Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 31 Slysiðífisk- veiðistefnunni eftir Önund Ásgeirsson Markmið fiskveiðistefnunnar eru stöðugt til umræðu á opinberum vettvangi, en hin endanlega lausn sýnist víðs fjarri og reyndar er hún stöðugt að fjarlægjast. Botnfísk- kvótar núverandi fiskveiðiárs eru um 165.000 tonn sem er aðeins helmingur þess sem var á síðasta fíkveiðiári og þriðjungur þess sem úthlutað var fyrir tveim árum. Svo guma menn af því að árið 1993 hafi verið bezta fískveiðiár íslands- sögunnar enda þótt vitað sé, að yfír 80% hafi verið loðna sem myndi hjá Dönum nefnast „skidtfísk" til aðgreiningar frá matfíski eða fiski til manneldis sem miklu hærra verð fæst fyrir. Þá líta menn algjörlega fram hjá því að helztu og dýrmæt- ustu fisktegundirnar hér við land eru á þrotum og þar með aðaltekju- stofn landsins. Við höfum enga vissu fyrir því að á næsta fiskveiði- ári verði nýtt metár í loðnuveiðum, né að aðrir fiskistofnar rétti við og því lifum við í þeirri völtu von að fískistofnarnir munu vaxa af sjálfu sér og auka þjóðartekjurnar svo að það leysi allan okkar vanda í efna- hagsmálum. Þetta getur aðeins tal- izt óraunhæf bjartsýni. Þróun stórútgerðar Strax eftir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar 1976 voru byggðir stórir ísfísktogarar sem tóku að sér fyrra hlutverk þýzkra og enskra útgerð- armanna um öflun nýs fisks á þýzka og enska markaði. Sum þessara togskipa voru svo til einvörðungu miðuð við þetta hlutverk og hafa varla lagt ugga á lands hérlendis og þannig nýtt sér aðstöðuna innan fiskveiðilögsögunnar án þess að leggja atvinnulífinu hérlendis nokk- uð til. Þessar veiðar höfðu ekki mikil áhrif á atvinnuástandið innan- lands, meðan nógur afli barst að landi til að fullnægja vinnsluþörf frystihúsanna. En ísfískskipunum fór fjölgandi og það varð einskonar „Kvótarnir voru hins- vegar teknir af þeim sem betri rétt áttu til þeirra og afhending eða framsal þeirra til þessara taprekstrar- skipa þannig í mótsögn og heimildarleysi sam- kvæmt stjórnarskrá landsins, bæði varðandi eignarrétt og atvinnu- réttindi landsmanna.“ íþrótt stjórnmálamanna að úthluta nýjum skuttogurum til gæðing- anna. Eftir 1983 hefst síðan útgerð frystitogara sem fljótlega leiðir til minnkandi afla sem lagður er upp hjá hraðfrystihúsunum, en í kjölfar þess fylgir síðan vaxandi atvinnu- leysi á útgerðarstöðum um allt land. Frystitogaramir munu nú komnir yfir 40 talsins og fer fjöldi þeirra stöðugt vaxandi, jafnframt kemur í ljós að þeir eru nú að leysa frysti- húsin í landinu endanlega af hólmi, með stöðugt vaxandi atvinnuleysi við fiskvinnslu í landi. Allt er þetta afleiðing hinnar hörmulegu fisk- veiðistefnu sem hér hefir verið í gangi síðan 1986 og vísast má telja talsmenn Alþýðuflokksins aðalhöf- unda að, þótt framkvæmdaraðilar hafí verið_ sjávarútvegsráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og nú síðast Þorsteinn Pálsson. Árangur kvótakerfisins Hér verður ekki rakin saga kvótakerfisins, heldur aðeins getið afleiðinga þess svo sem þær nú liggja ljóst fyrir. Þótt yfírlýstur til- gangur kvótakerfísins væri sá að afla samfélaginu tekna af „auðlind- inni“ með sérstöku afgjaldi til ríkis- sjóð,' sem upphaflega var nefnt „auðlindaskattur" en nú nefnist því hæverska nafni veiðigjald, hefir raunin orðið allt önnur því að ekk- ert veiðigjald hefir verið greitt fram til þessa. Það má víst teljast næsta víst að slíkt gjald verði aldrei greitt enda byggt á þeirri blekkingu að útgerðin skili jafnan miklum hagn- aði árlega sem þó er ekki í sam- ræmi við rekstrarlega niðurstöðu ársreikninga útgerðarfélaganna. Kjarni laganna um stjórnun fisk- veiða var sá að nytjastofnum við landið sem lögin skilgreindu sem sameign íslenzku þjóðarinnar var úthlutað gefíns til starfandi útgerða í landinu sem þannig eignuðust all- an rétt til fískveiða innan fiskveiði- lögsögunnar til frambúðar og eilífð- ar. Þar sem þessir