Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 37 sjónum. Hann var kappsfullur og metnaðargjarn fiskimaður. Hann var farsæll og fengsæll. Hann var ákveðinn og fylginn sér, vildi láta hlutina ganga og hlífði sjálfum sér í engu. Hann taldi til dæmis ekki eftir sér ef rifrildi var í nótinni að koma aftur á og gera við með mönn- um sínum. Hann kunni betur við að menn létu hendur standa fram úr ermum. Jafnframt -var hann sanngjarn og réttsýnn og fór vel með menn og búnað. Alltaf var stutt í hláturinn undir rólyndislegu yfir- borðinu. Undir niðri var hann hinn káti og skemmtilegi maður og gat alltaf séð spaugilegu hliðarnar á málunum. Hann hafði gaman af að spjalla og velta vöngum yfir lífinu og tilverunni. Þær voru margar ánægjustundirnar í brúnni með honum á þessari loðnuvertíð og gleymast seint. Eitt helsta áhugamál hans var stangaveiði og stundaði hann laxveið- ar í frístundum sínum eftir því sem tækifærið gafst. Þær voru ófáar ánægjustundimar sem hann átti með fjölskyldu sinni og vinum í faðmi náttúrunnar þar sem hann gat hvílst frá dagsins önn og notið lífsins. Guðjón kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Salóme Guðmunds- dóttur frá ísafirði, árið 1967 og eignuðust þau eina dóttur, Láru Huld, sem stundar nú nám við Háskóla íslands. í hinum erfiðu veikindum sýndi Guðjón æðruleysi og yfirvegun og þar stóð Sallý þétt við hlið hans til hinstu stundar og var honum mikill styrkur í erfiðri baráttu. Nú er Guðjón allur og komið að kveðjustund. Mikill er missir eigin- konu, dóttur og fjölskyldunnar allr- ar. Ástvinum Guðjóns sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur á þessari sorgarstund og bið góðan Guð að gefa ykkur styrk. Guð blessi minningu góðs drengs. Frænda minn kveð ég að leiðar- lokum með ljóðlínum Jónasar Hall- grímssonar: Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morpnroðans meira að starfa pðs um geim. (J.H.) Guðjón Þórðarson. Nú þegar daginn er óðum að lengja og myrkrið að víkja fyrir birt- unni, kvaddi Guðjón vinur minn þetta líf. Baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið. Dauðinn kemur manni alltaf jafn mikið á óvart. Víst var það vitað um nokkurn tíma að ekki væri von um bata, en einhvern veginn trúði ég því alltaf að hann myndi hrista þetta af sér, slíkt hraustmenni sem hann var. Vinskapur okkar hófst fyrir hart- nær 40 árum, þegar við smápattar lékum saman fótbolta í yngstu flokk- unum. Sú vinátta hefur staðið síðan. Að vísu var oft langt milli funda, en við fylgdumst alltaf hvor með öðrum og hittumst þegar tækifæri gáfust til. Fyrir allmörgum árum fórum við Guðjón að stunda veiðiskap saman og betri veiðifélaga var vart hægt að fá. Fyrir utan það að hann hafði einstaka ánægju af öllum veiðiskap, var framkoma hans í garð veiðifélag- anna slík að aldrei bar skugga á. Guðjón var hæglátur maður að eðlisfari, það breyttist aldrei þó átök væru í veiðiskapnum, alltaf jafn hægur og rólegur. í mesta lagi flaut- aði hann aðeins ef ekki var allt eins og honum fannst að ætti að vera. Nú förum við ekki fleiri ferðir í Víðidalsá eða Grímsá, en ef ég á eftir að standa á árbakka og glíma við þann stóra, er ég viss um að þú stendur einhvers staðar álengdar í ljósblikinu og fylgist með. Ég á eftir að sakna þín, vinur. Við Sigrún sendum ástvinum Guð- jóns innilegar samúðarkveðjur. Eyleifur Hafsteinsson. Kær samstarfsmaður og vinur er kvaddur í dag langt um aldur fram. Með Guðjóni er genginn einn besti og eftirsóttasti skipstjóri landsins, karlmenni svo