Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 9 0PM barna- og i IA í DA6 unglingafataverslun TÓ ■D Þönglabakka í Mjódd [ (við hliðina á Kjöt og fisk). | Sími 871115. Nordisk Forum '94 kvennaþingið í Ábo, Finnlandi, 1.-6. ógúst Nú eru lousir til umsóknar styrkir úr ferðasjóói Nordisk Forum 1994 Umsóknarfreslur er til 31. mars nk. Úthlutunarreglur: 1. Umsækjendur séu 16 ára eða eldri. 2. Þeir einstaklingar, sem ekki eiga möguleika á styrkjum annars staðar frá, ganga fyrir um úthlutun. 3. Þeir einstaklingar/hópar, sem verða með framlag á Forum, ganga fyrir um úthlutun að öllu jöfnu. Umsóknir sendist til Undirbúningsnefndar Nordisk Forum 1994, Laugavegi 13, 4. hæð, pósthólf 996, 121 Reykjavík, merkt: „Ferðasjóður NF '94.“ Stýrimannaskólinn í Reykjavík Vornámskeið 1994 Sjúkrahjálp fyrir sjómenn Mat á slösuðum, samskipti við þyrlu, lyfjakista skipa, sár saumuð, bráðafrágangur slasaðra og flutningur. Heimsókn á slysadeild Borgarspítalans og þyrludeild LHG. 25. maí - 28. maí. Undanfari: Enginn. 4 kennsludagar. Verð kr. 24.000. Kennarar: Læknar af Borgarspítalanum. Umsjón: Kristinn Sigvaldason, læknir. Skráning og nánari upplýsingar alla virka daga frá kl. 8.00-14.00 í síma 13194. Póstfang: Stýrimannaskólinn í Reykjavík, pósthólf 8473, 128 Reykjavík. Skólameistari. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 40 milljónir Vikuna 4. mars til 10. mars voru samtals 40.282.990 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi vegiegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 4. mars Háspenna, Laugavegi........ 221.865 4. mars Sjallinn, ísafirði............ 98.394 7. mars Tveir vinir.................. 165.619 7. mars Hofsbót, Akureyri............. 73.666 9. mars Háspenna, Laugavegi........ 185.721 Staöa Gullpottsins 10. mars, kl. 12.00 var 6.992.413 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka sföan jafnt og þétt þar til þeir detta. mijlj. kr. 1.458 Iðnaðurog verktakar 908 Sjávarútvegur 833 Þjónusta og samgöngur Landbúnaður og loðdýrarækt 418 Tafla byggð á svari fjármálaráðherra Fjórtán milljarða tjón á þremur árum! Ætla má að tjón ríkissjóðs, ríkisbanka og sjóða í eigu hins opinbera vegna gjald- þrota hafi numið rúmum 2 milljörðum króna 1990, allt að 5,5 milljörðum króna 1991 og allt að 7 milljörðum króna 1992, að því er fram kemur í svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn á þingi um tjón ríkis- sjóðs, ríkisbanka og opinberra sjóða vegna gjaldþrota. Þrenns konar tap Fjármálaráðherra svaraði fyrir nokkrum vikum fyrirspum frá Guðrúnu Helgadóttur (Abl-Rvk) um Ijón vegna gjaldþrota. Ráðherra sagði tjón ríkissjóðs vegna gjaldþrota af þrennum toga. I fyi'sta lagi afskrifaða skatta og gjöld. í annan stað beina útgjaldaauka ríkissjóðs vegna launa í gjaldþrot- um og aukins atvinnu- leysis. I þriðja lagi töpuð útlán banka og lánasjóða í eigu ríkisms. Að auki verður ríkissjóður fyrir tapi vegna minni umsvifa i kjölfar gjaldþrota, þ.e. vegna rýrari gjaldstofna. Afskrifaðar kröfur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um endurskoð- un ríkisreiknings 1992 kemur fram að „um það bil 80% afskrifta em til- komin vegna gjald- þrota“. Afskrifaðar kröf- ur námu 823 m.kr. 1990, 2.171 m.kr. 1991 og 3.477 m.kr. árið 1992. Af afskrifuðum kröf- um 1992, 3.477 m.kr., vom 11% þinggjöld ein- staklinga, 37% þinggjöld fyrirtækja, 14% sölu- skattur, 10% virðisauka- skattur, 22% staðgreiðsla og 6% annað. „Rétt er að benda á,“ segir í svari ráðherra, „að afskrift skattkröfu er viðurkenning á að ki-afan sé töpuð og er framkvæmd án tillits til þess livenær álagning átti sér stað. Þannig geta kröfur