Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
49
Askorun til Stöðvar 2
Frá Önnu B. Jónsdóttur:
Ég þakka Þór Melsteð fyrir að
vekja máls á slælegri þjónustu ís-
lensku sjónvarpsstöðvanna við not-
endur sína vegna stærstu hátíðar
skemmtanaiðnaðarins, afhendingar
Óskarsverðlaunanna, sem eiga mun
sér stað í Los Angeles 21. mars nk.
Það er með ólíkindum að mestu
bíóþjóð veraldar skuli gert ókleift
að fylgjast með þessum viðburði
því aldrei hafa íslendingar átt þess
kost að fylgjast svo náið með fram-
vindu mála fyrir afhendinguna
sjálfa og einmitt þetta árið. Báðar
sjónvarpsstöðvamar hafa flutt mjög
frambærilegar kynningar á útnefn-
ingunum í fréttatímum sínum og
umfjallanir um þær kvikmyndir sem
flestum útnefningum skarta, t.d.
mynd Spielbergs, Schindler’s List,
hafa verið áberandi. Skemmst er
að minnast viðtals við leikstjórann
í 19:19 mánudagskvöldið 7. mars.
Síðast éh ekki síst hafa kvikmynda-
húsin unnið ötullega að því að taka
útnefndar myndir til sýninga og
þegar að afhendingunni kemur
verður búið að frumsýna hérlendis
t.d. allar þær myndir sem útnefn-
ingu hafa fengið sem besta myndin.
Þetta er frábær frammistaða og
ýtir hún enn frekari stoðum undir
þann háa stall sem íslensk kvik-
myndamenning trónir á.
Mér hefur hingað til ekki sýnst
sjónvarpsstöðvarnar eiga í erfiðleik-
um með beinar útsendingar frá
íþróttaviðburðum alls kyns líkt og
Olympiuleikunum og úrslitakeppni
NBA-deildarinnar og þó leyfi ég
mér að fullyrða að almennur áhugi
á kvikmyndum og skemmtanaiðn-
aðinum er mun meiri en t.d. á körfu-
bolta auk þess sem útsendingartími
Óskarsins er aðeins brot af heildar-
útsendingartíma NBA-úrslitanna.
Þetta getur vart talist annað en
gróf mismunun á áhorfendum sem
allir greiða jú sömu áskriftar- og
afnotagjöld.
Dagskrárstjórn bar fyrir sig
óheppilegan sýningartíma þegar ég
spurðist fyrir um þetta mál hjá Stöð
2. NBA-leikirnir áðumefndu voru á
sama tíma, um hánótt, sem þá virt-
ist síður en svo óheppilegur. Því er
við að bæta að í þau skipti sem
Óskarinn hefur verið sýndur beint
hefur mikill fjöldi fólks fómað næt-
ursvefninum og haft stórgaman af
og verðlaunin verið mál málanna
næstu daga á eftir. Það em ekki
eingöngu gallharðir kvikmynda-
gúrúar sem láta sig þetta mál miklu
varða heldur hafa flestir einnig
mjög gaman af því að fylgjast með
stjörnunum og glysinu og umstang-
inu sem fylgir þessari hátíð.
Stöð 2 er í lófa lagið að fá til
liðs við sig styrktaraðila á borð við
þá sem styrkja íþróttaútsending-
arnar. Mér finnst t.d. eðlilegt að
kvikmyndahúsin og myndbanda-
leigurnar sýndu sóma sinn í að
styrkja þessa útsendingu því þeir
hagnast mest hérlendra aðila af
verðlaununum sem slíkum vegna
mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum
og þess gæðastimpils sem Óskars-
verðlaunamyndir bera alla jafna.
Ég hvet forráðamenn Stöðvar 2
til að endurskoða þessa vafasömu
ákvörðun sína hið fyrsta og leita
allra leiða til að gera áskrifendum
sínum kleift að njóta einnar bestu
skemmtunar sem völ er á í sjón-
varpi nútímans aðfaranótt 22. mars
nk.
Ef Stöð 2 sér sér með engu
móti fært að breyta ástandi mála
bið ég þá lengstra orða að sýna
afhendinguna óklippta, það er lág-
markskurteisi við kvikmyndaá-
hugafólk og áskrifendur.
ANNA B. JÓNSDÓTTIR,
bíógestur og sjónvarpsáhorfandi,
Ásabraut 12,
Sandgerði.
Pennavinir
FIMMTÁN ára Gambíupilt sem á
fjóra bræður og fjórar systur langar
að fræðast um ísland. Er frá smá-
þorpi sem heitir Tungina en gengur
í skóla í bænum Brikama:
Sanna Fofana,
Brikam School,
Brikama,
Kombo Central,
Ghana.
LEIÐRÉTTIN G AR
Dagsetning féll
niður
VIÐ birtingu á grein Tómasar
Gunnarssonar og Jóns Oddssonar í
blaðinu í gær, Opið bréf til við-
skiptaráðherra, féll niður dagsetn-
ing sem átti að vera með greininni,
þ.e. 17. febrúar 1994, en þann dag
barst greinin Morgunblaðinu til
birtingar.
Hluti málsgrein-
ar féll niður
í minningargrein Vilmundar Kip
Hansen um Helga Má Jónsson á
blaðsíðu 29 í Morgunblaðinu á mið-
vikudag féll niður hluti málsgreinar
og raskaði það samhengi hennar.
Rétt er það, sem úr lagi var fært,
svona: „Helgi átti það þó til að
mæla í hálfkláruðum setningum og
láta hlustandanum eftir að geta í
eyðurnar. Hann átti auðvelt með
að umgangast fólk og hafði gaman
af skemmtilegum konum.“ Hlutað-
eigendur eru innilega beðnir afsök-
unar á þessum mistökum.
VELVAKANDI
MENNING OG
LISTIR FYRIR BÖRN
HELGA Bökku hringdi og er
með þau tilmæli til allra menn-
ingarstofnana í landinu, þ.e.a.s.
leikhúsa, myndlistarsala o.þ.h.,
að þau sjái betur um kynningu
á ýmsu menningarefni fyrir
börn.
Nú, á ári fjölskyldunnar, væri
við hæfi að kynna þessa starf-
semi vandlega í blöðum og út-
varpi, þá kannski sérstaklega
um helgar. Fólk vill gjarnan
eiga kost á því að fara annað
með börnin sín en í húsdýra-
garðinn eða í sund. T.d. gætu
þessar stofnanir sent blöðum
tilkynningar um þetta efni, sem
yrði svo gert aðgengilegt í ein-
hveijum föstum dálki á vissum
stað í blaðinu. Yfirleitt er það
þannig að panta þarf með
margra vikna fyrirvara í leik-
húsin og er það allt í lagi út
af fyrir sig. En það, að geta
skotist að gamni sínu með börn-
in t.d. á bókasafn þar sem er
lesið upp úr bókum fyrir þau
' eða á einhverjar kynningar á
listasöfnum, er ekki jafn að-
gengilegt, því auglýsingar þess
efnis er ekki að finna í blöðum
eða útvarpi.
MAÐURINN SEM
SELUR ÝSUFLÖK
ÞETTA er orðsending til unga
mannsins sem seldi ýsuflök í
Ásgarði að kvöldi þriðjudagsins
8. mars. Vinsamlegast hringdu
í síma 38315.
þungarokkí
ÚTVARPI
OKKUR langar til þess að fá
að vita hvers vegna þungarokk
er sjaldan sem aldrei spilað í
útvarpi.
Það mætti halda að þetta
væri tónlist Satans, en það skal
tekið fram að svo er ekki.
Þungarokk er tónlist sem mörg-
um finnst gaman að hlusta á.
Þungarokk er alveg eins og
önnur tónlist. T.d. var mætt
mjög vel á tónleika Rage Aga-
inst The Machine í Kaplakrika
á síðasta ári. Það eina se_m út-
varpsstöðvarnar spila núorðið
er danstónlist og popp.
