Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
Helgi Már Jóns-
son — Minning
Fæddur 15. september 1961
Dáinn 28. febrúar 1994
Undanfarið vorum við Ilelgi Már
búnir að ræða oft um að drífa okk-
ur saman á skíði. Aðeins var setið
fyrir rétta tækifærinu. Þótt erfið
vika sé nú liðin frá því hann kvaddi
okkur er enn erfitt að átta sig á
því að úr þessu ráðabruggi verður
ekki að sinni.
Með þessum minningarbrotum
langar mig að senda öllum aðstand-
endum hans og vinum samúðar-
kveðjur og megi eitthvað okkur
æðra veita þeim styrk við þennan
mikla missi.
Þá er ég hóf nám við Kennarahá-
skólann, fyrir um einu og hálfu ári,
hafði Helgi Már verið þar ári leng-
ur. Mér er það hugleikið þegar ég
kynntist honum fyrst. Þá höfðum
við nýgræðingamir, Agnar, Viðar
og ég, gengið meðfram veggjum í
skoðunarferð um skólann. Leiðin lá
út í íþróttahús þar sem Helgi Már
tók þátt í blakleik með kennurum
skólans. Hann kom auga á okkur
þar sem við gægðumst inn í salinn
milli stafs og hurðar og gekk sam-
stundis út úr leik sinum til að bjóða
okkur velkomna. Og það er engin
tilviljun að slíkar eru þær minningar
sem koma fyrst upp í hugann þegar
litið er til baka. Þetta er öðlingur
sem við kveðjum.
í framhaldi af þessu Ieitar hugur-
inn fljótt í Miðtúnið. Nær allir nem-
ar Kennaraháskólans kynntust
gestrisni þeirra Helga Más, Ástu
Bjarkar og Rósu, sambýlinganna
þar. Þar stóðu okkur ávallt opnar
dyr, sama á hvaða tíma sólarhrings-
ins okkur bar að.
Vinskapur okkar Helga Más jókst
jafnt og þétt. Afgerandi áhrif haði
það þó er við tókum til við ölgerð
saman. Afraksturinn þótti okkur
sjálfum með ágætum en ekki þurft-
um þó við að hafa áhyggjur af
ágangi vina okkar í mjöðinn. Þessi
„mótbyr“ færði okkur einhvern veg-
inn þéttar saman. Allar veigamar
kláruðust.
Eg held að öllum sem kynntust
Helga Má beri saman um að þar fór
afar sérstakur maður. Ber þar
margt til. Sá eiginleiki sem mér
fannst mest til koma í fari hans var
hversu óhræddur hann var við að
mynda sér eigin skoðanir á hlutun-
um. Og hann lét þær í ljós án þess
að hafa miklar áhyggjur af viðtök-
unum. Hinn magri millivegur al-
mennings varð aldrei sjálfkrafa
hans og mótmæli einhverra misvit-
urra vom ekki mótlæti í hans huga.
í þvílíkum mönnum er ætíð eftirsjá.
Að hrista eilítið upp í umhverfínu
virtist vera hans líf og yndi. Við
héma megin verðum hissa ef Helgi
Már verður ekki vel þekktur hinum
megin þá er við höldum á eftir hon-
um. Persónulega verð ég mjög
svekktur ef annað kemur á daginn.
Að njóta samvista við Helga Má
er okkur ekki auðið í bili. Það er
ekki auðvelt að sætta sig við það,
en á sama tíma megum við ekki
gleyma þeim fjölmörgu brosum sem
hann gaf okkur.
Við fömm síðar saman á skíði.
Jón Páll.
Helgi Már vinur okkar er dáinn.
Því er erfítt að trúa og skilja. Hann
elskaði lífíð svo sterkt. Lífsgleði
hans var mikil og smitandi. Hann
vildi að allir væm glaðir og öllum
liði vel. I kringum Helga var oft
fjöldi fólks sem sótti til hans lífs-
kraft og skemmtilegar samveru-
stundir. Vinahópur hans er stór,
fjölbreytilegur og litríkur. í þennan
hóp er nú rofíð stórt skarð.
Helgi Már hafði létta lund og
átti gott með að sjá björtu hliðarn-
ar á tilvemnni. Oft var stutt í
spaugið og þeir eru ótal brandar-
amir sem Helgi hefur samið og
sagt. Áhugi hans á því skoplega
var mikill; safnaði að sér efni og
gaf út sjálfur eigin skopþætti.