eftir var tekið og kepjonismaður svo af bar. A fáum mánuðum náði illvígur sjúkdómur að bera hann ofurliði, en í baráttunni við ólæknandi sjúkdóm sýndi hann þvílíkan lífsvilja og dugn- að að við sem fylgdumst með dáð- umst að viljafestu hans og kjarki. Einmitt þessir eðliskostir einkenndu allt hans lífshlaup. Hvert byggðarlag á allt undir dugnaði og útsjónarsemi íbúa sinna. Akurnesingar hafa ekki hvað síst mátt þakka velsæld sína afburða sjó- mönnum, mann fram af manni. Guð- jón var einn þessara afburðasjó- manna og átti ekki langt að sækja að verða góður skipstjóri, því að fað- ir hans, Bergþór Guðjónsson, er annálaður skipstjóri og það var afi hans, Guðjón Þórðarson á Ökrum, einnig. Feðgarnir voru allir skipstjór- ar á skipum sömu útgerðar á mis- munandi tímum. Guðjón Þórðarson var meðeigandi í mótorbátnum Vík- ingi árið 1913, Bergþór Guðjónsson stýrði meðal annars skipi með sama nafni 1933 og síðasta veiðiferð Guð- jóns Bergþórssonar var á nótaskipinu Víkingi í desember 1993. Snemma var ljóst að Guðjón hafði tekið í arf áhuga forfeðranna á sjó- mennskunni, því fermingarárið fór hann fyrst til sjós. Hann fór í Stýri- mannaskólann strax og hann hafði aldur til 18 ára gamall og lauk skól- anum á einu ári. Hann var afburða námsmaður og hvöttu foreldrar hans hann til langskólanáms en hugurinn stóð „í brúnni“ og þar átti hann svo sannarlega heima og annað starf en skipsstjórn kom aldrei til greina í hans huga. Sjó sótti Guðjón ávallt frá Akranesi enda mikill Skagamað- ur að upplagi. Móðir Guðjóns er Guðrún Brynj- ólfsdóttir, einnig borinn og barn- fæddur Akurnesingur eins og faðir hans. Mjög náið sdamband átti Guð- jón við foreldra sína alla tíð og vöktu þau yfir velferð hans og fylgdust af miklum áhuga með velgengni hans. Tvo systkini átti Guðjón, Brynjar, sem býr á Akranesi, og Ósk, sem er búsett í Borgarnesi. Árið 1964 aðeins tvítugur réð hann sig fyrst sem skipstjóra á Sig- urvonina ÁK og fór norður á síld, en það var einmitt nótaveiðin sem átti best við hann. Þeir feðgar Guð- jón og Bergþór keyptu bát saman 1965 sem hét Sigurfari og gerðu þeir hann út með góðum árangri til ársins 1971 en það ár réð Guðjón sig til Haraldar Böðvarssonar & Co. Fyrsta skipið sem hann var með hjá þeirri útgerð var Skírnir, síðan Rauðsey og Sigurfari sem í dag heit- ir Höfrungur. Guðjón átti helminginn í því skipi í nokkur ár á móti fyrirtæk- inu. Síðustu árin hefur Guðjón verið skipstjóri á nótaskipunum Höfrungi og Víkingi á móti Marteini Einars- syni og Viðari Karlssyni. Haustið 1971 þegar Guðjón tók Skírni kynntist ég honum fyrst fyrir alvöru. HB & Co hafði ráðist í að kaupa tvö nótaskip frá Reykjavík, Rauðsey og Skírni, þá um haustið og töldu margir að djarft væri teflt með þessum kaupum. Ég minnist þess að þegar einn trúr og tryggur starfsmaður stóð í brú annars skips- ins og sagði „þetta gengur aldrei upp“, þá gekk Guðjón til hans og lagði hönd yfir öxl hans eins og hon- um var einum lagið og sagði rólega en ákveðið „þetta gengur allt saman upp hjá okkur, Aggi minn“. Guðjón reyndist sannspár því loðnuveiðar hófust fyrir alvöru stuttu seinna. Ég bar frá fyrstu kynnum mikið traust til hans og hann var svo sann- arlega traustsins verður. Hann var ekki aðeins afburða veiðimaður, hann var trúr og tryggur því sem honum var treyst fyrir og það fylgdi honum ávallt farsæld. Guðjóni hélst vel á mannskap alla tíð og fylgdu sömu sjómennirnir honum í áratugi. Áhugi hans og kapp til sjósóknar entist honum til síðustu stundar því á milli erfiðra krabbameinsmeðferða síðast- liðið sumar og haust stundaði hann sjóinn og náði sama árangri og ævin- lega. Hann hafði samband við sjó- mennina og fylgdist með veiðunum til hinstu stundar. Guðjón var meira en meðalmaður að burðum, hár, þrekinn, fríður sýn- um, alvörugefinn og lítið fyrir óþarfa skraf. Hann gat verið harður í horn að taka, vissi sinn vilja en var ávallt sanngjarn, enda báru allir sem kynntust honum mikla virðingu fyrir honum. Guðjón var allra manna kát- astur á gleðistundum og hafði gaman af smástríðni. Hann var fastur gest- ur á fótboltavellinum og stóð vel við bakið á sínum mönnum. Guðjón var gæfumaður. Stærsta gæfan í hans lífi var Salóme Guð- mundsdóttir sem ættuð er frá ísafírði, henni kynntist hann ungur og hún reyndist honum frá fyrstu til síðustu stundar slíkur samferðamað- ur og vinur að við sem fylgdumst með síðustu samvistardögum þeirra hér í þessum heimi munum því seint gleyma. Eina dóttur eignuðust þau, Láru Huld, sem er nú 25 ára og stundar nám í lögfræði. Hún stund- aði sjómennsku á tímabili með föður sínum og íþróttaáhuganum deildu þau saman. Guðjón var stoltur af stelpunni sinni sem færði honum ómælda hamingju, enda voru þau afar samrýnd. Á kveðjustund þakka ég fyrir hönd bræðra minna Sveins og Sturlaugs og annarra samstarfsmanna fyrir áralanga og góða samvinnu um leið og við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð gefi þeim öllum styrk á erfið- um tímum. Haraldur Sturlaugsson. Hinn 2. mars lést á Sjúkrahúsi Akraness Guðjón Bergþórsson skip- stjóri eftir löng og ströng veikindi. Guðjón var fæddur 21. mars 1944, sonur Bergþórs Guðjónssonar frá Ökrum og konu hans, Guðrúnar Brynjólfsdóttur. Guðjón ólst upp í föðurhúsum á Akranesi ásamt tveimur systkinum sínum. Á því heimili- hefur umræðan sjálfsagt oft snúist um sjósókn og aflabrögð, en þeir Akrabræður voru orðlagðir aflamenn svo og Brynjólfur afí Guðjóns í móðurætt. Það hefur því varla komið mörgum á óvart þegar Guðjón ákvað á ungum aldri að gera sjósókn að sínu lífsstarfi. Hann hóf sína sjómennsku sem há- seti, en eftir að hafa lokið stýri- mannsprófí varð hann stýrimaður og síðar fengsæll skipstjóri um áratuga skeið. Við sem hér minnumst okkar fallna foringja, skipveijar á Víkingi AK 100, höfðum notið starfskrafta Guðjóns um tveggja ára skeið, eftir að þeir urðu tveir skipstjórarnir hjá okkur, Guðjón og Viðar Karlsson, og skiptu starfinu á milli sín. Guðjón kom okkur fyrir sjónir sem traustur og öruggur skipstjóri. Hann var því vanur að ná góðum árangri í starfi sínu og þurfti því að gera þær kröfur til undirmanna sinna að hver og einn skilaði sínu verki eins og vera bar. En mestar kröfurnar gerði hann vafalaust til sjálfs sín enda lofaði árangurinn stjórnandann. Á sumarloðnuveiðunum sl. sumar var orðið ljóst að Guðjón gekk ekki heill til skógar. Hann lét þó engan bilbug á sér fínna og stóð meðan stætt var og raunar miklu lengur, því síðustu veiðiferð sinni lauk hann ekki fyrr en 14. desember, þá orðinn fárveikur. Upp úr Víkingi komu þá hátt í 1.100 tonn af loðnu og desemb- erhlutnum var borgið. Guðjón var glæsimenni bæði í sjón og raun. Hann var mikill að vallarsýn og rammur að afli, enda kominn af sterkum stofnum í báðar ættir. Eitt atvik sem kom fyrir á Sigurfaranum á síldveiðum í Faxaflóa í lok sjöunda áratugarins lýsir Guðjóni kannski betur en mörg orð. Þeir höfðu ætlað sér að kasta á torfu en þegar nótin fór ekki á réttu augnabliki, þá var hætt við kastið. Pokinn var þá kom- inn útfyrir og nótin tekin að renna þegar skipið stoppaði. Strákarnir reyndu þá að toga það inn aftur, sem útfyrir var farið, en höfðu ekki er- indi sem erfiði. Er Guðjón sá það, snaraðist hann úr brúnni til þeirra og dreif nótina inn af svo miklum krafti að „við höfðum varla við að draga slakann frá honum,“ eins og einn þeirra lýsti þessu atviki. Þannig má segja að lífshlaup Guðjóns hafi verið, stöðugt tekist á við verkefnin af fullu afli. í brúnni á vel búnu fiskiskipi er mikið af tækjum sem skipstjórinn þarf að kunna vel á og ráða þær rúnir er þar birtast. Við þetta vildi Guðjón hafa algjört næði og lét ekk- ert utanaðkomandi trufla sig, þetta virtu skiþveijar. Er hann birtist síðar í borðsalnum að loknu góðu dags- verki og menn fóru að glettast, þá var enginn orðheppnari og kátari en skipstjórinn. Á unglingsárunum lék Guðjón knattspyrn'u eins og svo margir Ák- urnesingar fyrr og síðar. í sínum aldursflokki þótti hann bera svo af að hann lék einnig með næsta flokki fyrir ofan sinn. Það var vist ekkert auðvelt að komast framhjá stóra miðframverðinum af Skaganum. Sjálfsagt hefði Guðjón getað náð langt í knattspyrnunni hefði sjó- mennskan ekki kallað hann til sín svo ungan. Alla tíð fylgdist Guðjón vel með knattspyrnunni og til gam- ans má geta þess, að í sumar, þegar úrslitaleikur bikarkeppninnar var háður, sigldi hann inn á Patreksfjarð- arflóann svo við skipveijarnir gætum séð leikinn í beinni útsendingu. í einkalífinu var Guðjón gæfumað- ur. Eftirlifandi eiginkona hans er Salóme Guðmundsdóttir frá ísafirði. Þau eignuðust eina dóttur, Láru Huld, sem er nemandi í Háskóla Is- lands. Það er aðdáunarvert hversu vel og dyggilega Salóme stóð við hlið mannsins síns, ekki síst í hans miklu veikindum, þegar hún fylgdist með því að réttur skammtur af lyfj- um væri tekinn á réttum tíma og síðan á sjúkrahúsinu er hún var þar honum til halds og trausts frá morgni til kvölds. Nú þegar vinur okkar og sam- starfsmaður, Guðjón Bergþórsson, er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, þá viljum við bera fram þakklæti fyrir samstarfið um leið og við send- um okkar dýpstu samúðarkveðjur til þeirra mæðgnanna, Salóme og Láru, svo og til foreldra hans, systkina og annarra ættingja og vina. Skipveijar á Víkingi AK 100. í dag er kvaddur Guðjón Bergþórs- son eða Jonni eins og hann var kall- aður. Mér var hugsað til hans þegar ég keyrði til Keflavíkur þriðjudaginn 2. mars, þar sem ég var að sækja erlendan leikmann fyrir félagið okk- ar. Á leiðinni mætti ég mörgum bif- reiðum með fólki sem ég kannaðist við en það fólk var að fara í jarðar- för séra Jóns M. Guðjónssonar. Ég velti því fyrir mér hvort það væri tilviljun að Jonni skyldi kveðja okkur á sama sólarhring og séra Jón var jarðsettur, því að fyrir mér er svo margt líkt með þeim, séra Jóni og Jonna, þó að á ólíkum sviðum sé. Báðir eldhugar á sínu sviði en samt svo hlédrægir og kurteisir. Jonni var veiðimaður af guðs náð hvort sem hann var á sjó eða með stöng við veiðar. Ég kynntist honum best í veiðitúrum sem við fórum sam- an ásamt félögum okkar héðan af Akranesi og úr Hafnarfirði. Það voru dýrlegir dagar þar sem Jonni naut sín. En best held ég að Jonna hafi liðið þegar saman fór eitt árið Evr- ópukeppni landsliða í knattspyrnu og veiði í Víðidalsá. Þá var skipst á að veiða og horfa á knattspymu. Danir unnu og glöddust þá menn. Jonni stundaði knattspyrnu frá unga aldri, þar til hann valdi sér ævistarf, sjómennskuna. Hann lék með öllum flokkum ÍA og þeir sem þekkja til eru þess fullvissir að Jonni hefði orðið afbragðs knattspyrnu- maður hefði hann kosið þann vett- vang. Jonni hefur frá þeim tíma sem hann hætti að leika sjálfur verið einn af traustustu stuðningsmönnum Knattspyrnufélags ÍA. Því miður var löngu búið að skipuleggja keppnis- ferð fyrir lið okkar til Kýpur þannig að við getum ekki fylgt honum til grafar og það þykir okkur leitt. Ég vil fyrir hönd veiðifélaganna á Akranesi og í Hafnarfirði og Knatt- spyrnufélags ÍA þakka Jonna sam- fylgdina um leið og ég bið góðan guð að blessa og styrkja Sallý, Láru og aðra aðstandendur hans í sorg þeirra. Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspymufélags IA. Jóhann Hans Jóns son - Minning Fæddur 18. október 1924 Dáinn 4. mars 1994 Mig langar með örfáum orðum að minnast vinnufélaga míns, Jó- hanns H. Jónssonar, sem varð bráð- kvaddur á heimili sínu föstudaginn 4. mars sl. Jói, eins og við vinnufélagarnir kölluðum hann, hafði unnið í tæpa fjóra áratugi hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni þegar hann lést. Þar hófust okkar kynni fyrir tutt- ugu árum er ég réðst til starfa hjá Ölgerðinni þá rétt tvítugur strákur- inn. Þijátíu ára aldursmunur gleymd- ist fljótt í samvistum við Jóa. Hann hafði lag á að varðveita strákinn í sér og hélt þeim eiginleika fram á síðasta dag. Hann hafði gaman af að gantast við vinnufélagana og jafnvel tuskast við strákana. Oft flugu meinfyndnar athugasemdir manna á milli og lét Jói ekki sitt eftir liggja. Hann sendi mönnum gjarnan tóninn undir rós og urðu menn oft langir í andlitinu við að reyna að finna út merkinguna. Allt var þetta að sjálfsögðu í mesta bróðerni og þótti öllum vænt um Jóa. Því þrátt fyrir dálítið hijúft yfirborð- var hann ljúfur inn við beinið þó hann væri ekki allra. Jói var einnig mjög ósérhlífinn og duglegur til vinnu. Því kynntist ég vel er við unnum saman við út- keyrslu í Hafnarfirði og víðar um nokkurra ára skeið. Jói vann lengst af við útkeyrslu hjá Ölgerðinni, en hin seinni ár vann hann í ölsuðuhúsi fyrirtækis- ins við Frakkastíg. Eftir 20 ára kynni af jafn sér- stökum persónuleika og Jói var er margs að minnast og mörg spaugi- leg atvik koma upp í hugann. Víst er að eftir fráfall Jóa er mannlífið ekki alveg jafn litríkt og áður. Ég kveð heiðursmanninn Jóhann H. Jónsson. Hvíl í friði, kæri vinur. Jón Ivars. Horfinn, dáinn. Þegar Jói mætti ekki á sína vakt kl. 8 á föstudagsmorgun og ekkert hafði frá honum heyrst, þá hlaut eitthvað að vera að. Það var ekki Jóa líkt, að láta ekki vita, ef hann ekki gat mætt til vinnu, því mjög sjaldan kom fyrir að hann forfallað- ist, enda var vinnan hans líf og yndi, og ósérhlífni var honum eins og í blóð borin. Svo barst harma- fregnin: Jói er dáinn. Það var eins og einhver strengur brysti og drungi legðist yfir allt. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Jóa. Stundum gat gustað allmikið, og þá sagði hann sína meiningu og gat verið óvæginn, en þetta var bara á yfirborðinu, því ef okkur fannst hamagangurinn orðinn fullmikill, þá var oft nóg að ganga til Jóa og taka í hönd hans og segja: „Sæll vinur,“ og þá var stutt í brosið hjá honum. Jói var afskaplega greiðvikinn, og hann sýndi það í ýmsu að hann var vinur vina sinna. Með þessum fáu orðum viljum við vinnufélagar Jóa kveðja okkar hjartkæra starfsbróður, Jóhann Hans Jónsson, og eigum við eftir að sakna hans áfram, því tilveran á eftir að verða litlausari án hans. Hvíli hann í friði. Vinnufélagar í Ölgerðinni við Frakkastíg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.