Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
33
Minning
Þóra Maack
Fædd 31. október 1919
Dáin 2. mars 1994
Hetja er gengin. Ein þeirra hetja
sem stóðu að framförum þjóðarinn-
ar á þessari öld án þess að fram-
lags þeirra sé beint getið í hag-
skýrslum.- Hetjur sem sáu til þess
að skapa það umhverfi að aðrir
gætu sinnt störfum sínum ótruflað-
ir og vel haldnir. Þjónusta við þá
sem lásu fyrir próf svo að árangur
þeirra mætti vera eins góður og
kostur væri. Þjónusta við sjúka á
heimili sínu svo að hinn sjúki fengi
góða umönnum og aðrir gætu ein-
beitt sér að störfum sínum. Alltaf
tilbúin að hjálpa og aðstoða svo
aðrir mættu njóta.
í dag er þetta að verða einn aðal-
atvinnuvegur þjóðarinnar - þjón-
usta. Veitingarekstur, heimhjúkr-
un, þrif og uppeldisstörf. Munurinn
er bara sá að nú er greitt fyrir þjón-
ustuna í reiðufé. Laun hetjunnar
voru ánægjan af því að finna að
hún hafði orðið að liði.
Hetjan, Þóra, vann ekki störf sín
með hangandi hendi. Vandvirkni
skipti öllu og það að ljúka verki.
Ekkert hálfkák. Vinna starf sitt
þannig að sá sem við því tekur
þurfi ekki að gera neitt upp á nýtt.
Aldrei láta bíða eftir sér, heldur
vera tilbúin tímanlega. Aldrei að
telja neitt eftir sér né láta ganga á
eftir sér eða hafa mörg orð um hlut-
ina. Helst að ljúka öllu strax þó að
ekki væri nauðsyn á að ljúka því
fyrr en síðar.
Aðal hetjunnar er kappið og því
verður hún miðpunktur athafna
fjölskyldunnar og drifkraftur þjóð-
félagsins. En vandinn er að láta
kappið ekki verða skynseminni yfir-
sterkara.
En þessar hetjur eru líka mann-
legar. Þær eru mæður og um holl
ráð þín, mamma, og kærleika í
okkar garð verður ekki ritað hér
heldur geymt í hugum okkar. Bless-
uð sé minning þín.
Pétur, Runólfur og Gunnar.
Fréttin um að Þóra væri dáin
kom svo skyndilega. Hún hafði að
vísu tvisvar átfyí alvarlegum veik-
indum á síðustu misserum, en eng-
inn bjóst við því að kallið kæmi
núna. Þóra hafði verið frísk og tek-
ið virkan þátt í lífí fjölskyldunnar
upp á síðkastið. Kraftarnir höfðu
skiljanlega dvínað, enda stutt í átt-
unda tuginn hjá henni, en hún var
samt sífellt starfandi. Hún dó eins
og hún lifði, hún var alltaf að.
Hlýjar minningar streyma nú
fram til að fylla það tóm sem mynd-
ast hefur við þetta snögga fráfall
Þóru. Minningar um Þóru frænku,
eiginkonu Kalla, bróður mömmu,
konuna, sem stóð okkur næst að
undanskildum foreldrum okkar
systkina. Konuna, sem þrátt fyrir
að hún ætti þrjá sæmilega fyrirferð-
armikla stráka sjálf, var alltaf boð-
in og búin að fóstra okkur eins og
móðir um lengri eða skemmri tíma.
Það var alltaf pláss fyrir eitt eða
tvö eða þrjú í viðbót hjá Þóru, hvort
heldur sem var í Skipholtinu, eða
þá á sumrin í Skógarseli við Alfta-
vatn. Hún átti okkur líka og talaði
oft um það. Og við eigum henni svo
margt að þakka.
Þóra gaf okkur af einfaldri og
óbilandi trú sinni á lífið og mann-
fólkið. Hún var ekki mikið fyrir að
flækja hlutina. Hennar áherslur
voru jafnan á það jákvæða, þannig
að dekkri hliðum málanna fækkaði
alltaf í hennar meðförum. Það var
ekki þannig að Þóra bara reyndi
að gera gott úr hlutunum, hún gerði
þá raunverulega betri.
Þóra var smávaxin kona, og gerði
oft grín að því sjálf. Hún þessi litla
kona með fjóra fíleflda karlmenn í
kringum sig. Ég held nú samt núna
að þessi smæð hennar hafi eiginlega
mest verið sjónhverfing. Þó strák-
arnir hennar hafi vaxið henni hátt
yfir höfuð þegar þeir voru vart af
barnsaldri, þá var samt aldrei vafi
á því hver réði. Það litu allir upp
til hennar.
Þóra hafði til að bera náttúrulega
reisn og þokka sem sjálfkrafa
krafðist virðingar þeirra sem um-
gengust hana. Hún tranaði sér aldr-
ei fram, samt var aldrei gengið
framhjá henni. Hún talaði ekki hátt,
samt hlustuðu allir á hana. Hún rak
og stjórnaði stóru heimili styrkri
hendi, samt tók maður eiginlega
aldrei eftir því. Hún var gædd auð-
mýkt hins sterka.
Þóra var alltaf með sínu fólki og
tók þátt í því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Alltaf var hún nálæg.
Hún tók þátt í skíðaferðum Kalla
og strákanna þó hún kæmi ekki
með. Þóra var alltaf með því súkkul-
aðikakan hennar var alltaf með.
Þegar súkkulaðikakan var tekin
upp var þessi ramma taug til Þóru
allt að því sýnileg milli Skálafellsins
og Skipholtsins. Alltaf þegar Kalli
keyrði hraðar en á 60, sem var eig-
inlega alltaf, þá varð manni hugsað
til Þóru: Nú myndi Þóra segja eitt-
hvað. Hún var ekki mikið fyrir hrað-
akstur.
Mig undraði oft hvað Þóra fýlgd-
ist vel með því sem var að gerast
í lífi okkar systkinanna. Því miður
fækkaði ferðum mínum til Þóru
eftir að ég komst á fullorðinsár, en
hún vissi samt alltaf uppá hár hvað
var að gerast í lífi okkar. Hún og
mamma töluðu saman á hveijum
degi en ég held líka að annað hafi
komið til. Þóra hafði nefnilega þann
sérstaka vana að klára setningar
fólks sem hún var að tala við. Hún
fylgdi þannig eftir hugrenningum
manns og fékk þannig dýpra innsæi
inní sálarlíf fólks en margan grun-
aði. Hún var mjög næm og átti
auðvelt með að setja sig í spor ann-
arra.
Hún var hvetjandi og ég er viss
um að hún heldur áfram að hvetja
sitt fólk til að takast á við lífið.
Og botna setningar þess. Ég keyrði
hana heim í Skipholtið eitt kalt og
dimmt febrúarkvöld í vetur og leiddi
hana upp tröppurnar. Ekki að hún
þyrfti beinlínis á líkamlegum stuðn-
ingi að halda, heldur frekar að hún
átti skilið að ég fylgdi henni alveg
upp að dyrum. Við kvöddumst þá
og hún var bjartsýn á að allt færi
vel. Ég er viss um að hún hafði
rétt fyrir sér. Allt líf hennar ber
vott um það.
Ég votta Kalla og strákunum,
konum þeirra og börnum og öllum
öðrum ættingjum og vinum mína
dýpstu samúð. Guð geymi minningu
hennar Þóru okkar.
Hallgrímur Thorsteinsson.
Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum,
sem himnahvarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi’ ei saka.
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en Guð þau telur,
því heiðloftið sjálft er huliðstjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
En ástin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú,
oss fmnst þar í eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
Þóra mín, þegar ég hugsa um
þig er alltaf sólskin, það var alltaf
svo bjart í kringum þig. Meira að
segja þegar ég bjó hjá þér í Skip-
holtinu, með börnin mín, var alltaf
sólskin. Þú varst svo sannarlega
sólskinsins barn. Þakka þér fyrir
öll árin, fyrir öll brosin þín, alla
hlýjuna og alla hjálpsemina. Þú
gafst mér þrek, þú gladdir mig.
Ég veit þú máttir ekki vera að
því að fara í ferðina miklu núna
en stundum eru ráðin tekin af okk-
ur, þá er að taka því en ég er viss
um að sá sem öllu ræður hefur feng-
ið að heyra það. Börnunum mínum
og barnabörnunum varst þú mikill
félagi og vinur, við gleymum þér
ekki.
Kalla, strákunum ykkar,
tengdadætrunum og barnabörnun-
um óska ég Guðs blessunar.
Arnfríður.
Hún Þóra okkar er farin, hún
hefur lokið sinni jarðvist. Við sem
eftir erum söknum hennar sárt, en
um leið erum við þakklát fyrir að
hafa kynnst henni og átt hana að,
bæði á gleði- og sorgarstundum.
Hún var hreinskiptin og ákveðin
kona, við vissum alltaf hvar hana
var að finna og hún var miðpunkt-
urinn í sinni samheldnu fjölskyldu.
Nú þegar að kveðjustund kemur
koma margar minningar upp í hug-
ann, flestar skemmtilegar, því það
var ekki nein lognmolla í kringum
Þóru. Gestrisin var hún með af-
brigðum og minnumst við gjarnan
Minning /
Jóna Björg Jónsdóttír
Fædd 10. desember 1938
Dáin 17. febrúar 1994
Hún Jóna okkar er dáin. Það
er erfitt að vera í öðru landi og
fá þær fréttir að sú manneskja
sem stendur okkur næst á íslandi
hafi verið kölluð brott í blóma lífs-
ins.
Kynni okkar Jónu hófust í mars
1973, en þá höfðu Jóna, Örn og
börn þeirra búið í Stigahlíð 2 í
rúmt ár. Dóttir Jónu, Guðný, hafði
vanið komur sínar til okkar í
Stigahlíð 4, og var mér til mikillar
aðstoðar og ánægju við gæslu
sonar míns, Jörundar Rafns. Þeg-
ar hann varð eins árs, var mér
allt í einu boðið starf sem ég hafði
mikinn áhuga á, en sá gaÚi var á
gjöf Njarðar, að ég hafði engan
til að gæta drengsins. Guðný litla
heyrði mig ræða þetta við foreldra
mína og skaut inn stutt og Iagg-
ott: Mamma getur alveg passað
hann. Okkur varð starsýnt á
Guðnýju og sögðum næstum í
kór: Já, en mamma þín á fimm
börn, svo það er ekki á bætandi.
Jú, jú, það er allt í lagi, komdu
bara með heim og talaðu við hana,
sagði Guðný, og ég hitti Jónu í
fyrsta skipti þetta kvöld. Okkur
samdist strax um pössunina og
ég gat hafið störf daginn eftir.
Jörundur Rafn elskaði Jónu frá
fyrstu kynnum og það reyndist
mér oft erfitt að fá hann með
heim frá Jónu mömmu og Össa
pabba, enda „ kynntu þau hann
gjarnan fyrir ókunnugum sem
yngsta barn sitt.
Á þeim þremur árum sem Jóna
gætti Jörundar, skapaðist sterk og
mikil vinátta milli fjölskyldnanna
tveggja, og ég veit að Jóna var
móður minni ómetanleg stoð í öll-
um þeim veikindum sem dundu á
fjölskyldu okkar eftir að ég var
farin frá íslandi. Þegar móðir mín
var flutt hingað, vakti Jóna eftir
okkur með heitan mat þegar við
komum með næturflugi frá Dan-
mörku. Okkur var alltaf tekið opn-
um örmum og Jörundi Rafni fagn-
að sem týnda syninum.
Oft hef ég óskað þess, að allar
ungar, einstæðar mæður hefðu
konu eins og Jónu sér til stoðar
og styrks, og ég get. aldrei að fullu
þakkað allt það sem hún gerði fyr-
ir okkur öll.
nýársboðanna, þar sem borðin
svignUðu undan krásunum og allir
skemmtu sér hið besta, ungir sem
aldnir. Og þegar hún gat ekki leng-
ur haldið boðin sökum heilsubrests,
fannst okkur eins og tómarúm
skapaðist á þessum degi. Sjálf tók
hún sér þetta nærri og tók talsverð-
an tíma að sannfæra hana um að
þetta væri henni fyrir bestu — hún
var svo ósérhlífin.
Þær voru ófáar stundirnar sem
við áttum í unaðsreit fjölskyldunnar
í Skógarseli við Álftavatn. Þar var
margt brallað í gegnum árin og
alltaf glatt á hjalla. Mörg sumrin
áttum við systkinin þar með
mömmu, Þóru og strákunum og
má segja að æ síðan hafi Þóra ver-
ið okkur sem önnur mamma.
Síðustu árin gekk Þóra ekki heil
til skógar, en hún æðraðist ekki,
vildi alltaf gera meira en hún í raun-
inni gat. Alltaf var hún boðin og
búin að aðstoða aðra ef þörf var á.
í veikindum hennar stóð fjölskyldan
sem einn maður við hlið hennar,
ekki síst Kalli, elsku Kalli. Svo virt-
ist sem aldrei bæri skugga á sam-
band þeirra og að gagnkvæm virð-
ing og væntumþykja hafi leitt þau
í gegnum lífið. Við eigum ótal
margar minningar um þessa góðu
konu, sem við viljum geyma með
okkur, og við vitum að svo er um
fleiri. Þær létta okkur sorgina.
Við biðjum algóðan Guð að vera
með ástvinum Þóru, styðja þá og
styrkja um leið og við þökkum henni
samfylgdina.
Elsku Kalli, Pétur, Sóley, Runi,
Stebba, Gunnar, Eygló og fjölskyld-
ur, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Geir og Helga.
Oftast kemur fráfall góðs vinar
á óvart og svo var þegar Karl Maack
hringdi til að segja mér sviplegt
andlát Þóru konu siannr. Fregn
þessi kom svo við mig að enn hef
ég ekki áttað mig á hve mikið ég
var háð návist hennar, vita að ég
gæti náð skemmtilegu spjalli hve-
nær sem mér datt í hug því ekki
skorti umræðuefnið. Á veturna not-
uðum við símann oft í hverri viku
og auðvitað voru heimsóknir tíðar.
Var þá oft farið mjúkum höndum
um hár mitt og lagði hún það og
lagfærði á þann hátt sem aðeins
Erni og börnunum sendum við
okkar dýpstu og innilegustu
samúðarkveðjur. Það verður tóm-
legt í eldhúsinu í Stigahlíð 2, þeg-
ar Jóna okkar- er þar ekki lengur
til að taka á móti börnum og barna-
börnum, vinum og vandamönnum,
með kaffi og meðlæti.
Einlæg vinátta er Guðs gjöf og
lýsir á erfiðum stundum. Að fá
slíka gjöf er Guðs náð. Eins og
Páll postuli segir í bréfi sínu til
Kórintumanna: En nú varir trú,
von og kærleikur, þetta þrennt, en
þeirra er kærleikurinn mestur. Við
vorum svo lánsöm að fá að njóta
kærleiks Jónu og hlýju og þökkum
fyrir það af heilum hug. Megi Guð
styrkja og vernda hennar nánustu
í sorginni.
Björg Rafnsdóttir, Sól-
veig Sveinsdóttir og Jör-
undur Rafn Arnarson,
Kaupmannahöfn.
einlæg vinkona með listræna hæfi-
leika getur og vill leggja af mörk-
um. Það er erfitt að koma orðum
að tilfinningum þegar besta vinkon-
an er svo snögglega hrifin á brott.
Þóra var óvenjulega falleg og _
nett kona, góðhjörtuð og hugulsöm,
já, stórkostleg manngerð. Hún var
örlát og hjálpsöm og hafði mikla
þörf fyrir og ánægju af að gleðja
aðra. Marga kökuna færði hún mér
með þeim hóflegu orðum að ekki
væri nú víst að mér félli hún í geð.
Það var nú eitthvað annað, allir sem
fengu að bragða á hrósuðu Þóru
fyrir kunnáttu og vildu fá uppskrift-
ina. í sveitinni vorum við nágrannar
á sumrin í meira en hálfa öld. Finn
ég nú hve þessi dýrðartími hefur
liðið allt of hratt, eða frá þvi við
vorum ungar konur að ala upp
strákahópinrí okkar sem nú eru all-
ir heimilisfeður. Ef til vill speglast
svo náin kynni okkar í því að báðar
eignuðumst við þrjá stráka á svip-
uðu reki og svo eru barnabörnin
jafnmörg hjá okkur báðum, þijár
stúlkur og þrír strákar. Oft var
þetta umræðuefni því svo óvenju-
legt var þetta sýndist okkur. Mikið
er barnalán okkar, en hennar synir
eru Pétur Maack, verkfræðingur
og prófessor við Háskóla íslands,
Runólfur verkfræðingur og Gunnar
viðskiptafræðingur. Allir eru þeir
framúrskarandi vel gerðir og góðir
drengir.
Karl Maack sér nú á bak föru-
naut sem fylgdi honum frá æsku-
árum án þess að nokkurn skugga
bæri á í sambúð enda er hann sá
mikli sómamaður að engin kona
gæti óskað sér betri förunaut. Að
þessu leyti naut Þóra alls þess besta
sem lífið getur gefíð nokkurri konu.
Ég og mín fjölskylda sendum
innilegar samúðarkveðjur. Guð
geymi Þóru um alla eilífð.
Nanna Halldórsdóttir.
Kveðja frá skíðadeild KR
Þóra Maack er látin, farin yfir
móðuna miklu, til ljóssins sem skín
svo skært handan við hið veraldlega
líf.
Við í skíðadeild KR erum búin
að þekkja Þóru lengi, því eiginmað-
ur hennar Karl Maack og hún eru
búin að vera félagar í deildinni í
tugi ára. Fyrir um 20 árum stofnuð-
um við síðan þrír félagar ásamt
Kalla bridsklúbb í Skálafelli um
páska. Fórum við fyrst heim til
Þóru og Kalla að spila eftir pásk-
ana. Þóra sá um kaffíð og meðlæt-
ið og stjanaði við okkur. Alla tíð
síðan höfum við gengið að veislu-
borði hjá Þóru og annaðist hún um
okkur af sinni alkunnu alúð og hlýju
eins og við værum synir hennar.
Tuttugu ár eru langur tími, þeg-
ar horft er til baka. Óll góðu árin
okkar hjá Þóru eru horfin en geym-
ast í minningunni. Stundirnar eru
fljótar að líða þar sem manni líður
vel og þannig var það alltaf hjá
henni Þóru.
Þóra, við félagamir minnumst
þín í hljóðri bæn og megi guð varð-
veita þig og geyma.
Við bridsfélagarnir og aðrir fé-
lagar í skíðade'ild KR sendum Kalla
og öðrum aðstandendum Þóru okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Einar, Ásbjörn og Ingólfur.
Elskuleg systir mín Jóna Björg
Jónsdóttir var sjúklingur undan-
farin ár og lá á Landakotsspítala
frá 31. janúar sl.
Elsku Örn, Guðný, Guðjón,
Gunnar, María og Helga, ég votta
ykkur innilega samúð mína. Megi
guð vera með ykkur og styrkja á
þessari sorgarstundu.
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund min sjálfs.
Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.
Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund min sjálfs.
(Steinn Steinarr)
Blessuð sé minning hennar.
Þinn bróðir,
Jón.