Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
Minning
Guðjón Bergþórs-
son skipsijóri
Fæddur 21. mars 1944
Dáinn 2. mars 1994
Fallin er frá, langt um aldur
fram, mágur minn og vinur Guðjón
Bergþórsson skipstjóri, en hann
andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi
miðvikudaginn 2. mars sl. tæplega
fimmtugur, eftir erfið veikindi.
Margs er að minnast og margt
kom mér í hug þegar móðir hans
hringdi í mig og sagði: „Hann er
farinn." Ég skildi hvað þetta þýddi.
Þetta kom mér ekki á óvart eftir
að hafa séð hvemig honum hrakaði
í hans erfiða veikindastríði.
Guðjón fæddist á Akranesi 21.
mars 1944 og ólst upp í foreldrahús-
um hjá Bergþóri Guðjónssyni skip-
stjóra og útgerðarmanni og konu
hans Guðrúnu Brynjólfsdóttur
ásamt systkinum sínum, Brynjari,
fæddum 1937, og Ósk, fæddri
1948, sem undirritaður er kvæntur.
Guðjón hóf komungur sjósókn
og var orðinn skipstjóri 19 ára gam-
all og kallaður „Karlinn" þótt hann
væri yngstur á skipinu.
Sjómennskan varð hans ævistarf
og var hann sérlega fengsæll og
farsæll skipstjóri. Honum féll best
að stunda nótaveiðar og fór hann
síðast í erfiða 10 daga veiðiferð í
desember sl. en þá var sjúkdómur-
inn farinn að segja vemlega til sín.
Á sínum sjómannsferli stýrði
Guðjón ýmsum skipum. Fyrst var
hann stýrimaður á Sigurvon AK
56 og síðan skipstjóri á því skipi.
Þá var hann stýrimaður á Sigur-
borgu SI þar til hann hóf skipstjórn
á Sigurfara AK 95 sem hann átti
með föður sínum til hausts 1971.
Eftir það var hann skipstjóri á
Skími og Rauðsey, skipum Harald-
ar Böðvarssonar og co., en síðstu
árin ýmist á Höfmngi AK 91 eða
Víkingi AK 100.
Mikið áhugamál Jonna, eins og
hann var vanalega kallaður, var
laxveiði og var hann mjög slyngur
laxveiðimaður og hafði oftast sigur
í glímu við laxinn og oft kom hann
í veiðihús með lax eftir að veiðifé-
lagamir höfðu afskrifað veiðistaði,
þar sem laxinn tók ekki. Þar kom
fram natni hans og þolinmæði til
að vinna sigur. Margar skemmtileg-
ar veiðiferðir fómm við saman, sem
telja má til qölskylduferða, einkum
í Flekkudalsá, en þar er náttúmfeg-
urð mikil og því auðvelt að eyða
tíma bæði í veiðar og náttúmskoð-
un.
Annað áhugamál Jonna var
knattspyma, en hann hætti henni
ungur þar sem ekki var hægt að
stunda hvort tveggja, sjósókn og
knattspyrnuiðkun, en hann setti sig
aldrei úr færi að horfa á knatt-
spymu ef tækifæri gafst til. M.a.
fékk hann ævinlega leyfí til að
ERFIDRYKKJUR
RéTEL ESJA
sími 689509
bregða sér af spítalanum til að sjá
Skagamenn spila og var honum það
mikil ánægja í sínum erfíðu veikind-
um sl. sumar að sjá hve uppáhalds-
lið hans, Skagamenn, léku vel á
liðnu sumri, og gjarnan fór hann
langar ferðir tii að fylgjast með lið-
inu.
Guðjón kvæntist 4. febrúar 1967
Salóme Guðmundsdóttur frá
ísafírði, dóttur Guðmundar M.
Ólafssonar og Lám Veturliðadóttur.
Guðjón og Salóme eignuðust eina
dóttur, Lám Huld. Það var Guðjóni
mikið gæfuspor þegar þau Salóme
giftu sig. Þau vom sérlega samrýnd
og báru mikið traust og virðingu
fyrir hvort öðru. Heimilishaldið
mæddi á Salóme þar sem Jonni var
oft lengi að heiman og vegna at-
vinnu sinnar.
Margar spurningar koma manni
í hug þegar burt er kallaður dug-
mikill maður í blóma lífsins. Hvað
veldur? Var verkefninu lokið? Eða
kölluðu ný verkefni? Þessu verður
aldrei svarað, en eftir stendur efí
og e.t.v. nokkurt óöryggi. Hver er
tilgangurinn?
Jonni hafði ríka ábyrgðartilfinn-
ingu og er mér minnisstætt fyrir
tæpu ári þegar fjölskyldan ætlaði
að koma saman hjá okkur hjónun-
um í tilefni 80 ára afmælis föður
hans og bíll Jonna renndi í hlað.
