Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 30

Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 „Spilling okkar sjálfra...“ eftir Vigfús Geirdal Sl. haust birti ég grein í Morgun- blaðinu í tilefni af því að ísland hafði stutt tillögu á NATO-fundi um einhliða hernaðaraðgerðir banda- lagsins í Bosníu, landi sem er utan vamarsvæðis NATO. Sýndi ég fram á það með skýrum rökum að þessi tillaga bryti jafnt í bága við Norður- Atlantshafssáttmálann sem grund- vailarstefnu íslands í utanríkismál- um. Ég minnti á að íslensk utanrík- isstefna byggðist á því að landið hefði ekki eigin her, hér ætti ekki að vera erlendur her á friðartímum og íslendingar myndu ekki undir nokkrum kringumstæðum fara með hemaði á hendur annarri þjóð. Þetta greinarkorn mitt vakti snörp viðbrögð æðstu ráðamanna utanríkismála. Bæði Björn Bjarna- son, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, svömðu mér um hæl. Því miður gerðu svör þeirra ekki annað en staðfesta vanþekk- ingu þeirra á undirstöðuatriðum ís- lenskrar utanríkisstefnu. í svargrein sinni 4. september sl. hélt Bjöm Bjarnason því m.a. fram - að með vamarsamningnum 1951 hefðu íslensk stjórnvöld tekið á sig annars konar ábyrgð en 1949, þ.e. sagt skilið við þá fyrirvara sem sett- ir vom við aðild Islands að NATO. Nýgert samkomulag við Bandaríkin um herstöðina í Keflavík gefur til- efni til að kanna nánar sannleiks- gildi þessarar fullyrðingar. Sameiginleg niðurstaða — ekki einhliða ákvörðun Jafnt Jón Baldvin, Davíð Odds- t son forsætisráðherra sem Björn Bjamason lögðu á það áherslu að helsti sigur Islands í samkomulag- inu fælist í því sem segir í loka- ákvæði þess: Að framtíð varnar- samstarfsins verði að byggjast á sameiginlegri niðurstöðu — m.ö.o. ekki einhliða ákvörðun annars hvors áðilans. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni samkomulagsins komst utanríkisráðherra m.a. svo að orði: „Út frá okkar bæjardymm séð er það afar mikilvægt að þetta sam- komulag staðfestir sameiginlega túlkun á gagnkvæmum réttindum og skuldbindinum varnarsamnings- ins.... Við lögðum strax til gmnd- vallar eftirfarandi: Við féllumst greiðlega á að ræða samdrátt og minnkun umsvifa í varnarviðbúnaði en lögðum á það áherslu að það mætti ekki verða til þess að grafa undan trausti manna á því sem er varanlegt [svo!] í varnarsamningn- um, þ.e.a.s. þeim skuldbindingum sem felast í því að ísland leggur undir aðstöðu, land fyrir þessa að- stöðu en Bandaríkin hafa sam- kvæmt þeim samningi tekið að sér að annast varnir íslands." Hvernig getur eitthvað verið var- anlegt í samningi sem á sínum tíma var gerður á grundvelli skilyrðanna frá 1949 sem neyðarráðstöfun til skamms tíma og hvor aðilinn um sig hefur getað sagt upp á sex mánuðum? Engin ríkisstjóm í 50 ára sögu lýðveldisins hefur fyrr óskað eftir varanlegri hersetu Bandaríkjanna á Islandi; engin ríkisstjóm hefur fyrr afsalað sér réttinum tii að segja varnarsamningnum upp einhliða. 1951, frekar varnarleysi en langtímasamning Þegar varnarsamningurinn var gerður veturinn 1951 sóttu Banda- ríkin það fast að gilditími hans yrði sá hinn sami og Norður-Atlants- hafssamningsins, þ.e.a.s. 20 ár. Líkt og 1946 tóku Islendingar ekki í mál að gera samning til langs tíma. Skv. skýrslu Lawsons, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Bjarni Bene- diktsson að heldur skyldi landið vera varnarlaust en að hann sam- þykkti vamarlið á friðartímum allt gilditímabil NATO-samningsins! Bjami setti það sem skilyrði að báðir aðilar hefðu einhliða uppsagn- arrétt með einhverju hæfílegu tíma- marki (eitt ár). Á það var sæst að Atlantshafs- ráðinu skyldi falið