Morgunblaðið - 11.03.1994, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
Um hvað verður kos-
ið í Reykjavík í vor?
eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
Tæplega þrír mánuðir eru nú til
næstu borgarstjórnarkosninga í
Reykjavík. Lítil málefnaumræða
hefur farið fram um borgarmálin
almennt. Umfjöllun um þau í fjöl-
miðlum hefur aðallega snúist um
fyrirkomulag á framboðsmálum
vinstri manna og einstaka afmörk-
uð mál, eins og t.d. SVR málið.
Þrátt fyrir að forsvarsmenn vinstra
framboðsins í Reykjavík hafí lýst
því yfir að framboðslistinn og
stefnumálin yrðu kynnt í kringum
24. febrúar sl. bólar ekkert á hvoru
tveggja nú tæplega tveimur vikum
síðar.
Þessi staðreynd er einungis
fyrirboði þess sem kóma skal ef
vinstri menn ná meirihluta í borg-
arstjóm Reykjavíkur. Fulltrúar
fjögurra ólíkra stjórnmálaflokka
eiga í miklum erfiðileikum með að
ná samkomulagi um þýðingarmikil
grundvallatatriði sem varða stjóm
borgarinnar. Reynt er að breiða
yfir ágreininginn með þögninni og
engar skýringar eru gefnar á þeirri
miklu töf sem orðið hefur. Borgar-
stjóraefni visntri manna, Ingibjörg
Sólrún, sem nú hefur sameinað
Kvennalistann öðmm vinstri flokk-
um í Reykjavík, segir fátt. Hún
gefur sér þó tíma í opnuviðtali í
DV nýlega, þar sem finna má
margvíslegar yfirlýsingar um
borgarmál og myndbirtingar sem
minna einna helst á kosningabar-
áttu forsetaframbjóðenda í Banda-
ríkjunum.
Fleiri atvinnutækifæri
forgangsverkefni
íbúar Reykjavíkur hafa í dag
áhyggjur af atvinnumálum og því
mikla atvinnuleysi sem við blasir.
Þeir hafa áhyggjur af hag heimil-
anna og af því að alltof margar
fjölskyldur þurfa að beijast við að
hafa í sig og á og standa í skilum
með skuldbindingar sínar. Það er
fyrst og fremst um úrlausn á þess-
um málum sem kosið verður auk
ýmissa annarra mikilvægra félags-
legra viðfangsefna eins og málefni
aldraðra og skólamál.
Meirihluti sjálfstæðismanna hef-
ur á síðustu árum haft alla foi-ystu.
um stórfellt átak í atvinnumálum
Reykvíkinga og sett fram og hrint
í framkvæmd mörgum aðgerðum
í því sambandi. Nýlega samþykkti
borgarstjórn að taka af öll tvímæli
í þeim efnum. Meirihlutinn hefur
ennfremur beitt sér fyrir öflugum
aðgerðum í málefnum aldraðra,
skólamálum, umhverfismálum og
fegrun borgarinnar, ekki síst
hreinsun strandlengjunnar, fegrun
útivistarstaða og gerð nýrrra
göngustíga. Markviss stefna í upp-
byggingu framtíðarbyggðar í
Reykjavík hefur setið í fyrirrúmi
allt frá því, að sjálfstæðismenn
tóku við á ný árið 1982. Jafnframt
hefur meirihluti sjálfstæðismanna
framkvæmt stórátak til eflingar
miðborg Reykjavíkur. Sjálfstæðis-
menn hafa mótað stefnu í öllum
þessum málum sem unnið verður
eftir á næstu árum.
Hvað vilja vinstri menn?
Minnihluti í borgarstjórn
Reykjavíkur hefur ekki sett fram
neinar heildstæðar tillögur í fyrr-
gi-eindum málum. Það eru einungis
þijú mál, sem þeir íjalla um, þ.e.
að fella meirihluta sjálfstæðis-
manna, Perluna og ráðhúsið og í
því sambandi fjármál borgarinnar
og síðast en ekki síst málefni SVR
hf.