Við skorum á Rás 2 og Bylgj-
una að setja á laggimar þunga-
rokksþátt á kvöldin, a.m.k. einu
sinni í viku eina og hálfa til
tvær klukkustundir í senn. I
þessum þáttum þyrfti ekki ein-
göngu að spila nýtt þungarokk.
Gísli Vigfússon,
Hafstein Elíasson,
þungarokksaðdáendur.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Skotthúfa tapaðist
MARGLIT prjónaskotthúfa tap-
aðist á leiðinni frá Laugavegi
upp í Meðalholt fyrir tæpum
tveimur vikum. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 625763.
Hjólabuxur og bolur
HJÓLABUXUR og bolur af
stelpu fundust í Vesturbænum
sl. laugardag. Eigandi má hafa
samband í síma 25421. Stefanía.
Lúffur töpuðust
ÍSLENSKAR mokkalúffur
töpuðust á móts við Ránargötu
50 og Drafnarstíg. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 29339.
Armband tapaðist
GULLLITAÐ kvenarmband með
svörtum steinum tapaðist á Hót-
el íslandi sl. þriðjudag. Sá sem
tapaði armbandinu var með það
að láni og er þess því sárt sakn-
að. Þeir sem hafa einhveijar
upplýsingar um armbandið hafi
samband í síma 688898. Erla.
Armband tapaðist í
Keflavík
GULLARMBAND tapaðist í
KK-salnum við Víkurbraut eða
í leigubíl þaðan. Finnandi vin-
samlega hafi samband í síma
92-13959. Góð fundarlaun.
Veski tapaðist
SVART peningaveski tapaðist
fyrir utan Hótel ísland á MS-
balli sl. þriðjudagskvöld. í vesk-
inu eru m.a. skilríki. Finnandi
vinsamlega hringi í síma 870778
eða 98-63322.
Reiðhjól töpuðust
TVÖ dökkblá Mongoose Hill-
topper gírahjól hafa horfið úr
læstri hjólageymslu við Sogaveg
einhvem tíma í vetur. Ef einhver
veit um hjólin þá hafi hann vin-
samlega samband í síma
680695.
Úr fannst
ÚR á leðuról fannst nálægt
Blindrafélagshúsinu sl. miðviku-
dag. Eigandi úrsins fær það af-
hent gegn greinargóðri lýsinu.
Upplýsingar í síma 12252.
GÆLUDÝR
Týndur köttur
ALGRÁR köttur með ól með
merktri silfurplötu hangandi á
hvarf frá Amtmannsstíg 2 fyrir
tæpri viku. Hann gegnir nafninu
Pétur. Allar upplýsingar um
ferðir hans eru vel þegnar í síma
12371.
FileMaker námskeið
94027
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
V í K I N G A
Vinn ngstölur ,------------
miövikudaginn :| 9- mars 1994
í VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING
n63,6 2 18.755.000
5 af 6 lES+bónus 0 1.375.127
iRl 5 a« 6 3 100.337
IQÍ 4 af 6 272 1.760
ri 3 af 6 ICE+bónus 935 220
Aöaltölur:
6Ú(r2)(Í6:
19) (21) (32;
BÓNUSTÖLUR
17) (37) (40)
Heildarupphæð þessa viku
39.870.558
á isi.: 2.360.558
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI91- 6815 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT UEÐ FYRIRVARA UU PRENTVILLUR
N^n^ithyglisverð
húsgögn hjá okkur!
Sófasett, hornsófar,
stakir stólar,
borðstofuhúsgögn,
hvíldarstólar,
svefnsófar, sófaborð.
Valhnsgögn
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375
$
NC,\á
HOFUH QPNHÐ NVJH
OG GLESILEGH VERSLUN
INGLUNNI
AMKE UP FOR EVER
BÝÐUR FJÖLBREYTT ÚRVAL í SNYRTIVÖRUM
FÖRÐUN • LITGREINING • PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA
FAR91 Hf.
BORGARKRINGLUNNI
KRINGIUNNI 4-6 • 103 REYKJAVÍK
SÍMI 887575 • FAX 887590