Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 17

Morgunblaðið - 11.03.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 17 Skapar verslun verðmæti? eftir Hauk Þór Hauksson í þættinum „Á slaginu" nýlega sagði Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra að hann teldi ekki mikla möguleika á að auka umsvif versl- unarinnar þar sem bæði landbúnað- ur og almenn framleiðsla væri í kreppu. í þættinum „Samfélagið í nærmynd" sagði Magnús L. Sveins- son að hann gæti ekki veri bjart- sýnn á möguleika verslunarinnar þar sem allt byggðist þetta á fram- leiðslugreinunum. Ummæli þessara merkismanna vekur upp spurninguna, skapar verslunin raunveruleg verðmæti eða er hún hvimleiður fylgifiskur fram- leiðslunnar? Ég skil ummæli þessara manna svo að þeir telji að verðmæti verði ekki til í verslun. í þessari grein ætla ég að fjalla um verðmætasköpun í verslun. 1. Lúxemborg var fyrir 20 til 30 árum eitt fátækasta ríki Evrópu, í dag er Lúxemborg eitt hið ríkasta. Það furðulega er að í Lúxemborg er engin iðnaður, þar er nánast ekkert framleitt. Með framtaki og frelsi byggðu Lúxemborgarbúar hagsæld sína á verslun og þjónustu. 2. Innan Efnahagsbandalags Evrópu verður 67% af þjóðarfram- leiðslunni til innan verslunar og þjónustu. 3. Árið 1992 var áætlað að ís- lendingar hefðu keypt vörur í svo- kölluðum haustferðum fyrir um það bil tvo milljarða, í erlendum gjald- eyri. Hefði þetta verið keypt í ís- lenskum verslunum fyrir sama verð 'k HSM Pressen GmbH • Öruggir vandaðir pappírstætarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar624631•624699 hefðu flutningsgjöld, heildsölu- álagning, smásöluálagning auk virðisaukaskatts komið í hlut ís- lenskra fyrirtækja auk íslenska rík- isins og numið 800 til 900 milljón- um. Þessar 800 til 900 milljónir eru jafn mikils virði og útfluttar fiskaf- urðir fyrir 800 til 900 milljónir. Félag íslenskra stórkaupmanna efnir nú til herferðar undir kjörorð- inu „íslensk verslun — vaxtarbrodd- ur atvinnulífsins“ þar sem lögð er áhersla á þá möguleika sem talið er að verslunin hafi til að taka við meiri mannafla og lækka vöruverð. Magnús L. Sveinsson taldi í ofan- greindum þætti að erfitt yrði fyrir verslunina að taka við auknum mannafla og lækka vöruverð. í Bandaríkjunum er samkeppni gífur- leg, verð með því allra lægsta sem þekkist í veröldinni og verslunin mjög tæknivædd. En staðreyndin er sú að hvergi vinnur hærra hlut- fall mannafla við verslun eða 20% samanborið við 13 til 14% hérlend- is. Miðað við atvinnuþróun síðustu eftir Pétur Sigurgeirsson Fram hafa komið hugmyndir um að við íslendingar veljum okkur annan þjóðsöng. Því hefur verið borið við að hann sé erfiður í flutn- ingi. Satt er það að þjóðsöngur okkar er nokkuð vandmeðfarinn, og ekki hægt að segja að hann sé léttur viðfangs. Það ætti að hvetja skólana okkar til þess að sýna þjóð- söngnum meiri ræktarsemi. Nýaf- staðin skoðanakönnun sýnir þörf á að svo verði gert. Verið getur að þjóðsöngurinn sé stundum fluttur of hægt og mætti fá örlítið hraðara hljóðfall án þess þó að missa í nokkru af hátíðleik sínum. Hvað sem mönnum kann annars að finnast um meðfærileika þjóðsöngsins, þá leikur hitt ekki á tveimur tungum að í honum hefur þjóðarsálin fundið leiðarstjörnu, kjölfestu, einingarafl og lyftistöng á mesta mótunarskeiði Islandssög- „Við getum tekið auk- inn þátt í alþjóðlegum viðskiptuíh.