Perlan og ráðhúsið
Auðvitað er eðiilegt að deilt sé
um stórbyggingar á borð við Perl-
una og ráðhúsið, bæði kostnað og
staðsetningu. Ég þori að fullyrða,
að báðar þessar byggingar styrkja
mynd borgarinnar sem höfuðborg-
ar Íslands og eru í dag eitt mesta
aðdráttaraflið fyrir erlenda og inn-
lenda ferðamenn. Báðar þessar
byggingar hafa hlotið margar al-
þjóðlegar viðurkenningar. Ekki
stendur til að byggja nýja Perlu
eða nýtt ráðhús. Um hvað á að
kjósa í þessu sambandi? Það væri
fróðlegt, að oddviti vinstri listans,
Sigrún Magnúsdóttir, sem sat í
dómnefndinni um ráðhúsið og sam-
þykkti að þetta hús yrði byggt,
svaraði þeirri spurningu.
Fjármál borgarinnar
Þrátt fyrir alvarleg ytri áföll,
samdrátt í tekjum borgarsjóðs og
að verulegum viðbótarfjármálum
hafi verið varið til atvinnuppbygg-
Villyálmur Þ. Vilhjálmsson
„Mikl spenna og tor-
tryggni ríkir á milli
þessara flokka eins og
jafnan áður og fyrir
utan það eitt að fellá
meirihluta sjálfstæðis-
manna veit enginn í
raun og veru um hvað
þetta framboð snýst.
Það minnir helst á nýju
fötin keisarans.“
ingar í Reykjavík, er fjárhagur
borgarinnar traustur og skuldir
hlutfallslega langtum lægri en hjá
öðrum stærstu sveitarfélögum
landsins. Eignarstaða borgarinnar
er afar sterk og staða langflestra
borgarfyrirtækja mjög góð.
SVR hf.
Það sem einna helst hefur sam-
einað vinstri flokkana í Reykjavík
er afstaðan til SVR hf. Minnihlut-
inn hefur lýst því yfir, að hann
vilji breyta SVR hf. aftur í borgar-
fyrirtæki. í ljósi samkomulags
borgarstjórnar, starfsmanna
strætisvagnanna hf., Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
og mikillar ánægju starfsmanna
og Starfsmannafélagsins með það
samkomulag, hljómar þetta kosn-
ingaloforð minnihlutans hjáróma.
Mikilvægt er að borgarbúum gefist
tækifæri til að sjá hver reynslan
verður á hinu nýja rekstrarfyrir-
komulagi á rekstri strætisvagn-
anna. Þeir eiga í raun heimtingu
á því. Kjósendur í Reykjavík geta
síðar kveðið upp úrskurð sinn í
þessu máli.
Ekki aftur vinstri sljórn í
Reykjavík
Staðreyndir um vinstri stjórn í
Reykjavík 1978-1982 tala sínu
máli. Hver höndin í stjórn borgar-
innar var uppi á móti annarri,
mikilvæg mál voru ekki tekin fyrir
og nauðsynlegum framkvæmdum
slegið á frest vegna ósamstöðu og
óheilinda milli þessara flokka. Nú
hefur Kvennalistinn bæst I hópinn
og fjórir flokkar komnir í eina
sæng. Mikil spenna og tortryggni
ríkir á milli þessara flokka eins og
jafnan áður og fyrir utan það eitt
að fella meirihluta sjálfstæðis-
manna veit enginn í raun og veru
um hvað þetta framboð snýst. Það
minnir helst á nýju fötin keisar-
ans. Ég trúi því ekki, að borgarbú-
ar vilji einungis breyta breyting-
anna vegna og innleiða þannig á
nýjan leik ástandið frá 1978-
1982.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
Útvarpslaganefnd
Lítt sannfærandi jöfnunartillögur
eftir GuðlaugÞór
Þórðarson
Einkenni sjálfstæðisstefnunnar
er trúin á að einstaklingnum sé
treystandi til að fara með sín mál
án afskipta ríkisvaldsins. Sú hug-
myndafræði hefur átt hljómgrunn
meðal íslendinga. Jafnframt því
hefur ávallt sært réttlætiskennd
þeirra þegar einstaklingar eða ein-
staklingsfyrirtæki hafa átt í ójafnri
samkeppni við einokunarfyrirtæki
hverskonar.
Nýverið skilaði útvarpslaga-
nefnd áliti sínu. Eitt af meginvið-
fangsefnum nefndarinnar var að
benda á leiðir til að jafna sam-
keppnisstöðu einkareknu ljós-
vakamiðlanna gagnvart því ríkis-
rekna. Samkeppnisstaðan er ójöfn
sökum þess að RUV nýtur tekna
af nauðungargjöldum og fijálsu
stöðvarnar þurfa að greiða einn
tíunda af auglýsingatekjum sínum
í Menningarsjóð útvarpsstöðva
sem lögum samkvæmt ijármagnar
fjórðung af rekstrarkostnaði Sinf-
óníuhljómsveitarinnar. Á síðasta
ári fór um 70% af tekjum sjóðsins
til að ijármagna hljómsveitina.
Afganginn bitust síðan útvarps-
stöðvarnar um til að nota í inn-
lenda dagskrárgerð. RÚV borgar
að vísu sama hlutfall í þennan sjóð
én er eina stöðin sem má útvarpa
frá tónleikum Sinfóníunnar.
Breyttir tímar í fjölmiðlun
Ef tillögur útvarpslaganefndar
ná fram að ganga færist margt til
betri vegar og er það augljóst að
mikil vinna hefur verið lögð í
nefndarstarfið. Tillögur nefndar-
innar gera ráð fyrir að Menningar-
sjóður verði lagður niður en þess
sem einkastöðvamar og sjálfstæðir
aðilar geta sótt um styrki til verk-
efna sem tengjast innlendri dag-
skrárgerð. Þrátt fyrir að Ríkisút-
varpinu sjálfu sé bannað að sækja
um framlög í sjóðinn geta sjálf-
stæðir aðilar sótt um styrk og flutt
síðan efnið í Ríkisútvarpinu. Sjóð-
inn á að fjármagna með gjöldum
sem nú renna til ríkisins. M.ö.o.
jöfnunin eða öllu heldur styrki til
ljósvakamiðlunar á að fjármagna
úr tómum ríkissjóði. Það er slæm
lausn að jafna samkeppnisstöðu
með því að senda reikninginn til
ríkisins, fólksins í landinu. Lausnin
hlýtur að felast í því að horfast í
augu við raunveruleikann og
breytta tíma í ljölmiðlun á Islandi.
Slíkt kallar á breyttar leikreglur
fyrir hið opinbera á sviði Ijósvaka-
fjölmiðlunar. Það er fyrir löngu
orðið ljóst að einkaaðilar geta sinnt
mörgu af því sem RÚV hefur áður
séð um. Áf því leiðir að ekki er
réttlætanlegt að skattleggja þjóð-
ina (eða þann hluta hennar sem á
sjónvarps- eða útvarpstæki) um
1,5 milljarða króna árlega.
Ríkisrekið útvarp getur ekki .
verið markmið í sjálfu sér
Það er löngu tímabært að endur-
skoða hlutverk hins opinbera í
fjölmiðlun. Taka verður ákvörðun
um það hvaða hlutverki ríkið ætlar
að sinna í fjölmiðlum og hvað ríkið
ætlar að eftirláta einkaaðilum. í
þeirri umræðu mega aukaatriði
ekki verða að aðalatriðum. Ríkis-
rekið útarp getur ekki verið mark-
mið í sjálfu sér. Það getur ekki
verið markmið að ríkið haldi úti
stofnun sem hefur 380 starfsmenn
og kostar þjóðina 2,1 milljarð
króna á ári. Markmiðin hljóta að
vera önnur t.d. að halda úti ís-
iandsmönnum óháð búsetu kost á
menningarefni í gegnum útvarp,
eða öryggissjónarmið, svo eitthvað
sé nefnt. Öllum ætti samt að vera
ljóst að hægt er að ná fram þessum
markmiðum með öðrum hætti en
óbreyttu fyrirkomulagi. Ekki síst
þar sem núverandi fyrirkomulag
felur í sér mikið óréttlæti. Órétt-
læti gagnvart neytendum vegna
þess að stjórnmálamenn hafa
skattlagt þá í nafni þjónustu sem
þeir kæra sig ef til vill ekki um
að nota. Einnig er þetta óréttlátt
gagnvart öðrum fjölmiðlum og þá
ekki einungis ljósvakafjölmiðlum
heldur og öllum ijölmiðlum sem
byggja afkomu sína á áskriftum
eða auglýsingatekjum. í fyrsta lagi
vegna þess að allir þeir sem eiga
útvarps- eða_ sjónvarpstæki verða
að greiða RÚV skatt og nota þar
af leiðandi ekki peningana í aðra
fjölmiðla á meðan. í öðru lagi er
það óhjákvæmilega erfítt að keppa
við fjölmiðil sem hefur fastar tekj-
ur óháð árferði og dagskrá upp á
1,5 milljarða. Það væri svipað og
ef Morgunblaðið eða DV þyrftu
að keppa við ríkisrekið dagblað
sem væri með skylduáskrift hjá
öllum sem ættu póstkassa.
Helstu rökin fyrir því að ríkið
er að skipta sér af útvarps- og sjón-
varpsrekstri hljóta að vera þau að
hið opinbera vill sjá til þess að
innlend dagskrárgerð sé við lýði
til að vernda og viðhalda menningu
okkar. Það réttlætir hins vegar
eitt og sér ekki stofnunina enda
er það svo að einungis 220 milljón-
ir af 2,1 milljarðs veltu þess eru
notaðar í innlenda dagskrárgerð
sjónvarpsins.
RÚV dýrari en Háskóli íslands
Nauðungargjöld eru tíma-
skekkja og þó að það megi rétt-
læta einhvers konar afskipti hins
opinbera af útvarps- og sjónvarps-
Guðlaugur Þór Þórðarsou
„Hlutverk ríkisrekins
miðils verður að vera
annað og meira en að
vera í samkeppni við
einkareknar útvarps-
og sjónvarpsstöðvar á
sviði afþreyingar, ef
hlutverkið er ekki ann-
að þá er ekki réttlætan-
legt að töluverður hluti
þjóðarinnar skuli látinn
greiða rekstur stofnun-
arinnar gegn vilja sín-
um.“
rekstri í nafni innlendrar dagskrár-
gerðar, er of langt gengið þegar
haldið er úti stofnun sem kostar
þjóðina meira í rekstri en Háskóli
Islands. Stofnun sem fær tekjur
sínar í gegnum nauðungaráskrift
á meðan önnur fyrirtæki og stofn-
anir eins og t.d. heilbrigðis- og
menntastofnanir þurfa að draga
saman seglin. Breytinga er þörf á
rekstrarfyrirkomulagi Ríkisút-
varpsins og rekstur þess er ekki
hafinn yfir gagnrýni frekar en
annar opinber rekstur. Það hlýtur
að vekja furðu að ein af svæðisút-
varpsstöðvum RÚV sem útvarpar
1-2 klukkustundir á dag hafi 10,5
stöðugildi á meðan t.d. Bylgjan
sem útvarpar allan sólarhringinn
til 97% landsmanna allan ársins
hring er með sjö stöðugildi _ef und-
an er skilin fréttastofa. Á sama
hátt furða menn sig á því hvers
vegna í Efstaleitinu er húsnæði
jafnstórt Morgunblaðshúsinu ónot-
að eða um 4.000 fermetrar. Kostn-
aður við yfirstjórn, fjármál og
stjórnunardeildar stofnunarinnar
er um 416 milljónir eða um 200
milljónum meira en innlend dag-
skrárgerð sjónvarpsins. Starfs-
. menn RÚV eru rúmlega helmingi
fleiri en starfsmenn Islenska út-
varpsfélagsins. Þrátt fyrir þessa
gífurlegu stærð og umfang þá eru
litlir tilburðir hjá forsvarsmönnum
stofnunarinnar til að ná niður
kostnaði og það orðinn fastur liður
á hverju ári að krefjast hækkunar
afnotagjalda.
Langflestir íslendingar vilja
hafa ríkisútvarp og er það svo hjá
flestum vestrænum þjóðum. En
slíkir fjölmiðlar vera að hafa skil-
greind markmið. Það þarf að skil-
greina hlutverk ríkisins í ljósvaka-
fjölmiðlum upp á nýtt. Hlutverk
ríkisrekins miðils verður að vera
annað og meira en að vera í sam-
keppni við einkareknar útvarps-
og sjónvarpsstöðvar á sviði afþrey-
ingar, ef hlutverkið er ekki annað
þá er ekki réttlætanlegt að tölu-
verður hluti þjóðarinnar skuli lát-
inn greiða rekstur stofnunarinnar
gegn vilja sínum. Ef Sjálfstæðis-
flokkurinn er það pólitíska afl sem
ætlar að halda vörð um einkafram-
takið og jöfnun samkeppnisstöðu
þá er verk fyrir hann að vinna í
útvarpsmálum.
Höfundur er formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
j ,stað stofnaður dagskrársjóður lenskri dæpkrárgejtj. jjefa öllum