Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. MARZ 1994 TONMYND Springsteen í góðum höndum Það vakti mikla athygli þeg- spurðist að bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen hefði fallist á að semja lag fyrir kvik- mynd Jonathans De’mmes, Phila- delphia, enda hefur hann ætíð neitað slíkum bónum til þessa. Réð víst einhverju um ákvörðun Springsteens að umfjöllunarefni myndarinnar er alnæmi. Þegar svo átti að gera kynn- ingarmyndband við lagið, Streets of Philadelphia, greip Springsteen tækifærið og fékk Demme til að leikstýra því myndbandi, en vart þarf að taka fram að kvikmynda- gerðarmenn eins og Demme hafa jafnan öðrum hnöppum að hneppa en fást við slíkt smáræði. Jonathan Demme og Bruce Springsteen ræða málin. Opnum í dag glæsilega verslun í Kringlunni Verið velkomin! ^/eOfUWcl Kringlunni 8-12, (2. hæð) sími 677230 VERSLUN MEÐ ÚR, SKART OGTÖSKUR Einar vitjar um netin... VEIÐAR Vandlátir hrafnar Frá fréttar. Morgunblaðsins Páli á Borg í Miklaholtshr. Meðfylgjandi mynd er af Einari Hallssyni bónda í Hallkels- staðahlíð í Kolbeinsstaðahreppi. Hann er mikill veiðimaður og nú orðið stundar hann veiði meira og minna allt> árið. Hér er hann að veiða niður um ís á Hlíðarvatni, en það hefur hann stundað síðustu vetur. Einar telur ísinn á vatninu vera 50 til 60 sentimetra þykkan ; og man ekki eftir honum svo þykk- um fyrr. Veiðin hefur verið þokka- leg í vetur, fiskur verið feitur og bragðast vel. Einar gjörþekkir vatnið, veit nákvæmlega hvar helst er veiði von. Þrátt fyrir þekk- ingu hans hefur hann lent í háska og hefur frá ýmsu að segja. Eftirminnilegastur er honum dagurinn 1. júní 1989, en þá lenti hann í kröppum dansi við vatnið. Þennan dag lenti hann í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að falla útbyrðis úr nýkeyptum plastbát sem hann hafði tekið í notkun, en hann var að vitja um silunganetin. Hann þurfti að svamla í vatninu í tvo klukkutíma, en slysið var um kílómetra frá ströndinni. Báturinn var á hvolfi, en Einar gat haldið sér í hann og ýtt á undan sér. Með ólíkindum má heita að Einar skyldi hafa lifað óhappið af, því vatnið er aðeins fjögurra gráðu heitt. Einar rifjar einnig upp, að er hann svamlaði þarna í vatninu forðum, hafi tveir hrafnar komið og hringsólað yfir sér allt þar til hann náði landi. Annað hvort hafi þeir verið vandlátir og ekki viljað s'ig, eða lystarlausir. COSPER Heyrð’elskan. Forstjórinn er kominn, en ég skal hafa ofan af fyrir honum þangað til þú kemur. ^ Konur, takið eftín “ Nýkomið mikið úrval af kjólum Opið til kl. 18.00 í dag og 16.00 á morgun, laugardag. Elísubúðin, r * Skipholti 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.