Ég varð undrandi á því að hann
ók ekki eins og venjulega, en ég
hafði talað við hann klukkustund
áður og var hann þá tilbúinn og
alveg að leggja af stað í Borgar-
nes. Atvikin höguðu því þannig að
rétt eftir að við slitum samtalinu
var hringt í Jonna. Fréttir höfðu
borist um að loðna hefði fundist
út af Öndverðarnesi. Skyldan kall-
aði, Jonni kallaði skipshöfnina til
skips, fór síðan úr sparifötunum og
lagði úr höfn. Á siglingunni á mið-
in hringdi hann svo til að spjalla
við foreldra sína á þessum merku
tímamótum.
Jonni bar mikla umhyggju fýrir
sínu skyld- og venslafólki og vildi
allra vanda leysa, eftir því sem tök
voru framast á.
Salóme eiginkona hans stóð eins
og klettur við hlið manns síns í
veikindum hans. Vil þakka henni
þá elju, ósérhlífni, kraft og styrk
sem hún veitti honum þar til yfír
lauk.
Sólargeislinn hans, hún Lára
Huld, er nú við nám í lögfræði og
vissi ég hvað það gladdi hann
hversu vel henni miðaði áfram í því
námi, en þau voru einstaklega sam-
rýnd og hefur hún misst mikið.
Um leið og við kveðjum góðan
dreng, bið ég góðan Guð að styrkja
hans nánustu, eiginkonu og dóttur,
foreldra og systkini.
Elsku Salóme og Lára Huld, á
þessum erfiða tíma stendur eftir
minning um góðan dreng, föður og
eiginmann.
Góður Guð gefí ykkur styrk á
erfíðum tímum.
Far þú í friði, vinur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Óli Jón Gunnarsson.
í dag kveðjum við í hinsta sinn
mág minn Guðjón Bergþórsson
skipstjóra sem lést 2. mars sl., tæp-
lega fímmtugur að aldri. Þegar
hann greindist með krabbamein sl.
sumar grunaði okkur ekki að hann
ætti aðeins nokkra mánuði eftir
ólifað. Það var hart barist og hald-
ið í vonina en hinn illvígi sjúkdómur
hafði betur.
Jonni eins og við kölluðum hann
var fæddur á Akranesi 21. mars
1944, sonur hjónanna Guðrúnar
Brynjólfsdóttur og Bergþórs Guð-
jónssonar. Hann var annar í röðinni
af þremur systkinum.
Snemma hneigðist hugur hans
að sjónum og fór hann í Stýri-
mannaskólann strax og hann hafði
aldur til. Hann tók við skipstjórn
aðeins tvítugur að aldri. Mestan
hluta af sinni skipstjómartíð var
hann hjá Haraldi Böðvarssyni hf.,
eða frá 1971. Jonni var mjög dug-
andi og aflasæll skipstjóri. í desem-
ber sl. kom hann að landi með síð-
asta farminn, þá orðinn veikur, en
hann vildi halda út sem lengst.
Aðaláhugamál hans var íþróttir
og þá helst knattspyrnan og lét
hann sig ekki vanta á völlinn ef því
varð við komið. Hann hafði einnig
ángæju af laxveiðum og var afla-
sæll þar sem á sjónum.
Jonni kynntist Sallý systur minni
þegar hún kom í heimsókn til mín
á Akranesi og frá þeirra fyrstu
fundum var sem þau hefðu verið
ætluð hvort öðru. Þau giftu sig 3.
febrúar 1967 og stigu þar mikið
gæfuspor. Þau eignuðust eina dótt-
ur, Láru Huld, sem var augasteinn
foreldra sinna. Þau feðgin voru
mjög samrýnd og var hún stundum
á sjónum með pabba sínum sem
kokkur.
Síðustu vikurnar dvaldi hann á
Sjúkrahúsinu á Akranesi og Sallý
mín var hjá honum öllum stundum
og Lára Huld þegar hún gat og
veittu honum ómetanlegan styrk.
Sýndu þau öll mikið æðruleysi á
þessum erfiða tíma.
Jonni minn, við Kristófer þökkum
þér fyrir þær fjölmörgu ánægju-
stundir sem við áttum með ykkur
Sallý.
Söknuðurinn er þungbær og
sorgin mikil. Megi guð styrkja Sallý
mína og Láru Huld og aldraða for-
eldra á þessari erfiðu stund.
Sigurlína og Kristófer.
Elskulegar vinur minn og svili,
Guðjón Bergþórsson skipstjóri, er
látinn, en hann lést í Sjúkrahúsi
Akraness að morgni 2. mars eftir
erfíð veikindi.