að gefa umsögn um uppsögn eða hugsanlegar breyt- ingar á varnarsamstarfínu á fyrstu sex mánuðum uppsagnartímabils- ins. Síðan rynni samningurinn út á tólf mánuðum, stæði annar aðilinn fast á því að slíta samstarfinu. Þeir sem stóðu að samþykkt vamarsamningsins 1951 tóku skýrt fram að hann væri neyðarráðstöfun og þeir hétu þjóðinni því að vamar- liðið hyrfi úr landi, strax og friðar- horfur og ástand í heiminum leyfðu slíkt. Samningurinn gerir sjálfur beinlínis ráð fyrir því að herinn fari og íslendingar taki að sér gæslu og viðhald mannvirkja. Það var í fullu samræmi við þetta fyrirheit sem alþýðuflokksmenn undir forystu þeirra Hannibals Valdimarssonar og Gylfa Þ. Gísla- sonar fluttu þingsályktunartillögu um brottför varnarliðsins þegar í lok Kóreustríðsins árið 1953, tillögu er var að efni til ályktun sú er Al- þingi samþykkti síðan 28. mars 1956. 1956, einhliða uppsagnarréttur ótvíræður Uppreisnin í Ungveijalandi og Súesdeilan komu í veg fyrir að her- inn færi eins og áformað var. Þess í stað var undirritað samkomulag milli íslands og Bandaríkjanna í árslok 1956 þar sem m.a. var fellt niður ákvæði 7. greinar um að upp- sögn samningsins skyldi béra undir Atlantshafsráðið. Eftir það hafði hvor aðilinn ótvíræðan rétt til að segja samningnum einhliða upp með sex mánaða fyrirvara. Það er sérstaklega tekið fram í orðsendingum ríkisstjórnanna að í þessu samkomulagi séu „höfð í huga hin hefðbundnu sjónarmið varðandi dvöl herliðs á íslandi" sem gerð voru að skilyrði fyrir inngöngu Islands í NATO 1949. Þar er ekki vísað í varnarsamninginn frá 1951 og „annars konar ábyrgð" sam- kvæmt honum. í þingumræðum sem urðu um þetta samkomulag lét þáverandi utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, eftirfarandi orð falla: „Það er markmið íslendinga, að hér sé ekki vamarlið á friðartím- um. Að því skal unnið og undirbún- ingur að því hafínn þegar í stað, að þessu marki verði náð svo fljótt Vigfús Geirdal „Engin ríkisstjórn í 50 ára sögu lýðveldisins hefur fyrr óskað eftir varanlegri hersetu Bandaríkjanna á Is- landi; engin ríkisstjórn hefur fyrr afsalað sér réttinum til að segja varnarsamningnum upp einhliða“. sem friðarhorfur í heiminum leyfa slíkt.“ Félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, tók einnig til máls við þetta tækifæri og sagði m.a.: „Hitt er til bóta, að það er skýrt fram tekið í orðsendingum ríkisstjórnanna að það sé á valdi ríkisstjómar íslands einnar að taka ákvörðun um, hvort amerískur her skuli vera á Islandi, og einnig að ákveða, hvenær samn- ingar um brottför hans samkv. álykt- un Alþingis og stefnuyfírlýsingu ríkisstjómarinnar skuli teknir upp að nýju.“. Þetta hefur alla tíð verið grund- vallaratriði í augum íslenskra stjórn- málamanna, hvar í flokki sem þeir hafa staðið, að segja mætti her- verndarsamningnum einhliða upp. Allt þar til nú. Á tímum kalda stríðsins gátu herverndarsinnar réttlætt banda- ríska hersetu á þeim forsendum að ekki væru friðartímar. En eftir að Sovétríkin hrundu og kalda stríðinu lauk em þær forsendur brostnar. Svo vitnað sé í William J. Perry, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þá vofir engin hern- aðarógn yfir íslandi eða Bandaríkj- unum. Spilling okkar sjálfra ... Engu að síður kreljast íslensk stjórnvöld nú varanlegra „lágmarks- varna“ sem þau ætla þó engu að kosta upp á sjálf. Sérfræðingar stjórnarinnar hafa lagt höfuðið í bleyti og fundið nýjan ógnvald í stað hernaðarhættunnar til að réttlæta áframhaldandi dvöl varnarliðsins. Við verðum að verjast hinni al- mennu óvissu í tilverunni! sagði Al- bert Jónsson í sjónvarpsþætti á dög- unum. Og Arnþór Sigurjónsson