Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 íslenska fánann Þjóðhátíðargjöf skáta til íslenskra barna eftir Ólaf Ásgeirsson _____ Islenska fánann í öndvegi Skátahreyfingin á íslandi hefur frá fyrstu tíð látið sig íslenska fán- ann miklu varða. Hafa skátar verið fræddir um sögu fánans og þýð- ingu, notkun hans og meðferð. Hafa margir búið að þeirri kunnáttu á fullorðinsárum og notað hana sér til gagns er þeir hafa dregið fána að húni við hús sín. Skátahreyfingin hóf göngu sína á íslandi á þeim árum fyrir heimsstyijöldina fyrri sem einkenndust af lokaþætti sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Fánamál- ið var ofarlega á dagskrá og urðu um það eldheitar umræður, ekki síst eftir þann atburð er bátsfáni Einars Péturssonar frá Álafossi, hvítur kross á bláum feldi, var tek- inn af honum með hervaldi í Reykja- vikurhöfn 12. júlí árið 1913. Bróðir Einars, Sigurjón Pétursson, var fyrsti félagsforingi Skátafélags Reykjavíkur sem stofnað var 2. nóv- ember árið 1912. Það kemur vel fram í heimildum um störf skáta frá þessum tíma að þeim var mjög í mun að geta kallað sig íslenska skáta og þeir vildu og forðast að teljast hluti dönsku skátahreyfíng- arinnar og datt ekki í hug að ganga undir dönskum fána. Ekki fór hjá því að sjálfstæðisbaráttan væri of- arlega í hugum þeirra sem stofnuðu til nýrra félaga á íslandi á þessum árum. Fáninn sem tákn þjóðarinnar er nú augum okkar sjálfsagður hlutur, eðlilegur þáttur tilverunnar og fyrir flestum, eitthvað sem alltaf hefur verið til. íslenski fáninn sem birtist á sínum stað á fánastöngum borg- arinnar til hátíðarbrigða og blaktir yfir alþingishúsinu meðan þing er að störfum, veldur ekki miklum heilabrotum. Svo er um margt sem nú er hversdagslegt og sjálfsagt að fyrir því hafa menn barist og oft hefur sú barátta verið erfíð og á brattann að sækja. Fáni er sýnilegt tákn þjóða og því var krafa Islend- inga um að fá sérstakan fána um leið augljós sjálfstæðiskrafa. Þess vegna var það engin tilviljun að á fyrsta ríkisráðsfundi hins nýstofn- aða íslenska lýðveldis, sem haldinn var í ráðherraþústaðnum á Þingvöll- um 17. júní 1944, voru staðfest fyrstu lögin í sögu lýðveldisins: Lög um þjóðfána íslendinga. Á sama fundi var gefínn út forsetaúrskurður um skjaldarmerki íslands. Sérstak- ur forsetaúrskurður um fána forseta íslands var síðan gefínn út 8. júlí 1944. Fyrsti íslenski fáninn Fyrst er getið um íslenskan fána Bómullarslyrturnar komnar aítur í tveimur auglýsingum Jörgens Jörgensens, sem hér er jafnan kall- aður Jörundur hundadagakóngur. í auglýsingu hans frá 26. júní 1809 segir að Island skuli hafa sitt eigið flagg og þann 11. júlí segir svo í auglýsingu Jörgensens: „Að það ís- lenska flagg skal vera blátt með þremur hvítum þorskum á, hvers virðingu vér viljum takast á hendur að forsvara með voru lífi og blóði.“ Flattur þorskur var hið gamla skjaldarmerki íslands og var því komið fyrir á bláum feldi hins nýja fána. Daginn eftir 12. júlí 1809 var fáninn dreginn að húni á Petræus- arvöruhúsi í Hafnarstræti í Reykja- vík. Þessum fyrsta íslenska fána var heilsað af virðingu með fallbyssu- skotum frá enska skipinu Margarete and Ann sem lá á Reykjavíkurhöfn en það hafði flutt Jörund hingað til lands. íslendingar munu hafa látið sér fátt um finnast en fáni þessi varð úr sögunni með Jörundi sem féll úr veldisstóli í ágústlok. Fálkamerki Er íslendingar héldu þjóðþátíð víða um land árið 1874 í tilefni þúsund ára afmælis íslands byggðar var víða dreginn að húni blár fáni með hvítum fálka. Átti Sigurður Guðmundsson málari upphaf að því að hvetja