“ tveggja ára verða 20.000 manns afyinnulaus um næstu aldamót eða um 14% vinnuaflsins. Stór hluti af- þessum hópi er vel menntað fólk í leit að tækifærum. Það eru möguleikar til staðar. EES-samningurinn gefur okkur möguleika á að selja fullunnar af- urðir inn á Evrópumarkað. Aukin ferðaþjónusta gefur möguleika á aukinni verslun við ferðamenn. Bætt skilyrði verslunarinnar gefur henni færi á að lækka vöruverð á íslandi og taka þátt í þriðja lands viðskiptum. Heimsviðskiptin aukast með hvetju árinu. GATT-samningurinn á eftir að ýta á þá þróun. Við getum tekið aukinn þátt í alþjóðlegum við- „Hvað sem mönnum kann annars að finnast um meðfærileika þjóð- söngsins, þá leikur hitt ekki á tveimur tungum, að í honum hefur þjóð- arsálin fundið leiðar- stjörnu, kjölfestu, ein- ingarafl og lyftistöng á mesta mótunarskeiði íslandssögunnar.“ unnar. Tvö af höfuðskáldum þjóðar- innar, Matthías Jochumsson og Sveinbjöm Sveinbjörnsson, hafa hvort á sínu sviði skapað stórvirki andans sem þróaðist í það að verða þjóðsöngur íslendinga. Tilefnið var, eins og kunnugt er, 1.000 ára há- tíð íslandsbyggðar. Lýsandi og vermandi hughrif þjóðsöngsins, út- skiptum, en þá verðum við að bijóta múra sem við höfum byggt upp og koma í veg fyrir að frumkvæði og atorka fólks fái notið sín. Stór og lítil fyrirtæki finna sér athafnasvið, reyna að skapa sér sérstöðu og ná forskoti. Þetta gera fyrirtækin til að ná árangri. Það þarf ísland að gera líka. Tækifærin eru til, en til að nýta þau þarf nýja framtíðarsýn. Það þarf að svara því, hvar eru okkar veiku hliðar, hvar eru okkar sterku hliðar, hvar er tækifæranna að leita? Islenskt atvinnulíf er lítið og fábrotið og það stendur á tímamót- um. Það þarf stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtoga með annan hugs- unarhátt en þá sem hér að ofan greinir. Ég tel að verslunargreinin geti átt góða möguleika á að taka við auknum mannafla og skapa aukin verðmæti, því staðreyndin er sú að verslun og viðskipti skapa verð- mæti og verslunarfólk hefur ekki síður en sjómenn, bændur og fisk- geislun hans, kemur þeim mun bet- ur í ljós sem hátíðin er stærri og tilefnið meira til þess að syngja hann. Þessa hugljómun finnum við þegar við fyrstu tónana og fyrstu orðin: Ó, Guð vors lands. Við getum hvorki vegið né metið til fulls hvers virði þjóðsöngurinn hefur verið Islendingum og hvaða ætlunarverk bíður hans á komandi tímum, lýðveldisárinu, kristnitöku- öld og yfir aldamótin stóru, þegar jsland eignast aðra 1.000 ára hátíð. ' ísland ögrum skorið hefur senni- lega áunnið sér þann sess í vitund þjóðarinnar að koma næst þjóð- söngnum og sami andinn ríkir í báðum söngvunum. Ef ætti að skipta um þjóðsöng kæmu aðrir af okkar bestu ættjarðarsöngvum einnig til greina. Um smekkinn þýðir ekki að deila, segir máltækið, og þó mætti ætla að svo stórt mál sem breyting á þjóðsöngnum er myndi leiða til óæskilegra deilna og sundrungar. Yrði það ekki „erf- itt“ að efna til þjóðhátíðar með ein- Haukur Þór Hauksson vinnslufólk lagt grunninn að þeirri hagsæld sem íslenska þjóðin býr við í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri. Pétur Sigurgeirsson hvern af ættjarðarsöngvum okkar á dagSkrá sem þjóðsöng, en ekki Ó, Guð vors lands, af því að búið væri að taka ákvörðun um að láta hann víkja? Höfundur er biskup. ÞJÓÐSÖNGURINN Sturtuklefi í horn, ÖRYGGISGLER: 70-80 cm. á kant kr. 18.900,' 80-90 cm. á kant kr. 19.900,- Sturtubotnar: 70-70 cm. á kant kr. 2.850,- 80-80 cm. á kant kr. 3.200,' Rúnaðir sturtuklefar m/ÖRYGGIS- GLERI og sturtubotn: 80 cm. á kant kr. 39.900,' stgr 90 cm. á kant kr. 41.900,' stgr frá KR. 18.900. FAXAFEN 9 • SlMl 91-677332 EINNIG ÚRVAL HREINLÆTISTÆKJA, BLÖNDUNARTÆKJA 0G ELDHÚSVASKA ÖLL VERÐ ERU STAÐGREIDSLUVERÐ OG MEÐ VIRDISAUKASKATTI! Heill sturtuklefi með botni, hlífum fyrir botn, blöndunartækjum, sturtubúnað og vatnslás. Opnast á horni eða að framan. Stærð 80x80 cm. Sturtuklefi í horn. Acryl gler, 70 - 90 cm á kant. Sturtubotnar: 70x70 cm. kr. 2.850,- 80x80 cm. kr. 3.200,- Baðkershlífar og stakar HURÐIR, Acryl gler eða öryggisgler. Stærðir 70-106 cm. breitt. Mjög hagstæð verð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.