Áhugamál hans voru fjölmörg
og fjölbreytt og virtist hann hafa
mikla orku til að stunda þau. Hann
stundaði íþróttir, bæði með sínu
félagi, Haukum, og einnig alhliða
heilsurækt í sundlaugum og með
vinahópum.
Hann var mikill áhugamaður um
kvikmyndir og kvikmyndagerð.
Hefur hann gert eigin kvikmyndir
og einnig aðstoðað við kvikmynda-
gerð. Hafði hann mikinn áhuga að
flétta saman kennslustarfíð og
kvikmyndagerð. Hann hlustaði mik-
ið á tónlist og sótti oft leikhús. Einn-
ig samdi hann ljóð sem hann gaf
út sjálfur.
Helgi Már setti hið mannlega í
öndvegi. Virðing fyrir lífínu og
manneskjunni var mikil. Hann vildi
að allir væru sáttir, kjör væru sem
jöfnust og að hagur þeirra sem að
minna mættu sín væru ekki fyrir
borð borin. Réttlætiskennd hans var
mjög sterk.
Hann var tilfínninganæmur og
blíður. Mátti ekkert aumt sjá án
þess að hann léti það til sín taka.
Heiðarleiki og hógværð einkenndu
hann.
Það var ætíð ánægjulegt þegar
að Helgi Már kom í heimsókn.
Hann hafði heillandi viðmót, hlýlegt
og glaðlegt. Það voru ekki síður
bömin á bænum sem fengu að njóta
hans. Þeim var gefínn góður tími
til að spjalla saman eða leika. Hann
talaði oft um að hann langaði að
flytja aftur til Hafnarfjarðar en
heimsóknir yrðu að duga þangað til.
Við erum glöð og þakklát fyrir
að hafa átt Helga Má að vini. Hann
hefur gefíð okkur margt sem við
eigum eftir að varðveita. Við hugs-
um til hans með hlýju og gleði.
Ættingjum vottum við okkar
dýpstu samúð og vonum að þeir
öðlist styrk í sorg sinni.
Jón Þór og Sif.
Ég á erfítt með að sætta mig við
þá bláköldu staðreynd að Helgi
Már, vinur minn, sé dáinn. Eg
kynntist Helga Má er við hófum
störf í Bláfjöllum veturinn ’80-’81,
en við ætluðum að taka okkur eins
árs frí frá námi til umhugsunar
hvert skyldi stefna í frekara nám.
Tókst strax með okkur Helga Má
eða Bergi eins og við vinimir vomm
vanir að kalla hann mikil og traust
vinátta.
Helgi Már var gæddur þeim ein-
staka hæfíleika að geta brætt hug
og hjörtu viðmælenda sinna. Hann
var fíjór í hugsun enda skáldmælt-
ur vel og naut þess að ræða mál
til hlítar. Ég tel að sú ákvörðun
hans að velja sér kennarastarfið
sem ævistarf hafí verið rétt og
hæfíleikar hans hefðu notið sín vel
í því starfí.
Hann fékk ungur mikinn áhuga
á öllu því sem laut að kvikmynda-
gerð. Er við eitt sinn vorum að fara
erlendis var honum tilkynnt að hann
hefði hlotið fern gullverðlaun á há-
tíð ungra áhugamanna á Norður-
löndum um kvikmyndagerð. í fram-
haldi af því var honum boðið að
taka á móti þessum verðlaunum við
sérstaka hátíð. Sýnir það glöggt að
hann bjó yfír miklum hæfíleikum á
þessu sviði.
Við áttum saman margar gleði-
stundir bæði hér heima og á ferðum
okkar erlendis en þær ferðir hafa
á sér mikinn ævintýrablæ í endur-
minningu minni. Við vorum ungir
og nutum þess að vera til.
Til að varpa ljósi á einstæða per-
sónutöfra Helga Más langar mig
að nefna eftirfarandi dæmi: Eitt
sinn vorum við staddir fyrir utan
Háskólabíó, er við urðum vitni að
sýningu fjöllistamanna fyrir utan
Hótel Sögu, fyrr en varði var Helgi
Már kominn í samræður við konu
eina sem reyndist vera eiginkona
ferðajöfurs frá Sviss. Konan heillað-
ist svo af þessum unga íslendingi
að svo fór að okkur var báðum
boðið til Sviss viku síðar. Þessar
stundir munu lifa í minningunni um
góðan vin, vin sem naut þess að
gefa af sjálfum sér öðrum til gagns
og gleði, vin sem lét ekki veraldleg
gæði hafa áhrif á sig, vin sem allt-
af var boðinn og búinn að rétta
öðrum hjálparhönd ekki síst þeim
sem minna máttu sín, enda hefur
hann árum saman veitt slíkum
margháttaða aðstoð, t.d. hefur
hann starfað með einhverfum jafn-
hliða námi sínu í Kennaraháskóla
íslands. Hann var svo sannarlega
vinur í raun og í orðsins fyllstu
merkingu drengur góður.