landsmenn til að taka upp íslenskan fálka í merki sitt. Tóku stúdentar upp fálkamerkið árið 1873, og nokkru seinna var fálkinn gerður að merki skólapilta í Mennta- skólanum. Fálkinn var síðan skjald- armerki íslands frá 1903-1918. Þjóðfáni íslenski fáninn sem leiddur var í lög árið 1944 hafði verið fáni ís- lands frá því að gefínn var út kon- ungsúrskurður um sérfána handa íslendingum 19. júní árið 1915. Er konungsríkið ísland var stofnað með sambandslögunum 1. desem- ber árið 1918 varð fáninn að full- veldistákni hins nýja ríkis og hefur borist fyrir snörpum vindhviðum eða bærst í golunni í hartnær 79 ár. Nú á dögum er nokkuð rætt um þjóðsöng íslendinga og sýnist sitt hverjum, en nokkrum sinnum hafa komið fram tillögur um að fá til nýjan söng. Aldrei hefur svipað heyrst um fánann, hann hefur unn- ið sér varanlegan og öruggan sess með þjóðinni. Ekki svo að skilja að fyrstu hafi einhugur ríkt um fána af þessari gerð, svo var ekki og skal vitnað til orða Guðmundar Björnssonar formanns fánanefndar, sem skipuð var 30. desember árið 1913. Guðmundur segir: Það er gerð fánans sem okkur er ætlað að fjalla um og annað ekki. En það er líka mestur vandinn eins og nú' horfír við. Öllu fylgir einhver vandi. Allt orkar tvímælis og getur valdið deilum og flokkadráttum áður en varir. Því er oft hreyft að allar þjóð- máladeilur séu til ills eins. En það nær engri átt. Drunginn og deyfðin eru dauðamörk. Lífíð er barátta og baráttan er líf.“ Verð kr. 1.590,- mmúriLíFmm GLÆSIBÆ • SÍMI 812922 krossmarksins skal vera 2/9 af breidd alls fánans, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd fán- ans. Reitirnir við stöngina skulu vera rétthyrndir ferhyrningar og allar hliðar þeirra jafnstórar; ytri reitirnir skullu vera jafnbreiðir stangarreitunum en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fán- ans og lengdar hans verður sem 18:25.“ Nefndin hafði leitað til almenn- ings um tillögur að fána og voru þessar tvær hlutskarpastar, þríliti fáninn varð síðan fyrir valinu og þótt honum væri fremur fálega tek- ið í fyrstu rættist spá fánanefndar- manna um að íslendingar myndu fylkja sér um hið nýja þjóðarmerki. Blár og hvítur frelsisfáni, faprt tákn um sömu hnoss, blaktir enn á bustum öllum, bendir fram og hvetur oss. Nú er aðeins auk þess rituð, reynsla fólksins: rauður kross. Orti Jóhannes skáld úr Kötlum um hinn nýja fána. Þjóðhátíðargjöf skátahreyfingarinnar til grunnskólabarna 6-12 ára Nú hafa skátar ákveðið að hefja íslenska fánann í öndvegi á 50 ára afmælisári lýðveldisins, ekki síst í þeim tilgangi að minna börn og unglinga í landinu á gildi þessa merka sameiningartákns. Mun skátahreyfingin í því tilefni gefá hveiju grunnskólabarni á landinu sem er á aldrinum 6-12 ára hand- veifu með íslenska fánanum, verða fánar þessir afhentir í skólum lands- ins í maímánuði. Hér í Morgunblað- inu munu birtast reglulega greinar um meðferð fánans og notkun auk fróðleiks um sögu fánans og upplýs- ingar um gerðir hans. íslenskur fáni í hvern grunnskóla lahdsins á þjóðhátíðarári 1994 Þá mun skátahreyfingin beita sér fyrir því að allir grunnskólar landsins eignist íslenskan fána á burðarstöng til notkunar innan dyra og annan fána til að draga að húni á fánastöng utanhúss við hátíðleg tækifæri. íslendingar hafa ekki þurft að forsvara fána sinn með lífi og blóði eins og Jörgen Jörgensen taldi skylt á sínum tíma, fáninn hefur farið fyrir friðsamri þjóð, sem sér landið sitt bláa, eld þess og ísa í fána sínum og finnur um leið til samkenndar og einingar. Höfundur erþjóðskjalavörður, aðstoðarskátahöfðingi og