Jonni, en svo var hann kallaður
af vinum sínum, var fæddur á Akra-
nesi 21. mars 1944, sonur heiðurs-
hjónanna Bergþórs Guðjónssonar
skipstjóra og eiginkonu hans Guð-
rúnar Brynjólfsdóttur á Akranesi,
sem nú horfa háöldruð á eftir syni
sínum yfír móðuna miklu. Það tekur
langan tíma að átta sig á því að
hann sé ekki lengur hjá okkur, sem
skipað hefur svo stórt rúm í lífi
þeirra sem tengdust honum náið.
Hann er samt ekki alveg farinn því
hann lifír í hjörtum okkar og minn-
ingar um hann streyma fram í hug-
ann hver af annarri, allt góðar og
hlýjar minningar sem ylja um
hjartarætur.
Jonni byijaði snemma að fást við
sjómennsku eins og hraustra stráka
var siður á þeim tíma. Hann lauk
prófí frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1963 og gerðist að
námi loknu stýrimaður á ms. Sigur-
von frá Akranesi, en árið 1964
gerðist hann skipstjóri á sama skipi
og er ýmist skipstjóri eða stýrimað-
ur til ársins 1965. Frá þeim tíma
var Jonni fengsæll skipstjóri á
Akranesskipunum Sigurfara,
Skírni, Rauðsey, Höfrungi og Vík-
ingi. Jonni var mikill aflamaður og
sérstaklega aðgætinn skipstjórn-
andi og það var lítið sem fram hjá
honum fór í sambandi við öryggi
skips og áhafnar.
Jonni var næstelstur þriggja
systkina. Elsturer Brynjar, sjómað-
ur á Akranesi, en yngst er Ósk,
húsmóðir í Borgarnesi. Eftirlifandi
eiginkona Jonna er Salóme Guð-
mundsdóttir frá ísafírði og eignuð-
ust þau eina dóttur, Láru Huld, f.
21. maí 1968, nema í lögfræði við
Háskóla íslands.
Elskulegi vinur okkar, kall þitt
kom alltof fljótt og er sárt að sætta
sig við það, en vonandi tekst það
með guðs hjálp.
Elsku Sallý, Lára Huld, Bergþór
og Guðrún, Binni og Ósk og aðrir
aðstandendur, megi góður guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Guð veri með ykkur.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látrta,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hjalti M. Hjaltason og fjöl-
skylda, Isafirði.
Er sú sorgarfrétt barst mér að
Jonni væri dáinn, varð ég harmi
sleginn, en hann hafði háð stutta,
en harða baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. Þegar ég hugsa til baka til
þeirra ófáu stunda sem ég átti með
þeim Jonna, Sallý og Láru Huld á
Jaðarsbraut og Heiðarbraut þá var
þetta mitt annað heimili, því mikla
hlýju og ástúð var þar ávallt að
finna. A mínum yngri árum hafði
Jonni gaman af að fara með mig í
fótbolta og minningarnar um þær
góðu stundir sem við Jonni áttum
saman, þegar hann fór með mig á
völlinn að æfa mig, gleymast aldrei.
Elsku Jonni minn, þá skiljast leið-
ir og ég vil þakka þér fyrir allar
ómetanlegu samverustundirnar
sem við áttum saman. Elsku Sallý,
Lára Huld, Guðrún, Bergþór, systk-
ini og aðrir aðstandendur. Missir
ykkar er mikill og bið ég góðan guð
að styðja ykkur og styrkja á þessum
erfíðu tímum. Minningin um Jonna
lifir í hjörtum okkar allra.
Blessuð sé minning hans.
Þótt sviplegt fínnist og sorglegt þá,
er sannir vinir á jðrðu kveðjast,
þá hræðumst ekki, því himnum á,
þeir hittast aftur og saman gleðjast.
Þá festir böndin
þá yngist öndin
við drottins dýrð.
(Þýð. M. Joch.)
Árni Brynjólfur Hjaltason.
Okkur setti hljóðar þegar hringt
var í okkur að morgni 2. mars og
tilkynnt að Jonni væri dáinn. Jonni
hafði átt við erfíðan sjúkdóm að
stríða undanfarna mánuði, en alltaf
er erfitt að sætta sig við þegar
maður í blóma lífsins er hrifinn
burt frá ástvinum sínum.
Kynni okkar systranna við Jonna
hófust þegar við vorum ungar. Þá
þurfti mamma okkar að fara á spít-
ala og ég man hvað við ljómuðum
þegar mamma sagði að við færum
til Akraness til Sallýjar frænku,
Jonna og Láru Huldar. Vera okkar
hjá þeim var yndisleg í einu orði
sagt, við munum það enn þó við
höfum verið svo ungar. Við vorum
umvafðar ástúð og hlýju og aldrei
leiddist okkur þótt við værum svo
langt í burtu að heiman. Þetta var
eins og okkar annað héimili óg oft
eftir þetta dvöldum við hjá þeim.
