, og rætt hefur verið um að eign-
ir þeirra gangi óskiptar til samein-
aðra samtaka.
Tvíþættur tilgangur
Nefndin telur að tilgangur með
sameiningunni sé tvíþættur. Annars
vegar náist peningalegur sparnaður,
en mat á honum stendur nú yfir, og
• hins vegar ætti sameiningin að
tryggja betur einingu innan bænda-
stéttarinnar og gera auðveldara að
móta sameiginlega stefnu sem allir
bændur geti staðið að. Þá segir í
greinargerð nefndarinnar að það
gjörbreytta umhverfi sem nú blasi
við á nær öllum sviðum viðskipta
með landbúnaðarafurðir, m.a. með
tiikomu EES- og GATT-samninga,
hljóti að kalla á sterk viðbrögð fram-
leiðenda búvara og samstöðu þeirra
ef ekki eigi illa að fara.
í ályktun Búnaðarþings um sam-
einingarmálið er þess óskað að bún-
aðarsamböndum og búgreinasam-
böndum verði send fyrirliggjandi
gögn um málið til kynningar og ósk-
að verði eftir athugasemdum þeirra
og ábendingum. Þingið vill að fram
fari könnun á fjárhagslegum ávinn-
ingi sameiningarinnar, og að jafnan
verði haft samband við stjórnvöld
um framgang málsins t.d. varðandi
endurskoðun ýmissa laga sem af
breytingunni leiða. Þá verði málið
rækilega kynnt starfsfólki Búnaðar-
félagsins og Stéttarsambandsins og
stéttasamtökum þess, og aðilum
jafnan gefín kostur á að fylgjast
með framvindu málsins.