Eg minnist - þakka allt og óska þér
um eilífð góðs er héðan burt þú fer.
Far vel far vel. Þig vorsins dísir geymi
og vaki blessun yfir þínum heimi.
(Hulda)
Ég vil að lokum votta föður, syni,
systkinum, unnustu og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Trausti Sigurðsson.
Mánudaginn 7. mars var borinn
til grafar minn elskulegi frændi og
viiiur Helgi Már Jónsson sem lést
með sviplegum hætti á Borgarspít-
alanum mánudaginn 28. febrúar sl.
Enginn mannlegur máttur fær
skilið þann tilgang sem hlýtur að
liggja að baki þegar svo hraustur
og ljúfur drengur er numinn svo
skyndilega á brott úr þessu lífi, án
nokkurs fyrirvara, af undarlegum
sjúkdómi sem enginn virtist kunna
skil á. Við sem þekktum Helga
stöndum eftir agndofa af harmi og
þungum söknuði. Við biðjum þig
góði guð að taka vel á móti Helga
Má og styrkja okkur sem þurfum
að horfa á eftir honum úr lífi okkar.
Við Helgi Már vorum náskyldir,
feður okkar bræður og mæður okk-
ar systur; við hentum stundum
gaman að þessum mikla skyldleika
og fannst við vera svo skyldir og
svo líkir um margt að við værum
svo gott sem bræður. Helgi var
fæddur 15. september 1961, sonur
Helgu Finnsdóttur og Jóns Más
Þorvaldssonar, og var þriðji í röð-
inni af fímm systkinum. Þau þjuggu
á Svalbarðinu í Hafnarfírði allt þar
til Helga lést árið 1978, með ámóta
sviplegum hætti og Helgi nú.
Það voru alltaf miklir fagnaðar-
fundir með okkur Helga Má er við
hittumst. Við vorum á svipuðu reki,
hann þó ívið eldri, en við vorum svo
samstiga í leikjum okkar og ímynd-
uðum ævintýrum að við áttum það
til að gleyma bæði stund og stað.
Á jóladag var það venjan að fjöl-
skyldan úr Hafnarfírði kom í heim-
sókn til okkar í Keflavík, þá stóð
maður fullur eftirvæntingar við úti-
dymar með splunkuný leikföng í
höndunum og beið eftir að Helgi
Már kæmi að leika.
Á sumrin var það alltaf sérstök
tilhlökkun sem greip um sig í bijósti
manns þegar mamma undirbjó hina
árvissu sumardvöl í Borgarfirðinum
hjá ömmu og afa í Eskiholti, og
t
Eiginkona mín,
ÞORBJÖRG KARLSDÓTTIR JESSOP,
andaðist í Gloucestershire Royal Hospital 25. febrúar.
Russell Jessop.
t
Móðir okkar,
VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Munkaþverárstræti 14,
Akureyri,
andaðist í Kristnesspítala aðfaranótt 10. mars.
Guðrún M. Kristjánsdóttir,
Birgir Kristjánsson,
Bryndís Kristjánsdóttir.
t
HELGA BJÖRNSDÓTTIR,
Vatnshömrum,
Andakíl, Borgarfirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 4. mars sl.
Útför hennar verður gerð frá Hvanneyri laugardaginn 12. mars
kl. 14.00.
Ruth Fjeldsted, Þráinn Sigurjónsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HREFNA ÓLAFSDÓTTIR,
Akurgerði,
Hrunamannahreppi,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 9. mars.
Guðmundur Sigurdórsson,
Tryggvi Guðmundsson, Anna Brynjólfsdóttir,
Ármann Guðmundsson, Hrefna Hannesdóttir
og barnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
GI'SLI'NA HARALDSDÓTTIR
frá Flesjustöðum,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 12. mars
kl. 14.00.
Ferð verður frá B.S.Í. kl. 10.30 sama dag.
Árni Þórðarson
og börn.
maður vissi að Helgi Már yrði þar
líka. I sveitinni vorum við nánast
óaðskiljanlegir. Við vorum komnir
eldsnemma á fætur á morgnana og
farnir út á vit æskuíjörs og enda-
lausra ævintýraferða um víðar lend-
ur. Ferðir þessar mæltust misvel
fyrir hjá hinum fullorðnu því stund-
um komum við ekki í leitirnar á
skikkanlegum tíma og þá voru allir
farnir að fá áhyggjur.