fiskveiðikvótar voru gerðir framseljanlegir, urðu þeir varanleg eign útgerðanna um alla framtíð. Þetta er grundvöllur „kvótabrasksins". Hæstiréttur hefir staðfest að þetta sé megintilgangur fiskveiðilaganna og þannig er skylt að færa keypta kvóta til eignar hjá útgerðum skipanna, en þetta segir í sjálfu sér að íslenzka þjóðin hafi með þessum lögum verið svipt þess- arri sameign sinni. Þrátt fyrir þetta munu víst allir íslendingar sammála um það að hefðbundnar veiðar á botnfíski, þ.e. með færi eða línu, séu í raun og eðli málsins sam- kvæmt eðlilegur og sjálfsagður fæðingarréttur allra Islendinga sem vilja hafa atvinnu sína af slíkum veiðum. Þessar veiðar hafa augljós- an forgangsrétt fram yfír aðrar tegundir veiða, enda segir í 69. gr. stjórnarskrárinnar „að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til“. Það ætti að vera augljóst að það eru engin almanna- heill sem krefjast þess að dýrustu og óhagkvæmustu veiðiskip heims séu notuð innan íslenzkrar fískveiði- lögsögu. Jafnvel þótt íslenzkir sjómenn skili þeim árangri að afli á mann sé fjórfaldur eða fimmfaldur miðað við erlenda starfsbræður þeirra, nægir þetta ekki til að ná jákvæðum árangri í rekstri skipanna. Kvóta- kerfið hefir ekki náð að ráða bót á þessum vanda og þótt nýjustu at- Hvað er að ráðamönn- um þjóðarinnar? eftirÞóru Júlíusdóttur Hvernig geta þeir lofað svona upp í ermina á sér trekk í trekk, nema Ingi Björn Albertsson, sem reynir eins og hann getur til að fá björgunarþyrlumálinu framgengt. Ég er agndofa yfir þessu og skammast mín fyrir ríkisstjórnina og sjálfa mig um leið yfir að hafa ekki reynt að styðja Inga Björn betur í þessu máli. Þegar síðasta sjóslys gerðist, var ég svo vitlaus að hugsa: Það þarf ekki að fylgja þessu svo fast eftir af almennum þjóðfélagsþegnum, þeir sjá nú að þyrlukaupin þurfa að gerast og það strax. Reyndar lofuðu þeir því eða þannig tók ég það. Mér datt bara alls ekki í hug, að þeir myndu salta það fram að næsta slysi og lofa því þá, en svíkja svo kannski áfram! Þurfa slysin að henda sjálfa alþing- ismennina, til þess að þeir hrökkvi fyrir alvöru við? Þurfum við að af- skrifa alla þessa alþingismenn í næstu kosningum og byija upp á nýtt? Ef það vantar svona mikið fjár- magn til nýrra þyrlukaupa, eigum við þá ekki bara að fækka alþingis- Þóra Júlíusdóttir „Þurfum við að afskrifa alla þessa alþingismenn í næstu kosningum?“ mönnum, því við þjóðfélagsþegn- arnir greiðum jú kaupið þeirra og hvað ef þeir legðu nú risnupening- ana sína í björgunarþyrlusjóðinn, því við greiðum þá vissulega líka. Það þarf ekki endilega að binda þessa björgunarþyrlu við sjómenn, sem í flestum tilfeilum eiga þessa einu björgunarvon eins og komið hefur í ljós. Við sjáum sem betur fer flest ekki langt inn í framtíðina og vitum því ekki hver þarf næst á björgunar- þyrlu að halda, þó flestir sem eru á landi eigi sér aðra undankomu- leið, það hafa sjómenn oft ekki. Látum ekki lengur dragast að kaupa nýja þyrlu. Eg vil vekja at- hygli á því. Nýja björgunarþyrlu strax, ekki á morgun eða kannski hinn, það átti raunar að gerast í gær — það er að segja fyrir löngu! Þyrlu sem kemst út fyrir 200 míl- ur, eða landshornanna á milli án þess að þurfa að taka eldsneyti á leiðinni. Þjóðfélagsþegnar, stöndum sam- an, látum í okkur heyra og styðjum Inga Björn Albertsson í baráttunni. Það fara að koma kosningar, kannski getum við gert eitthvað í sambandi við þær. Höfundur er stjórnarformaður útgcrðarfélags í Grindavík. Önundur Ásgeirsson huganir við Háskólann sýni, að 28 fyrirtæki hafi komizt yfir nær helm- ing allra botnfiskveiða landsins, fínnst enginn rekstrargrundvöllur fyrir þau, enda mátti víst í flestum tilfellum sjá þetta fyrir. Kvótarnir voru hinsvegar teknir af þeim sem betri rétt áttu til þeirra, og afhend- ing eða framsal þeirra til þessara taprekstrarskipa þannig í mótsögn og heimildarleysi samkvæmt stjórn- arskrá landsins, bæði varðandi eignarrétt