bætti um betur og sagði að það væri ekki hægt að líða það að þeir Pétur og Páll væm að fljúga inn í íslenska lofthelgi eftirlitslaust! . Önnur ástæða liggur þó lítt dulin að baki þessari kröfu ráðamanna um varanlega hersetu. Þeir telja sig ekki hafa efni á að tryggja íslensk- um sjómönnum lágmarksöryggi. Þeir treysta sér ekki til að sjá hjálp- arlaust um samgöngur til og frá landinu. Þetta er aumleg staða á afmælisári lýðveldisins og óska- barnsins, Eimskipafélags íslands. Fyrir nærri fjórum ámm flutti Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, ræðu á Hrafnseyrarhá- tíð 17. júní. Hann mælti þar orð sem verða lokaorðin mín: „Við höfum haft of miklar tekjur af veru bandaríska varnarliðsins á íslandi. Við emm orðin of fjárhags- lega háð dvöl þess hér. Spilling okk- ar sjálfra er engu betri en sú spill- ing, sem kemur frá öðmm. Það má aldrei kóma til þess, að afstaða okk- ar til framtíðar vamarliðsins byggist á því, að það veiti íslendingum at- vinnu og við höfum af því tekjur.“ Höfundur er framhaldsskóla- keanari. Þjóðfræðirannsókn- ir á Norðurlöndum eftir Ragnheiði H. Þórarinsdóttur í fyrri grein minni um Þjóðfræði- stofnun Norðurlanda gerði ég grein fyrir sögun hennar frá stofnun 1959. Nú mun ég fjalla um útgáfustarf- semi hennar og þýðingu fyrir norr- ænar þjóðfræðirannsóknir. NIF Newsletter, sem er fréttabréf Þjóðfræðistofnunar Norðurlanda (NIF), birtast stuttar greinar greinar um starfsemi stofnunarinnar, og þar er sagt frá stuttlega frá nýafstöðn- um námstefnum og ráðstefnum þjóðfræðinga. Þar er einnig látið vita af væntanlegum þjóðfræðiráð- stefnum, bæði norrænum og alþjóð- legum, og hvert eigi að snúa sér í sambandi við þær. í fréttabréfínu birtast einnig bókafregnir og listi yfír nýútkomin þjóðfræðirit. NIF Newsletter er því sérstaklega þýð- ingarmikið fyrir þjóðfræðinga og aðra fræðimenn, sem ekki vinna við rannsóknarstofnanir eða innan há- skóla á Norðurlöndum. Auk fréttabréfs hefur NIF nokkr- um sinnum gefið út lista yfir heimil- isföng þjóðfræðistofnana og þjóð- fræðinga alls staðar á Norðurlönd- um, og þannig gert mönnum kleift að efla enn frekar persónuleg tengsl sín á milli. í síðasta listanum, sem kom út árið 1992, birti NIF einnig lista yfír helstu tímarit og árbækur, er fjalla um þjóðfræði og þjóðhátta- fræði, og gefín eru út á Norðurlönd- um. Ég tel víst, að þessi listi hafí verið birtur eftir að framkvæmda- stjórinn hafði heyrt inn á hjá yngri íslenskum fræðimanni, að hvergi væri hægt að öðlast yfírsýn yfír út- gefín þjóðfræðitímarit á Norðurlönd- um, til þess að fylgjast með nýjustu niðurstöðum þjóðfræðirannsókna. Þetta nefni ég sem dæmi um hversu opnir menn hjá NIF eru fyrir nýjum hugmyndum og ábendingum, og lausir við að sitja í einhveijum fíla- beinsturni, úr tengslum við starfs- vettvang sinn. NIF hefur frá upphafi staðið fyrir útgáfu fjölda fræðirita og frá árinu 1972 hefur útgáfan verið regluleg (NIF Publications). Aðallega hefur verið um að ræða ráðstefnurit með fyrirlestrum og greinum, en einnig skýrslur og greinargerðir og niður- stöður kannanna, sem NIF hefur látið framkvæma um þjóðfræðirann- sóknir á Norðurlöndum. Þessi rit eru ýmist á norsku, sænsku, dönsku, ensku eða þýsku og eru oft gefin út í samvinnu við aðra. Til að sýna fjöl- breytnina má nefna sem dæmi Nor- disk Foikedigting og Falkemusik (NIF Publication 1. útg. 1972), þar sem gerð er grein fyrir stofnunum á Norðurlöndum, er geyma þjóð- fræðilegt efni og safna því; Biblio- graphie zur Mittelalterlichen Skand- inavischen Colkshallade (NIF Public. 4. útg. 1975), listi yfír bækur, sem gefnar hafa verið út um norræn þjóðkvæði og rannsóknir á þeim; A Guide to Nordic Tradition Archives (NIF Public. 7. útg. 1978); Folklore och litteratur í Norden (NIF Public. 17. útg. 1987), þar sem fjallað er um gagnkvæm áhrif bókmennta og þjóðfræða; Kvinnfolk. Kvinnar í tradition og kultur (NIF Public. 21. útg. 1990), þar sem um þjóðfræði er fjallað út frá sjónarhóli kvenna. Nýjasta bókin í þessum flokki heitir Telling Reality. Folklore Studi- es in Memory of Bengt Holbek. (NIF Publie. 26. útg. 1993). Hún var gef- in út í minningu Bengt Holbek, eins af fyrstu framkvæmdastjórum NIF. I henni eru birtar greinar um ævin- týri og rannsóknir á þeim en Bengt Holbek, sem lést langt um aldur fram árið 1992, hóf rannsóknir á ævintýrum til vegsemda á ný og var einn helsti fræðimaður á alþjóðlegan mælikvarða í þeim efnum. Starf NIF felst nú aðallega í því að ýta undir, skipuleggja og sam- hæfa rannsóknir, kennslu, skráningu og varðveislu norrænna þjóðfræða. Meginstarfið hefur falist í því að skipuleggja ráðstefnur, útvega fé til sameiginlegra rannsóknarverkefna þjóðfræðinga frá fleiri löndum og gefa úr fræðirit. Hefur Þjóðfræði- stofnunin staðið fyrir mörgum náms- stefnun (Symposium) og ráðstefnum, þar sem hið nýjasta innan fræðanna hefur verið til umræðu. Auk meginverkefnis NIF, sem er að efla norræna samvinnu, leggja menn á þeim bæ ekki síður áherslu Ragnheiður H. Þórarinsdóttir „ísland hefur hingað til ekki haft efni á öflugri þjóðfræðistofnun.“ á alþjóðlega samvinnu. Til dæmis hefur fræðimönnum víðsvegar að úr heiminum verið boðið að koma og ferðast um Norðurlönd og halda fyrirlestra í helstu borgum og við háskóladeildir í þjóðfræði. Höfum við íslendingar oft notið góðs af þessum heimsóknum. Þjóðfræðistofnun Norðurlanda stendur vel undir nafni og sér til þess að öll Norðurlöndin séu virkir þátttakendur í þessu samstarfi. stofnunin hefur t.d. haldið náms- stefnur á íslandi (1980) og í Færeyj- um (1992), en á þeirri síðarnefndu var lögð áhersla á að ná til yngri kynslóðar þjóðfræðinga til virkrar þátttöku. Til að undirstrika enn frek- ar mikilvægi þess að ,jaðarsvæðin“ séu með, bæði landfræðilega og fræðilega, stóð NIF fyrir ráðstefnu í Kaupmannahöfn síðastliðið vor í samvinnu við þjóðfræðideild háskól- ans þar. Efni fundarins voru þau rannsóknarefni þjóðfræðinnar, sem oftast hafa setið á hakanum og aldr- ei notið sömu hylli og þjóðsögur og þjóðkvæði, þ.e. gátur, leikir, lausa- vísur og annað munnlegt efni tengt hversdagslifínu. Til fundarins var boðið norrænum, keltneskum og baltneskum fræðimönnum, auk þess sem Samar áttu þar sinn fulltrúa. íslenskum þjóðfræðum voru gerð nokkur skil, því af u.þ.b. 40 fyrir- lestrum fjölluðu 3 um íslenskt efni. Árið 1986 var haldið hér á landi 24. þing norrænna þjóð- og þjóð- háttafræðinga og varð það mjög til að efla þjóðfræðirannsóknir hér á landi, eins og mikil gróska í útgáfu þjóðfræðirita um þessi jól sýnir best. En ísland hefur hingað til ekki haft efni á öflugri þjóðfræðistofnun. Rannsóknir og þó aðallega söfnun þjóðfræða hafa farið fram á vegum Árnastofnunar, Þjóðminjasafns og Ríkisútvarpsins, og er þar til mikið efni. Rannsókn á þessu efni er þó að mestu skammt á veg komin. Fyrir allmörgum árum var hafin kennsla í þjóðsagnafræði og þjóð- háttafræði við heimspekideild Há- skóla íslands, en NIF átti sinn þátt í því að komið var á fót fastri kenn- arastöðu í þjóðfræðum við félagsvís- indadeild HI fyrir fáum árum. Þjóðfræðistofnun Norðurlanda hefur því mikla þýðingu fyrir eflingu íslenskra þjóðfræðirannsókna, bæði frá fræðilegu og fjárhagslegu sjón- armiði. Höfundur er magister í þjóðfræði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.