Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Kvótalögin eru dauðadómur Þórshöfn. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „LÖGIN um kvótann eru ekkert annað en dauðadómur yfir togaraút- gerðinni. Við fáum helmingi minni kvóta en áður, um 500 tonn í allt af slægðum fiski og það er nánast allt ufsi. I ofanálag er verðið á ufsanum aðeins þriðjungur þess sem það var fyrir þremur árum, eða um 50 krónur á kílóið. Framundan er því ekkert annað en eymd og volæði,“ segir Eudvarur Petersen, skipstjóri á togaranum Rese- arch frá Þórshöfn. Þeir eru á tvílembingi með öðrum togara, Hvann- hólmi, og voru að landa um 10 tonnum eftir tveggja daga túr þegar Morgunblaðið ræddi við þá. Þeir á Research fá 500 tonn af ufsa og 80 tonn af öðrum tegundum svo sem þorski, ýsu og karfa í sinn hlut samkvæmt nýju kvótalögunum, sem Lögþingið hefur samþykkt, en landstjórnin á eftir að staðfesta. Þeir hafa fengið um 1.000 tonn á ári síðustu árin og það sama hefur komið í hlut Hvannhólms. „Dæmið lítur þannig út, að hvorki áhöfn né útgerð getur lifað af, verði þessi vitleysa að raunveruleika. Mið- að við þennan kvóta verður hlutur áhafnarinnar 500.000 til 600.000 krónur íslenzkar á ári og með 50% í skatt sér hver heilvita maður að við getum ekki einu sinni drepizt sómasamlega við slíkar aðstæður, hvað þá lifað. Þessu á að þröngva upp á okkur á sama tíma og fiskirí er hið bezta sem menn muna í lang- an tíma. Það er ufsi um allan sjó og gömlu mennimir segjast ekki muna eftir eins mikilli fiskigengd, hann er um öll mið, allt grunnið og auk þess er miklu meira af þorski og ýsu á miðunum en í mjög langan tíma. Á góðum dögum hafa bátam- ir verið að fá frá 20 upp í 40 tonn af ufsa í hali og slíka veiði muna menn ekki um árabil. Við fengum í einum túr núna eftir áramótin 156 tonn eða 90.000 króna hlut og slík- ar tölur höfum við ekki séð í mörg ár. Þrátt fyrir þetta segja fískifræð- ingarnir að stofnarnir séu enn á niðurleið. Vissulega hefur verið lítið fiskirí undanfarin ár, og þar hefur íslenzki kvótinn bjargað miklu. Eigi að halda okkur svona niðri hér, væri viðbót frá íslandi afar kærkom- in,“ segir Petersen skipstjóri. Flotinn í höfn Morgunblaðið/RAX FÆREYSKI togaraflotinn og flest önnur skip eru í höfn og svo virð- ist sem engin lausn sé sjáanleg. Sjómenn segjast ekki geta lifað við nýju kvótalögin en án þeirra og aðstoðar Dana er færeyskt samfé- lag gjaldþrota. Rannsókn Whitewater-málsins í Bandaríkjunum Vitnaleiðslur yfir emb- ættismönnum hefjast Washington. Reuter. SÉRSTAKUR rannsóknardómari í Whitewater-málinu, Robert Fiske, hugðist í gær hefja að yfirheyra tíu háttsetta embættismenn stjórnar Bills Clintons Bandaríkjaforseta frammi fyrir 23 manna kviðdómi. Vitnaleiðslurnar verða leynilegar en teþ'i dómurinn að ástæða sé til þess mun hann mæla með því að ákæra verði borin upp. Sumir mann- anna starfa í Hvíta húsinu en nokkrir í fjármálaráðuneytinu. Þeir hafa verið sakaðir um að bijóta gegn siðareglum með því að ræða saman um rannsókn Fiske á Whitewater-málinu og valda þannig grun- semdum um að reynt yrði að þagga málið niður. Talsmaður Clintons forseta, Dee Dee Myers, sagði að skjöl sem safn- að hefur verið saman í Hvíta húsinu og haft gætu þýðingu í málinu, yrðu afhent mönnum Fiske í gær. Fiske kannar hvort Clinton og eig- inkona hans, Hillary Clinton, hafi brotið lög í tengslum við Whitewater- gjaldþrotamálið svonefnda á ríkis- stjóraárum forsetans í Arkansas en hjónin áttu fjárhagslegra hagsmuna að gæta í málinu. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa reynt af ákafa að fá því fram- gengt að hafnar yrðu vitnaleiðslur á þingi vegna Whitewater. Fiske hefur varað við slíkum vitnaleiðslum, sagt að þær gætu skaðað starf hans og sam^ykktu fulltrúar repúblikana í gær að vitnaleiðslunum yrði a.m.k. frestað fram í júní. Clinton forseti skipaði á miðvikudag Lloyd Cutler, 76 ára gamlan lögfræðing, ráðgjafa sinn í lögfræðilegum efnum í stað Bemards Nussbaums sem varð að segja af sér í fyrri viku. Ekki er talið að demókratar reyni að nota þingmeirihluta sinn til að koma í veg fyrir vitnaleiðslur. Norges Fiskarlag um samningaviðræður Noregs við Evrópusambandið Við óttumst að Norðmenn hafí gefíð alltof mikið eftir „SAMNINGAVIÐRÆÐUM við Evrópusambandið (ESB) er alls ekki lok- ið, en við höfum ástæðu til að ætla að Norðmenn hafi gefið alltof mikið eftir. Við munum að sjálfsögðu standa gegn slíku, og minnum á að sjómenn hafa frá upphafi verið andvígir aðild að ESB,“ segir Jon Lauritzen, yfirmaður upplýsingadeildar stærstu heildarsamtaka í norskum sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, í samtali við Morgunblaðið. Segir Lauritzen töluvert vitað um stöðu samninga Norðmanna og EBS. Ekki hafi náðst sátt um aðalmálin; aðgang að norskum fiski í norskri landhelgi, um yfirráð yfír svæðinu fyrir norðan 62. breiddargráðu og markaðsaðgang. Norges Fiskarlag hafí áhyggjur af því að Noregur neyðist til að gefa allt of mikið eftir í öllum þessum málum og hafi jafn- vel gert það nú þegar. „Þegar frest- unin var ákveðin, var ástæðan sú að Spánveijar neituðu tillögu Norð- manna um kvóta og það þýðir vænt- anlega að þegar hafí verið samið úm önnur atriði. Þá erum við ekki á réttri leið. Okkar skoðun er sú að ekki hafí verið nein ástæða til að gefa eftir.“ Lauritzen segir sjómenn oft hafa verið spurða hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að Norðmenn verði að gefa eitthvað eftir til að komast í sambandið. „Við höfum svarað því til að sjómenn hafí alls ekki óskað aðildar að ESB og því finnist okkur við ekki hafa neitt að gefa.“ Sama staða og 1972 Er Lauritzen var beðinn um að bera samningaviðræðurnar nú við EES-samningana, sagði hann við- ræðurnar vera komnar í sömu stöðu og EES-viðræðumar og aðildarvið- ræðurnar í fyrra skiptið, 1972 en þá var samningurinn felldur í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Fiskveiðar séu eina málið sem eftir standi og það kalii á enn meiri þrýsting á Norðmenn en áður um að leysa deiluna, hvað sem það kosti. Aðspurður um hvor samtökin myndu standa gegn sjávarútvegsráð- herranum, Jan Henry T. Olsen, sagði Lauritzen að það færi auðvitað eftir því hvemig semdist. Væru Norges Fiskarlag ekki sátt við niðurstöðuna, myndu samtökin að sjálfsögðu standa gegn ráðherranum. „Umræð- an um að ekki megi láta ESB eftir einn einasta fisk, er aðeins hluti málsins. Ekki síður mikilvæg mál eru t.d. umræðan um stjóm hafsvæð- anna norðan 62. breiddargráðu. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda. fast við það að það séu sjómenn búsettir í Noregi sem eigi rétt á að veiða í norskri landhelgi. Þá er mikil- vægt að Norðmenn fái fijálsan mark- aðsaðgang fyrir fisk frá fyrsta degi. Enn hefur engri þessarra krafna verið mætt á fullnægjandi hátt í samningaviðræðunum. I fyrri aðild- arviðræðunum 1972 sagði sjávarút- vegsráðherrann af sér vegna óánægju með niðurstöðu samning- anna. Olsen verður auðvitað sjálfur að ákveða hvort hann hætti, semjist illa.“ Samningastjórn Grikkja móðgaði Spánverja Að því er fram kemur í breska blaðinu Financial Times í gær þá var það fyrst og fremst það hvemig við- ræðunum í Brussel var stjórnað, fremur en efnislegt innihald þeirra, sem varð til þess, að ekki tókst að ljúka samningunum við Norðmenn sl. þriðjudag. Javier Solana, utanrík- isráðherra Spánar, gekk þá út af fundinum í tvo tíma í mótmælaskyni við framkomu Grikkja, sem fara nú með forystu fyrir ESB, en honum fannst sem Spánveijum væru settir úrslitakostir, sem þeir yrðu annað- hvort að hafna eða samþykkja. Það, sem helst hefur staðið í vegin- um í viðræðunum við Norðmenn, er krafa Spánveija um fá aftur 7.000 tonn af þorski, sem þeir veiddu við Noreg fyrir 1981, og þeir vilja einn- ig fá þann þorsk, sem Norðmenn gáfu eftir með samningunum um Evrópska Efnahagssvæðið, EES. Þar var um að ræða 7.250 tonn, sem áttu að fara í 11.000 tonn 1997 og skiptast að mestu á milli Spánveija og Portúgala og að litlu leyti milli íra og Grikkja. Emþættismennirnir í Brussel settu þá saman formúlu, sem talið var, að hvorirtveggju, Norðmenn og Spánveijar, mættu vel við una. Meginatriði hennar voru þessi: • 11.000 tonna kvótinn 1997 flyst fram á þetta ár. • Samkvæmt EES-samningum fær ESB 2,9% af norska þorskkvótanum, um 40.000 tonn á þessu ári, en þar sem búist er við, að norski kvótinn aukist á næstu árum, þá mun ESB- kvótinn gera það líka. Þessa viðbót eða „pappírsfísk", enn er hann bara til á pappírunum, átti að gefa Spán- veijum. • Skyldi þetta ekki nægja Spán- veijum, átti að athuga með kaup á öðrum físki, til dæmis hluta af þorsk- kvóta Rússa í norskri Iögsögu og afhenda Spánveijum. Norðmenn voru kunnugir öllu þess en Spánvetjar augljóslega ekki. Þeg- ar Thedoros Pangalos, gríski Evrópu- málaráðherrann, lagði þetta fram tóku Spánveijar það sem úrslitakost og Solana rauk á dyr. Clarke vill taka við af Major KENNETH Clarke, fjármála- ráðherra Bretlands, sem flestir telja líklegastan til að leysa John Major forsætisráðherra af hólmi, segist hafa fullan hug á embættinu en aðeins þegar Major sjálfur telur tíma til kom- inn. Sagði Clarke þetta í viðtali við breska dagblaðið Independ- ent á þriðjudag.„ Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í maí og fari íhaldsflokkurinn illa út úr þeim eins og kannanir gefa til kynna, gæti það þrýst mjög á Major að segja af sér. Ekki réttað frekar um dauða Hendrix SAKSÓKNARI í Bretlandi hefur hafnað beiðni um að rétta að nýju um dauða gítarleikarans Jimi Hendrix, sem lést árið 1970. Saksóknarinn lét í fyrra hefja rannsókn á dauða Hendrix vegna nýrra gagna sem komu fram í málinu. Hann segir niður- stöðu rannsóknarinnar ekki gefa ástæðu til að taka málið upp að nýju. Margt hefur verið á huldu um lát Hendrix en í dánarvottorði segir að hann hafi kafnað í eigin uppsölu. Christopher hótarneitun- arvaldi WARREN Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hefur greint Frelsissamtökum Palest- ínumanna (PLO) frá því að að Bandaríkjamenn muni beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn til- lögu um fordæmingu á fjölda- morðinu í Hebron, ef PLO hefji ekki viðræður við ísraela að nýju. Palestínumenn hættu þátt- töku í friðarviðræðunum um Mið-Austurlönd í kjölfar þess að gyðingur frá hernumdu svæðunum skaut 30 Palestínu- menn til bana í mosku í borg- inni Hebron. 70 millj. til selveiði- manna NORSKIR selveiðimenn fá um 70 milljónir ísl. kr. í styrk frá ríkinu á þessu ári vegna veiða í Vestur- og Austurísnum. Kem- ur þetta fram í tilkynningu frá norska sjávarútvegsráðuneyt- inu. Munu aðeins íjögur skip stunda veiðamar en þær standa ekki undir sér vegna þess, að kópaveiðar voru bannaðar 1989 eftir mikil mótmæli erlendis. Sonur Bería segir frá SERGO Bería, sonur Lavrentíjs Bería, hins alræmda lögreglu- stjóra Stalíns, rauf í gær 40 ára þögn um dauða föður síns. Seg- ir hann, að faðir sinn, sem var handtekinn 26. júní 1953 eftir dauða Stalíns og skotinn eftir réttarhöld í desember sama ár, hafí í raun verið tekinn af lífí sama dag og hann var handtek- inn. Réttarhöldin hafí verið sett á svið síðar og annar maður látinn koma fram í gervi Bería. Hefur hann þetta eftir fyrrum starfsmanni réttarins. Sergo segist hafa sagt við móður sína daginn, sem faðir hans var handtekinn, að hann væri viss um, að búið væri að skjóta hann. „Auðvitað," sagði þá mamma hans aðeins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.