náð til nokkurra ára þegar þær loks em afskrifaðar." Kostnaðar- auki ríkissjóðs Samkvæmt svari ráð- herra nam beinn kostn- aður ríkissjóðs af gjald- þrotum 195 m.kr. árið 1990, 490 m.kr. 1991 og 543 m.kr. árið 1992. Þess- ar tölur spanna ríkis- ábyrgð á launum vegna gjaldþrota, Abyrgðarsjóð launa í gjaldþrotum og kostnað bmheimtu- manna. Þá er ótalinn kostnað- ur rikissjóðs vegna at- vinnuleysisbóta til þeirra sem misst hafa vinnuna í kjölfar gjaldþrota. Töpuð útlán vegna gjald- þrota í svari ráðherra kom fram að endanlega af- skrifaðar kröfur ríkis- banka og fjárfestingar- sjóða námu 1.484 m.kr. 1990, 3.444 m.kr. 1991 og 3.944 m.kr. árið 1992. Endanlega afskrifaðar kröfur árið 1992, 3.944 m.kr., skiptast svo á at- vinnugreinar: 1) Land- búnaður og loðdýrarækt 65 m.kr., 2) Fiskeldi 1.458 m.kr., 3) Sjávarútvegur 833 m.kr., 4) Iðnaður og verktakar 908 m.kr., 5) Þjónusta og samgöngur 212 m.kr., 6) Annað 418 m.kr. „Tekið skal skýrt fram að um endanlega afskrif- aðar ki-öfur er að ræða í kjölfar gjaldþrota- skipti,“ segir í svari ráð- herra. „Ekki eru meðtal- in framlög á afskriftar- reikninga til að mæta áætluðum útlánatöpum framtíðai-imiar...“ Niðurstaða í svari ráðherra segir orðrétt: „Af upplýsingum hér að framan má ætla að tjón ríkissjóðs, ríkis- banka og sjóða í eigu hins opinbera vegna gjaldþrota hafi numið rúmlega 2 milljörðum króna árið 1990, allt. að 5,5 milljörðum króna ár- ið 1991 og allt að 7 millj- örðum króna árið 1992. Áherzla er lögð á að óvarlegt er að draga sterkar ályktanir af þess- um niðurstöðum þar sem talnagrunnurinn er veik- ur og um er að ræða endanlega afskrifaðar kröfur vegna gjaldþrota sem áttu sér stað alllöngu áður.“ Efnahagslægðin og áföllin í atvimiulifinu hafa ekki síður komið Ula við ríkið og sveitarfélög- in en almenning: valdið alvarlegum tekjusam- drætti og tekjutöpum hins opinbera og unitals- verðum útgjaldaauka. Ekkert skiptir ríki og sveitarfélög meira máli en að búa atvinnulífinu skilyrði til rekstrarör- yggis og vaxtar. Þar ræðst hve stórir - skatt- stofnarnir verða (tekju- og veltuskattstofnai'). Skattstofnarnir skipta ríkið verulega meira máli en skattstigamir! ■ FUNDUR um kynþáttahyggju verður haldinn í dag, föstudaginn 11. mars í Odda, Háskóla Is- lands, stofu 101 kl. 20. Á fund- inum verða fjórir fyrirlesarar sem munu fjalla um kynþáttahyggju hver frá sínu sjónarhorninu. Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir, mann- fræðingur, mun fjalla um menn- ingarlegar rætur kynþáttahyggju og fordóma, Fanney Kim Du mun fjalla um Islendinga og kynþátta- hyggju, Sigrún Ása Markúsdótt- ir, fjölmiðlafræðingur, fjallar um fjölmiðla og kynþáttahyggju og Jón Daníelsson, hagfræðingur, fallar um efnhagslegar afleiðingar kynþáttahyggju. Að fyrirlestrinum loknum verða umræður. Vilhjálm- ur, félag mannfræðinema við Háskóla íslands, stendur fyrir fundinum og eru allir velkomnir sem áhuga hafa á kynþátta- hyggju, orsökum hennar og afleið- ingum. Brúðarkjólar, samkvœmiskjólar, kjólföt og smókingar og annar fatnaður. Fataviðgerðir og fatabreytingar. Garðatorgi, sími 656680. Hef opnaó lækningastofu í LæknastÖðinni Uppsölum, Kringlunhi 8-12, 103 Reykjavík. Dr. Guðjón Haraldsson Sérgreinar: Aimennar skurðiækningar og þvagf æraskurólækningar. Tímapantanir alla virka daga kl. 9—1 7, sími 68681 1. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12 f.h. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 12. mars verða til viðtals Árni Sigfússon, í borgarráði, formaður stjórnar sjúkrastofnana, formaður fræðslu- og skólamálaráðs, í atvinnumálanefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.