formaður Fánanefndar BÍS. „Djúp sem blámi himin hæða hrein sem jökultindsins brún“ Nefndin átti úr vöndu að ráða. Mikið fylgi var meðal þjóðarinnar við fána sem kallaður var bláhvíti fáninn. Hvítur kross á bláum feldi. Einn helsti talsmaður þessa fána var Einar Benediktsson skáld og má á stöng hvarvetna á íslandi og á skipum innan landhelgi íslands. Þá sagði konungur um gerð fán- ans: „Eg geng að því vísu að þessi fáni verði ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands og vona að fá síðar tillögu ráðherra Islands um lögun og lit fánans.“ Mætti nú ætla að fánamál íslendinga hefði nú verið leyst af sjálfu sér í eins konar óopinberri þjóðaratkvæða- greiðslu innan lands og einungis höfundur þessara ljóðlína. Segir hann m.a. í greimim fánamálið er hann ritar í blað sitt Dagskrá árið 1897: „Þjóðlitir íslands eru blátt og hvítt, er tákna himininn og snjó- inn ogjiessa tvo þjóðliti eiga engir nema Islendingar. Nú er krossinn eins og kunnugt er hið algengasta og hentugasta flaggmerki og er hann auðvitað hið besta, fegursta og greinilegasta merki, ef hann verður settur rétt yfir allan fánann. Danski fáninn er því með réttu tal- inn einn hinn fegursti og frumleg- asti fáni. En íslendingar geta ein- mitt tekið upp fána sem er jafnein- faldur, frumlegur og hentugur og sá danski. Það er hvítur kross í bláum feldi.“ Bláhvíti fáninn varð strax vin- sæll og var flaggað með honum á þjóðhátíð í Reykjavík (Þjóðminning- ardag eins og hann var kallaður.) sumarið 1897. Vann fáninn sér á næstu árum slíkar vinsældir að hann var ævinlega meðal almenn- ings nefndur íslenski fáninn. Á al- þingi sumarið 1913, skömmu eftir atburðina á Reykjavíkurhöfn sam- þykkti alþingi þá málsmeðferð að Hannes Hafstein ráðherra leitaði eftir því við konung að hann gæfi út konungsúrskurð um íslenskan sérfána. Með því var átt við fána sem notaður væri innan landhelgi íslands. Gaf Kristján konungur X. út úrskurð 22. nóvember 1913, þess efnis að fyrir ísland yrði lög- giltur sérstakur fáni, sem draga eftir að fá konung til að samþykkja gerð bláhvíta fánans. Þá birtist andstaða úr óvæntri átt, í ljós kom að sams konar fáni var í notkun, fáni Grikklands og Grikkjakonungs. Vandaðist því málið og varð úr að ráðherra íslands skipaði sérstaka nefnd til þess að gera tillögur um fána handa íslendingum eins og greint var frá hér að framan. Fána- nefnd var Ijóst að hún þyrfti að finna lausn til frambúðar í fánamál- inu og um leið varð hún að hafna þeirri gerð fána sem meirihluti þjóð- arinnar var hlynntur. Þessi vandi var ofarlega í huga formanns nefndarinnar Guðmundar Björns- sonar, landlæknis, er hann setti fyrsta fund fánanefndar: „Við erum þá komnir allir fimm á þessa okkar ráðstefnu við sem höfum tekist þann vanda á hendur að leggja á ráðin um gerðina á ís- lenska þjóðfánanum., því merki sem þjóðin á að ganga undir um ókomn- ar aldir í baráttu fyrir lífinu- og frægð sinni og frama ef vel geng- ur.“ Nefndin gerði tillögur að tveimur gerðum fána. Hvítum fána með blá- um krossi og hvítum og bláum krossi utanmeð beggja vegna og þeirri gerð fána sem við búum enn við. Segir í tillögu nefndarinnar: „Þjóðfáni íslands skal vera heiðblár með hvítum krossi og hárauðum krossi innan í hvíta krossinum. Armar krossanna skulu ná út á jaðra fánans á alla 4 vegu. Breidd „Nú hafa skátar ákveð- ið að hefja íslenska fán- ann í öndvegi á 50 ára afmælisári lýðveldisins, ekki síst í þeim tilgangi að minna börn og ung- linga í landinu á gildi þessa merka samein- ingartákns.“ í öndvegi 1994 m #

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.