Ég bjó í Reykjavík í tvö ár og
oft skrapp ég upp á Skaga til að
heilsa upp á Sallý og Jonna, og
ekki gleymir Stella systir þeim tíma
sem hún dvaldi hjá þeim þegar hún
var við æfíngakennslu í Grundar-
skóla á Akranesi haustið 1991,
hvað það var yndislegur tími að
dvelja hjá þeim hjónum.
Við kveðjum Jonna með sorg í
hjarta en gleðjumst þó yfir því að
hafa kynnst svo góðum manni sem
hann var.
Elsku Sallý, Lára Huld, Guðrún,
Bergþór, systkin og aðrir aðstand-
endur, megi guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg, minning um
góðan mann mun lifa í hjörtum
okkar allra.
Guð veri með ykkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Málfríður og Stella
Hjaltadætur.
í dag verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju Guðjón Bergþórsson
skipstjóri sem látinn er langt um
aldur fram. Guðjón var fæddur á
Akranesi 21. mars 1944, sonur
hjónanna Guðrúnar Brynjólfsdóttur
og Bergþórs Guðjónssonar, skip-
stjóra og útgerðarmanns. Hann ólst
upp á heimili foreldra sinna að
Skólabraut 31 ásamt systkinum sín-
um Brynjari og Ósk.
Á kveðjustund streyma minning-
ar fram. Jonni, eins og hann var
jafnan kallaður í fjölskyldunni, var
stóri og sterki frændi sem alltaf var
litið upp til, en ellefu ár skildu okk-
ur bræðrasynina að. Fyrsta minn-
ingin um frænda minn er þegar
hann eitt sinn um vor var að koma
af knattspyrnuæfingu allur blóðrisa
á hnjánum. Fjögurra ára gutta brá
að sjá frænda sinn svona og hljóp
til hans. Hann var nú ekki að gera
mikið úr því, brosti á sinn rólega
og yfirvegaða hátt sem alla tíð ein-
kenndi hann og sagði: „Þetta er
ekkert, frændi.“ Áhugi hans á
knattspyrnu var mikill frá fyrstu
tíð og fylgdist hann ætíð með fót-
boltanum og var það eitt hans
helsta áhugamál. En það átti ekki
fyrir honum að liggja að stunda
fótboltann því þá þegar var stefnan
í lífínu tekin. Á sumrin var sjórinn
stundaður og á vetrum námið.
Sjómennskan var honum í blóð
borin enda til sjómanna að rekja í
báðar ættir. Faðir hans var farsæll
skipstjóri og aflamaður og einnig
móðurafí hans. Guðjón lauk námi
frá Stýrimannaskólanum vorið
1963 og réðst þá þegar sem stýri-
maður á Sigurvon AK hjá Jóhann-
esi föðurbróður sínum sem þar var
skipstjóri. Mér eru minnisstæðir
blíðviðrisdagar í maí 1964 þegar
verið var að undirbúa Sigurvon AK
fyrir síldveiðar um sumarið. Jonni
hafði þá verið ráðinn skipstjóri á
síldveiðiskip nýlega tvítugur að
aldri. Áhuginn og krafturinn leyndu
sér ekki við undirbúning sumarsins
því að nú var hann að halda í sitt
fyrsta skipstjóraúthald. Margir ef-
uðust um að tvítugur stráklingurinn
gæti valdið þessu verkefni. En eins
og annað sem Jonni tók sér fyrir
hendur leysti hann það á farsælan
hátt. í ársbyijun 1965 réðst hann
sem stýrimaður til Þórðar föður
míns á nýtt skip, Sigurborgu SI,
sem þeir sóttu til Hollands. Um
haustið gerðist Guðjón skipstjóri á
Sigurfara AK sem þeir feðgar höfðu
þá fest kaup á og var með það
skip þar til þeir seldu það árið 1971.
Réðst hann þá sem skipstjóri til
Haraldar Böðvarssonar & Co og var
þar upp frá því.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fara með honum eina loðnu-
vertíð á Höfrungi AK fyrir nokkrum
árum. Þegar ég grennslaðist fyrir
um pláss hjá honum spurði hann
hvort ég treysti mér og ég játti
því. Svar frænda var einfalt: Ef þú
treystir þér þá treysti ég þér.
Tíminn með Jonna á sjónum gleym-
ist seint. Þar kynntist maður honum
í hans eigin umhverfi, störfunum á
EUROBATEX
PIPU-
UNION
FQAM
EINANGRUN
kk í sjálflímandi rúllum,
Vk plötum og hólkum.
Þ. ÞORGRÍIUISSON & CO
ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640
>
I
I
R
>
í
I
í
I
I
D
I
I
,
i
D
D
D
I
I
[
!
!