og atvinnuréttindi lands- manna. Eyðing fiskimiðanna Á hveijum miðvikudegi má sjá í Mbl. hvar togskipin eru staðsett og sé sérstakt dæmi tekið má sjá að í öllum álum eða gönguleiðum þorsks úti fyrir Vestfjörðum eru flesta daga um eða yfír 30 úthafs- veiðiskip að veiðum. Veiðislóðirnar nefnast: Látragrunn, Víkuráll, Barðagrunn, Hali, Djúpáll og Kög- urgrunn . Þetta eru þau fiskimið, sem stóðu undir þeim afla sem var undirstaðan að öllu mannlífí í þess- um byggðum. Má þar nefna sem dæmi eftirfarandi byggðalög: Pat- reksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal, Þingeyri, Suðureyri og Bolungavík. Reynir Traustason, skipstjóri á Flateyri, segir kvóta þar hafa minnkað úr 6.000 tonnum í 400 tonn á undanförnum árum og þetta er eini afkomumöguleiki fólksins. Þótt Vestfírðir hafí hér verið teknir sem dæmi, er fjöldi annarra byggðalaga í sömu stöðu, þótt ekki verði það upp talið hér. Neyðarréttur byggðanna Hér hlýtur að vakna sú spurning, hvort stjórnvöld eða Alþingi hafi rétt til að svipta byggðir landsins lífsbjörg sinni. Svarið er vissulaga aðeins eitt. Nei. Eðlilegast virðist því að byggðastjórnir eða hrepps- stjórnir taki málin í sínar hendur og bijóti þessa hlekki af sér. Hreppsstjórnir td. á Vestfjörðum ættu að halda borgarafundi, þar sem samþykkt væri að lýsa því yfir að þessi ólög gildi ekki um þeirra byggðarlag, síðan ættu allar byggð- ir á Vestfjörðum að taka þessi mál í sínar hendur, því forsenda kvóta- laganna var óneitanlega sú að físk- stofnar við strendur landsins væri sameign allra landsmanna. Það hefði þannig ekki átt að vera sá möguleiki fyrir hendi að einstökum útgerðum væri gert mögulegt að spilla veiðunum fyrir heilum byggð- um og gera þau óbyggileg svo sem nú er orðin staðreynd. Það mun taka langan tíma fyrir fiskistofnana að rétta við. Aðgerðir eru því óhjá- kvæmilegar. Höfundur er fyrrv. framkvæmdastjóri Olís. auglýsingar I.O.O.F. 1 = 1743118'A = F.L. I.O.O.F. 12 = 1743118'/2 = Fjk. Svigmót ÍR 1994 - Reykjavíkur- mót Svig 13-14 ára verður haldið i Hamragili 19.-20. mars 1994. Þátttökutilkynningár berist í fax 687845 fyrir þriðjudagskvöld 15. mars. Fararstjórafundur verð- ur haldinn í skíðaráðsherbergi föstudaginn 18. mars kl. 19.00. Mótanefnd. NY-UNG KFUM & KFUK Holtavegi Lofgjörðarsamvera í kvöld kl. 20.30. Hildur Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir verða með vitnisburði. Einnig verða frjálsir vitnisburðir. Tónlistin verður í umsjá djassbands. Allir velkomnir á samveruna. Frá Guðspeki- félaginu IngóHmstrntl 22. Ámkrtftmrsfml Qmnfllmra mr 39673. í kvöld kl. 21 flytur Jörundur Guðmundsson erindi í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á laug- ardag kl. 15 til 17 er opið hús með fræðslu kl. 15.30 í umsjón Sigríðar Einarsdóttur. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. KEFAS kristið samfélag Almenn samkoma laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Þriðjudagskvöld: Fræðsla og bænastund kl. 20. FERÐAFÉIAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Helgarferð 12.-13. mars Kringum Hengil, skíðaganga Brottför kl. 09.00 laugardag. Gengið austan Hengils (milli hrauns og hlíða) sem leið liggur að Nesjavöllum. • Gist þar. Sunnudag gengið vestan Heng- ils að Litlu-kaffistofunni. Morg- unverður og kvöldverður innifal- inn í verði. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.í. Ferðafélag islands. Sálar- — rannsókna- félag íslands Mikael Willcocks heldur byrj- endanámskeið í andlegum fræð- um laugardaginn 12. mars og sunnudaginn 13. mars kl. 10-17 báða dagana. Einnig verður opinn kynningar- fundur í húsnæði félagsins, Garðastræti 8, föstudagskvöldið 11. mars kl. 20.30, þar sem fólki gefst kostur á að kynnast Mikael. Bókanir hafnar á námskeiðin í slmum 18130 og 618130. Stjórnin. TIISÖLU Til sölu vinsælu, þýsku bréfin Joker ’88 Upplýsingar í síma 93-14271, milli kl. 20 og 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.