Helgi var hinsvegar ekki hár í
loftinu þegar hann var orðinn dug-
andi vinnumaður hjá Sveini frænda
okkar í Eskiholti enda var hann
sérlega laginn bæði við vélar og
skepnur. Hann vissi jafnan hvað
var að, ef vél bilaði, og var með
hugmyndir um hvernig best væri
að gera við hana. Hundarnir hænd-
ust alltaf mjög að Helga og fylgdu
honum hvert fótmál tilbúnir að
hlýða honum í einu og öllu. Helgi
hafði líka sérstakt dálæti á hestum
og horfði ég oft með aðdáun á hve
fagmannlegur hann var við hestana
og tilburði hans við að láta þá ptjóna
og gera kúnstir. Þær voru óteljandi
gleðistundirnar sem við Helgi áttum
saman í sveitinni.
Helgi var frá fyrstu tíð mikill
húmoristi og átti auðvelt með að
koma fólki í gott skap eða til að
hlæja. Ævintýrin voru alltaf
skammt undan og átti Helgi jafnan
frumkvæðið að ýmsum spaugileg-
um uppátækjum sem við tókum
okkur fyrir hendur og veltumst við
jafnan um af hlátri er við rifjuðum
upp þessi ævintýri okkar úr sveit-
inni. Á unglingsárunum urðum við
báðir helteknir af sama áhugamál-
inu, kvikmyndagerðinni. Okkur
nægði ekki að fara bara í bíó, við
vildum búa til okkar eigin kvik-
myndir. Með stuðningi foreldra okk-
ar eignuðumst við hvor sína 8 mm
kvikmyndatökuvélina og festum á
fílmu mörg ógleymanleg atvik.
Fljótlega vorum við farnir að skrifa
handrit að leiknum myndum og lét-
um verða af því að kvikmynda eina
slíka saman.
Helgi hafði alltaf sterka þörf fyr-
ir að tjá sig á einhvern áþreifanleg-
an hátt og löngun til að segja sög-
ur. Kvikmyndin varð sá miðill sem
hann virtist finna sig best í. Á fram-
haldsskólaárunum í Flensborg í
Hafnarfirði veit ég að hann var
þungaviktarmaður í félagslífinu og
gerði á þeim tíma nokkrar skemmti-
legar leiknar 8 mm kvikmyndir sem
seint gleymast þeim sem nálægt
komu og sáu. Helgi gekk lengi með
þann draum í maganum að komast
til útlanda í kvikmyndanám en ein-
hvern veginn höguðu örlögin hlut-
unum þannig að hann gat aldrei
látið þann draum verða að veru-
leika. En í fórum sínum átti hann
ógrynnin öll af sögum og handrits-
drögum, bæði stuttum gamansög-
um og handritum að kvikmyndum
sem hann dreymdi um að geta hrint
í verk einhvern daginn.
Það var gífurlegt áfall fyrir Jón
Má og bömin þegar Helga andaðist
með sviplegum hætti 1978. Helga
var mjög sterkur persónuleiki;
ákveðin og drífandi og gerði skýran
greinarmun á hvað væri rétt og
hvað rangt. Helgi Már var tæplega
17 ára þegar hann missti móður
sína. Hann var á þeim aldri þegar
menn eru óvissir um framtíðar-
áform sín og eru að gera upp við
sig hvaða stefnu skuli taka í lífinu.
Helgi var sveimhugi í eðli sínu,
hann átti sér marga drauma en
áttaði sig ekki alltaf á hvaða leiðir
best væri að fara svo þeir mættu
rætast. Hann tók því móðurmissinn1
mjög nærri sér, hún hafði verið sá;
klettur í tilverunni sem hann gat !
hallað sér að þegar á reyndi og sá;
vegvísir sem hann þurfti á að halda
á þessum árum. Enda talaði hann
oft um það við mig að mamma
hans hefði ekki leyft honum að taka
sumar þær ákvarðanir sem hann
tók á þessum tíma. Hún hefði stýrt
honum inn á ákveðnari brautir, því
sjálf þoldi hún illa allan losarabrag.
Við tóku hins vegar ár þar sem
hann reyndir fyrir sér á ýmsum
sviðum í mannlegu samfélagi. í
kringum 1980 bjó hann og starfaði
um tíma á Ítalíu. Fljótlega eftir
heimkomuna þaðan fékk hann starf
sem aðstoðarmaður við gerð mynd-
ar Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafn-